Morgunblaðið - 26.11.1976, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 j
17
Norrænar bækur kynntar
A laugardaginn kemur, þ. 27.
nóvember, kl. 16.00, verður kynn-
ing á nýjum bókum frá Svíþjóð og
Danmörku I umsjón sænsku og
finnsku sendikennaranna Ingrid
Westin og Ros-Mari Rosenberg og
bókasafns Norræna hússins.
Bókakynning þessi er liður í
kynningu norrænu sendikennar-
anna við Háskóla tslands i sam-
vinnu við Norræna húsið. Seinni
kynningin verður laugardaginn 4.
des. I umsjón danska sendikenn-
arans Peter Rasmussens og hins
norska, Ingeborg Donali. Þar les
danski rithöfundurinn Svend Age
Madsen m.a. úr nýjustu bók sinni,
Tugt og utugt í Mellemtiden.
Svend Age Madsen heyrir til til-
raunahöfundunum svonefndu, en
hann er fæddur árið 1939. Oör-
yggi og leitin að því varanlega
gengur eins og rauður þráður i
gegn um verk hans. Hann metur
skoðanir og atburði frá ýmsum
sjónhornum. Fyrsta bók Madsens
kom út árið 1962, en siðan hefur
hann sent frá sér smásögur, leik-
rit, reyfara og barnabók. Tugt og
utugt er önnur skáldsaga hans.
Svend Age Madsen voru veitt
stóru verðlaun dönsku akademi-
unnar árið 1972.
„í afahúsi,”
ný bók eftir Guð-
rúnu Helgadóttur
BÓKAUTGAFAN Iðunn hefur
gefið út nýja barnabók eftir
Guðrúnu Helgadóttur. Nefnist
hún „I afahúsi".
I fréttatilkynningu f rá útgðf-
unni segir m.a.:
„Aðalsöguhetjan er Tóta litla,
átta ára gömul, en óvenjulega
greind og bráðþroska eftir aldri.
Hún á heima I húsi afa sfns ásamt
foreldrum sfnum og systkinum.
Tóta þarf að mörgu að hyggja og
ýmislegt óvænt skeður í lffi henn-
ar og fólksins f afahúsi, og það
skortir ekki skemmtileg atvik né
hnyttin tilsvör fremur en f fyrri
bókum Guðrúnar."
Guðrún Helgadóttir
í afahúsi
Bókin er prýdd fjölda mynda
eftir Mikael V. Karlsson.
Fyrri bækur Guðrúnar tvær um
Jón Odd og Jón Bjarna hafa báðar
komið út f nýjum útgáfum á þessu
ári.
Örn og Örlygur:
Tvær nýjar
fléttimynda-
bækur komnar
BÖKAUTGÁFAN örn og Örlygur
hefur gefið út tvær nýjar flétti-
myndabækur, en i fyrra komu út
tvær fyrstu bækurnar f þessum
flokki. Nýju fléttimynda-
bækurnar heita A ströndinni og I
dýragarðinum. Fléttimynda-
bækurnar eru ætlaðar 3—7 ára
börnum.
I bókunum er ekkert lesmál,
heldur myndir sem hægt er að
flétta og raða saman á 2400 vegu.
Hugsunin er sú, að börnin og
foreldrarnir semji sjálf sögur um
leið og myndunum er flétt.
Fléttimyndabókunum er ætlað
að þroska börnin, auka orðaforða
þeirra, hugmyndaflug og málbeit-
ingu.
Nýtt
fískmeð-
höndlun-
arkerfi
SVlAR hafa sett á markað nýtt
ódýrt og einfalt meðhöndlunar-
kerfi á fiski, sem þeir kalla
„fiskur á linu“, og á það að geta
haldið fiski ferskum i allnokk-
urn tíma. Hægt er að nota
helztu hluta kerfisins aftur og
aftur en upphafsmaður þess er
Göran Larson, uppfinninga-
maður i Gautaborg.
Mikilvægasti hluti kerfisins
er sterkur plastbakki, sem er
hannaður með það fyrir augum
að vera auðveldur í meðförum.
Bakkinn, getur tekið 30 kíló-
grömm af fiski og stendur á
fjórum stuttum fótum. Á botn-
inum eru tennur, sem varna því
að hann renni í ókyrrum sjó.
Bakkinn er kallaður Ytterpack.
Með honum er pallur, Aqua-
pack, sem safnar upp vökva, og
ýmisskonar auka pakkningar.
Plastbökkunum má stafla
innan i tjald, sem gert er úr
ál-klæddu efni. Tjaldinu er lok-
að með rennilás, og getur það
haldið stöðugu hitastigi á fisk-
inum.
Aðventukvöld
í Hafnarf jarð-
arkirkju
SUNNUDAGINN 28. nóvember
verðu aðventukvöld i Hafnar-
fjarðarkirkju og hefst það kl.
20:30. Dr. Vilhjálmur Skúlason
prófessor flytur erindi, skóla-
stjóri Tónlistarskóla Hafnar-
fjarðar, Páll Gröndal leikur ein-
leik á selló og nemendur úr skól-
anum leika einleik og samleik á
blásturshljóðfæri. Þá syngur
kvennakór kirkjunnar, sungnir
verða aðventusálmar, organleik-
ari kirkjunnar leikur einleik og
prófasturinn sr. Garðar Þorsteins-
son flytur ávarp.
Ný flugstöð
við Stokkhólm
NÝ' flugstöð var tekin i notkun á
Arlandaflugvelli við Stokkhólm
30. október sl. Bygging hennar
hefur tekið 3 ár og á hún að geta
annað 4Í4 milljón farþega á ári, en
ekki er búist við að svo margir
farþegar fari um völlinn fyrr en
siðla næsta áratugar. Myndin
sýnir nýju bygginguna en I henni
eru öll þau þjónustutæki, sem
eðlileg teljast á farþegaflugvöll-
um. Þar munu um 1.500 manns
starfa. Tveir ranar liggja út á
flugvélastæðin, annar ætlaður
áætlunarflugi en hinn leiguflugi.
Hvor raninn annar umferð
1.000 farþega en öll byggingin
getur tekið á móti 1.200 farþegum
á hverjum 20 mínútum.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
Það hefur enginn
efni á að /ata efnamarkaðmn
fram hjá sér fara
EINNIG ERU TIL
SÖLUNIARKAÐNUM
| | Föt með vesti
Terelyne buxur. lít
Q Pils og pilsdragtir
| | Stakir kvenjakkar
□ Fermingardragtir
□ Skór
Q] 1 00% ullarflannel
| | Tweed ullarefni
Q Rifflað flauel
] Terelyne og ullarefni
Einlit Dacron efni
| | Burstað Denim
Q Köflótt ullarefni
OTRULEGA
GÓÐ VERÐ
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
Utsölumarkaöurinn
LAUGAVEG 66 SÍMI FRA SKIPTIBOROI 28155