Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 2
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976
dásamlegt, yndislegt augna-
blik.“
Hvarf þegar lífið
sigraði
Aðrir hafa sagt frá því, að
þeir hafi hitt látið fólk, sem
með nærveru sinni vildi segja
þeim, að dauðastundin væri
enn ekki upp runnin. Ungur
maður segir svo frá:
„Vinur minn, Bob, var látinn
og nokkrum vikum síðar var ég
sjálfur fluttur á sjúkrahús. 1
dauðastríðinu sá ég allt i einu
Bob standa við rúmið. Það er að
segja, ég sá hann eiginlega
ekki, en ég gat greint nærveru
hans, þó að ég sæi hann ekki
líkamlega. Hann var einfald-
lega þarna kominn. .Og mér
fannst það á engan hátt undar-
legt. Ég spurði hann: „Bob,
hvað hefur gerzt? Er ég dáinn
núna? Hvert fer ég nú?“ En
Bob svaraði ekki spurningu
minni. Þegar ég heyrði lækninn
segja, að ég myndi hafa það af,
var Bob skyndilega horfinn. Ég
sá hann aldrei aftur. Það var
eins og hann hefði beðið eftir
því, að ég færi yfir siðustu
landamæri lífs og dauða til að
segja mér þá, hvað gerðist."
Skærbláa Ijósið
sem birtist
U hinum dimmu göngum eða
dimmu salarkynnum, sem eru á
leiðinni „yfir“, birtist mönnum
í furðumörgum frásögnum
skærbjart ljós, sem kemur á
móti „förumönnum milli
heima“. Allir lýsa því svo að
það sé mjög hvítt og bjart og oft
einnig, að það sé „himneskt
ljós“.
„... ljósið var hvítt, svo bjart,
að ég get einfaldlega ekki lýst
því. Það virtist streyma yfir
allt, en þrátt fyrir það gat ég
greint skurðstofuna, lækninn
og hjúkrunarkonurnar."
Þegar fólk hefur lýst reynslu
sinni af þessu ljósi, hefurtrúin
greinilega haft sín áhrif. Þann-
ig hafa Gyðingar lýst ljósinu
fyrir mér sem „himnesku fyrir-
bæri“, og trúað, kristið fólk hef-
ur séð Krist í þvi:
„Þegar ljósið varð, gerði ég
mér samstundis ljóst, hvað
hefði gerzt, en þá setti ég þegar
Krist í samband við það. Hann
sagði: „Ég er ljósið." Ég sagði
við sjálfan mig: „Ef Hann er
það, og ef ég dey núna, þá veit
ég, hver bíður mín handan við
Ijósið."
Aðrir minnast einnig sam-
skipta í ljósinu. En er þeir hafa
hitt vini eða ættingja, eru sam-
skiptin án orða. Það er öllu
fremur eins og um hugsana-
flutning að ræða. Líkamlegar,
heyranlegar raddir hefur eng-
inn í viðkojnandi tilfellum
greint.
„Þegar ljósið kom, spurði það
mig, það var miklu fremur eins
og það spyrði mig, hvort ég
væri reiðubúinn að deyja. Mér
virtist sem einhver talaði, en
þarna var enginn. Það var ljós-
ið, sem talaði við mig, og frá því
augnabliki leið mér óendanlega
vel, mér fannst ég vera hólpinn,
njóta ástar og umhyggju."
„Ég hef verið fyrir
handan, og það er
yndislegt"
Menn skyldu ætla, að fólki
væri umhugað að halda lífí.
Læknar og hjúkrunarkonur
eiga ekki sízt skilið þakkir fyrir
það, hversu mikið þau leggja á
sig til að lífga fólk við, bjarga
lifi sjúklinganna. Én þó er aug-
ljós, að einungis lifendur hafa
lífsvilja. Að vísu höfðu allir
þessir „dauðu“, sem ég hef rætt
við, „hlotið" að finna og fundið
leiðina aftur til lífsins, en það
voru ekki allir, sem vor
ánægðir yfir því:
„í hinum síðustu erfiðu veik-
indum frænku minnar aðstoð-
aði ég við hjúkrun hennar. Ég
bað við rúm hennar ásamt öll-
um nánustu ættingjunum fyrir
bata henni til handa. Púls
hennar hætti oftsinnis að slá,
en alltaf tókst lækninum að
kaila hana á ný til lifsins. Éinn
daginn horfði hún á mig og
sagði: „Ég hef verið þar, ég hef
verið fyrir handan, og það er
yndislegt, unaðslegt þar! Ég
vildi vera þar áfram, en ég get
það ekki, meðan þið biðjið fyrir
lífi minu. Bænir ykkar halda
mér hér. Gerið það fyrir mig að
hætta að biðja."
