Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 14
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 Grein sú, sem hér fer á eftir vai upphaflega flutt sem erindi á aðalfundi Landssambgnds stang- veiðifélaga. Jón Hjartarson: L Ég var að fletta Hagtíðindum um daginn og rakst þar á töflu um fólksf jölda og fólksf jölgun á Is- landi frá aldamótum. Þessi tafla kom mér á óvart, þótt ég hefði átt að vita megininntak hennar, því af og til, og á hverju ári, eru manntalstölur birtar í blöðum. En þetta hefur einhvernvegin farið framhjá mér, þvi ég er ungur og timinn er fljótur að líða, og vafa- iaust er ég ekki einn um það að finnast ég vera þrítugur, eða jafn- vel tvítugur, þótt nær fertugur sé. En hvað um það. Ég las þarna að þjóðinni hefur f jölgað um helm- ing í minni tið. Við erum orðin rúmlega 220 þúsund i þessu landi, í stað 114 þúsunda árið 1938. Ég veit að hér inni eruð þið margir, sem munið þetta ár og önnur eldri ár eins og þau hefðu verið í gær. Svona er nú tíminn fljótur að liða. Það þarf næstum því að segja sér þetta tvisvar, áður en maður skil- ur hvílík stökkbreyting það er að þjóð fjölgi uiri helming á stuttum tima. — Þjóð, sem í ellefu hundr- uð ár hefur fæðst og fallið eins og hver annar fénaður í landinu. Svo fór ég að hugsa — og reyna að muna hvernig þessi gömlu ár höfðu verið. Höfnina í Reykjavík, stuttbuxurnar og ullarnærbræk- urnar, sem alltaf hengu niður undan, bleika sokkabandið úr kot- inu, sem hélt uppi hinum hötuðu, snörpu brúnu ullarsokkum. Og ég sá fyrir mér Reykjavík, sem þá var orðin allstór borg, en með litla umferð, eins og við þekkjum hana i dag. Borg með víðáttumikil braggahverfi og dreifðar byggðir austur af, þar sem nú eru þéttbýl ibúðahverfi. Hús við hús, sneisa- full af fólki, sem við þekkjum ekki. Ég dreif konuna og krakk- ana út I bil að aka um bæinn, því það var sunnudagur, og ég horfði á byggðina eins og gestur, sem sér staðinn í fyrsta sinn. Og hvílík undrun. Það sem ég hafði marg- sinnis áður séð, nam ég á nýjan hátt í tengslum við þróun og for- tið. Þarna voru Digraneshálsinn, Fossvogurinn og Ártúnshöfðinn komnir á kaf í hús. Upp úr blásn- um urðum og grýttum sjólautum Rjúpnahæða risu blokkir og rað- hús sitt á hvað meðfram malbak- uðum vegum. steinsteypt björg, iðandi af lífi. Fyrir neðan Breið- holt liðuðust Elliðaárnar sem fyrr, en fjallahringurinn var það eina sem mér fannst vera eins og áður þennan dag. Þetta er gott land sem við eig- um. Okkur hefur fjölgað um helming á hálfum mannsaldri. Við höfum haft nær óslitin upp- grip á einhvern hátt i nær fjöru- tíu ár. Sild og hersetu, Marshall- aðstoð, þorsk og loðnu og gott árferði oftar en slæmt. Og það sem eitthvað hallaðist á, vannst það til baka með nýrri og sifellt fullkomnari tækni á vélum og búnaði eða stærri lánum. Við höf- um notað tækifærin nokkuð vel. Velmegun er mikil og tekjuskipt- ing jafnari en almennt gerist úti I hinum stóra heimi. Þjóðfélagslegt öryggi er einnig bærilegt, jafnt það sem varðar tryggingar og sjúkrahjálp, atvinnu- og fræðslu- mál og eignarétt. Við, sem vorum í einangrun, höfum færst hratt að þjóðleiðum. Þriðjungur fólksins ferðast til útlanda á hverju ári og útlendir ferðamenn streyma til landsins. Samt er tungumálið okkar hreinna og minna slettu- skotið en þégar ég var drengur. Meira og minna innfluttar póli- tiskar stefnur hafa hér á landi farið í gegn um þjóðlegar og ihaldsamar skilvindur. Við erum t.d. fleiri kommúnistar hér hlut- fallslega en víðast annarsstaðar