Morgunblaðið - 21.11.1976, Side 13

Morgunblaðið - 21.11.1976, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1976 49 Skák Bandaríkin mörðu sig- ur í Haifa Kobert Byrne. EINS OG kunnugt er unnu Bandaríkjamenn nauman sigur á Ólympfuskákmótinu f Haifa eftir tvfsýna baráttu við Hol- lendinga. Fyrir fram hafði þeim verið spáð efsta sæti, en þeir fóru illa af stað, töpuðu m.a. fyrir Hollendingum, en sóttu sfðan f sig veðrið. Fyrir sfðustu umferð voru Banda- rfkjamenn orðnir jafnir Hol- lendingum f efsta sæti, og tryggðu sér svo sigurinn með góðum sigri f úrslitaumferð- inni. Röð efstu þjóðanna varð annars þessi: 1. Bandarfkin 37 v. 2. Holland 36H v. 3. England 35V4 v. 4. Argentfna 33 v. 5. V-Þýzkaland 31 v. 6. Israel 29M v. Annars má segja á keppni á Ólympíumóti hafi aldrei verið nálægt því eins spennandi og að þessu sinni. Hefði t.d. Hollend- ingnum Kuipers tekist að knýja fram sigur í biðskák sinni við Finnann Saren, sem lauk langt á eftir öllum öðrum skákum, hefðu Hollendingar og Banda- ríkjamenn orðið jafnir og orðið að tefla til úrslita. í sigursveit Bandaríkjanna voru stórmeist- ararnir R. Byrne, Kavalek, Ev- ans Tarjan og Lombardy auk alþjóðlega meistarans Comm- ons. í sveit Hollendinga voru stórmeistararnir Timman, Sosonko og Donner og alþjóð- legu meistararnir Ree, Ligterink og Kuipers. Góðkunningi íslendinga, Jan Timman, var í mjög góðu formi í Haifa og átti einna stærstan þátt í velgengni hollenzku sveitarinnar. Hann náði beztum árangri á fyrsta borði og sigraði meðal annarra þá Byrne, Liberzon, Najdorf og Hug. Margar sigurskákir Timmans byggðust á frábærri byrjana- þekkingu hans svo og hörku hans og áræði. Hér á eftir fer skák hans við Robert Byrne, en hún er einmitt gott dæmi um það þegar hæfileikar Timmans njóta sin hvað bezt. Jan Tlmnan. Hvftt: Timman (Hollandi) Svart: Byrne Bandarfkjunum) Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. Bg5 (Richter-Rauzer árás, eftir 6. Bc4 hefði komið upp Sozin árás.) — e6, 7. Dd2 —e6, 8. 0-0-0 — h6, 9. Be3 — Bd7, 10. f4!7 (öruggara er talið 10. f3, en Timman er ekki feiminn við að taka áhættuna) — b5?! (Betra er 10. Be7, 11. Be2 eins og skák- in Gligoric — Friðrik Ólafsson Dallas 1957 tefldist. Hér gat Friðrik jafnað taflið með 11... Rxd4, 12. Bxd4 — Bc6) . 11. Bd3 — Be7, 12. Kbl — 0-0, (1 skák þeirra Balashovs og Dorfmans, Skákþingi Sovétríkjanna 1975, lék svartur 12... Dc7 en hafði engu að síður erfiða stöðu eftir 13. h3 — Rxd4, 14. Bxd4 — b4, 15. Re2) 13. h3 — Rxd4, 14. Bxd4 — b4, 15. Re2 — d5, 16. e5 — Re8, 17. g4 — f6 (Byrne reynir að bjarga því sem bjarg- að verður, en Timman sýnir að staða svarts er haldlítil) 18. h4! — f5, 19. Hdgl — Bb5, 20. gxf5 — Bxd3, 21. Dxd3 — Hxf5, Byrne Titnman 22. Be3! (Rýmir til fyrir riddar- ann) Dc8, 23. Rd4 — Hf7, 24. Hg6 — Dc4 (Svartur reynir að létta á stöðu sinni með upp- skiptum á kostnað peðs. 24. .. Rc7 gengur ekki vegna 25. f5!) 25. Rxe6 — Dxd3, 26. cxd3 — Hc8, 27. Hhgl — Bxh4, 28. Hxh6 — Be7, 29. Hh5 (og hér gafst svartur upp því auk þess sem hann er peði undir á hann ekkert fullnægjandi svar við framrásinni f4-f5-f6.) ★ Einn af hinum mörgu nýju stórmeisturum sem voru viður- kenndir á nýafstöðnu FIDE- þingi var Filippseyingurinn Balinas. Hann er svo að segja ný stjarna á skákhimninum, en með frábærri frammistöðu sinni á sterkum alþjóðaskák- mótum í Manila í fyrra og Ódessa í sumar, þar sem hann Séð yfir skáksalann á Ólympfumótinu f Haifa. I Ljösm. Eínar S. Einarsson svartur eigi meira en jafntefli eftir 21. .. Db3, 