Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 16
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 53 SIÐUSTU ORÐ MAOS MAO formaður hélt síðasta fund sinn með kínversk-' um forystumönnum snemma í júní og gaf þeim síðustu fyrirmælin fyrir dauða sinn. Helstríð hans hófst skömmu síðar og meðan hann lá banaleguna skrifaði hann konu sinni, Chiang Ching, bréf sem var dreift meðal stuðningsmanna hennar — líklega það sfðasta sem hann hefur skrifað. Valdabaráttan eftir dauða Maðs 9. september hófst síðan á ágrein- ingi um hvort lík Maós skyldi smurt eða brennt og snerist upp í deilu um hvernig túlka ætti síðustu fyrirmæli og erfðarskrá Maðs sem hér er fjallað um í þremur greinum — tveimur eftir hinn kunna sérfræðing í málefnum kommúnistarfkja, Victor Zorza, sem greinar eftir birtast að staðaldri í Morgunblaðinu, og einni úr vestur- þýzka blaðinu Welt af Sonntag. Verdur líkami minn saurgadur Þ. 3. júní s.l. bað Maó Tse-tung yfirmann lífvarðasveitar sinnar að kalla saman hóp flokksfélaga. Þeir voru Hua Kua-feng, Wang Hung-wen, Yej Chien-jing, Chjang Chunchiao, Yoa Wen-yuan, Li Hsien-nien og Chen Jung- kei. Þeir komu allir á fundinn og þar sagði Maó þeim, hvað hann vildi að gert yrði við konu sfna, flokkinn og lík sitt. Þetta var það siðasta, sem Maó ræddi um stjórnmál. Skömmu síðar var hann orðinn of máttfarinn til að geta gengið og þ. 9. september lézt hann. Orð hans á þessum síðasta fundi voru prentuð og þeim dreift í Kína. „Eg hef kallaö ykkur á minn fund, en ekki þó í þeim tilgangi að skrifa hér erfiöaskrá mína. Ég hefi enga trú á sliku. Chin Shi- huang (lét reisa kínverska múr- inn, erfiðaskrá hans var fölsuð af eftirmanni hans, en hann dó 206 f.Kr.) lét eftir sig erfiðaskrá. Var hún ekki fölsuð? Dauðinn bfður allra manna. Fáir lifa lengur en í 70 ár. Ég er orðinn meir en 80 ára og eiginlega hefði ég átt að vera dauður fyrir löngu. Hefur enginn ykkar óskað þess, að ég væri fyrir löngu farinn á fund við Karl Marx?“ Þessu svaraði Hua Kua-feng: „Nei.“ „Eruð þið alveg vissir? Þessu trúi ég naumast. Á Lusahnráð- stefnunni (1959) var ég ásakaður um að vera einræðisherra, að vera eins og Chin Shi-huang. Peng Teh-huai, Liu Schao-chi, Lin Pao, Teng Hsiao-ping, hver á fætur öðrum sneru þeir við mér bakinu og á móti mér. Það var jafnvel til fólk, sem kallaði mig B-52 (Mao var stundum kallaður eftir þess- ari bandarísku orrustuþotu vegna vaxtarlags síns.). Það er athyglisvert hversu margir hafa gert mig að skot- spæni sínum og gert mig að þess- um einangraða, gamla manni, sem ég nú er. En það gerir ekkert til. Sannleikurinn er á bandi minni- hlutans. Jafnvel þótt allur flokk- urinn og öll miðstjórnin séu á móti mér, þá snýst jörðin enn.sem áður kringum sólina. Og ef í odda skerst, get ég alltaf hörfað upp á Tscin-Kan fjallið (en þaðan hóf Maó gönguna löngu). „Eg hefi lengi séð fyrir uppreisn borgaranna og ég sé nú fyrir mér mikil vandræði og stór. Þið verðið að minnast þess, að tíminn fer aldrei aftur á bak. Eftir nokkra áratugi, eða aldir, mun rauði fáninn aftur blakta við hún alls staðar. Það eru lög sög- unnar. Það hefur verið sagt að höfuð mitt sé úr forngrýti, óbreytanlegt. Ég er þessu sammála. Ef ég gæti