í hinum vestræna heimi. Samt er sósíalisering minni á tslandi en i öðrum löndum, þar sem við þekkj- um til. A sama hátt er fasismi ýmiskonar nær óþekktur hér og hægri menn finna sér stað f flokk- um, sem i raun eru miðflokkar. Allt þetta bendir til þess að ís- lenskt þjóðerni sé meira en orðin tóm. Við virðumst vera menn til að velja úr utanaðkomandi áhrif- um það sem okkur hentar, að mestu leyti, svo sem búast má við af þjóð, sem finnur til sín og býr að gömlum arfi. Þó verður ekki frá því litið að við erum nýríkir, bæði I hugar- heimi og I raun og veru. Meðferð á verðmætum, meðferð okkar á tíma og umhverfi hefur breyst á ýmsan hátt frá þvi sem var, þegar skortur beið á næsta leiti. Við kaupum í skuld eins eðlilega og afar okkar nurluðu saman hér áður fyrri. Við eyðum á auga- bragði þvi sem má geyma. Hugsunarlaust, vegna þess að við höfum gleymt að láta eitthvað á móti okkur. Við erum kröfuharðir og ákafir í óskum okkar og því miður, allt of oft, stærstir i dóm- um okkar um aðra. Slík umsögn getur verið ósanngjörn. En af og til er nauðsynlegt að spyrja hvort hún sé það. „Það þarf sterk bein tal að þola góða daga,“ sér i lagi hjá þjóð. Nýrikur maður hefur aðhald. Hann finnur fyrirlitningu félaga sinna, verði hann af aurum api. En þjóð á aðeins sig sjálfa. Verði hún blind á galla sína, þá hallar undan fyrir henni. Þegar það hallar undan hjá þjóð skeður ýmislegt, svo sem mannkynssagan er órækast vitni um. Þegar at- burðarásin er hröð er fólkið tekið og herleitt. Slikt hefur margoft gerst. Jafnvel þótt þjóðin sé hraust og haldi vöku sinni. En oftar verður þetta vegna atburða, sem áttu sér langan aðdraganda og sem menn vöndust, en eru aug- ljós orsök ógæfunnar, þeim sem á horfa siðar. Þegar við hættum að hlýða landslögum og hreykjum okkur af, þegar við styðjum laga- setningar vegna þess að þær koma okkur sjálfum til góða, þeg- ar við þegjum móti sannfæringu okkar, og þegar við vikjumst und- an lýðræðislegri ábyrgð, þá erum við að eyðileggja; svo einfalt er það. Við þekkjum mörg dæmi þess úr þjóðfélagi okkar, að hópar manna taka sér rétt eða skemmi með aðgerðum eða aðgerðarleysi á einn eða annan hátt tilfinningu almenningsálitsins fyrir réttu og röngu. Við vitum sáralitið um hvenær slikir atburðir eru eðlileg frávik, hjá kröftugri ungri þjóð, eða vaxandi þróun, sem mun leiða til upplausnar fyrr eða síðar, en við verðum sifellt að vera á varð- bergi. Á siðustu 38 árum f jölgaði okk- ur íslendingum um 110 þúsund. Á næstu 19 árum mun okkur f jölga' svipað, og verða yfir 300 þúsund talsins, ef að likum lætur. Nitján ár eru fljót að liða. Við förum með börnin okkar á gæsluvöllinn og skömmu seinna, að þvi er okkur sjálfum finnst, koma þau og eru að fará að gifta sig. Við erum orðin af ar og ömmur áður en við vitum af, og allt er þetta eðlilegt þeim sem eiga okkur að, þvi þau þekkja ekki annað. En okkur er það undrunarefni og ef við gefum okkur tíma til að ihuga tímans rás og stöldrum við augnablik, rif jum upp hvaða augum við litum okkar afa og okkar ömmur, og hvaða umhverfi þau sátu, þá skiljum við breytinguna, sem orðin er á nokkrum áratugum. Þeir sem ól- ust upp jafnt af móður mömmu sinnar og pabba föður síns og gátu margoft leitað til ellinnar og trúað henni fyrir æskuvandamál- um sinum, vita hvað ég er að fara. En hvað eru þeir orðnir margir uppalendurnir í þéttbýlis- og streituþjóðfélagi okkar tima, sem hafa gleymt hlutverki sinu svo gjörsamlega að börnin eru slitin úr tengslum við eldra fólkið og þekkja