22. Hbl) Rf5! (Það eru einmitt slíkir leikir sem rugia andstæðinga Balinas hvað mest í ríminu) 22. Df4 (Eftir 22. Bxc3 — Rxe3, 23. fxe3 — Bxe3 hefur svartur 3 peð fyrir manninn auk þéss sem það gæti reynst hvítum erf- itt að finna riddaranum á d7 undankomuleið.) — Hxe5, 23. Rxe5 (Loksins hefur hvítur unnið skiptamuninn, en með tvö peð fyrir og virkari stöðu hefur svartur samt undirtök- in.) — Rd6, 24. Rf3 — h6, 25. a4 — He8, 26. Hacl — Da3 (Það láir vist enginn keppendum að hér var tímahrakið farið að setja svip sinn á skákina) 27. Kgl — Db3, 28. Bc2 — Db2, 29. Rd4 — Bxd4, 30. Dxd4?? Hel + 31. gefið. ★ Á innlendum vettvangi hefur það helst vorið til tíðinda að Jón L. Árnason, 16 ára gamall, nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, varð sigurvegari í Haustmóti T.R., en hann sigraði Stefán Briem í sérstöku einvígi. Deildakeppni S.l. er nú hafin og hafa nokkrar keppnir þegar farið fram. Siðast en ekki sist má nefna að Vetrarmót Skákfé- lagsins Mjölnis er nú hafið og er mjög vel setið að þessu sinni. Um þessi tíðindi verður fjallað næsta laugardag. öllum á óvart varð sigurvegari, tryggði hann sér stórmeistara- titilinn. Balinas er þekktur fyrir ann- að en rólega taflmennsku og stundum mega þeir teljast góð- ir sem sjá hvað snýr upp og hvað niður í stöðu hans. Einn af þeim sem fengu að kenna á þessum hæfileika hans á Ólympíumótinu var tékkneski stórmeistarinn landflótta, Ludek Pachman. Hvftt: Pachman (V- Þýzkalandi), Svart: Balinas (Filippseyjum) Drottningarindversk vörn. 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6, 4. e3 — Bb7, 5. Bd3 — c5, 6. 0-0 — Be7, 7. Rc3 — cxd4, 8. exd4 — d5, 9. cxd5 — Rxd5, 10. De2 — Rc6, 11. Hdl (Hvítur hefur nú tekið á sig stakt peð á miðborðinu fyrir sóknarmögu- leika.) — 0-0, 12. Rxd5 (Hið rólega framhald 12. Bd2 kom liklega ekki síður til greina.) exd5, 13. Re5 — Dd6! (13... Rxd4 væri of áhættusamt eftir 14. Bxh7+) 14. Bf4 (Pachman hefur áreiðanlega ekki komið til hugar að næsti leikur svarts væri mögulegur). Rxd4!, 15. De3 (Þennan leik hefur hvitur vafalaust treyst á því hann hót- ar bæði 16. Dxd4 og 16. Rg6. Eftir 15. Bxh7+ — Kxh7, 16. Hxd4 — Df6 hefur svartur biskupaparið i tvísýnni stöðu.) — Db4, 16. a3 — Da4, 17. b3 Balinas Pachman — Dxb3! (Uppistaðan f hug- mynd svarts því 18. Dxd4 geng- eftir MARGEIR PÉTURSSON ur ekki vegna Bc5. Að vísu verður svartur nú að láta skiptamun en með tvö peð fyrir og virka stöðu hefur hann engu að kvíða) 18. Rd7 — Bc5, 19. Be5 — Hfe8, 20. Habl (20. Dg5 var e.t.v. betra. 20. .. Re6 geng- ur þá ekki vegna 21. Rf6+ — Kh8, 22. Dh5 en svartur ætti að hafa nægilegt mótspil eftir 20... Hxe5) — Dc3 (Ekki 20. . .Dxa3? vegna21. Rxc5) Balinas Pachman 21. Khl?! (Þessi veiklulegi leikur bendir til þess að hin flókna staða hafi reynst Pach- man ofviða. 21. Bxh7+ gekk ekki vegna Kxh7, 22. Dxc3 — Re2 + . Nú hótar hvítur hins vegar 22. Bxh7+. 21. Dg5 kem- ur aftur á móti sterklega til greina. Við skulum líta á mögu- leikana eftir 21... Hxe5 sem er þvingað: 1) 22. Dxe5 — Bc6 og nú geng- ur hvorki 23. Dh5 — g6, 24. Rf6+ — Kg7, né 23. Hbcl — Db2, 24. Hbl — Rf3 + !, 25. gxf3 — Dxf2+ og mátar. 2) 22. Rxe5 — f6, 23. Dh5 — fxe5, 24. Dxh7+ eða 24. Bxh7 + er tvísýnt en ljóst er að svartur á a.m.k. jafntefli. Að lokum má benda á mögu- leikann 21. Hbcl, óvist er þá að Úrvalið er hjá okkur HÚSGAGNAVERZLUN IPB GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR HAGKAUPSHÚSINU Sími 82898 MIKLAHR*UJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.