á einhvern hátt breytzt, væri ég þá ennþá kommúnisti? Grundvallar- reglum marxismans má ekki hrófla við. Ég er þeirrar skoðunar, að embætti forsetans eigi ekki að koma á fót á nýjan leik. (Forseta- embættið var lagt niður i Kína og formaður settur í staðinn.) Flokk- urinn ætti að koma á fót leiðtoga- hóp þriggja manna. Hvort Chiang Ching (kona Maós) verður í þeim hópi verður flokkurinn að ákveða. Þið eigið að hjálpa Chiang Ching I framtíðinni, hjálpa henni að bera rauða fánann svo hann falli aldrei. Þið verðið stöðugt að minna hana á aó endurtaka ekki gömul mistök. Þið eigið að halda áfram að berjast gegn Rússlandi og Bandaríkjunum. Notið áfram þessar tvær aðferðir, baráttu og samninga. Gleymið þessu ekki! Líklega hef ég verið öfgafullur allt mitt líf. Guð er nú að hegna mér fyrir að eiga enga af- komendur. Það er þó gott, þvi enginn annar Ching Ers-shi (annar keisari Cling-ættarinnar) getur orðið til og engir Chen Sheng eða Wu kuang geta gert uppreisn gegn syni mfnum. (Þess- ir tveir gerðu uppreisn gegn Cling-ættinni) En dag skal að kvöldi lofa. Enn eru til margir óvinir stéttarinnar, bæði hér í Kina og erlendis. Það getur alltaf eitthvað gerzt. Þegar ég er dáinn, farið með lík mitt til Hsiangtan I Hunan- héraðinu (Heimasveit Maós). Ég óttast ekki að lík mitt verði svivirt. Barátta er nauðsynleg. Verið hughraustir. Hagið ykkur ekki eins og menntastéttin. Byltingin er það mikilvægasta I veröldinni. Krefst hún ekki baráttu?" Welt am Sonntag “ÞU hefur verið ranglæti beitt. Leiðir okkar eru að skiljast. Megi friður vera með okkur báðum. Þessar setningar eru e.t.v. sfðustu orð til þín.“ Þannig hefst bréf Maós for- manns til konu sinnar, Chiang Ching — líklega það síðasta, sem hann skrifaði henni áður en hann dó. Það er skrifað eins og kvæði. Brefinu var dreift meðal fylgis- manna Chiang Ching i sumar, meðan Maó var enn á lifi. Bar- áttan milli róttækra fylgismanna Chiang Ching annars vegar og hófsamari fylgjenda Hua Kuo- fengs hins vegar, var þá I al- gleymi. Hua heldur því nú fram, að Maó hafi staðfastlega afneitað skoðunum Chiang Ching og „frá- leitri framagirni" hennar en af bréfinu er ekki annað að skilja, en að hann hvetji konu sína til að halda áfram baráttu sinni. „Mannlegt líf hefur sln tak- mörk,“ heldur Mao áfram I brefinu, „en byltingunni eru engin takmörk sett. í baráttunni síðustu 10 árin hef ég reynt að nálgast algleymi byltingarinnar, en ekki tekizt það. En sá mögu- leiki er enn á þinu valdi.“ Maó sá fyrir örlög konu sinnar. „Ef þér mistekst", segir hann, „muntu falla I botnlausan pytt. Llkami þinn mun hniga eins og strá fyrir vindinum — beinin bresta." I bréfinu kemur fram að Maó var sammála þeim róttæku hvað varðar „málamiðlun" I stjórn- málum. Hann varar þá við því, að herinn kunni að snúast gegn þeim. I ljós átti eftir að koma, að hann hafði rétt fyrir sér. Ef svo fer, segir Maó I bréfi sínu, „verður nauðsynlegt að koma af stað borgarastyrjöld enn einu sinni". Árið 1959, þegar Maó sjálf- ur átti í útistöðum við aðra stjórn- málaleiðtoga, einkum innan hers- ins, hótaói hann einnig að „hverfa á vit sveitafólksins og virkja það ■ ■' \ - I Maó Tse-tung og kona hans, Chiang Ching, árið 1938. rússneska