varla frændur sina, hvað þá heldur landið sitt og náttúru þess. Þeir eru margir og þeim f jölgar sífellt sem mitt i öllum allsnægtunum gefa sér aldrei tima til að lita upp. Það er svo margt sem þarf að gera og það liggur svo mikið á, þótt enginn viti hvers vegna það liggur á, eða að hverju er keppt. Aðlögunar- hæfni mannsins breytir honum I hjálpartæki véla sinna, án þess að hann taki eftir þvi, og hann slitn- ar úr tengslum, ekki aðeins við gamlar venjur og hefðir, heldur einnig við landið og unga fólkið, sem hann á að vernda og kenna að lifa I landinu. Þannig flytjum við yfir á börnin með afskiptaleysi okkar og lifsgæðagræðgi, þá galla sem við höfum búið til óvitandi. Við ætlum þeim að verða duglegir þjóðfélagsborgarar og taka við af okkur og við menntum börnin af miklu kappi, svóþau geti unnið og unnið hratt. En það hvarflar ekki að neinum I öllu ríkidæminu, með 38 stunda vinnuviku, að það sé nauðsynlegt að kenna börnun- um að nota fritima sinn, sem er helmingi lengri en samanlagður vinnu- og svefntimi. Já, kenna þeim að nota fritímann öðruvisi en við gerum. — Hinn dæmigerði samnefnari okkar er dugnaðar- forkur, en vinnur á tveimur til þremur stöðum og þegar hann lítur upp, þá keppist hann við að hvíla sig og myndi sofa hratt ef það væri hægt. — Ég er ekki að lasta dugnað, heldur benda á hættuna sem fylgir þvi, þegar hin nýja unga kynslóð tekur við, sem hefur alist upp við allsnægtir og þráir ekki jafn ákaflega og við hin, ýmiskonar efnislega hluti, því þá mun hvatinn til að vinna vera minni en nú og frítíminn ef til vill geigvænlegt vandamál, sem leiðir til upplausnar. Vinnu- timinn styttist stöðugt, og þó hann sé ekki nándar nærri eins skammur enn og hin lögboðna vinnuvika segir til um, þá mun koma að því að svo verður, og það hugsanlega fyrr en margur hygg- ur. Þessi þróun, sem fer saman með aukinni velmegun, verður þvi aðeins til velferðar, ég endur- tek, til velferðar, að við lærum að nota frítímann til að aukast, að þroska og bæta heilsu okkar I eigin landi og með náttúru þess. Orðin velmegun og velferð eru nokkuð ný I málinu og greina á milli jafn ólikra hluta og þeim svipar saman. 1 sinni hrjúfustu mynd er velmegun að vera sadd- ur. Og á sama hátt er velferð að vera óttalaus. Barnið, sem sýgur brjóst móður sinnar hefur hvoru- tveggja. Og I hnotskurn er öll leit okkar manna og framþróun eins og við nefnum hana, áfangaganga að því markmiði að saman fari þetta tvennt. Að við gleymum þessu yfirleitt er ekki íhugunar- efni út af fyrir sig, því tækifærin koma ekki til okkar. Það erum við sem búum þau til. En ef einhver þjóð hefur nokkru sinni haft möguleika til að stytta sér leið að þessu marki og fara framhjá happa og glappa hendingum venjulegrar atburðarásar, þá eru það Islendingar. ísland var einu sinni harðbýlt land. Þetta hefur nú breyst. Tækni þessarar aldar hefur fært það á svipaða breiddargráðu og Skotland um aldamótin. Þokka- legar likur eru til þess að fisk- veiðar aukist jafnt og þétt með fólksfjölgun. Iðnaður og verslun mun vaxa hraðar en frumfram- leiðslan á næstu áratugum og aðal auðlind landsins, hin breiða aldurssúla ungra manna, sem enn eru I skólum, kemst í gagnið á næstu árum. Á þessum sama tíma þurfa þjóðirnar fyrir sunnan okk- ur að vaxa á því sem þær þegar hafa. Þær munu gera það. En ekki nándar nærri eins hratt og við, sem eigum land fyrir tífalt stærri þjóð. Og þarna er ég ein- mitt kominn að kjarna málsins. Við eigum nefnilega land. Stórt, fallegt og gott land. Og