Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 10
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 nútfmalistamanna, líkt og Calders, var einsætt tækifæri til að auglýsa og jafn- framt útbreiða vöru sína, um leið og þeir sannprófuðu og undirstrikuðu gæði hennar. — Þetta á við i öllum efnaiðnaði, jafnt í hörðu sem mjúku og rennandi formi, náttúru- sem gerviefn- um. Stærri verk en þau sem Calder hefur mótað hafa sennilega verið út- færð á allra seinustu árum, en ekki i varanlegum tilgangi. Ég hefi áður ritað langa grein um Calder og birtist hún í Lesbók 1. marz 1970 og er þar m.a. að finna upplýsing- ar um feril hans fram að því er hann hlaut heimsfrægð fyrir verk sín á árun- um fyrir seinni heimsstyrjöldina. Ég mun þvi forðast endurtekningár, en vísa þeim er vilja fræðast nánar um þennan snilling en hér verður gert, á þá grein mína. Hér mun ég aðallega fjalla um hann sem áhrifavald og lista- mann og vitna í ummæli nafntogaðra félaga hans um manninn og fyrirbærið Alexander Calder. En mér þykir þó rétt að nefna það, að hann er fæddur 22. júlí (eða ágúst) 1898 í Lawton, sem nú nefnist Fíladelfía, í Pennsylvaníu- ríki. Calder áleit sig fæddan 22. ágúst eins og móðir hans hafði alltaf sagt, þar til hann árið 1942 skrifaði ráðhúsinu í Fíladelfíu eftir skírnarvottorði, og þar sögðu menn hann fæddan 22. júlí. — Hann sendi ítrekaða fyrirspurn, en með sama árangri. Hann gat þannig haft þá ánægju að halda upp á afmæli sitt tvisvar á ári eftir það án þess að eldast hraðar en aðrir menn! Alexander var af þekktum mynd- höggvurum kominn þar sem afi hans, Alexander Milne Calder, og faðir voru báðir vel menntaðir og metnir mynd- höggvarar. Afinn gerði m.a. vel þekkta styttu af William Penn, og faðir hans lét eftir sig mikið æviverk. Hann gerði m.a. styttuna af Leifi heppna á Skóla- vörðuholti og mun hafa heimsótt Is- Þann ellefta þessa mánaðar lézt hinn heimskunni bandaríski myndlistar- maður ALEXANDER CALDER í New York, 78 ára að aldri. Með honum er sá fallinn í valinn sem öðrum fremur braut leið hinum léttu og fjaðurmögn- uðu hreyfingum inn I skúlptúr-listina. Ég nefni hér ,,skúlptúr“-list f stað höggmyndalistar vegna þess að með réttu má halda fram, að Calder hafi f list sinni gert flest annað í stórum stfl en að höggva út myndir. Hann skar út f Josephina Baker, 11 útgáfa, 1926 Mobile-Stabile tré, mótaði í vfr, leir og hvers konar efni — var í mörg ár upptekinn af fjölleikahúsalífi (Cirkus) og bjó til fjölda táknmynda af þvf, sem þar bar fyrir augu og áhuga hans vakti, jafnvel smáútgáfur af heilu fjöllistahúsunum. Hann vann í fyrstu allt f senn í stál- þræði, málverki, formaði leikföng og gekk frá fyrstu tíð f allri listsköpun sinni út frá frumreglunni „leikur". Þessari frumreglu var hann trúr til hins sfðasta, þótt fyrir listsköpun hans lægi síðar að taka risavöxnum breyt- ingum og hafa gífurleg áhrif á þróun skúlptúr-listar í heiminum. Myndir Calders þróuðust frá þvf að vera leikur með smáform til þess að verða að risa- vöxnustu skúlptúr-verkum sem gerð hafa verið á tuttugustu öldinni, og sem risafyrirtæki fjármögnuðu bæði til auglýsinga og sem tákn á heimssýning- um og í öðru tilefni, m.a. til að sanna styrk og burðarþol hinna ýmsu efna er slfk fyrirtæki framleiddu. Hugmynda- ríkar tilraunir myndlistarmanna þykja oftlega taka öllum útreikningum og tilraunum hálærðra verk- og efnafræð- inga langt fram. Amerfskir framleið- endur uppgötvuðu löngu á undan hinum evrópsku, að í tilraunum Negrakona, 1929—30 / minningu Alexanders Calder land. Móðir hans, Nanette Lederer, var málari. En þrátt fyrir allt þetta