Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1976, Blaðsíða 28
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 Vl» MORÖdKc KATFINU Kaupmaðurinn: Sem merki um þakklæti mitt fyrir vel unn- in störf f tuttugu og fimm ár, leyfi ég mér að færa þef þessa mynd af mér að gjöf. Verzlunarmaðurinn: En hvað það var yður lfkt. Kennarinn: Hvernig stendur á því, að þú leggur alltaf vit- laust saman. Er enginn heima sem hjálpar þér? Drengurinn: Jú, pabbi. Kennarinn: Hvað er hann? Drengurinn: Hann er þjónn f veitingahúsi. Hvernig gengur það með veika fótinn? Nú, það gengur vel, þegar ég sit, en þegar ég geng, gengur það illa. Læknir: Þegar þér mælið hit- ann f henni tengdamóður yðar, þá er nægilegt að láta hitamæl- inn liggja f tvær mfnútur undir tungurótum hennar. — Það er vonandi ekki nauð- synlegt að hann liggi þar kyrr. Þegar ég hef náð ákveðnum punkti er eins og ég missi áhug- ann á viðfangsefninu! íf Er þetta trúlofunarhringur- inn? Það gleður mig að sjá að honum Dúdda þfnum er ekki sama um peningana. Ó, læknir, ég var að leika á munnhörpu og svo hrökk hún ofan f mig. — Þér voruð heppinn að vera ekki að leika á pfanó. Að „klappa” ljá BRIDGE / UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR Tveir ungir Finnar vöktu at- hygli á Evrópumeistaramóti fyrir nokkrum árum þegar þeir sögðu á spil sín í spili dagsins. Gjafari norður, norður-suður á hættu. Norður S. 108 H. AK7 T. AK6 L. AKD108 Vestur Austur S. 32 S. DG9 H. 10964 H. 532 T. G973 T- DI052 L. G83 L. 972 Suður S. AK7654 H. DG8 T. 84 L. 54 Norður opnaði á 2 laufum. Suð- ur sýndi einn ás og einn kóng með 2 hjarta svari sínu. Norður sagði nú 2 grönd, sem var eðlileg sögn. Nú komu 4 hjörtu frá suðri og var það meint sem yfirfærsla f 4 spaða, þ.e. sýndi spaðalit. Norður var hlýðinn og sagði 4 spaða. Suðri virtist hálfslemma í spaða vera eðlilegur samningur og skellti sér því í 6 spaða. En norður ruglaðist nú eitthvað í ríminu. Honum þótti skyndilega suður vera að sýna ás og kóng í spaða ásamt löngum hjartalit. Þess vegna sagði hann nú 7 hjörtu! Hvað átti suður nú að gera. Hon- um þótti sennilegt, að norður ætti 4 spil f hjarta ásamt tvíspili f spaða. Með von um að þeir kæmu niður á fæturna sagði hann pass. Vestur spilaði út spaða og takið nú við. Spili lesendur jafnvel og ungi Finninn í suður á vinningsleiðin að sjást strax. En spilið þarf að liggja vel, sem það gerir. Við fá- um 3 slagi á lauf, 2 á tígul og 2 á spaða. Þannig þurfum við að fá 6 slagi á tromp, sem er hægt með víxltrompun. — P.B. Hér höfum við allt handa brúðinni, en þið verðið sjálfar að útvega brúðguma. „Vér köstum burt talsverðum peningum í óheppilegri tilhögun vinnubragða, illum eða ófull- komnum verkfærum og ýmiss konar óhagsýni. Hagsýni úti og inni, í smáu og stóru, er sá bezti og mesti kostur, sem bóndi getur haft; hún er sá eiginleiki, sem gerir mun auðs og armóðs og það venjulega ekki á kostnað náung- ans eins og svo svo mörg fjárafla- brögð, sem skrifa mætti heil dag- blöð um. Ég vil skrifa hér um eitt atriði, sem betra væri að breyta til um. Það er: Að hvetja ljái öðru visi en almennt gerist. Sum héruð lands- ins hafa þegar hætt að draga ljá- ina á hverfisteina, heldur klappa bændur þá, eða dengja að gömlum sið. Þykir það yfirleitt miklu betra, breiðist enda óðum út. Ég hefi reynt þetta í tvö sumur og vil ég nú ekki framar draga á, nema ef í ljáinn koma stór skörð, því þau er slæmt að fá egg í með klöppunni, þótt það sé auðsætt með smáskörð, og sérstaklegagott þegar ljárinn vefst upp eða merst. Kosturinn við að klappa er einkum fólginn í tfmasparnaði og minni eyðslu ljáa. Munar miklu í þessu auk þess eru steðjinn og klappan ódýrari til lengdar og miklu handhægari. Góður hverfi- steinn kostar frá fimm þúsund upp í tíuþúsund krónur, og góð klappa um fimm hundruð krónur og þessi verkfæri endast að jafn- aði langan mannsaldur eða meira. Hér sparast því margar krónur, of margar til að fleygja þeim burt þegar hvern eyri þarf að spara. Ef vel er gætt sparast meira við þessa aðferð. Ótalin eru þau þæg- indi, sem