hreint land. Ég þarf ekki að lýsa því fyrir ykkur hvers virði það er að njóta náttúru landsins okkar, að fá að veiða i ám þess og vötnum, að mega fara á fjöll, frjáls og óháður, og finna það í bringunni að þetta er land, sem maður á sjálfur. Hver einasti maður, sem ekki er andlega steinblindur, gleðst með landi sinu og vex af þvi, og ég held að maður, sem er í andlegu og líkamlegu jafnvægi, verði aldrei leiður á því. Landið er þessvegna sífelldur gleðigjafi hverjum heilbrigðum manni, en um leið jafn augljóslega forsenda þess að menn eiri um kyrrt og haldi likamshreysti sinni og sálar- ró. 5000 unglingar í Reykjavík, sem fara á götufylliri eru að glata sambandi við landið sitt. Tugþús- undir manna, sem flýja land til Afriku i sólina þar, eru að glata landinu sínu. Þeir, sem láta sig engu skipta hvernig með landið er farið eða hvernig það er notað í kaupum og sölu, eru að glata land- inu sínu. Og þjóð, sem glatar land- inu sinu; hún glatar sjálfri sér. Við höfum alist upp við meiri og minni aðdáun á framúrskar- andi einstaklingum. Aðdáun á MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 51 mönnum, sem við álítum fremri að greind, hæfileikum eða ein- hverju öðru atgervi, og gætum sjaldnast að þvi, að eitt af undr- um mannlifsins er það, hvað okk- ur er allt jafnt gefið I upphafi. Menn sem við metum lítils breyt- ast þegar við kynnumst þeim bet- ur og vaxa af verkum sinum og tækifærum Góðir félagar. Með þeim hug- myndum, sem ég hef sett hér fram og sem ég hef lagt mikla áherslu á, eins og þið hafið heyrt, vil ég undirstrika það ástand sem nú varir i útivistarmálum okkar Islendinga. Á sama tima og allir hlutir I okkar þjóðlifi hafa tekið slikri stökkbreytingu að ekki verður við neitt jafnað, fyrr né siðar, búum við að lögum og reglugerðum um landseignarétt- indi, sem að stofni til og hugsun eru erfð aftur ú grárri forneskju og hafa litið breyst. Þar að auki byggja þau á meira og minna óljósum hugtökum fyrir okkur, sem erum ekki staðkunnugir, og þekkjum ekki landamerki eða hvar landareign endar og afrétt tekur við og almenningar af af- rétt. Þetta kom ekki að sök fyrir nokkrum áratugum, áður en þjóð- flutningar hófust hér innanlands, og áður en hundrað þúsund þétt- býlismenn fæddust, en núna vit- um við sjaldnast hvenær við erum að brjóta rétt á öðrum. Við þekkj- um ekki mörk hinnaýmsu af- rétta, t.d. á Reykjanesskaganum, né heldur hvar almenningur tek- ur við hér i fjöllunum. Hve langt getur landsréttur lögbýla náð? Nær hann að fjallsbrún eða yfir fjöllin? Nær hann inn á heiðar, eins langt og augað eygir, í ein- hvern stein eða strýtu eða hnjúk á jökli? Eiga allar aðrar nálægar jarðir land að sama marki, eða á ein jörð land um afrétt og al- menning þveran? Stundum er hægt að fá svör við þessum spurn- ingum með þvi að grúfa sig niður í gömul skjöl á sýsluskrifstofum, en jafnvel þótt eanhver tæki sig til og gerði þetta af ástundun og færði vitneskju sina inn á landa- bréf, þá er það alveg vist ð á því korti yrðu margar stórar hvitar skellm-. Að löggjöf okkar um eignarétt á landi sé gömul tel ég ekki galla í sjálfu sér, því að stofni til eru flest okkar lög gömul og eiga sér rót í fornri réttarvatund kyn- stofnsins, og enginn má skilja orð min þannig að ég viljaafnema eignarétt á landi, en ég gagnrýni það afskiptaleysi, sem hefur við- gengist um almannarétt til lands, og átel harðlega þann skort á skilningi sem ýmsir landeigendur og ríkisvald sýnir okkur, sem landlausir erum. Landsréttarlög- in, sem