Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 6
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1978 Danmörk — Svíþjóð. Árið 1915 var fyrst tekin í notkun tengilina — sæstrengur — milli Svíþjóðar og Sjálands f Danmörku. Flutningsgeta þess- arar fyrstu tengingar var mjög litil á nútimamælikvarða, að- eins 6 MW. Þó kom hún að verulegu gagni fyrir Danmörku í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar kolainnflutningar til elds- neytisrafstöðva Danmerkur var mjög takmarkaður, og vatnsafl- stöðvar Svfþjóðar hlupu undir baggann. Siðan hafa verið lagðir fleiri rafmagnssæstrengir milli land- anna, bæði milli suðurenda Svi- þjóðar og Sjálands og miklli Gautaborgar í Svíþjóð og Jót- lands f Danmörku. Síðarnefnd- ur stengur er fyrir rakstraum og flutningsgeta hans er 260 MW. Nú er svo komið að alls er hægt að flytja milli þessara tveggja landa um 1300 MW. Sérkenni rafstöðva þessa tveggja Ianda er að í Svíþjóð hafa hingað til aðallega verið byggðar vatnsaflsvirkjanir, en i Danmörku eingöngu elds- neytisstöðvar, sem þá eru í sér- lega stórum einingum og er hagkvæmni þeirra mjög góð, sérstaklega ef notkun getur verið jöfn. 1 byrjun viðskipt- anna var Danmörk aðallega kaupandi, en síðar snerust við- skiptin allmikið í hina áttina, og svo var komið árið 1970, að Svíþjóð keypti frá Danmörku nálægt 4000 GWst., en Dan- mörk frá Svíþjóð aðeins um 500 GWst. Á hinum siðari árum hefur þetta hlutfall aftur breyst nokkuð. eftir VALGARÐ THORODDSEN VALGARÐ Thorodd- sen, fyrrverandi for- stjóri Rafmagnsveitna rfkissins, mun skrifa hér f Morgunblaðið annað slagið um raf- orkumál og tæknimál ýmiss konar. Greinar hans munu væntan- lega birtast hálfs- mánaðarlega, og hygg- ur blaðið gott til þess- arar samvinnu. Fyrsta greinin er raunar um mál sem nú er einmitt ofarlega á baugi hjá okkur, og Ieitar höf- undur m.a. fanga um það efni hjá frænd- þjóðum okkar. verið gerð árið 1960. Það var við nyrstu mörk landanna, og flutningsgeta þeirrar tengingar var aðeins um 70 MW. Síðan hafa viðskiptin aukist mjög ört, og línur yfir landa- mærin eru nú orðnar 5 að tölu, frá nyrsta til syðsta hluta landamæranna. Flutningsgeta þeirra er nú samtals rlflega 1100 MW. Um tfma, hin fyrstu ár, voru kaup og sala nokkuð svipuð, en síðan hefur þróunin orðið sú að Noregur selur margfalt meiri raforku til Svíþjóðar en sem nemur kaupum frá SvfÞjóð. Á þessu ári er gert ráð fyrir að sala Noregs til Sviþjóðar muni nema um 6000 GWst., og er söluverð áætlaö 175 milljónir sænskar krónur. Miðað við núverandi gengi samsvarar þetta um 1,30 ísl. kr. á kWst., og má þá væntanlega gera ráð fyrir að verðið sé mið- aðað við afhendingu á landa- maj^um. Framhald á bls. 66 Raforku- flutníngar milli landa Sú var tfðin, og er sums stað- ar enn, að hvert hérað eða landshluti vildi búa einn að sínu í raforkumálum, án tengsla og afskipta annarra. Á stundum stafaði það af hag- stæðari aðstöðu innanhéraðs til virkjunar, en í öðrum tilvikum vegna eigin virkjana, sem byggðar höfðu verið á lágu verðlagi. Þótti þá að vonum ekki ráðlegt að rugla reitum með hinum, sem ver voru staddir í þessum efnum. Enn kom einnig til héraðs- metnaður, eins konar sjálf- stæðishugsjón gagnvart ein- hverju, sem kynni að takmarka eiginn sjálfákvörðunarrétt. Slík einangrandi sjónarmið eu vissulega víðar til en á Is- landi. í þröngum fjarðabyggð- um Noregs, þar sem víðast hvar eru góðar aðstæður til vatns- aflsvirkjana, hafa verið og eru enn