Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NOVEMBER 1976
47
verka hans. Hann líkist gangandi trjá-
stofni, þarf mikið loft og ljós, stöðvar
vindinn og gengur aldrei hjá án þess að
eftir honum sé tekið. Hann er sem
frumkraftur, sem brosandi og léttur
svífur um sviðið, en sleppi maður
honum lausum innan dyra er hann
hættulegur öllu veikbyggðu. Hið rétta
svið og eðli hans er hið vfðfeðma rúm,
vindurinn, sólin.
Þrfr menn, sem mynda turn, tréskurð-
ur1928
Þó hann líti ekk: , þá hefur
hann hvassa sjón, sem engu sleppir en
hefur allt f sjónmáli. Við höfum oft
ráfað um götur New York f leit að
malerfskum smáatriðum: hér byrjar
hinn amerfski ruglingur. Hið hráa yfir-
bragð malbiksins og rotnandi efnis
rennusteinsins, blómin f sorpkössunum
í líki víravirkis og grænmetis hafa
ósjaldan yfir sér mikla „plastfska" feg-
urð... Lfti maður upp, sér maður
áhrifaríkar andstæður þakbrúnanna.
— Þúsundir léttra málmsamsetninga
ber við himin og leika f ljósinu. —
Calder sér þetta allt og skynjar. — Eins
og ég hef ritað þá er hann raunsæis-
maður. Hann byggir verk sfn upp á alls
konar tvfstruðum frumatriðum í okkar
nútfmalegu tilveru, og til þess er þessi
feiti 100% Amerikani einmitt rétti
maðurinn. AUt þetta hefur hann ofið
saman, skipulagt og umskapað til fag-
urfræðilegs hlutveruleika, og þar á
Myndllst
eftir BRAGA
ASGEIRSSON
eftir hefur hann kankvfs þrýst á töfra-
hnapp og allt saman fer á hreyfingu
hægt og rósamlegá... — Mobile-
skúlptúrinn var fundinn upp. Nú er
langt um liðið sfðan, hvað skyldi hann
finna upp næst?...“
—“Hið minnsta, sem hægt er að
krefjast af skúlptúr," mælti Salvardor
Dali, „er það, að hann haldi áfram að
vera f kyrrstöðu."
— „Hið mesta, sem maður getur
krafizt af skúlptúr, mun Calder hafa
hugsað, er það, að hann sé á hreyfingu.
Skúlptúrinn hefur of lengi verið í
höndum marmarasmiða og gipsaf-
steypumanna. Vélafræðingurinn Cald-
er setti mótor f maga skúlptúra sinna.
Venus frá Milo varð þar með vélbrúða
og hélt áfram fatafellutilburðum sfn-
um. Þrælar Michaelangelos brutu loks-
ins af sér hlekki sfna, og við fætur
Sigurbogans við Étoiletorg tókst
Marseallise-hópi Rudes að lokum raun-
hæft að leggja af stað.
Um aldir hafði skúlptúrinn minnt á
statista, sem þramma á staðnum um
leið og þeir syngja með strfðandi tón-
falli „Við göngum! Við göngum"!.
— Þá ályktaði verkfræðingurinn
Calder, að til væru hlutir, sem meira
virði væri að búa til en vélbrúður, og
hann skapaði „Móbflurnar", sem
Marchel Duchamp (1887—1969) skfrði
svo, en hann hafði sjálfur gert tilraunir
með hreyfingu í málverkinu fræga „Nu
descadent un escalier". Enginn mótor,
engin hagvirkni. Móbilið vinnur án
nets. Andardráttur sjálfs lffsins gerir
það lifandi. Á sama ári skapaði Calder
sem andstæðu „Móbflsins" og sem
ómissandi andvægi (kontrapunkt)
skúlptúra sem ekki hreyfðu sig, og
Hans Arp (1887—1966) skfrði „StabO-
ur“.“ (Michael Ragon).
„Stabílurnar" gjalda þess ljóma sem
leikur um „Móbflurnar". En f dag eru
menn vanir járskúlptúrnum og þús-
unda tilbrigða hans, er sporgöngu-
menn Calders hafa mótað. En menn
geta fmyndað sér hvernig þetta hefur
komið mönnum fyrir sjónir, er Calder
sneri heim frá Parfs til að setjast að f
Connecticut með farangur er saman-
stóð af svörtum skrúfublöðum er hann
boltaði saman.
Ég nefni sporgöngumenn hans, en
þeir hafa vissuiega notið góðs af frum-
kvæði hans hvarvetna f heiminum á
undanförnum áratugum og hér á ís-
landi má sjá þess greinilega stað —
þótt áhrifin komi f sumum tilvikum
eftir krókaleiðum.
Stabile
— Jean Paul Sartre sagði, „að Calder
væri kóngulóarvefur úr járni, tákn,
sem varð að vörumerki, fjaðurskúfur í
vindi, — skúlptúr, sem hreyfir sig. En
þetta er þá lfka maður. £g varð mjög
undrandi, þegar ég uppgötvaði það, líkt
og þegar ég uppgötvaði að Chaplin var
maður. Fyrir mér var hann mynd...“
James Johnson Sweeney, amerfskur
listhöfðingi og aðdáandi Calders, reit
eitt sinn: „Calder er og verður eilfft
ungur. Hann leikur sér, ólmast og blæs
lffi og krafti í list sfna. Þegar hann
yfirgaf spor afa sfns og föður í ljósi
hinnar miklu kröfu, er hann gerði til
sjálfs sfn — uppgötvaði hann í gegnum
leikinn nýjan heim. Þegar við skoðum
verk hans í dag, upplifum við þá gleði
er gagntók hann f þessum leik. Og
lftum við á þau verk er hann skapaði
um hálfrar aldar skeið verðum við svo
sem Coloridge orðaði það: „Andar
stjórnleysis. Töfruð leikföng.“ Eða eins
og vinur hans Brancusi sagði oft: „Ef
listin á ekki að eldast verður hún að
gera lfkt og dýrin: leika sér.“
Maður getur einnig skrifað um verk
Calders líkt og Mallarmé til Gustave
Kahn: „Hvílíkur léttir! Þvf taktu vel
eftir, að ég lft ekki á yðyr svo sem þér
hefðuð hreyft við nýju formi, sem gæti
eytt þvf gamla: Það mun standa áfram
sem ópersónulegur farangur, og það er
hverjum frjálst að einangra sig á sinn
eigin hátt. Þér opnið eina af leiðunum,
yðar eigin: og gerir það ekki minna
aðkallandi að opna þúsundir aðrar."
Og nú er þetta tákn, þessi snillingur,
þetta aldna barn, með leikföng sfn,
vfravirki, fjölleikahúsaheim, vélbrúð-
ur, móbílur, stabílur, — horfinn til
feðra sinna — sá maður er stundum
kom fram sem trúður, en breytt gat sér
í tröll, — risa, með yndisþokka og
léttleik í handbragði, er töfraði fram
fjaðurmagnaða hreyfingu inn í nútíma-
listina, snerti hana töfrasprota frjó-
magns og endurnýjunar.
Alexander Calder, stóra bamið
með málheltuna, er sffellt varð að nota
hendurnar í lifandi, iðandi táknmáli til
að gera sig að fullu skiljanlegan, varð
einkavinur flestra nafntoguðustu
framúrstefnulistamanna aldarinnar,
listfræðinga og listfursta er að vísu
allur, en hann talaði sig skýrar inn f
vitund samtfðar sinnar og framtfðar en
flestir landar hans, — rödd hans risti
dýpra og áhrif hennar voru rammari.
Mobile