Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 65 £1 ^ ^Ai VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MANUDEGI hvenær sem ljár þykknar eða skarð kemur i eggina. Nema tekinn sé sá kosturinn að berjast um með ljánum bitlausum allan daginn fram í rauðamyrkur. Það er enn til aukinna þæginda, við að klappa ljá, að maður getur legið við það og rís þá á olnboga svo að bezta hvíld er að, í stað þess að snúa hverfisteini, sem er fremur erfitt, hvort sem er gert með höndum eða fótum. Hverfi- steinar eru aldrei eins handhægir Þessir hringdu . . . 0 Hver er réttur okkar ? Þannig spurði kona nokkur sem hringdi og sagðist áreiðan- lega tala fyrir munn margra. Átti hún þar við þá sem reykja ekki — hver er réttur þeirra sem reykja ekki, gagnvart hinum sem gera það. Og, hún hélt áfram: Hafa þeir rétt til að reykja hvar sem er á vinnustöðum og skrifstofum, það er jafnvel svo að fólk sem reykir er hissa og undrandi á því hvað reykjarkófið getur orðið mikið, t.d. á kaffistofum. En við sem ekki neytum tóbaks þurfum sífellt að vera að sjúga þetta loft ofan í okkur hvar sem við komum, í áætlunarbílum og hinum og öðrum opinberum stofnunum. Það hlýtur að vera hægt að tak- marka þetta eitthvað og að minnsta kosti að fá reykingafólk til að taka meira tillit til þeirra sem ekki reykja. 0 Sýnum ekki bólusetningar í sjónvarpi. Gömul amma á Akureyri hringdi: —Ég vil biðja Velvakanda að koma því á framfæri við sjónvarp- ið að það sýni ekki aftur myndir frá bólusetningu lítilla barna, eins og sýnt var í fréttatímanum á miðvikudaginn var. Ég kvaldist alveg þegar ég horfði á hjúkrunarfólkið vera að bólusetja litlu börnin og ég veit að svo var um fleiri, og ekki síst börn. hún getur það ekki og hún felur andlitið 1 höndum sér. Honum finnst hann alltof stðr hvar hann stendur þarna upp á endann yfir henni og hann dreg- ur til stól og sezt við hlið hennar. Svo grlpur hann um aðra höndina sem hún hefur brugðið fyrir and- lit sér. Þvf að hann er enn ekki alls kostar viss. Það kæmi honum ekki á óvart þótt hann fyndi nú bak við kreppta hnefana illgirnis- legt og hæðnislegt andlit hennar. En hún er að gráta f alvöru. Grætur eins og barn og skeytir ekkert um útlit sitt. Og rödd hennar er Ifka barnsrödd þegar hún stamar. — Mikið eruð þér vondir. Er ég vondur...? Nei, ekki al- deilis, litla vina... Reynið nú að ná valdi á yður... Skiljið þér ekki að það er f yðar þágu. Hún hristir höfuðið. — Já, en þér hljótið þó fjára- kornið að skilja að það hefur ver- ið framinn glæpur og þér eruð eina manneskjan sem þekkir þetta hús nógu vel... Ég er ekki að segja að þér hafið drepið hús- bónda yðar... — Hann var ekki húsbóndi minn... — Allt í lagi. Ég veit það. Þér hafið sagt mér það. Við skulum þá bara kalla hann föður yðar... Þvf að þér voruð að gefa það f Fréttir frá Vogue heimilisdeild Úrval af stofugardínuefnum Nýkomnir ódýrir, faiiegir stórísar og steðjinn og klappan. Og svo má ekki gleyma ljáa-eyðslunni er munar alltaf miklu. Mörgum kann að virðast óvæn- legra til bits að klappa en draga. Það er þó ekki svo að nokkru nemi, ef vel er að gáð. Að vísu kann bitið að verða enn mýkra og fínna í steinlögðum ljá fyrst eftir ádráttinn, ef vel mjúk og óseig jörð er fyrir, En hitt er tíðara að jörð er ekki hin ákjósanlegasta, heldur nokkuð seig eða grýtt. Verður þá hin grófari sagar- kennda egg í klappaða ljánum endingarbetri, að ég ekki nefni að ljárinn þolir betur steina án þess að springa eða skarða til muna. Það er svo með að klappa sem draga á að það er dálitill vandi að gera það svo vel sé en engin hætta er á að sérhver meðal verklaginn maður komist ekki fljótt upp á lag með að klappa fyrir sig. Oska ég þess af alhug að bændur fari al- mennt að reyna þessa aðferð svo að hin óþarfa vinna og eyðsla sparist um hinn stutta en dýr- mæta heyskapartíma vorn. Ferhyrndur bóndi.“ Velvakandi þakkar bónda fyrir bréfið og svona í vetrarmyrkrinu er það kannski vel til fundið hjá honum að velta fyrir sér ýmsum hagræðingaratriðum varðandi búskaparhætti landsmanna og hér er rúm fyrir fleiri bréf af því taginu ef menn vilja. HÓGNI HREKKVÍSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.