bjarndýrinu og bandar- íska falkanum. Hversvegna spyr Maó — var Chiang Kai-shek yfir- bugaður? „Vegna þess að hann hafi trú á útlendingum." Bæði fuglinn og bjarndýr norðursins eru hættuieg, segir hann. Um leið virðist hann styðja baráttu rót- tækra gegn frekari tengslum við Bandaríkin. Það kann að virðast einkennilegt, að Maó skuli þannig vara eftirmenn sína við of mikilli trú á útlendingum á síðustu mánuðum lifs sins. Það var hann sjálfur, sem opnaði Kina fyrir Bandarlkjunum. En um það leyti höfðu hófsömu öflin I Klna sýnt sinn sanna lit og hótuðu að gera usla I róttækri innanrlkistefnu Maós. Utanríkisstefnan var einn- ig orðin að þrætuepli, þeir hóf- sömu lögðu áherzlu á aukið sam- neyti við Bandaríkin, hinir rót- tækari börðust á móti slíku. Deil- an um utanríkismál snerist enn- fremur um gjörvalla framtlðar- stefnu Kína gagnvart erlendum ríkjum. Hún kom m.a. fram I greinum I blöðum I Peking um kaup á nútímatækni frá Banda- rlkjunum. Þeir hófsömu héldu því fram, að efnahagsafkoma landsins og hernaðarlegt öryggi ylti á öflun tæknilegrar þekking- ar. Hinir róttæku sögðu hins vegar, að öflun slíkrar þekkingar frá Bandaríkjunum myndi gera Kína að bandarfsku leppríki. Þessar skoðanir voru þó aldrei látnar beint I Ijós — aðeins ýjað að þeim. Samsvarandi deila átti sér stað I Washington. Fréttaskýr- endur I Bandaríkjunum deildu um það, hvort slík deila ætti sér i raun og veru stað I Klna og hvern- ig hún gæti haft áhrif á stefnu Bandaríkjanna. Sérfræðingar bandarisku stjórnarinnar voru um það sammála — með örfáum undantekningum — að eigin þræta um utanríkismál væri að eiga sér stað I Peking og því var ákveðið að Bandaríkin skyldu ekkert aðhafast I þeim tilgangi að Haltu áfram baráttu þinni” - skrifaði Mao konu sinni skömmu fyrir andlátið til að fella stjórnina." ílann fram- kvæmdi þessa hótun að einhverju marki, þegar hann hrinti menningarbyltingunni af stað. Maó skrifar um utanríkismál frá sjónarhóli vantrausts á bæði auðvelda kaup á tæknilegum upp- lýsingum af Klna hálfu. DEILAN um lík Maos var ekki út í bláinn. Hófsömu leiðtogarnir f Peking vildu smyrja líkið og nota það til að sýna að þeir væru hinir sönnu verjendur trúarinn- ar. Þetta er gömul saga. Stalín notaði þetta ráð með góðum árangri til að láta f veðri vaka að hann væri hinn sanni arftaki Leníns þótt Lenfn léti f Ijós alvar- legar efasemdir um hæfni Stalfns í hlutverkið í leyni- legri erfðarskrá sem sfðar sá dagsins Ijós. Mao hlýtur að hafa haft þetta fordæmi I huga, því að hann leit á sig sem Lenín Kína. Gildar ástæð- ur eru til að trúa þ'eirri fullyrð- ingu róttæku mannanna I Pekirtg að Mao hafi fyrirskipað að lík sitt yrði brennt. En erfðaskrá Maos og pólitikir hagsmunir þeirra hóf- sömu komu heim og saman. Hóf- sömu leiðtogarnir gátu notað yfir- ráð sín yfir líkinu til að vísa á bug þeirri staðhæfingu hinna róttæku að þeir væru andlegir erfingjar Maos. Líkið er hægt að nota sem helgi- tákn til að fylla milljónir Kín- verja lotningu á sama hátt og milljónir Rúsa voru fylltir lotn- ingu með undarlegri samsuðu hetjudýrkunnar og heiðni, sem þó bar tilætlaðan árangur. „Lenin lifir“ hljóðaði helgisöngur Stallns, jafnvel þótt hann breytti