i eðli sínu eru búskapar- lög, sett í upphafi til að vernda lifsafkomu búenda, eru með hverju árinu sem líður freklegar notuð til að ganga á þann rétt, sem við hljótum að hafa sem ís- lenskir þegnar. Það er erfitt að tala um þessi mál á breiðum grundvelli, þvi mikill meirihluti bænda og landeigenda tekur okk- ur landleysingjum yfirleitt bæði vel og virðulega þegar við biðjum um leyfi til yfirferðar um löndin, og gætið að þvi, að ég er ekki að tala um það sem sjálfsagðan al- mannarétt að mega tjalda I túni bænda án leyfis, veiða I bæjar- læknum án leyfis, eða höggva skóg þar sem við viljum kveikja eld, en það getur ekki verið sann- gjarnt eða eðlilegt, að við séum lögbrjótar i hvert sinn sem við stígum yfir girðingu, ef við höfum ekki beðið sérstaklega um leyfi fyrirfram, en það er nú einmitt tilfellið. Ég fæ ekki heldur með nokkru móti skilið hvernig hægt er að siga lögreglu á okkur i Blá- fjöllum, þegar við göngum til rjúpna, eða banna okkur að veiða I fjallavötnum fjarri allri byggð. Ég skil ekki heldur hversvegna þörf fyrir að eiga land og vilji til að kaupa það heitir brask nú til dags, þegar það er bæjarmaður, sem vill kaupa, en ekki bóndi. Þannig má ýmislegt fleira telja upp, sem okkur mislíkar, vegna þess, að I það er haldið, og á þvi er staðið, i skjóli úreltrar löggjafar og forneskjulegs hugarfars, sem mismunar mönnum í landinu eft- ir þvi hvar þeir eru fæddir, eða hvaða lifsstarf þeir hafa valið sér. Þó er það af öllu verst, þegar stórkostlegustu sumargæði lands- ins eru seld útlendingum úr hönd- um okkar og á ég þá við laxveiði- árnar. Engin iþrótt hefur náð jafn al- mennum vinsældum hér á landa og stangveiðiíþróttin. Við sem þekkjum hvilikur gleðigjafi það er að veiða á stöng, undrumst ekki vinsældir íþróttarinnar hér norður frá, meðal fólks, sem byrj- ar að þrá næsta sumar strax og haustar. Þetta er íþrótt sem menn eru ekki áhorfendur að, heidur þátttakendur í af lifi og sál, með öllum litbrigðum og margbreyti- leika Islenskrar sumarnáttúru. Það er við árnar og vötnin, sem margir finna og skilja í fyrsta sinn, þannig að þeim verður það aldrei siðar úr minni fært, hvern- ig lif og land er eitt og hið sama og'maðurinn með. Samt erum við svo lánlausir að jafnframt þvi sem við flýjum þúsundum saman á sumrin til útlanda i leit að lífs- gleði þar, seljum við útlending- um, til einkaafnota, þessi stór- kostlegu gæði, blygðunarlaust, bara ef þeir borga nógu mikið. Og við sem höfum rétt til þess sem íslendingar að krefjast þessara gæða fyrir okkur sjálfa, og við hljótum að hafaþað, erum slíkir kotungar að orðið „útlendinga- timi“ er fast i málinu. Utlendir menn, sem ekki aðeins hafa rúm fjárráð, heldur draga veiðiútgjöld sin frá skatti fyrir- tækja sinna, sem risnu og ferða- kostnað, og þurfa ekki að taka þátt I neinum sameiginlegum gjöldum og niðurgreiðslum okk- ar, hafa fegurstu og bestu árnar frá því seinast í júni til ágústloka. Við aumingjarnir megum veiða í þessum ám I júni, áður en laxinn gengur og í september, þegar bjarminn er farinn af honum. Og ekki nóg með það. Ef við viljum veiða í öðrum löndum, eins og útlendingarnir veiða hér, þá fáum við ekki gjaldeyrisyfirfærslu og við fáum ekki heldur gjaldeyris- yfirfærslu til að veiða i íslenskum ám, sem aðeins eru seldar fyrir dollara. Ástand þessara mála er miklu verra en nokkur hyggur I fljótu bragði. Mjög erfitt er að afla sér upplýsinga um eðli samn- inga og þessvegna nær ógjörning- ur að fá heildarsýn á málin, en svo virðist sem