Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÖVEMBER 1976 41 Elton John Flo and Eddie Mannfred Mann Alman brothers band Ohio players Osibisa Gloria Gaynor Mungo Jerry Roger Wittaker 20 Soul and Discogreats Hit action 40 golden oldies Beatles Rolling stones Blue Moves. Moving targets The roaring silence The road goes on forever. Contradiction Ojah Avake Never can say goodbye. Impala saga Greatest hits Ýmsir listamenn Ýmsir listamenn Ýmsir listamenn Margir titlar Margir titlar. Classiskar Hljómplötur Rachmaninoff Piano konsert no. 1 Dvorak Slavneskir dansar Tchaikovsky SvanavatniS Bach Brandenborgar- konsertar 1 — 6 Schubert Suk trio Vagner Tannhauser Myslivecék Abraham og Isack Haydn Strengjakvartett Mozart BrúSkaup Figaros Gluck Orfeus og Efridls Beethoven Piano sonötur Chopin Walsar Lizt Piano consert no. 2 Hljómplötur á kr. 91 5J Paul Anka Songs 1 wish l've written Duane Eddy Twangy guitar Bert weepan Remembering Jim Reeves. Paper Lace Best of Jim Reeves Best of Johnny Cash The great Roger Wittaker Butterfly Og ný TOP of the POPS plata no 54 SENDUM í PÓSTKRÖFU. heimilistœki sf Hljómplötudeild Hafnarstrœti 3-20455 eftir RAGNAR BORG Okkar peningar hafa haft mynd af skjaldarmerkinu isl- enzka á framhliðinni, en upp- hæð mynteiningarinnar á bak- hliðinni. Seðlarnir frá Seðlabankanum hafa þo verið notaðir til að minna á þætti atvinnulífsins. Til dæmis 5000 króna seðillinn, sem ber mynd af virkjun, 500 króna seðillinn sem ber mynd af sjómönnum við vinnu á dekki báts o.s.frv. Er líklegt að Seðlabankinn haldi áfram á þessari braut. En væri ekki upplagt að nota myntina líka til að minna á sögu vora. Þetta hefir verið gert með frí- merkjum og í nokkrum löndum hefir myntin einnig verið notuð á þennan hátt. Italskur vinur minn, sem ferðast mikið, færði mér í sum- ar að gjöf myntsett frá eynni Möltu i Miðjarðarhafi. Hann hafði verið þar á ferð og mundi eftir því að ég safnaði mynt, er hann rakst á þetta myntsett í verzlun. Ég hefi oft verið spurður um það á ferðum mínum til Italíu hvort ég væri ekki frá Möltu. Þar er nefnilega ættarnafnið Borg afar algengt, að því mér er tjáð. Ekki hefi ég komið til eyjarinnar, en langar mjög því þar ku vera fallegt, og eyjan á sér afar langa sögu. Malta hefir verið i byggð allt frá þvi frummaðurinn settist þar að, en liklegast eru það Fönikiumenn sem fluttust þangað, sem urðu til að gera hana að mikilvægari verzlunar- miðstöð, löngu fyrir Krist. Fundizt hafa gamlir grískir, egypzkir og púnverskir pening- ar á eynni frá hundgömlum tíma. Á dögum Fönikiumanna var eyjan sjáfstætt borgriki. Á sjöttu öld fyrir Krist koma svo Karþagómenn til skjalanna og var eyjan undir harðstjórn þeirra unz Rómverjar léðu Möltubúum vernd og veittu þeim sjálfstjórn. Möltubúar máttu slá sina eigin mynt hafa Myntin á Möltu minnir á atburði úrsögu eyjarinnar á hendi sinni heimastjórn, en höfðu sendiherra í Róm. Við klofning Rómaveldis árið 395 lenti Malta undir keisaranum í Miklagarði. Árið 870 hertóku svo Arabar eyjuna og lengi fram eftir öld gekk á ýmsu. Kossfarariddarar frelsuðu eyjuna úr klóm Araba og síðan lenti eyjan undir Anjou- konungum. Einn þeirra veð- setti eyjuna fyrir 30 þúsund gullflórinur árið 120, en eyja- skeggar losnuðu undan þessari kvöð með þvi að borga skuld- ina. Auðvitað varð það til þess, að kóngurinn seldi öðrum koll- ega sínum eyjuna fyrir sömu upphæð 5 árum seinna. Svo fór Malta að ganga í erfðir, eða einhver, sem þurfti að þagga niður I, fékk eyna gefins, og svo fram eftir götunum. Þá koma Jóhannesariddararnir til skjal- anna og setja svip sinn á yfir- stjórn og vernd eyjarinnar. Seinasti stórmeistarinn af Jóhannesarreglunni, sem kjör- inn var yfirmaður á Möltu, fór frá árið 1798. Þá tók Napóleon Bonaparte yfirráð yfir Möltu, með svikráðum á leið sinni til Egyptalands. Siðan komust Bretar með puttann I spilið og hafa verið þar áhrifamiklir síð- an. I seinni heimsstyrjöldinni var Malta afar þýðingarmikil herstöð og er sjálfsagt enn. Skoðum nú myndirnar á peningunum nánar og athugum hvað þær eiga að minna á: 50 centa peningurinn sýnir Minnismerkið mikla. Það var búið til af listamanninum Antonio Sciortino. Hann var Möltubúi. Var það vígt árið 1927 og á að minna á fræga vörn, er 9.121 riddari varðist umsátri 38.500 tyrkneskra sjó- ræninga og hermanna, og stöðv- uðu þar framrás Tyrkja inn í þennan heimshluta. 10 centin sýna mynd af skrautskipi stórmeistarans. Þetta skip notaði stórmeistar- inn af Jóhannesarreglunni á 18 öld. Var skipið, sem er með galeiðulagi, notað við hátiðat- hafnir á stórhöfninni. 5centa peningurinn sýnir Blómaaltarið. Þetta altari er fallega úthöggvið (2400 — 2000 f. Kr.) 2 cent sýna höfuð Penþesileu. Hún var drottning skjaldmeyj- anna og samkvæmt griskum goðsögnum i bandalagi við Trójumenn I striði þeirra við Grikki. Hana drap Akkiles. 1 cent sýnir mynd af Georgs- krossinum. Hann gaf Georg sjötti Bretakóngur Möltubúum árið 1942, er þeir höfðu staðizt „eins og hetjur" loftárásir Þjóð- verja og ítala í langa hrið og voru orðnir matarlausir. Það var í fyrsta sinn, sem þessi kross hafði þannig verið veittur heilli þjóð. 2 mils peningurinn sýnir Möltukrossinn. Hann minnir enn á Jóhannesarriddarana. Þeir komu til Möltu eftir fjög- urra alda krossferðatimabil reglunnar til Jerúsalem og Ródos. Þetta skjaldarmerki Jó- hannesarriddaranna er nú þekkt um allan heim sem Möltukrossinn. 3 mils peningurinn sýnir býflugur á búi sinu. Malta hefir alltaf framleitt gæðahunang. Fræðimenn hafa um það deilt hvort heiti eyjarinnar er komið af griska orðinu Meli, sem þúð- ir hunang, eða hvort það er afbökun á orðinu Meli, sem þýðir himnar, og komið er frá föneyskum sæförum. 5 mils peningurinn sýnir Mnra, sem var oliulampi, sams konar og notaður var á Möltu allt fram á þann dag, er raf- magnið leysi hann af hólmi. Lampinn á myndinni hefir mannslag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.