í felst að hafa tækin alltaf við höndina. Undir steðjann þarf enga blökk, lítil þúfa er sú bezta blökk sem fæst. Hvar sem maður er getur maður á svip- stundu lagað skarð og hvatt ljáinn eftir vild. En þegar dregið er á, þarf maður oftast að draga á heima. Og það er oft allerfitt og tímafrekt að þurfa að lalla heim Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 15 en. A ég að gefa yður samband núnastrax? Hann fær ekki samband við Janvier. — Eruð það þér Maigret lög- regluforingi... Við erum með skilaboð til yðar... Eftir að hafa eigrað um á milli veitingastofa á Montmartre kom ungi maðurinn hingað til Rouen. Hann hefur ekki talað við neinn... Hann virð- ist alls staðar sem hann kemur eiga von á að hitta einhvern... Hér f Rouen fór hann rakleitt á stað þar sem menn fara til að ná sér f kvenmann. Þér kannizt sjálf- sagt við staðinn — Tivoli. Þar var hann í klukkutfma, sfðan eigraði hann um göturnar og loks hafnaði hann á járnbrautarstöðinni... Hann virtist verða æ niðurdregn- ari... Sem stendur bfður hann eftir lestinni til Parlsar og Janvi- er heldu'r áfram að fylgjast með honum... Maigret gefur hinar venjulegu fyrirskipanir... tala við vertinn til að fá að vita að hvers konar stúlku Petillon hefði verið að leita... Þegar hann er inni f klef- anum heyrir hann að að stór far- þegabfll ekur hjá en þegar hann kemur út uppgötvar hann að hljóðið hafði ekki verið frá bfl heldur er óveðrið að skella á. — Búizt þér við frekari upp- hringingum, lögregluforingi? segir sfmastúlkan sem hefur sjálfsagt aldrei upplifað svona skemmtilega daga á ævi sinní. — Það kann að vera. Eg sendi aðstoðarmann minn til yðar! — Mikið hlýtur að vera æðis- legt að vera f lögreglunni! Hér gerist aldrei neitt. Hann brosir vélrænt f stað þess að yppta öxlum eins og hann lang- ar þó mest til að gera og svo hjólar hann eina ferðina enn f áttína til Jeanneville. Himinninn er orðinn ógnverkj- andf þegar hann nálgast og segir f sffellu við sjálfan sig. Eg verð að pfna hana til að tala. — Farið þér f Gullhringinn Lucas. Takið við hringingum ef einhverjar verða... Þegar hann lýkur upp dyrunum á Cap Horn er svipur á andliti hans sem ber vott um að hann er orðinn leiður á að láta draga sig á asnaeyrunum. Nú er þvf lokið! Hann skal ná tangarhaldi á þess- um kvenmanni og hrista hana duglega þangað til hún þorir ekki annað en leysa frá skjóðunni. — Nú er grfnið búið, litla vina... Nú tekur við alvara Iffs- ins. Hún er þarna. Hann veit það. Hannn sá gluggatjöldin f stofunni bærast þegar hann sendi Lucas til Orgeval. Hann gengur inn. AHt er hljótt. I eldhúsinu er kaffikann- an á gasvélinni. I garðinum er enginn. Hann hrukkar ennið. — Felicie, kaliar hann. — Feiicie. Hann hækkar róminn og hrópar illskulega. —Felicie! Eitt andartak dettur honum f hug að enn einu sinni hafi hún leikið á þá og hafi sloppið gegn- um fingur þeirra. Nei! Hann heyrir hljóð að ofan. Hann heyrir ekki betur en hún sé að gráta. Hann þýtur upp stigann og stend- ur f dyrunum og sér að Fclicie liggur endilöng á rúminu sfnu. Hún þrýstir andlitinu niður f koddann og grætur. A sama andartakl byrja þungir regndrop- ar að falla til jarðar úti og ein- hvers staðar hefur gluggajárn losnað og skellur nú við rúðu. — Jæja þá, segir hann. Hún bærir ekki á sér en hann sér að hún skelfur af gráti. Hann gengur nær og snertir gætiiega öxl hennar. — Hvað er að, litla vina? — Látið mig vera... Ég bið yður, látið mig vera! Honum dettur f hug að þetta sé ein hundakúnstin f henni enn. Hún hafi ákveðið að velja þetta augnablik. Hún hefur meira að segja valið rétt augnablik. — Rfsið upp, góða mfn... Og sjáum nú til! Hún hlýðir! Hlýðir á þess að sýn minnsta mót- þróa og það eitt kemur honum strax á óvart. Nú situr hún á rúminu og andlitið er grátbólgið, hún horfir á hann og virðist svo þreytt og yfirgefin að honum er innanbrjósts eins og versta böðli. — Hvað er að? Segið mér það nú? Hún hrlstir höfuðið. Hún getur ekki talað. Hann skynjar að hún vlll segja honum allt af létta, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.