Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.11.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÖVEMBER 1976 19 Trudeau hvetur til sam- einingar og stillingar Óttast að ríkið splundrist eftir sigur aðskilnaðarmanna í Quebec Ottawa, Kanada24. nóv. Reuter. PIERRE Elliott Trudeau, forsætisráðherra Kanada, flutti ræðu til þjóðar sinn- ar í kvöld þar sem hann hvatti hana til að horfast í augu við það sem hann kallaði „hina miskunnar- lausu spurningu“ um hvort landið gæti áfram verið sameinað í eitt ríki, eftir sigur Aðskilnaðarflokksins í Quebec í fyrri viku. Hann hvatti Kanada- menn til að vinna saman að því að landið gæti áfram verið eitt ríki sem grund- vallaðist á gagnkvæmri virðingu og kærleika þegn- anna í garð hvers annars." Trudeau sagði þetta í sjónvarpsávarpi og bætti við að Kanadamönnum væri ekki lengur stætt á þvi að skjóta vandamálun- um til næstu kynslóðar um hvort landið ætti að vera eitt áfram. Hann sagði: „Kreppan er staðreynd — hún er skollin yfir okkur nú og við henni verðum við að bregðast.“ Forsætisráðherrann sagðist vera þeirrar trúar að Kanada gæti ekki og reyndar að Kanada mætti ekki láta halda sér saman með valdbeitingu. Því aðeins yrði CARTER velur efnahagsrádgjafa Plains, Georgiu 25. nóv. Reuter. JIMMY Carter, kjörinn forseti Bandarfkjanna, greindi frá þvf f dag að hann myndi velja sér sem einn helzta efnahagsráðgjafa sinn bankastjórann Bert Lance frá Atlanta. Hann briti tilkynn- ingu þessa efnis skömmu eftir að hann birti helztu hugmyndir sfn- ar um efnahagsmál sem hann hygðist framfylgja á kjörtfmabili sfnu. Lance er nú aðalbankastjóri National Bank í Georgiu og er landinu haldið saman að borgarar þess vildu lifa saman í borgara- legu samfélagi, sagði hann. Hann sagði að hann legði áherziu á að landið springi ekki i hluta vegna þessa og sagðist vilja minna kana- disku aðskilnaðarsinnana á, að bræðralag væri það sem máli skipti og sköpum. Þetta var fyrsta meiriháttar ræðan sem Trudeau hefur flutt siðan Quebeckosningarnar fóru fram en þar beið Frjálslyndi flokkur forsætisráðherrans mikið afhroð eins og frá hefur verið sagt. Trudeau ERITREAR FELLA STJÓRN- ARHERMENN Damaskus 25. nóv. Reuter. SKÆRULIÐAR, sem berjast fyr- ir sjálfstæði héraðsins Eritreu f nörðurhluta Eþfópfu, hafa fellt að minnsta kosti 43 stjórnarher- menn f bardögum sfðustu fimm dagana f grennd til Asmara að þvf er talsmaður frelsishreyfingar Eritreu skýrði frá f dag. Hann sagði að skæruliðar hefðu einnig gert hríð að eþiópska hern- um i Ásmara og gert þar töluverð- an usla, meðal annars eyðilagt raforkuver bæjarins. Talsmaður- inn klykkti út með þvi að segja að skæruliðar hefðu einnig náð á sitt vald þjóðveginum milli Asmara og hafnarbæjarins Massawa. hann 45 ára gamall. Ekki var greint frá því hvort hann myndi fá ráðherraembætti í væntanlegri stjórn Carters. Rex, Granum, talsmaður Cart- ers, skýrði frá þessu fyrir hönd hans og sagði að endanleg ákvörð- un um það hefði ekki verið tekin hvaða embætti nákvæmlega Lance myndi gegna. Ekki vildi hann útiloka að svo yrði málum skipað að Lance yrði fjármálaráð- herra. Andrei Sakharov lof- ar hugprýði Pólver ja Moskva25. nóv. Reuter. SOVÉZKI vfsindamaður- inn og Nóbelshafinn Andrei Sakharov fór í dag lofsamlegum orðum um pólsku varnarnefnd- ina sem sett var á lagg- irnar til að veita aðstoð verkamönnum sem hafa sætt refsingu eftir óeirð- irnar f landinu í júnf, vegna fyrirhugaðra verð- hækkanaþá. Hann hvatti til sam- vinnu i Austur- Evrópulöndum til að vernda almenn mann- réttindi. Hann sagði þetta í opnu bréfi, sem hann kom á framfæri við erlenda fréttamenn í Moskvu og ávarpaði hann pólsku nefndina