veiðifélög, stór og smá, og einstaklingar og fyrir- tæki, séu smám saman að verða taglhnýtingar erlendra hags- muna, og leppar útlendinga gagn- vart veiðiréttarhöfum og löggjaf- anum, eða leppar veiðiréttareig- enda, sem sumir hverjir vilja ekki semja beint við útlendinga. Þetta hefur orðið til þess að stangveiði- menn hafa alls ekki náð að sam- einast um ákveðna, afgerandi varnar- og baráttustefnu, þrátt fyrir margar viljayfirlýsingar þar um. Ymsir menn, sem við heföum svo gjarnan viljað hafa með okk- ur og getað sótt styrk til, reynast deigir og loðnir i afstöðu sinni, á meðan þeir sjálfir geta fengið veiðileyfi fyrir sig og sina, eða meðan þeim sjálfum er boðið af Mr. þessum eða Mr. hinum að veiða á útlendingatimanum. Til þess að mönnum verði ljóst i hvi- líka niðurlægingu þessi mál eru komin i höndum bænda og ann- arra landeigenda og rikisvalds, sem er stærsti landeigandinn, hef ég aflað mér eftirfarandi upplýs- inga: Laxá í Kjós: I þessari á veiða aðallega út- lendingar, en íslendingar fá leyfi sem losna eða ganga ekki út. Laxá í Leirársveit: Þessi á, sem bændur leigja út sjálfir, er öll seld útlendingum. Islendingar, sem höfðu eina stöng I ánni, buðust til að ganga inn i hæsta boð útlendinga, en misstu stöngina samt. Grlmsá: Bændur hafa sjálfir afhent fyrirtækinu „Fish and Game" í Bandarikjunum söluumboð frá 26. júni til 14. ágúst. Kjarrá: Kjarrá I Kjarrárdal, fram á heiði, leigðu bændur Svisslend- angum. Norðurá: Þessi á er seld út- lendingum frá 1. júlí til 6. ágúst. Langá á Mýrum: I þessari á fá nær eingöngu útlendingar veiðileyfi i júni, júli og ágúst, nema eitthvað hafi brugðist. Hftará: Þessi á er leigð fyrir Ameri- kana sem nota ána. Haffjarðará: Þessi á er seld föstum erlendum viðskiptavinum ár eftir ár, svo sem enska veitingamanninum Forte. Straumfjarðará: Þessi á er dæmigerð útlend- ingaá. Islendingar fyrst og síðast, útlendingar þegar einhver veiði er. Laxá í Dölum: I þessari á er niðurlæging Is- lendinga algjör. Þeir eru bannað- ir við ána. Víðidalsá: Þessi á er leigð af Islendingum, sem hafa fasta erlenda viðskipta- vini, frá 26. júní fram í ágúst. Vatnsdalsá: Þessa á hefur John Ashley Cooper haft frá 1964 og selt veiði- leyfi bæði innanlands og utan, án heimildar til atvinnureksturs hér á landi. Laxá í Aðaldal: Þessi á er leigð útlendingum fyrir löndum þeirra jarða, sem bóndinn í Nesi hefur umboð fyrir. Hofsá: Hofsá í Vopnafirði hefur B.D. McDonald Booth rekið eins og fyrirtæki fyrir útlenda veiðimenn I mörg ár. Sog: I þessari á hefur besti tíminn i júlí og ágúst verið leigður frönsk- um veiðimönnum fyrir landi Al- viðru. Landsamband Islenskra stang- veiðifélaga er samnefnari allra stangveiðifélaga á tslandi. Það er sameiningartákn stangveiði- manna og hugmyndafræðilegur leiðtogi þessarar útivistaríþrótt- ar. Ég álit það aðalverkefni Land- sambands íslenskra stangveiði- félaga að hefja veiðar Islendinga úr þeirri niðurlægingu, sem þær eru komnar í, og ég skora á aðal- fund að fela næstu stjórn sam- bandsins að .hafa öll önnur mál- efni að aukaverkefnum þangað til þessu hefur verið breytt. Island fyrir tslendinga. Jón Hjartarson. MOKKAKAPUR MOKKAJAKKAR MOKKAHÚFUR MOKKALÚFFUR MIKIÐ ÚRVAL RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 pioni:i<h veggstrlgi í nátiúrulegum litum 90 sm breidd mrntim korkveggklœdning i veggfóöursformi 90 sm breidd BYGGINGAVÖRUVERZUUN BYKI K0PAV0GS SF NÝBÝtAVEGl 8 SÍMI:41000 m AugíýsingaKféíIdki:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.