Morgunblaðið - 26.11.1976, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.11.1976, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 21 TILLAGA Alberts Guð- mundssonar (S) og könn- un á byggðaráhrifum byggðasjóðs og Fram- kvæmdastofnunar, hvort öll sveitarfélög sitji þar við sama borð, hefur vakið nokkra athygli, sem og andsvör Ingólfs Jónssonar (S) sem gjöridþekkir málavexti af löngu þjóð- málastarfi. Hér fer á eftir ráða Ingólfs Jónssonar um þetta mál, er hann flutti á Alþingi íslendinga 23.nóvember sl. Þingheimur hefur nú hlustað á ræðu hv. flm. till. á þskj. 75. Ég vil segja, að till. er athygli verð og er ég þvi fylgjandi, að sú athugun fari fram, sem gert er ráð fyrir með till. Það er alveg sjálfsagt, að almenningur í landinu fylgist með því, hvernig fjármunum er varið og að stjórnvöld geri sér grein fyrir því, hvort þeir fjár- munir, sem látnir eru til útlána komi að gagni, Ég stend þess vegna ekki upp til þess að deila við hv. flm., heldur vil ég í tilefni, bæði af ræðu hans og till. leyfa mér að fara nokkrum orðum um þetta mál og rekja í stuttu máli þróun og sögu mála, sem eru skyld því, sem gerist í Fram- kvæmdastofnuninni. Fram- kvæmdastofnunin er ekki fyrsta stofnunin i landinu, sem hefur með höndum stuðning við at- vinnuvegina eða sem hefir það verkefni að koma í veg fyrir at- vinnuleysi viðs vegar um landió. Má segja, að á undanförnum árum og áratugum hafi ríkisstj. og Alþ. gert mikið með ýmsum ráðstöfunum til þess að byggja upp atvinnulífið víða um land. Fólksstraumurinn utan af landi á Reykjavíkursvæðið hefur valdið stjórnvöldum og öllum hugsandi mönnum áhyggjum. Vmsir staðir víðs vegar um land hafa góð skil- yrði til aukinnar framleiðslu og gjaldeyrisöflunar, ef atvinnutæki og vinnuafl er fyrir hendi. Sjálf- stæði þjóðarinnar og velgengni eru undir því komin, að möguleik- arnir séu nýttir. Alþingi og ríkis- stj. gera sér að jafnaði grein fyrir þessum staðreyndum. Þess vegna eru ráðstafanir gerðar til þess aó stuðla að atvinnuöryggi og öfiun atvinnutækja, þar sem þeirra er þörf. Ekki skal fara ýtarlega I aó nefna mörg dæmi um það, en sé staldrað við og lítillega athugað, hvað gerst hefur I atvinnumálum slðustu 30 ár, verða nokkur atriði augljós. Nýbyggingaráð var sett á stofn 1944 — 1945 og hafði það verkefni að afla gagna og fá glögga yfirsýn yfir atvinnuástand um land allt. Verkefni ráðsins var að leiðbeina og aðstoða við öflun atvinnutækja, til byggðarlaga, sem sérstaka þörf höfðu fyrir þau. Þess vegna komu 30 ný- sköpunartogarar til landsins á árunum 1946 —1947. Næst mætti nefna Fram- kvæmdabanka Islands, sem var stofnsettur 1953. Hlutverk bank- ans var að efla atvinnulíf og stuðla að arðvænlegum fram- kvæmdum. Ríkissjóður lagði bankanum til 95 millj. kr. Auk þess fékk bankinn skuldabréf mótvirðissjóðs, Sogsvirkjunar, Laxárvirkjunar og Áburðarverk- smiðjunnar. Þetta var stofnfé bankans. Var bankanum þannig gefinn stór möguleiki strax I byrj- un að veita aðstoð