Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976
43
Reidvegir verdi
samhlióa öllum
hraðbrautum
REIÐVEGAMAL hafa á slð-
ustu árum mjög verið á dagskrá
hjá hestamannafélögunum.
Lönd eru nú f vaxandi mæli
afgirt og sundurgrafin með
framræsluskurðum. Hraðbraut-
ir hafa verið lagðar f nágrenni
þéttbýlis og þannig hefur stöð-
ugt þrengt að reiðleiðum hesta-
manna. Við þessum breyttu að-
stæðum verður ekki snúist
nema með þeim hætti einum að
koma upp reiðvegakerfi. Ein-
stök hestamannafélög hafa þeg-
ar gert ýmislegt f þessum mál-
um og meðal annars hafa hesta-
mannafélögin á suðvestan-
verðu landinu hafið undirbún-
ing að sameiginlegum aðgerð-
um f þessum málum.
Þennan málaflokk bar meðal
annars á góma á nýafstöðnu
ársþingi Landssambands hesta-
mannafélaga og I ályktun, sem
þingið samþykkti, var stjórn
L.H. falið að leita eftir samn-
ingum við yfirstjórn vegamála
um að aðstaða ríðandi manna
raskist ekki eða umferð þeirra .
yrði útilokuð þar sem hrað-
brautir væru byggðar. Ahersla
var lögð á að unnið yrði að þvf
við Alþingi að vegalögum yrði
breytt á þann veg að lagðir yrðu
reiðvegir samhliða öllum hrað-
brautum.
Tekið var fram í samþykkt-
inni að þeirri ósk yrði komið á
framfæri við yfirstjórn vega-
mála að reiðvegir og aðrir stað-
ir, þar sem umferð hestamanna
á sér stað yrðu merktir, t.d. þar
sem reiðleiðir og hraðbrautir
skerast. Skorað var á fjárveit-
inganefnd Alþingis að stórauka
fé til reiðvega til samræmis við
HESTAMANNAFBLAGIÐ fakur
hestamannafelagið funi
hestamannafClagið geysir
hestamannafElagið glaður
hestamannafelagið grani
hestamannafElagið gustur
hestamannafelagid hördur
hestamannafelagið léttir
hestamannafElagið LETTFETI
HESTAMANNAFELAGIÐ MANI
HESTAMANNAFELAGIÐ SMARI
hestamannafelagið snæfellingur
HESTAMANNAFÉLAGIÐ SÖRLI
HESTAMANNAFÉLAGIÐ ÞYTUR
nútfma verðlag og fram-
kvæmdaþörf. Að sfðustu var
stjórn L.H. falið að vinna að þvi
að kannað yrði hvort ekki væri
mögulegt að koma á samstarfi
milli vegamálastjórnar, ein-
stakra sveitarfélaga og hest-
mannafélags á hverjum stað
um reiðvegagerð og umferð bú-
fjár almennt.
En það er ekki nóg að leggja
reiðvegi og búa með öðrum
hætti í haginn fyrir hestamenn
á ferðalögum, ef aðeins fáir
hafa vitneskju um þá aðstöðu,
sem fyrir hendi er. Siðasta árs-
þing L.H. samþykkti að fela
stjórninni að afla og koma á
framfæri til félaganna upplýs-
ingum um viðurkenndar reið-
leiðir, aðhalds- og áningarstaði
á leiðum hestamanna. Um-
sjónarmaður þáttarins vill taka
undir þessa samþykkt og hvetja
stjórn L.H. til aðgerða í þessu
máli og ekki bara stjórn L.H.
heldur lfka hvert eitt hesta-
mannafélag, þvf slikt verk sem
hér um ræðir nær ekki að vera
með þeim hætti að fullkomið
gagn sé að þvf, nema stjórnir
hestamannafélaga i landinu og
aðrir kunnáttumenn á þessu
sviði leggi hönd á plóginn og
vinni að þessu máli f samvinnu
við stjórn L.H.