sérstaklega. Kvaðst hann dást að hugprýði hennar og annarra þeirra í Pól- landi sem ynnu að aukn- um skilningi milli verka- manna og menntamanna þar í landi. Hann sagði að með tímanum myndi bar- átta fyrir mannréttind- um í Póllandi, Sovétríkj- unum og öðrum löndum Austur-Evrópu bera sinn ávöxt. Andrei Sakharov ásamt barnabarni sfnu Takmarkið: Engin slysaalda í ár Fullorðnir oft ekki til fyrirmyndar 1 umferðinni: „Mamma, við eigum að bíða, það er rautt ljós!” „Þegiðu drengur og komdu” Svona á að fara yfir götur, á gangbrautum. Llta skal vel til beggja átta og ekki minnkar öryggið þegar leiðzt er yfir götuna eins og þarna er gert. örlitla stund að staldra við á gangstéttar eða vegarbrún og líta til beggja hliða áður en farið er út á götuna. Alltof margir ganga blind- andi út í umferðina án þess að líta í kringum sig og án þess að hugsa. Gangbrautir eru til að auð- velda gangandi fólki að komast yfir götur. Bílstjórum ber að stöðva fyrir gangandi á eða við gangbrautir. Það þarf bæði tíma og svigrum til að stöðva bíl, sem er á ferð. Þennan tíma og svigrúm verða gangandi veg- farendur að veita bílstjórunum. Það dugar ekki að ganga út á gangbraut í veg fyrir bíl, sem er nærri kominn að henni, bara af því að þar er gangandi veg- farandinn rétthærri. Skammdegið er hættulegasti tíminn fyrir gangandi vegfar- endur. Hér á landi er algengt að fólk noti dökkar yfirhafnir og sé dökkklætt. Sér í lagi á þetta við þá sem eldri eru. Dökkur fatnaður, slæmt skyggni og myrkur gera bílstjórum erfitt um vik að sjá gangandi fólk. Þá koma endurskinsmerkin að góðum notum. Allir gangandi vegfarendur ættu að nota þau yfir dimma tímann. Gullna reglan í umferðinni er SJÁIÐ OG SJÁIST. B.O.—Umferðardeild Lögreglunnar. hjá yngstu vegfarendunum, börnunum. Fram til 1. nóvem- ber á þessu ári hafa 33 börn slasast hér í umferðinni. Á sama tíma 1975 voru þau 31. Sé litið aftur i tímann voru þau 90 á fyrstu 10 mánuðum ársins 1966 og 56 á sáma tíma 1965. Þessa jákvæðu þróun má ef- laust þakka umferðarfræðslu. Skólarnir, lögreglan og Um- ferðarráð leggja þar mikið af mörkum. Börnin eru bestu vegfarend- ur, sem við eigum. Samt eru fyrirmyndirnar, sem við hinir fullorðnu gefum þeim, oft ekki nógu góðar. Alltof oft sjást full- orðnir draga börn með sér yfir götu, e.t.v. skammt frá gang- braut eða á móti rauðu ljósi. Mér er minnisstætt atvik er ég sá við umferðarljós hér í borg- inni. Þar var móðir með son sinn 6—8 ára gamlan. Þau voru að leggja af stað út á götuna, er drengurinn sagði: „Mamma, við eigum að bíða. Það er reutt ljós.“ „Þegiðu drengur og komdu," sagði moðirin. Svo ösl- uðu þau yfir götuna á móti rauða ljósinu. Slys á gangandi vegfarendum verða flest, þegar gengið er yfir götu. Orsakir þeirra eru marg- ar, og sökin er alls ekki alltaf hjá bílstjórunum. Margir gang- andi vegfarendur horfa of lítið i kringum sig. Það tekur aðeins FYRSTU 10 mánuði yfirstand- andi árs hafa 63 gangandi veg- farendur slasast i umferðinni í Reykjavík. Af þeim hlaut 21 minniháttar meiðsli, en 42 slös- uðust alvarlega. Á sama tíma- bili árið 1975 slösuðust 76 gang- andi vegfarendur. 34 þeirra hlutu minniháttar meiðsli, en 42 slösuðust alvarlega. Sé farið 10 ár aftur i tímann, kemur i ljós, að á fyrstu 10 mánuðum ársins 1966 slösuðust 145 gang- andi vegfarendur í Reykjavík og 95 á sama tíma 1965. Á þess- um 10 árum hefur fjöldi skráðra ökutækja í Reykjavík rúmlega tvöfaldast. Fækkun slysa á gangandi, sem orðið hefur, er langmest Svona á ekki að fara yfir götur. Fullorðnir eru oft til litillar fyrirmyndar f umferðinni og vonandi temur litla hnátan sér aðrar reglur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.