við aukningu atvinnulífsins. Bankinn hafði einnig heimildir til lántöku eftir því, sem nauðsyn bar til. Fram- kvæmdabankinn gerði mikið gagn meðan hann starfaði. Eigi að siður þótti ástæða til þess að stofna atvinnubótasjóð 1962. Hlutverk hans var að veita lán og styrki 'til þess að auka framleiðslu á þeim stöðum I landinu, þar sem þörfin var brýnust. Atvinnubóta- sjóður var því byggðasjóður með sama hlutverki og sá sjóður, sem nú starfar með því nafni. Stofnfé Atvinnubótasjóðs var framlag úr rikissjóði 100 millj. kr., auk þess eftirstöðvar sérstakra lána, sem Lang mest fólksfjölgun á Reykjanesi: áður voru veitt til þess að bæta úr atvinnuörðugleikum I landbúnað- inum. Arið 1966 var Atvinnu- jöfnunarsjóður stofnaður og var Framkvæmdabankinn lagður niður um það leyti. Hlutverk Atvinnujöfnunarsjóðs var I meginatriðum það sama og mark- mið Atvinnubótasjóðs. Stofnfé sjóðsins voru eignir Atvinnubóta- sjóðs, framlag úr ríkissjóði 150 millj. kr., Mótvirðissjóður og hluti af óafturkræfu framlagi Banda- ríkjastjórnar frá árinu 1960, 55 millj. kr. Tekjur Atvinnu- jöfnunarsjóðs var skattgjald af ál- bræðslu I Straumsvík að frá- dregnu 25% skattgjaldsins, sem gengur til Hafnarfjarðarkaup- staðar og Iðnlánasjóðs. Einnig hafði Atvinnujöfnunarsjóður heimild til lántöku frá Fram- kvæmdasjóði rikisins ef hann skorti fjármagn. Atvinnu- jöfnunarsjóður efldist og hafði mörg verkefni. Sjóðurinn varð Eins og kunnugt er voru lög um Framkvæmdastofnun enn endur- skoðuð á slðasta Alþ. Starfar stofnunin nú I þrem deildum, var gefin heimild til þess að setja á stofn sérstaka byggðadeild. Auk þess er lánadeild og áætlunardeild starfandi I Fram- kvæmdastofnunni. Eftir breyting- una eru forstjórar tveir skipaðir eftir tilnefningu stjórnar Fram- kvæmdastofnunarinnar, en áður voru frostjórar þvír og skipaðir að fengnum till. stjórnar stofnunar- innar. Með lagabreytingu nú s.l. vor var lögfest, að ráðstöfunarfé Byggðasjóðs skuli ekki vera minna en 2% af útgjaldahlið fjár- lagafrv. Framkvæmdastofnun hefur nú starfað I nærri 5 ár. Tvisvar hefur lögum, sem stofnunin starfar eftir, verið breytt I veigamiklum atriðum. Má hiklaust telja að breytingarnar séu til bóta.Byggða- sjóður tók við hlutverki Atvinnu- Ingólfur Jónsson, 1. þingmaður Sunnlendinga. ber að geta að fólkinu hefur fækkað I Vestmannaeyjum um 500—600 manns af ástæðum sem allir þekkja. Heildarfjölgun á þessu timabili er 16 842 menn á öllu landinu. Sé prósentu- tala tekin, er fjölgun I Reykjavík 4.7%, 23,5% á Reykn., „kjör- dæminu, sem hefur verið haft út undan I lánamálum" 6.5% á Vesturl., 2.5% fækkun á Vestf., 1.1% fjölgun á Norðurl. v., 9.4% fjölgun á Norðurl. e., 6.8% fjölgun á Austf., 4.8% fjölgun á Sunnl., en fjölgunin er ekki meiri á Suðurlandi vegna Vestmanna- eyja, eins og áður ergetið. Fjölgun yfir landið allt er 8.3% á þessum árum. Þessar tölur sýna að vissu marki þróun mála. Menn geta velt því fyrir sér, hvort aðgerðir þær, sem gerðar hafa verið, komi