gegn mörgum fyrirmælum Lenlns og myrti félaga hans og milljónir stuðningsmanna hans. „Mao lifir Mao formaður Hua formaður Helgítáknid smurt að eilífu I hjörtum okkar“ var hrópað I Peking, Jafnvel þótt Hua Kuo-feng væri að reka smiðshögg- ið á ráðstafanir til að vlkja rót- tækum úr valdaforystunni svo að hann gæti steypt kenningar Maos I mót hófsamrar stefnu án þess að þurfa að óttast andstöðu frá þeim. Sú aðferð Stalíns, sem Hua hef- ur lagað að kfnverskum aðstæð- um, er vel til þess fallin að bera árangur. Hann nýtur stuðnings hersins, flestra flokksritaranna, sem fara með stjórnina I 29 fylkj- um Kina, og ríkisbáknsins, sem róttækir réðust miskunnarlaust gegn I menningarbyltingunni. Hann nýtur stuðning milljónanna sem þrá lög og reglu, skipulegar framfarir, persónulegan ábata, það er allt það sem róttækir eru á móti. Hvernig getur hann tapað? Ungu uppskafningarnir, sem voru settir yfir þá sem voru þeim fremri I menningarbyltingunni og eiga frama sinn að þakka þeim róttæku leiðtogum er nú hafa orð- ið hreinsununum að bráð I Pek- ing, hþfðu ekki aðstöðu til þess að hamla gegn stöðugri endurvakn- ingu hófsamra og íhaldsamra áhrifa á undanförnum árum jafn- vel þótt Mao væri enn á llfi. Hvernig gætu þeir sigrazt á þess- um áhrifum án Maos, þegar leið- togar þeirra eru horfnir? Róttækir hafa einnig glatað yf- irráðum slnum yfir fjölmiðlun- um, sem þeir notuðu til að læða inn þeirri hugmynd hjá þjóðinni að völd þeirra væru miklu meiri en þau voru I raun og veru. Það pólitlska virki, sem þeir héldu að þeir hefðu reist I Shanghai, hrundi eins og spilaborg þegar milljónir streymdu út á göturnar til að fagna sigri róttækra — á sama hátt og múgurinn fór fyrr- um út á göturnar til að fagna sigrum róttækra. Er nokkuð eft- ir? Já, og ennþá einu sinni geta túlkanir vestrænna fréttaskýr- enda reynzt rangur, enda eru þeir alltaf fúsir að taka góða og gilda þá merkingu, sem atburðir i Pek- ing hafa á ytra borðinu. Enginn vissi betur en Mao hversu veik staða hinna róttæku yrði eftir dauða hans — og þar með staða arfs hinnar viðvarandi byltingar, andstöðu gegn „sporgöngumönn- um kapitalismans" I valdaforyst- unni, baráttunnar gegn politísku valdastéttinni, sem hann reyndi að ánefna þjóðinni. Hvað eftir annað hefur um það verið rætt, i skrifum róttækra á liðnum árum hvað gerast muni að Mao látnum. Muna ekki allir dæmisögurnar um það sem gerðist eftir dauða fyrri umbótaleisara. I hverju ein- asta tilfelli hrundi stórveldi þeirra til grunna og ihaldssamir andstæðingar þeirra náðu völdun- um, káluðu umbótamönnunum, rifu niður umbótaverkin. Það sem nú er að gerast I Kína er upphaf sögulegrar sveiflu, sem Mao og hinir róttæku sáu fyrir. En i skrifum maoista var því einn- ig haldið fram að uppreisnarand- inn mundi lifa áfram og sigra ð lokum — og Mao hefur gert vissar varúðarráðstafanir til að koma þvi til leiðar. Stalín gat stundið erfðarskrá Leníns undir stól og Hua hefur stigið fyrsta skrefið til að falsa erfðarskrá Maos með þvl að skipa sjálfan sig aðalritstjóra utgáfunn- Minnihlutahópurinn, sem var á gagnstæðri skoðun, hafði að mál- gagni tímaritið „Foreign PoIicy“ I Washington. Talsmaður þeirra var Michael Pillsbury. Greinar