Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 22
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÖVEMBER 1976 44 J6n G. Ragnarsson - „Jón er kom- inn heim” „USS, EKKl HAFA HATT“ heitir nýja platan hans J6ns G. Ragnarssonar sem var að koma út á dögunum. J6n hefur ekki haft hátt i popplifinu undanfarin átta ár, en nú hefur hann upp raust sina og hvað sem nafni plötunnar Ifður, etlar Slagbrandur að hafa hátt um J6n og plötu hans að þessu sinni. Það er ekki á hverjum degi, sem týndir synir poppgyðjunnar koma heim á fornar slððir. Jón G. Ragnarsson var einn af stofnendum hljómsveitar- innar Pops á árinu 1966, ásamt þeim Pétri Kristjánssyni, Gunnari Fjeldsted, Birgi Hrafnssyni og Guðmundi Hall- dórssyni. Jón lék á gltar og söng eftir þörfum. Hljómsveit- in ávann sér smátt og smátt vinsældir, en lffið var ekki ein- tómur dans á rósum og nokkr- um sinnum urðu breytingar á laðsskipan hennar. Einn fór og annar kom, eins og gengur. Þannig léku þeir Ólafur Sag- urðsson (bassaleikari), Sveinn Larsson og Benedikt Torfason með Pops um tíma, en síðar komu enn aðrir menn og með þeim breytti hljómsveitin i rauninni um nafn og úr varð Sálin. Þar lék Jón með þeim Sigurði Arnasyni, Axel Einars- syni og Ölafi Garðarssyni, þar til i árslok 1968, að Sálin hvarf af þessu tilverustigi. Þá hafði Jón leikið í popphljómsveit I rúm þrjú ár. I samtali við Slagbrand í vik- unni kvaðst Jón hafa lagt „svo til allt“ á hilluna að loknum þessum poppferli, nema gftar- inn. Og þótt Jón færi að starfa við sjóinn og við vörubílaakst- ur, var popptónlistin honum hugstæð og hann hélt áfram að semja lög og texta og færði inn á segulband jafnóðum. „Eg á ágætis segulband og kem hugmyndum mfnum inn á bandið. Ég get þá saltað þær þar, án þess að þær týnist. Ég skrifa nefnilega ekki nótur. Margar þessara hugmynda eru ófullgerðar, en úr öðrum hef ég unnið og hef samið nokkuð mörg lög.“ — Semur þú alla textana sjálfur? ,Já, ég geri það, þótt ég eigi erfiðara með að semja texta en lög. Lögin koma einhvern veg- inn á eðlilegri hátt, en ég þarf að svitna meira yfir textunum. Ég er bara of stoltur til að þiggja aðstoð frá öðrum við textagerðina. Ég hef líka meira en nóg að segja. Það eru yrkis- efni allt í kringum mann. — Svo myndi ég lfka tapa höfund- arlaunum að hluta, ef ég fengi aðra til að semja textana, þann- ig að þetta er hagkvæmara svona. — Flytja textarnir einhvern ákveðinn boðskap? „Ég hef reynt að ná til fólks- ins með frekar léttum textum, um ástina og fleira. En þó vil ég gjarnan fara inn á svipaða bylgjulengd og kemur fram f laginu „Lffsins ljós“, þ.e. að geta komið með eitthvað sem hefur einhvern tilgang, ein- hverja þýðingu fyrir fólkið. Sá boðskapur sem ég kem með i þvf lagi er á þá leið, að hið innra með hverjum manni búi Ijós, en menn þurfa bara að leita þess sjálfir til að finna það. Menn verða að dusta burt allt það ryk, sem vill setjast f hugann. Við erum það sem við hugsum. I framhaldi af þessu vil ég benda á, að notkun ffkniefna til að leita að þessu innra ljósi er ekki rétta aðferðin. Það hefur verið sagt um fíkniefnin, að þau séu bakdyralykill að himnaríki. Ég tel, að það fólk sem notar ffkniefni, sé ekkert verra en annað fólk, en þetta er bara ekki eðlileg leið til að lifa lffinu. öll ffkniefni eru óæski- leg. En það reynir að sjálfsögðu mjög á menn að vera jákvæðir þjóðfélagsþegnar f ófullkomnu þjóðfélagi. Sumt fólk notar ffkniefni til að leysa þessa erf- iðleika, en það er athyglisvert, að margt af þessu fólki hefur hætt algerlega notkun slfkra efna og snúið sér að ómenguð- um andlegum hugleiðingum. Það hefur allt í einu sest niður og farið að hugleiða tilgang lífs- ins og fundið, að ffkniefni voru ekki rétta leiðin f gegnum lffið. Ég vil gjarnan reyna að koma þeim boðskap f texta mfna, að menn leiti að sínu innra ljósi og vildi gjarnan geta orðið mönn- um að liði f þeirri leit með textum mfnum. En staðan virð- ist vera sú núna, að fólk hrífst langmest af einföldum textum f stfl Lónlf blú bojs og Þorsteins Eggertssonar, en það er ekki beant sú textagerð sem ég vildi helst fást við, eins og hef verið að skýra út.