að tilætluðum notum og hvort rétt hafi verið að málum staðið. Og þegar menn eru I efa, eins og hv. fl.m. virðist vera þá er sjálfsagt að rannsaka málið og reyna að læra af mistökunum, ef þau hafa átt sér stað. En það má öruggt telja. Byggðasjóður, verðmætasköp- unin og útrýming atviimuleysis hjálparstoð víða um land og veitti mörg lán til atvinnu- og fram- leiðsluaukningar eins og Byggða- sjóður gerir nú. Sjóðurinn átti þátt I þvi að bjarga mörgum byggðarlögum, þegar verðfall útflutningsafurð- anna skall yfir á árunum 1967 og 1968. Þá lækkuðu útflutningstekj- urnar á tveim árum um 50%. Við þetta mikla áfall varð halli á þjóðarbúskapnum og hættu- ástand varð hjá atvinnuvegunum. 1 ársbyrjun 1969 voru sett lög um aðgerðir. I atvinnumálum. At- vinnumálanefndir voru skipaðar I hverju kjördæmi, nema ein fyrir allt ' Norðurland. Hlutverk n. skyldi vera að fylgjast sem best með atvinnuástandi og þróun at- vinnumála og aukningu atvinnu. N. fengu fjármagn til ráðstöf- unar. Starfstimi n. var ákveð'nn til ársloka 1970. En segja má, að á þvi ári hafi Islendingar verið komnir yfir erfiðleikana, sem af verðhruninu stafaði. Arið 1970 hafði atvinnuleysi verið að mestu útrýmt. Atvinnuvegirnir höfðu rétt við og útflutningsverð afurð- anna fór hækkandi. Erfiðleikarn- ir voru að baki, framundan virtist vera greið leið í efnahagsmálum og þjóðarbúskapnum, ef réttilega væri á haldið. A árinu 1971 hélt batinn áfram, kjör almennings fóru batnandi, viðskipti við útlönd voru halla- laus, gjaldeyrisvarasjóðurinn fór vaxandi og erlendar skuldir lækk- uðu. Eftir stjórnarskiptin 1971 voru sett lög um Framkvæmdastofnun rikisins og þau staðfest 20. des. 1971. Þau lög eru flestum kunn. Framkvæmdasjóður og Byggða- sjóður eru uppistaðan í Fram- kvæmdastofnuninni. Byggðasjóð- ur tók við hlutverki Atvinnu- jöfnunarsjóðs. Framkvæmdasjóð- ur, sem verið hafði í Seðlabank- anum eftir að Framkvæmdabank- inn var lagður niður, var fluttur I Framkvæmdastofnunina. Fram- kvæmdastofnun tók einnig við hlutverki Efnahagsstofnunarinn- ar, sem hafði með höndum hag- rannsóknir og áætlanageróir fyrir ríkisstj. Fljótlega var 1. um Fram- kvæmdastofnun rikisins breytt með sér tökum 1. um Þjóðhags- stofnun Islands. Með því var sá þáttur tekinn út úr Framkvæmda- stofnuninni. Má segja, að Þjóð- hagsstofnun vinni með likum hætti og Efnahagsstofnunin gerði áður. jöfnunarsjóðs og starfar á sama grundvelli. Við stjórnarmyndun- ina 1974 var ákveðið að efla Byggðasjóð og tryggja honum aukió fjármagn. Það hefur verið gert eins og kunnugt er. Fyrsta starfsár Byggðasjóðs árið 1972 voru samþykkt lán úr sjóðnum að upphæð 480 millj. 398 þús. kr. 1973 357 millj. 340 þús.kr. ogl974 voru samþykkt lán 661 millj. 799 þús. kr., en s.l. ár, 1975, voru samþykkt lán úr sjóðnum 1603 millj. 