hans I timaritinu mæltu með sölu til Kina. Embættismenn I Wash- ington halla sér nú að því, að Pillsbury hafi haft rétt fyrir sér og hafa jafnvel beðið hann afsök- unar fyrir að hafa mótmælt honum svo harðlega. Auk þess virðist stefnan nú vera sú, sem hann mælti með. Embættismenn, sem vilja að Kínverjum sé seld tölva af Cyber-gerð — en hana má nota jafnt I hern^ðarlegum og borgaralegum tilgangi — grlpa til sömu raka sölunni til réttlætingar og gert var I greininni I Foreign Policy. Skoðanir um þetta mál eru skiptar jafnt I Washington sem I Peking. Sá möguleiki er fyrir hendi, að stjórn Hua neyðist til að hætta við kaupsamningana, þegar ljóst er hvaða skilyrði munu fylgja þeim. Eitt skilyróanna, er að Bandaríkin fái völd til að fylgj- ast með notkun tölvunnar I Kina. Þetta er nokkuð, sem þeir rót- tæku hafa alltaf verið á móti, þeir lita á slik völd sem fyrsta skrefið í átt til undirþægni við Bandaríkin. Enn sem komið er, gefur stjórn Hua i skyn í yfirlýsingum sínum, að það sé fylgjandi róttækri stefnu, jafnvel þó stjórnin hafi fangelsað Chiang Ching og aðra róttæklinga. Um leið reynir hún að ná I sínar raðir fylgjendum þeirra róttæku. Þvl ásaka þeir mú þau fangelsuðu um „öfga hægri" stefnu. Það vantraust á Banda- rikjunum , sem fram kemur I bréfi Maós til konu sinnar, Chiang Ching, heldur áfram að skipta miklu máli I Peking nú eftir dauða hans og fangelsun rót- tæku framámannanna. Þrátt fyrir fangelsun þeirra lifa enn þær hugmyndir sem þau hafa verið að setja fram I langan tíma I flokks- umræðum. Utanríkisstefnan hefur verið, rétt eins og Hua- stjórnin hefur loks viðurkennt, eitt helzta þrætueplið I innan- ríkisdeilum Kína og það er allt útlit fyrir að hún haldi áfram að vera það. —Victor Zorza. ar á heildarverkum Maos. En kenning Maos um uppreisn fjöld- ans gegn skrifstofuveldi kommúnista I Peking hefur þegar verið látin á þrykk út ganga I ótal milljónum bæklinga, sem hafa verið prentaðir I Klna á undan- förnum árum. Þeir hafa að geyma ákveðin fyrirmæli um hvernig eigi að berjast gegn „sporgöngu- mönnum kapitalismans sem eru við völd I flokknum" og það sem meira er þau hafa að geyma bless- un Maos og eru fullgilt pólitískt plagg og handhægt öllum sem vilja berjast gegn flokksbroddun- um i Peking. Vlgorð hinna róttæku éftir Dauða Maos, „breytið samkvæmt reglunum sem settar hafa verið fram“, sem var kjarninn I erfðar- skrá Maos, hafa nú verið bönnuð að skipun Hua, en Hua getur ekki lagt eins auðveldlega hald á þau rit Maos, sem nú eru fáanleg, og lík Maos sjálfs. Þótt mörgum Vesturlandamönnum kunni að þykja pólitlskar og heimspekileg- ar hugmyndir Maos vafasamar höfða þær sterkt til alþýðunnar I Klna og þar með hafa hinir rót- tæku vopn, sem þeir geta notað jafnskjótt og þeir telja sér fært að reyna að komast aftur til valda. Það gæti gerzt miklu fyrr en nú virðist llklegt. Heilmikið af sprengiefni liggur á víð og dreif I Klna. Verið getur að Hua takist að stinga undir stól einhverri form- legri erfðarskrá, sem Mao afhenti hinum róttæku eða endursemja hana, en hanh getur ekki gert óvirka þá tímasprengju, sem öli þjóðin hefur fengið I arf frá Mao. — Victor Zorza BLÓM VIKUNNAR FfeSl UMSJÓN: Á.B. 77 Búskapur