Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. nóvember 1976 iwgjjPitttMftfrfö Blað 37—68 „Ég er að þrotum kominn. Ég er að deyja. Allt í einu heyri ég, að læknir minn segir við hjúkrunarkonurnar: — Hann er dáinn. — Skyndilega skynja ég einhvern ískyggilegan hávaða, hljóð, sem var eins og suð eða kliður. Um leið fer ég hratt um löng og dimm göng. Siðan verð ég þess var, að ég hef skilið við likama minn, — að ég sé staddur utan við minn eigin likama — enda þótt ég sé enn í sama herbergi. Ég sé sjálfan mig liggja í rúminu. Ég sé, hvernig læknarnir og hjúkrunarkonurnar gera lífg- unartilraunir á mér, hvernig þau reyna að bjarga lífi mínu.“ „Lífið fyrir hand- Hversu ósennilega og fárán- lega sem þetta hljómar, þá er hér ekki um draugasögu eða ævintýri að ræða og heldur ekki hitasóttaróra sjúks heila. Þetta er frásögn af tilveru eftir dauðann, furðuleg skýrsla sam- kvæmt minni manns, sem af afleiðingum slyss „dó“ svo- kölluðum . „læknisfræðilegum dauða“. Þegar lífgunartilraun- irnar báru árangur og sjúkling- urinn kom aftur til lifsins minntist hann þess, sem hann hafði reynt sem látinn og sagði mér. Þannig er mál með vexti, að ég hef um árabil fengizt við þetta fyrirbæri: „Iífið fyrir handan“. Við rannsóknir mínar hef ég valið 150 tilfelli úr mikl- um fjölda frásagna bg skrán- inga á atvikum, sem hafa sam- eiginleg einkenni, sem gefa tilefni til ýmissa ályktana varð- andi lífij) eftir dauðann. Við flokkun á niðurstöðum athugana minna hef ég gert greinarmun á reynslu að hand- an frá þrenns konar hópum fólks: 1. Frá þeim, sem hafa dáið svokölluðum læknisfræðilegum dauða — hjartastarfsemi þeirra var hætt. 2. Frá þeim, sem orðið höfðu fyrir alvarlegu slysi og verið í bráðri lífshættu. 3. Frá þeim, sem hafa legið fyrir dauðanum. Maður lifir aðeins einu sinni, segja menn oft. En er það í rauninni svo? Ofangreind flokkun leiðir ekki margt í ljós. En öðru máli gegnir, þegar ég raða niður hinum 150 tilfellum „dauðareynslu" þeirra ' eftir því, hvað þeir hafi upplifað eft- ir „dauðann". „Af hverju láta þau svona? — Nú líður mér vel" Þá eru það sumir, sem skynja eitthvað og reyna, sem þeir að- eins geta gefið í skyn eða lýst í líkingum, því að fyrir handan lifa þeir hluti, sem eiga sér enga hliðstæðu í lífi þeirra og engin tákn eru því til fyrir. Aðrir segja aftur á móti frá því, sem þeir heyrðu eftir dauðann, til dæmis að læknirinn hafi lýst þvi yfir, að þeir væru látnir. Enn aðrir gátu á leið sinni „yf- ir“ greint undarleg og fram- andi hljóð. Og nær allir hafa öðlazt þá reynslu, að þeir hafi eins og fjarlægzt sjálfa sig, áður en þeir voru að fullu skildir við, haldið burt frá líkamanum, jafnskjótt og hann var andaður, um dimmt herbergi, dal eða göng. „Hjarta hennar er hætt að slá! Hjartað hefur gefizt upp!“ heyrði ég hjúkrunarkonurnar kalla við rúm mitt, og á sama augnabliki fann ég, hvernig ég skildi við líkama minn og leið úr rúminu niður á gólf. Síðan byrjaði ég hægt og áreynslu- laust að svífa undir loftí her- bergisins, eins og ég væri úr silkipappir eða ég væri fjöður, sem væri blásið út í loftið. Það- an að ofan sá ég lækninn og nokkrar hjúkrunarkonur hraða sér inn í herbergið. Og ég hugs- aði: „Hvað eru þau að gera hingað?“ Ein hjúkrunarkvenn- anna hrópaði: „Guð minn góð- ur, hún er dáin!“ Þegar ég sá, hvernig þau hömuðust á brjóst- inu á mér og nudduðu hand- leggi og fætur, hugsaði ég: „Af hverju láta þau svona? Nú líður mér vel.