248 þús. kr. Þar af skuld- breytingalán vegna sjávarútvegs- ins 297 millj. kr. Af þessu má sjá, að Byggðasjóður hefur mikilvægu hlutverki að gegna og veitir veru- legar upphæðir til uppbyggingar i atvinnulífinu. Ekki er nema gott við því að segja að till. sé flutt á hv. Alþ. um athugun á því, hvernig framkvæmd 1. um Fram- kvæmdastofnun íslands hefur reynst. Þess ber að geta, að í ársskýrslu, sem útbýtt er meðal þm. er frá þvi greint, hvert fjár- magnið hefur farið og hver lán- takandi er tilgreindur með þeirri upphæð, sem hann hefur fengið. Lán og aðstoð er veitt til þess að tryggja atvinnu og auka fram- leiðslu. Markmiðið er einnig að halda nokkru jafnvægi í byggð landsins. Auk Byggðasjóðs er Framkvæmdasjóður rikisins I um- sjá Framkvæmdastofnunarinnar. Framkvæmdasjóður tekur lán og fjármagnar ýmsa sjóði atvinnu- veganna. Árið 1976 er gert ráð fyrir samkv. áætlun að fram- kvæmdasjóður hafi til ráðstöfunar 4 milljarða 892 millj. kr. Þessu fjármagni er gert ráð fyrir að verja eins og nú skal greina: Til stofnlánadeildar landbúnaðarins Tii veðdeildar Búnaðarbanka Islands Til Fiskveiðasjóðs Islands Til Iðnlánasjóðs Til Lánasjóðs sveitarfélaga Til Verzlunarlánasjóðs Til Stofnlánadeildar samvinnufél. Til Ferðamálasjóðs Til Hafnarbótasjóðs Bejn útlán Framkvæmdasjóðs Til Byggðasjóðs, lán til nýsmíði fiskiskipa, 10% af verði skipa Framangreind áætlun um fjár- öflun er með þeim fyrirvara, að rikisstj. ábyrgist viðbótarfjáröfl- un, ef lán hjá innlendum bönkum, lán frá lifeyrissjóðum og erlendar lántökur ná ekki þeim fjárhæðum, sem að ofan eru taldar. Eins og áður sagði, lánaði Byggðasjóður 603 millj. 248 þús. kr. á árinu 1975. I ársskýrslu, sem þm. hafa fengið er tilgreint, hve há upphæð hefur farið í hvert kjördæmi. Einnig er sundurlíðun á því, hversu há upphæð hefur farið til hverrar atvinnugreinar. Þess vegna þykir ekki ástæða til að gera nánari grein fyrir því við þetta tækifæri. Eðlilegt er, að að þvi sé spurt, hvort þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið með þvi að lána úr Byggðasjóði og Framkvæmdasjóði hafi haft áhrif til byggðajafn- vægis og aukinnar framleiðslu. Það er eðlilegt, að menn spyrji um þetta og er nauðsynlegt að reyna að gera sér grein fyrir því, hvort fjármagnið nýtist, hvort því hefur verið úthlutað sanngjarn- lega og réttilega og til þeirra staða, sem hafa haft möguleika til þess að nýta það vel. Ég hef hér sundurliðun á sjávarafla í ein- stökum kjördæmum frá árinu 1975. Er sýnilegt að í öllum kjör- dæmum landsins er þróttmikill sjávarútvegur. Þess ber að geta að stærstu útlánaliðirnir úr Byggða- sjóði eru til sjávarútvegs, til vinnslustöðva og til fiskiskipa. Sjávarafli f Suðurlandskjördæmi er 154 þús. 735 tonn árið 1975. 1 Reykn. 158 674 tonn, f Reykjavfk 65 980 tpnn, Vesturl. 66 968 tonn og Vestf. 71 032 tonn, Norðurl. v. 41 798 tonn, Norðurl. e. 67 486 tonn og af Austf. 