“ í framhaldi af umræðunni um boðskap Jóns og textagerð, (Ljósm. Friðþjófur) vel á og hann kom þessu á fram- færi við Svavar Gests, sem ákvað sfðan að gefa þessa tón- list út á plötu. Ég hafði verið með það lengi f maganum að reyna að koma þessari tónlist á plötu, þótt ekki yrði af því fyrr en nú. — Síðan fór ég að taka þessa tónlist upp í sumar og vann að þessu með hvfldum þar til f haust." — Hvað eru þessi lög yfirleitt gömul? „Það elsta, „Vesalings Valli“, er frá árunum 1967—’68, en nýjasta lagið var ekki fullgert fyrr en eftir að upptaka plöt- unnar hófst I sumar. En flest lögin hafa orðið til á undan- förnum tveimur árum.“ — Finnst þér þú þá hafa fengið aukinn innblástur við að sökkva þér f tónlistina á ný f upptökum? „Já, að nokkru leyti. En ég held þó, að það muni veita mér mestan innblástur, ef þessi plata fær góðar viðtökur, ef fólkið kann að meta það sem ég ér að gera. Ef ég heyrði fólkið spjallað við Jón G. Ragnars- son sem nú sendir frá sér plötu eftir átta ára hlé beindist samtalið að tildrögum þess, að Jón sendir frá sér stóra plötu eftir átta ára hlé. „Ég átti orðið allmörg lög á segulbandi og hafði samband við Sigurð Arnason og spilaði þetta fyrir hann. Honum leist flauta lögin min úti á götu, þá hlyti það að gefa mér aukinn lífsþrótt." — Finnst þér hafa orðið mik- il breyting á popptónlistinni frá þvf að þú hættir að spila f hljómsveit fyrir átta árum? SALIN — eins og hún var um skeið í gamla daga. Hér er Jón f ljósum jakka, sitjandi til vinstri, en við hlið hans situr Benedikt Torfason og fyrir aftan standa þeir Sigurður Arnason (t.v.) og Sveinn Larsson. Sigurður vann með Jóni að gerð nýju plötunnar, lék á bassa og stjórnaði hljóðrituninni. „Það hefur orðið alveg geysi- leg breyting. Þá þurfti bara að kunna nokkur vinnukonugrip á gítarinn til að geta spilað f hljómsveit. Svo þyngdist tón- listin og fór að þróast og poppið fór að verða nokkuð gott. Þá fóru að heltast úr lestinni þeir menn, sem ekki höfðu getu til að spila þessa tónlist. Nú er tónlistin aftur að verða létt. Það er eins og þunga poppið hafi fyllt áheyrendur of alvar- legum hugleiðingum. Nú er fólkið farið að leita í þetta létta aftur." — Gætirðu hugsað þér að fara að spila í hljómsveit aftur? „Það kæmi að vfsu alveg til greina og það væri skemmti- legt, en það eru vissar hættur sem fylgja því að spila f hljóm- sveit. Maður getur tapað kraft- inum, innblæstrinum, við það að spila mikið á dansleikjum þar sem er glaumur og gleði og fólkið hlustar lítið á það sem maður er að spila. Það er þó auðvitað viss lærdómur sem fæst af þvf að spila á dansleikj- um, en aðalatriðið finnst mér vera að haldast frjór, geta hald- ið áfram að skapa tónlist og koma henni á plötur." — Finnst þér þú hafa haldizt frjór á þessu átta ára tfmabili? „Ég var töluvert fjór á tíma- bili, en svo komu öldudalir. Manni lfður óneitanlega tölu- vert betur þegar eitthvað kem- ur frá manni. Éf maður semur ekkert í langan tfma, þá verður maður spenntur og þetta getur farið f skapið á manni.“ — Nú hefur þú búið í Kefla- vfk undanfarin þrjú ár. Finnst þér sá staður hafa einhver örv- andi áhrif á tónlistarsköpun? „Það er ekki laust við það. Það er að vísu fátt sem gleður augað f Keflavík. En það er margt merkilegt fólk f Kefla- vfk, margir sterkir persónuleik- ar, margir sem eru andlega þenkjandi. Ég gæti trúað, að þetta hefði áhrif á mann. Menn snerta auðvitað hver annan og þeir sem eru góðir, smita út frá sér.“ — Heldurðu að áhrifa frá Keflavíkurflugvelli og hernum gæti í þessum efnum? „Nei, ég held að þau séu frek- ar neikvæð." — 0 — Á plötu Jóns, sem S.G.- hljómplötur gefa út, eru tólf lög, öll með íslenzkum textum. Jón leikur sjálfur á gítar og syngur, en nýtur aðstoðar valin- kun'nra hljómlistarmanna. Má þar nefna Birgi Hrafnsson, Björgvin Gislason, Hrólf Gunn- arsson, Agúst Ragnarsson, bróður Jóns, Karl Sighvatsson, Jónas Þórisson og Albert „Icefield” auk Sigurðar Árna- sonar, sem sér um allan bassa- leikinn auk þess að vera hljóð- upptökumaður f stúdíói Tón- tækni, þar sem platan var hljóð- rituð. — sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.