náttúrunnar II Þegar eiturefni eru gegndarlaust notuð til úðun- ar á stórum landsvæðum eins og viðgengist hefur víða um heim, eru hin vinveittu skordýr ofurseld eyðilegg- ingu ekki síður en þau skað- legu og reynslan verður þá stundum sú að eitthvað af sníkjudýrunum kemst undan og fjölgar þá griðarlega þvi að eiturúðunarherferðin drap þær tegundir sem náttúran hafði að eðlilegum hætti sett til höfuðs þeim. Þar með hafði maðurinn raskað því jafnvægi sem fyrir var með ófyrirsjáanlegum afleið- ingum. Þessum málum er nú á seinni árum vaxandi gaum- ur gefihn og ekki að ófyrir- synju. En fleira er til en eitur og vinveitt skordýr sem liðtækt er í baráttunni við sníkjudýr sem draga að sér snikjudýr, en þar eru líka — eða a.m.k. gætu verið — aðrar plöntur — já nóg af mismunandi plöntum sem eru sníku- dýrunum andstyggð. Þau una sér blátt áfram ekki I námunda við þær og klekjast þar ekki út. Það gefur því auga leið að slíkar plöntur er hægt að notfæra sér sem varnarplöntur gegn snikju- dýrum bæði í görðum og gróðurhúsum. Af þeim plöntum sem kalla má varnarplöntur er fyrst til að nefna ýmsar kryddjurtir. Sníkjudýr sniðganga flestar þeirra en þó ekki allar. Bý- flugur hópast aftur á móti að þeim. Það er því vel athug- andi að gróðursetja ýmsar kryddjurtir innan um annan gróður t.d. í skrautblóma- beðin viðs vegar um garðinn. jurtanna og er þessi grein fyrst og fremst ætluð til þess að benda á þær leiðir. Engin ástæða er til þess að æðrast þótt vart verði við snikjudýr í garði og ekki er heldur hægt að láta sér á sama standa um slíkt — það væri of mikið kæruleysi. Sníkjudýr verða verulega til meins þegar þeim fjölgar svo mjög að þau eyðileggja eða skemma uppskeru eða spilla útliti plantna. Þeir sem gjarn- an vilja nota lífrænar aðferðir við ræktun garða sinna, leita skaðlausra leiða til þess að halda sníkjudýrum í skefjum. Sá sem ræktar í tiltölulega litlum garði margar mis- munandi tegundir jurta t.d. blómjurtir, matjurtir, runn o.s.frv. hefur ýmis tromp á hendi í baráttunni við sníkju- dýrin án þess að gripa til eiturefnanna. Snikjudýrin gera nefnilega reginmun á því að hvaða plöntum þau ráðast, þau forðast og flýja hreinlega sumar plöntur og er það mjög athyglisvert. í „blönduðum" garði eru vitan- lega margar plöntutegundir Slikt þarf ekki að skemma útlit garðsins heldur þvert á móti eykur það fegurð hans ilm og yndisleika. Hér skulu nefndar nokkrar varnar- plöntur: MENTA heldur sníkudýrum í fjarlægð frá kál- plöntum. Af mentu eru til mörg afbricfði t.d. M. crispa, M. pulegina, M. peperita (piparmenta), M. viridis, M. spicata (spearmint) o.fl. Skordýr fella sig ekki við mentulykt. Mentur eru fjöl- ærar, þrifast flestar allvel eða vel hér á landi en sumar hverjar eru æði frekar til fjörsins og breiða sig óþægi- lega út með jarðrenglum. Fá- einar plöntur af mentu sem settar eru nærri kálplöntum nægja til að halda kálflug- unni í skefjum. RUE (Ruta graveolens) er mjög lagleg kryddjurt, sem sníkjudýr forðast. Henni má fjölga með skiptingu eða fræjum. Rue hefur bitur blá- græn blöð og að henni er mikil hjálp til að halda niðri skordýraplágu í grænmeti, blómum og runnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.