209 080 tonn. Hér er loðna og sfld meðtalin. En þegar athuga skal og gera sér grein yrir þvi, hvort fjármagn- ið hefur nýst, þá er rétt að gera sér grein fyrir atvinnuástandi byggðarlaganna og athuga m.a. aukningu mannfjölda milli ára síðustu ár, t.d. áranna 1969—1975. Á þessum árum verður nokkur mannfjölgun í öll- um kjördæmum nema á Vest- fjörðum. Á fyrrnefndum árum var mannfjölgun I Reykjavík 950 millj. kr. 20 millj. kr. 2600 millj. kr. 250 millj. kr. 250 millj. kr. 40 millj. kr. 40 millj. kr. 41 millj. kr. 165 millj. kr. 286 millj. kr. 250 millj. kr. 3830. Fjölgun í Reykn. á þessum árum var 8612, á Vesturl. 860, á Vestf. var fækkun 255 manns, á Norðurl. v. fjölgun 114, Norðurl e. fjölgun 2061, Austurlandi fjölgun 760, Sunnl. fjölgun 860, en þess að málum væri öðru visi háttað, ef enginn Byggðasjóður væri fyrir hendi og ef Lánasjóðir atvinnu- veganna fengju ekki það fjár- magn frá Framkvæmdasjóði eins og raun ber vitni. Þá er hætt við að sjávaraflinn væri minni heldur en hann nú er og hefur verið. Og þá er öruggt að við gætum ekki stært okkur af þvi að hafa útrýmt atvinnuleysi í landínu. Eftirtektarvert er, hve fjölgun er geysimikil I Reykn. á fyrrnefndu árabili eða á Reykja- víkursvæðinu. Fólksstraumur þangað var ekki aðeins utan af landi, heldur hefur fólks- straumur verið frá Reykjavík I Reykn.kjördæmú Fjölgun í Reykjavik er fyrir neðan meðaltal á þessu timabili. Ráðstafanir þær, sem um er rætt, miðast við að tryggja atvinnu og koma i veg fyrir atvinnuleysi og viðhalda byggð í hinum ýmsu landshlutum. Og þess má nú geta sem betur fer, að í Reykjavik er ekki atvinnu- leysi oghefurekki verið að undan- förnu. Allir vona, að atvinnuleysi eigi ekki eftir að sækja Reyk- víkinga heim. Það er augljóst mál að atvinnuleysi verður ekki síður háskalegt á Reykjavikursvæðinu, ef það kemur þar, heldur en annars staðar. Því væru það blindir menn, sem ekki vildu reyna að hafa yfirsýn yfir þarfir Reykjavikursvæðisins til þess að þeir, sem þar búa, megi einnig hafa atvinnu og góða afkomu. Ég tel, að nauðsyn beri til að gera sér fulla grein fyrir atvinnuöryggi þess fólks, sem er búsett á Reykjavíkursvæðinu um leið og stuðlað er að þvi, að fólk geti búið við jafngóð lifskjör annars staðar á landinu. Það er áreiðanlega hollast fyrir þjóðarheildina og ekki síður fyrir þá sem á Reykja- vikursvæðinu búa, að þannig sé á málum haldið, að lifvænlegt megi verða í öllum landshlutum og byggðarlögum. Það væri rang- túlkun á byggðastefnu, ef því væri haldið fram, að atvinnuupp- bygging úti á landi ætti að vera á kostnað Reykjavikursvæðisins. Byggðastefna á að vera þannig, að hún geti orðið öllum íslendingum til góða og leitt til betri lífskjara, hvar sem menn búa á landinu. Till. á þskj. 75 er flutt til þess að fá fullvissu um, hver áhrif lán og fyrirgreiðsla Framkvæmdastofn- unar rikisins hefur haft. Ég mæli með því, að till. verði samþykkt og málin verði rædd með rökum og öll atriði komi fram, sem máli skiptir. Þegar rætt er um Reykjavík annars vegar og landsbyggðina hins vegar held ég, að hv. flm. Albert Guðmundsson og ég séum í meginatriðum sammála. ‘ Það Framhald á bls. 24. — Þingræða Ingólfs Jónssonar un atvinnuuppbyggingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.