Frá því var greint í síðasta
þætti að samtals hefði það
reiðvegafé, sem Alþingi leggur
L.H. til, numið á sfðasta ári
1.118.400 krónum. Stjórn L.H.
skipti fé þessu á milli félag-
anna og er hér á eftir birtur
listi yfir hvernig þetta fé skipt-
ist milli hinna einstöku hesta-
mannafélaga:
Kr.
150.000.-
50.000,-
100.000.-
50.000,-
50.000.-
75.000.-
100.000.-
100.000.-
60.000,-
60.000.-
100.000,-
50.000,-
73.400,-
50.000,-
Kr. 1.118.400,-
3 vind-
stig
I sfðasta þætti var meðal ann-
rs greint frá breytingum, sem
gerðar voru á þingi L.H. á kapp-
reiðareglum sambandsins. Það
skal tekið fram að ekki voru
gerðar breytingar á reglum um
meðvindi áfram er miðað við,
að meðvindur sé ekki yfir
þremur stigum, þegar met-
hlaup fer fram. Hins vegar var
gerð sú viðbót við reglurnar, að
verði rökstuddur ágreiningur
um vindátt og veðurhæð, er það
forsenda staðfestingar á Is-
landsmeti að veðurathugun
hafi átt sér stað á keppnisstað
af tilkvöddum trúnaðarmanni
dómnefndar.
Samþykkt að stofna
íþróttaráð L.H.
ÁHUGI fyrir ýmsum
hestaíþróttum hefur auk-
ist mjög á allra síðustu
árum og er skemmst að
minnast stofnunar
íþróttadeildar innan
Hestamannafélagsins
Fáks í Reykjavík á þessu
ári. Nýjunga og breyt-
inga er þörf á móthaldi
okkar hestamanna og er
ekki að efa að mótin eiga
eftir að færast enn meir í
átt til íþróttamóta. Hver
þjóð á sínar hefðir í reið-
keppnum, sem mótast
hafa af kostum og notkun
hrossa í viðkomandi lönd-
um. Við ættum að geta
lært ýmislegt af móthaldi
erlendis, en jafnan verð-
ur þó að varast að ganga
á þau séreinkenni, sem
íslenzk hestamennska og
islenzki hesturinn hafa
mótað á umliðnum árum.
Þing L.H., sem haldið
var fyrir skömmu, sam-
þykkti að ffela stjórn sam-
bandsins að skipa fimm
manna íþróttaráð L.H. í
því skulu eiga sæti fimm
menn, formaður (íþrótta-
fulltrúi), tveir dómarar
og tveir viðurkenndir
reiðmenn. Hlutverk
íþróttaráðs skal vera að
aðstoða hestamanna-
félögin við að efla starf-
semi á sviði hestaíþrótta,
svo sem keppni í ýmsum
greinum verklegri sem
bóklegri fyrir hestafólk á
öllum aldri.
Iþróttaráðið skal stuðla
að því að hinn almenni
hestamaður hafi meiri
möguleika á að vera virk-
Hestar
Umsjón TRYGGVI
GUNNARSSON
ur þátttakandi á hesta-
mótum með þvi að bjóða
upp á keppnisgreinar,
þar sem flestir geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi.
Samkvæmt samþykkt
þingsins skal íþróttaráð
L.H. hafa undir sinni um-
sjón þjálfun kennara og
dómara fyrir íþrótta-
greinarnar og ráðið skal
hafa náið samstarf við
íþróttadeildir félaganna.
Tekið er fram að kapp-
reiðareglur og gæðinga-
dómar tilheyri ekki
starfssviði íþróttadeild-
ar.
Því er við þetta að bæta
að eins og áður sagði hef-
ur Fákur þegar stofnað
íþróttadeild og vitað er
um nokkur önnur hesta-
mannafélög, sem hafa í
hyggju að stofna slíkar
deildir eða setja á stofn
nefndir til að sinna þess-
um málaflokki.
Veljið jólagjöf ina til vina og
kunningja erlendis hja Alafoss
Sjáum um sendingar
um allan heim
Álafossbúðin
sBÉ^SÉbP \/(Pí!5itl1 2