Það er augljóst, að þeir, sem á
leið sinni inn í dauðann hafa
náð vissu marki, vissu stigi,
verða reynslunni ríkari, sem
þeir vildu ekki án vera. Þetta
hefur reynzt umfram allt eiga
við um það, sem hið bjarta,
heilnæma, ylríka ljós hafa litið:
„Aldrei, aldrei framar vildi ég
hverfa úr þessum bjarta heimi
á mörkum lífs og dauða," sagði
einn maður við mig, er ég innti
hann nánar eftir þessu. Og
móðir þriggja lítilla barna
sagði:
„Þegar ég öðlaðist þessa
unaðslegu tilfinningu, vildi ég
helzt vera þarna áfram. Það var
aðeins skyldan og ábyrgðin
gagnvart börnunum og mannin-
um mínum, sem þvingaði mig
til að reyna að snúa aftur.“
Frelsun frá óttan-
um við dauðann.
Læknar hafa skýrt frá furðu-
legri reynslu af „hinum
dauðu", furðulegri :f því að
sjúklingarnir, sem þeir höfðu
vakið aftur til lífsins með því að
beita allri sinni læknisfræði-
legu þekkingu, voru varla
komnir til meðvitundar, fyrr en
þeir skýrðu nákvæmlega frá
hinni læknisfræðilegu björgun
á lífi þeirra.
Vel að merkja, hér var um
sjúklinga að ræða, sem ekkert
skyn báru á læknisfræði og
læknarnir héldu, að væru látn-
ir. Jafnfurðuleg er reynsla
Kathy litlu, sem í dauðastríði
sinu hvarf úr líkamanum:
„Ég kom inn í einhvers konar
biðstofu í sjúkrahúsinu. 1 þessu
herbergi sat eldri systir mín.
Hún grét og hrópaði í sífellu:
„Kathy, ekki deyja, gerðu það
ekki, ekki deyja, ekki deyja!“
Seinna gat Kathy sagt systur
sinni í hvaða herbergi hún
hafði verið og hvað hún hefði
sagt.
Og það var ýmislegt fleira,
sem reynsla þeirra hafði að
geyma og gerði tilveru eftir
dauðann sennilega. Hjá öllum
viðmælendum minum hafði af-
staðan til dauðans gjörbreytzt.
Allir voru sammála um það, að
þeir óttuðust ekki dauðann á
nokkurn hátt lengur. Þessi
frelsun frá óttanum við dauð-
ann var sérstaklega áberandi
hjá þeim, sem fyrir þessa
reynslu sína höfðu algerlega
neitað að trúa á neins konar líf
eftir dauðann.
„Reynslan, sem ég fékk af því
að deyja,“ sagði roskinn maður
við mig, „Breytti lifi mínu að
vissu leyti. Ég var ekki nema
smástrákur, þegar það gerðist,
að ég öðlaðist þessa reynslu.
Síðan hef ég verið sannfærður
um það, að líf sé til eftir dauð-
ann. Ég hef aldrei óttazt dauð-
ann síðan. Ékki ég. Én margir
aðrir, sem ég þekki, óttast dauð-
ann, óttast hann skelfilega. Ég
vorkenni mönnum, sem halda,
að öllu sé lokið við dauðann."
„Ég veit að ég
mun lifa áfram"
Að slík reynsla firri menn
ekki aðeins ótta, heldur fylli þá
jafnframt kjarki, er ljóst af
eftirfarandi vitnisburði:
„Ég hef reynt margt í lífinu.
Ég hef fundið fyrir byssuhlaupi
við gagnaugað, en þó ekki fund-
ið til ótta. Ég hugsaði sem svo,
ef ég virkilega dey, ef þeir láta
verða af því að drepa mig, þá
veit ég, að ég mun lifa einhvers
staðar áfram."
Einkennandi fyrir alla við-
mælendur mína var, að úr trú á
hugsanlegt framhaldslíf var
fullkomin vissa að fenginni
reynslu:
„Margir halda, að við tölum
ekki um dauðann, af því að við
Heildsala - Smásala. '
BÓKAVERZLUN,
SIGFUSAR
EYMUNDSSONAR
AUSTURSTRÆTI 18 REYKJAVÍK SÍMI: 13135
þvíað
leika ykkur...
Málaspiliö sameinar tvennt, ánægju af skemmtilegu spili
og nám í erlendu tungumáli.
Til þess aö hafa not af spilinu þarf aöeins undirstöðu-
þekkingu í því tungumáli sem viö á, hverju sinni.
Nú er tækifærið fyrir alla, bæði unga og gamla!
Málaspilið fæst í næstu
bókaverzlun.
teljum okkur geta komizt und-
an honum með þögninni. Það
fæ ég ekki skilið. Sá, sem einu
sinni hefur orðið fyrir slíkri
reynslu sem ég, hann veit, að
hlutur eins og dauði er ekki til.
Maður tekur aðeins breyting-
um. Það er eins og þegar maður
breytir um og fer úr barnaskóla
í menntaskóla."
—svá — þýtt úr „Welt an
Sonntag".
Sálfræðingur
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar
eftir að ráða sálfræðing til starfa sem fyrst.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist
stofnuninni fyrir 1. des. n.k.
Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldu-
deildar milli kl. 1 1-1 2 í síma 25500.
Sff! Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
\ | \ Vonarstræti 4 sími 25500
Norðurlandamót í badminton
LAUGARDALSHOLL
Sunnudagur kl. 9.00 undanúrslit
Sunnudagur kl. 14.00 úrslit.