Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 4
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 Rammagerðiri^ Sendum um allan heim. Allar sendingar full tryggðar. Rammagerðin Hafnarstræti 19, Hótel Loftleiðir. Laugarnes- prestakall Prestskosningar fara fram í dag í Laugarnesskóla kl 10—22 og að Hátúni 12 fyrir Hátún 10, 10A, 10B og 12 kl 11 — 17 Stuðningsmenn Pjeturs Þ. Maack hafa skrifstofu að Laugar- nesvegi 79 s 86446 og 86520, þangað eru allir velkomnir Þeir, sem þurfa bíl til að fara á kjörstað hrinqi í s. 81545 Sýnum vilja í verki Stuðningsmenn ^fye&díeri /zfaa7£//a/z<7zfzsf a Jffe- ffyf'/rz/fsesfefff feá /rufua&k?* - fasfuaz/zys. Jff/awúan f/f/y/sz/2 sz /rfaý fffsfTPf/zsrzf'/zazssrz, szzf ffi/f/z/zdzze/áxzszz'. fé'fmfae s/fffrsfœ/£?//'. Borgarplast ■Tfni—nrihil »3-7370 kvVld og helfrslmi 93-7355 Baðherbergisskápar Franskar rimlahurðir Nýkomnir baðherbergisskápar með rimlahurðum, margar gerðir. Höfum einnig stakar rimlahurðir í stærðunum 61 X40, 198x40, 61 X50, 198x50. Óvenju falleg vara. Gjörið svo vel að líta inn. Nýborg c§3 BYGGINGAVÖRUR ÁRMÚLA 23 SlMI 86755 Bé emm tvöf altvaf f þrjúhundruðogsextán Bayerische Motor Werke (BMW), bílaveksmiðjurnar bæjersku í Múnchen í Vestur-Þýzkalandi hafa löngum haft á sér orð fyrir að fram- leiða „sportlega" fólksbíla og lagt sérstaka áherslu á góða aksturs- eiginleika auk styrkleika bílsins. 02- gerðirnar (1602, 2002) hafa nú verið leystar af hólmi af 300- gerðum (316, 318, 320 og 321). Vélarstærðir eru 1600 til 2000 rúmsm. Ég fór nýlega í stuttan bíltúr á BMW 316 — 318 og 320 gerð- irnar eru með sama „boddý" en stærri vél og smávægilegur annar munur er á þeim. En svo vikið sé að 316 bílnum. Þetta er svo sannarlega bill fyrir þá, sem hafa gaman af að keyra. Aksturseiginleikar eru þeir bestu sem fyrirfinnast í bíl í þessum verð- flokki — rúml. 2,2 millj. kr - Þetta er einn þeirra bíla, sem maður getur helst ekki hætt að keyra. Stýringin er hæfilega þung og sú nákvæmasta, sem völ er á (rack and pinion). Stýrishjólið er fremur lítið og sportlegt og leður- klætt. Framsætin eru mjög góð og akstursstaðan sérlega góð. Pedal- arnir eru með passlegu millibili til að bjóða upp á sportlegan akstur (hæl- og- tá skiptmgar). Dempararnir eru hæfilega stífir. Verkfærum er nettlega fyrirkomið í skottlokinu. BMW 316 er fremur lítill bíll og rými í ágætu aftursæti ekki mjög mikið ef framsætin eru í öftustu stöðu. Þá er einnig fremur lágt til lofts aftur í. Lengdin er 435,5 sm og breiddin 161 sm. Hægt er að snúa við á hring 10.3m í þver- mál.Venjuleg hæð undir lægsta punkt bílsins er 14 sm en bílarnir hér eru hækkaðir að aftan þannig að þeir eru 216 sm hærri. Vélin er fjögurra strokka 1573 rúmsm., þjöppun 8,3:1 og 90 hest- öfl (DIN) við 6000 snún./min. Bíllinn vigtar 1010 kg. óhlaðinn og krafturinn má ekki vera minni þó vart verði að honum fundið í venju- legum akstri. Hámarkshraðinn er um 160 km/klst og viðbragðið 0 — 100 km / klst 13,8 sek. Nokkur vélar- hávaði heyrist inni í bílnum þegar snúningshraðinn er mikill. Miðstöðin, sem er þriggja hraða, er mjög góð. Fyrirkomulag stjórn- tækja er gott og er mælaborðið sérlega smekklegt. Mælar hafa hvit- ar tölur á svörtum grunni, sem gerir álestur auðveldan. Bllar umsjón BRYNJÓLF- UR HELGASON Gúmmikantur er á bilnum að utan, bæði á hliðum og stuðurum, til að verja gegn minní háttar högg- um, Farangursrýmið er allgott og varadekkið fellt niður i gólf þess. Bíllinn hefur lítla tilhneigíngu til að renna til að aftan þó hratt sé keyrt í beygjur. Bremsurnar, sem eru diskar að framan og borðar að aftan, eru frá- bærar og taka mjög jafnt i. Dekkin eru 1 3 tommu radial. Verðið á BMW 3 1 6 er kr. 2.240 þúsund. 318 billinn kostar hins veg- ar kr. 2.350 þúsund og BMW 320 kr. 2.460 þúsund. Kristinn Guðnason hf, Suður- landsbraut 20, hefur umboðið fyrir BMW. br.h. Hér getur að líta nýjasta bllinn frá Ford í Evrópu. Hann nefnist Ford Fiesta og er þetta lúxusútgáfa hans, Ghia. Sennilega hefur sjaldan eða aldrei jafn mikiS veriS fjárfest við a8 koma nýjum bll I framleiSslu. Alls eru þe8 um 400 milljón (125 milljarSar króna). Ford hefur leitast vi8 a8 taka mi8 af bflum I sama flokki vi8 framleiSslu þessa blls og taldi helstu keppinautana i þvi sambandi Fiat 127, Renault 5. VW Polo, Peugeot 104 og Honda Civic Ford Fiesta er nokkru styttri en Escort. Um verSur a8 velja 3 vélar, 957 og 1117 rúmsm., 40, 45 og 53 hestöfl (DIN). Vélin er a8 framan, liggur þvert og drffur framhjólin. Glerfletir eru stórir þannig a8 útsýni er gott. Ford Fiesta verSur framleiddur I Bretlandi, Þýzkalandi og á Spáni. HingaS kemur Fiesta Ifklega ekki fyrr en næsta sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.