var það eftirtektarvert að Calder hafði öllu meiri áhuga á vélaverkfærum en á leir og penslum. Fjölskyldan lifði ágætu lífi á list sinni og mun því Calder ekki hafa skort skotsilfur til að leggja fyrir sig myndlist, en hann hafði meiri áhuga á að ganga hinn almenna menntaveg, fær m.a. óhemju áhuga á stærðfræði, og er hann var við verk- fræðinám tók hann hæstu einkunnir f sögu skólans í þeirri grein. Hann lýkur prófi f verkfræði og stundar ýmiss konar störf sem slfkur og útfærir m.a. tæknilegar teikningar fyrir Edison- stofnunina í New York. Hann festir þó hvergi rætur f starfi til langframa, frjótt ímyndunarafl og eldsál sú, er innra með honum bjó, sætti sig ekki við neina vélræna kyrrstöðu. Hann tekur að sækja kvöldskóla f teikningu, að ráði föður síns, með prýðilegum árangri, seinna ræður hann sig sem kyndara á skip er siglir m.a. til Havana, Panama og Los Angeles. Alla tfð var það eðli Andlitsmynd af Fernand Léger, 1930 hans að vera aldrei ánægður með hlut- ina eins og þeir koma fyrir, og er hann uppgötvar hve erfitt er að hreinsa ofna vélanna að innan, smfðar hann f tóm- stundum sfnum nýtt verkfæri til slfkra hluta, svo haganlegt og tímasparandi, að allir kyndarar um borð fara fram á slfk tæki fyrir sig. Hér kom í fyrsta skipti fram sú frjóa uppfinningagáfa, sem átti eftir að ganga líkt og rauður þráður f gegnum lff hans allt og gera hann einn nafnkenndasta myndlistar- mann aldarinnar. Afskráður af skipi sánu ræður hann sig sem bókara við skógarvinnu f Indenpendence f Washingtonfylki. Hann skrifar eftir litakassa og fer að mála myndir af trjástofnum og fjöllum. Upp úr þeirri tiltekt sinni ákveður hann að verða málari og tekur að leggja stund á þau fræði hjá nafnkenndum málurum við Art Students League f New York. Hann er á 26. aldursári er hann tekur þessa ákvörðun og þar með er listaferill hans innsiglaður — og þá ekki sízt eftir að einn kennari hans, Boardman Robin- son, kennir honum pennateikningu f einu striki og hann uppgötvar þar með töframátt línunnar. — Það er fyrst er hann stundar nám í listaskólanum nafntogaða, „la Grande Chaumiere", f París að hann fer að fást við skúlptúra úr tré og járni. Arið 1927 fær hann það verkefni að búa til leik- föng fyrir amerfskt fyrirtæki, og um sama skeið fara stálþráðsskúlptúrar hans að formast og öðlast sérkenni. Calder gerir á þeim tfma eða ári seinna hina frægu mynd af Josephine Baker — hann býr til hunda úr gúmmfslöng- um, útfærir vélrænar, hreyfanlegar ffgúrur, trúða, dýr, fjöllistamenn sem hann lætur lifa sínu eigin lffi f eins konar táknmynd af fjölleikahúsi, og sýnir árangurinn um vorið á „Salon des Humoristes". Calder heldur sína fyrstu einkasýn- ingu á stálþráðsmyndum í New York árið 1928, og þá hafði gagnrýnandi einn það um hann að segja, að hann væri dugmikill piltur — en hvað segir pabbi hans?! Þessar myndir hans vöktu allnokkra athygli beggja vegna Atlantshafsins, en þó ekki meiri en svo að þær höfnuðu að meginhluta í ruslakompu í Parfs, og voru fyrst dregnar fram árið 1964 og prýða nú virtustu söfn víða um heim. Calder hafði gott lag á þvf að vinna hylli fólks og þannig varð hann fljótt kunningi og vinur margra af aðal fram- úrstefnulistamönnum beggja vegna Atlantsála og höfðu þeir sitthvað um tiltektir hans og manninn sjálfan að segja og rita, og hefur margt geymzt og verður sitthvað af þvf tíundað hér á eftir. — Hinn mikli franski málari, Fern- and Léger (1881—1955), sagði um Calder: „Engar andstæður eru meiri en milli Calders, þessa hundrað kílóa risa, og hinna léttu og lifandi „móbile"-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.