til slík sjónarmið í raforku- málum, á vissum sviðum. Ný- lega Ias ég einnig í bandarísku tækniriti um hugmyndir að byggingu háspennulfnu þvert yfir Kanada, milli stranda Atlantshafs og Kyrrahafs, til tengingar og bættrar hagnýt- ingar raforkuvera landsins. Við marga erfiðleika var að striða, en einn þeirra var tregða eig- enda orkuvera á svæðinu til samstarfs og ótti við skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti. Um slikar innanlandserjur verður ekki fjallað hér, heldur um utanríkisviðskipti með raf- orku. Þannig viðskipti hafa lengi átt sér stað, saia og kaup á víxl. Þetta á sér jafnvel stað gegn- um „Járntjaldið", ekki aðeins á sviði beinnar raforku, heldur einnig með aðra orkugjafa svo sem gas til iðnaðarframleiðslu. Þúsundir km af gasleiðslum hafa verið lagðar frá lindum f Rússlandi til iðnaðarhéraða Vestur-Þýzkalands. Að vfsu hefur borið á ótta við öra þróun í þessa átt, því vinátta þessara tveggja þjóða hefur verið all- rysjótt, og þjóðverjum kæmi það illa ef Rússar tækju upp á því að loka fyrir. Að jafnaði eru raforkuvið- skipti milli landa gagnkvæm, en aðalsjónarmið þeirra er bætt hagnýting orkuvera landanna og öryggissjónarmið. Raforku- skipti milli Norðurlanda hafa átt sér stað um alllangan tfma, og skal ég gerð grein fyrir þeim í stórum dráttum. Háspennulfna á mörkum Noregs og Svfþjóðar. Danmörk — Noregur. Nýlega var tekinn f notkun sæstrengur milli Kristjáns- sands í Noregi og Jótlands. Hér eru um rakstraumssamband að ræða, með um 500 MW flutningsgetu. Þessi sæstrengslögn er mjög löng, eða 130 km, og liggur á kafla niður á 500 metra dýpi. Hér er um tvo strengi að ræða, hver með 1000 mferm leiðurum úr eir. Áður hafði verið gerður tilraunastrengur og hann prófaður f Harðangursfirði í 640 metra dýpi. Strax í upphafi var talin nokkur hætta á að togskip kynnu að skaða strenginn. Sú varð einnig raunin, þvf skömmu eftir að hann var tek- inn í notkun skemmdist hann af þeim sökum. Viðgerð var þó fljótlega lokið, en þá jafnframt ákveðið að grafa hann niður í botninn á þeim kafla sem hon- um var mest hætta af völdum skipa, en það var á 25 km kafla undan strönd Jótlands, á 30—125 metra dýpi. Til þessa verks hefur verið leigður dverg-kafbátur frá Frakklandi. Noregur — Svfþjóð Fyrsta rafmagnstengingin milli þessara landa mun hafa 640 MW. vatnsverið Tonstad f Noregi. 1160 MW kjarnorkuver við Málmey f Svf- þjóð. TÆKNL Atlas snjódekk 600 — 12 með hvítum hring kr. 10.843 fullnegldir 560 — 13 með hvítum hring kr. 10.426 fullnegldir 600 — 13 með hvitum hring kr. 9.925 fullnegldir 600 — 13 með hvitum hring kr. 11.095 fullnegldir 700 — 13 með hvitum hring kr. 10.813 fullnegld 560 — 15 með hvítum hring kr. 10.394 fullnegld F 78 — 14 með hvitum hring kr. 13.075 fullnegld G 78 — 14 með hvítum hring kr. 13.637 fullnegld F 78 — 15 með hvítum hring kr. 13.793 fullnegld Hjólbarðar Höfðatúni 8, sími 1-67-40. HEILSURÆKTARKERFIÐ <\ „SÓLKVEÐJAN" i‘ Gerir vöxtinn fallegan, stæltan og brjóstin stinn. Með þvi að æfa þetta kerfi verðið þér: grennri, fegurri og hraustari Æfingartimi 5 minútur á dag „SÓLKVEÐJAN" er sett saman úr ýmsum æfingum i „Yóga' -líkamsræktarkerfinu og þær gerðar að einni samfelldri heild. „SÓLKVEÐJ- AN" ásamt skýringarmyndum kostar 400 kr. Vinsamlegast sendið greiðslu með pöntun og ■ sendið gjaldið I ábyrgð Sendið nafn og heimilis- e fang til: i’ „SÓLKVEÐJAN" J Pósthólf: 4205, Reykjavfk. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.