“ Að smeygja sér aftur inn í líkam ann. Flestir sjá skyndilega sína eigin líkama eða hl.uti í dánar- herberginu og lækna og hjúkrunarkonur við sjúkrabeð- in eins og I kvikmynd, þar sem þeir leika sjálfir endalokin. „Að vera utan við sjálfan sig“ er ný, notaleg kennd ánægju og rósemi, og viðkomandi horfir á það með stillingu og æðruleysi, hvað hendir eigin líkama, eins og það komi honum ekkert við — þetta er algengasta reynsla „hinna dauðu“ í hinu nýja lífi þeirra. Það er svipað og í draumi, þar sem við göngum við hliðina á sjálfum okkur eða fyrir aftan og undrumst það, sem fyrir okkur kemur og hvernig það gerist. Ungur maður sagði mér frá því, sem fyrir hann hefði komið eftir alvarlegt umferðarslys. Eftir áreksturinn fannst hon- um augnablik, eins og hann færi i gegnum dimman, lokaðan sal. . . „síðan var eins og ég svifi burt og í margra metra hæð yfir bílnum þar sem hann var á veg- inum. Ég heyrði hljóðið við áreksturinn deyja út. Ég sá, að fólk kom hlaupandi á vettvang og tók að fást við bílinn, ég sá það ná vini mínum út úr bíln- um, en hann hafði hlotið áfall. Og ég sá, hvernig menn reyndu að losa slasaðan og blóðugan likama minn úr bílflakinu.“ Hið kynlega er, að margir við- mælenda minna minnast knýj- andi þarfar til að smeygja sér aftur eins fljótt og unnt er inn í likamann. Öttinn við, að þeim muni ekki takast það, kemur greinilega aðeins fram á fyrstu stigum dauðareynslunnar: „Mér var ókleift að taka í rieitt eða snerta. og ég gat ekki talað við fólkið umhverfis mig. Ég var hræðilega einmana. Ég hafði það á tilfinningunni, að ég væri algerlega einangrað- ur.“ Það eru aðeins fáir, sem reyna upphaf aðskilnaðar anda og líkama jafnrólega og þessi fárveika, gamla kona: „Einn morguninn á sjúkra- húsinu var ég allt í einu umlukt þéttri, grárri þoku. Mér fannst eins og ég myndi yfirgefa líkamann og svífa burt. Ég leit við og gat séð sjálfa mig liggj- andi í rúminu. Ég fann ekki til ótta, þegar ég skildi, að ég myndi deyja, ef mér tækist ekki að komast aftur í likamann." Látnir ættingjar bíða manna Þegar menn eru að velta fyrir sér dauðanum og dauðastund- inni, spyrja þeir gjarnan, hvort þeir muni hitta aftur látna ætt- ingja og vini fyrir handan, það- an sem engrar endurkomu er auðið. Spurningin, hvort til sé líf eftir dauðann, hefur lagt grundvöll áð trúarbrögðum og heimspekikenningum og haft áhrif á lístir og bókmenntir frá upphafi mannkyns. Sumir viðmælenda minna hafa fundið svar við þessari spurningy að minnsta kosti fyr- ir sig á dáuðastundinni eða öllu heldur fengið það, reynt það. Þeir hafa lýst því, hvernig þeir hafi hitt ólíkamlegar verur, sem þeir hafi alveg getað þekkt aftur. Það var augljóst, að þær voru þarna til að hjálpa þeim að komast yfir landamærin. Kona, sem var að dauða kom- in við barnsburð, sagði mér frá „andláti" sínu: „Læknirinn var þegar búinn að gefa upp alla von. Hann gerði ráðstafanir til að tilkynna fjölskyldu minni, að ég lægi fyrir dauðanum. Þegar • ég heyrði hann segja þetta, fann ég, hvernig ég var að deyja. A því augnabliki sá ég margt fólk á sveimi undir loftinu í her- berginu. Það var fólk, sem ég þekkti: amma mín, gamlar bekkjarsystur mínar og aðrir vinir og ættingjar. Ég gat að- eins greint andlit þeirra — ann- ars fann ég aðeins fyrir nær- veru þeirra. Mér virtist eins og þau væru komin til að vernda mig og leiðbeina mér. Þetta var Framhald á næstu sfðu „Enginn vafi, að líf er eftir dauðann” eftir Reymond A. Moody, jr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.