Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 22

Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976 FRÁ LEIÐBEININGASTÖÐ HÚSMÆflRA Orkuþörf og fituneyzla Mataræöi okkar hefur undan- farnar vikur verið á dagskrá og því hefur veriö haldið fram aö of mikil fita sé í fæðu okkar. Einnig hefur verið frá því sagt, að íslendingar séu yfirleitt 10 kílóum of þunfíir. Holdafar okkar er í meira IaRÍ ok óí>nar hreysti okkar. Feitir menn deyja yfirleitt fyrr og verða oft- ar veikir en menn sem halda eðlileíjum líkamsþunga. í>ar að auki leggjast sjúkdómar oftasl þyngri á þá sem eru feitir. Of- fita eykur ha'ttuna á hjarta- og æðasjúkdómum, gallsteinum og sykirsýki. Einnig er hælt við sjúkdómum i liöum líkamans sókum of mikils álags. Hér á lartdi er t.d. mjög ai- gengt að menn fari að fítna, þegar þeir eru komnir á efri ár. Ef til vill gera ekki allir sér grein fyrtr að orkuþörf manna breytist með aldrinum og að hún er undir því komin hvaða störf menn stunda. Þeir sem stunda líkamlega erfið störf hafa mun meiri þörf fyrir orku en þeir sem stunda andleg störf. A myndinni má sjá hve marg- ar hitaeiningar karlar og konur á mismunandi aldri þurfa á dag. En orka fæðunnar er mæld i hitaeiningum eða kaloríum eins og sagt er á útlendu máli. Frá 1. janúar 1978 veröur sam- kva’mt EBE-reglum notuö í staðinn-mælieiningin kílójule. 1 hitaeining samsvarar 4 184 kílójule (k.J). Fita, kolvetni og eggjahvíta (hvita, prótein) eru þau nær- ingarefní fæðunnar sem sjá lík- amanum fyrir nauösynlegri orku og eru því nefnd orkuefní. Hvita fæðunnar fer þó aðallega til þess að mynda nýjar frumur í mannslíkamanum til vaxtar eða til að endurnýja slitnar frumur. En sú hvíta sem er umfram, þegar líkaminn hefur fengið nægilega hvitu til vaxtar og viðhalds fer í orkumyndun. Sérhvert g af hvítu og af kol- vetni gefur 4 hitaeiningar (17kJ) en 1 g af fity gefur hinsvegar 9 hitaeiningar (38 kj). Ef við borðum meira en lík- aminn þarf til orkumyndunar setjast orkuefnin að í líkaman- um og mynda fitulög. En þar sem fita gefur mesta orku skal sá sem halda vill likamsþung- anum í skefjun minnka við sig fituneyslu. I>ar að auki er það álit margra sérfróðra manna að fitumagn fæðunnar og fituteg- undir hennar geti haft áhrif á a'ðakölkun. Eins og er fá menn um 40% af orkumagni fæðunn- ar úr fitu. Hlutdeild fitunnar ætti ekki að vera nema 25—35%. Með fituríkustum fæðuteg- undum sem víð leggjum okkur til munns eru mör, tólg, smjör, smjörliki, matarolía og majónes og gefa 100 g af slíkum fa'ðu- tegundum 700—900 hitaeinjng- ar. En sýkkulaði franskar kart- öflur (ehips), beikon og feitt kjötálegg eru einnig mjög fitu- ríkar. 100 g af slíkum fæðuteg- undum gefa a.m.k. 400—600 hitaeiningar. Sá sem vill minnka fituneysl- una verður því aö fara varlega í sakirnar, þegar þær fæðuteg- undir sem hér hafa verið nefndar eru ám. Sigríöur Ilaraldsdóttir. 4000 3800 3600 3400 3200 3000 2800 2600 2400 2200 2000 1800 1600 1400 1200 1000 m Ungir menn 16-20 ára Drengir 13-15 ára - menn 25 ára Menn 45 ára Þungaðar konur síðasta V3 Menn 65 ára Stúlkur 13-15 ára - drengir 10-12 ára Stúlkur 16-20 ára Stúlkur 10-12 ára - konur 25 ára nur 45 ára n 7-9 ára nur 65 ára 4-6 ára 1-3 ára f Nkomo fellst á tillögu Breta Genf —25. nóvember NTB JOSHUA Nkomo, einn fjögurra blökkumannaleiðtoga, sem þátt taka 1 Genfarráðstefnunni um framtfð Rhódesfu, féllst f dag á málamiðlunartillögu Ivor Richards um að landið hlyti sjálf- stæði f sfðasta lagi 1. marz 1978, og hefur Nkomo lýst sig reiðubú- inn til að hefja viðræður um myndun bráðabirgðastjórnar við fyrsta tækifæri. Robert Mugabe, sem hingað til hefur haft sam- stöðu með Nkomo á ráðstefnunni, hefur enn ekki fallizt á slfka lausn mála, og eru nú jafnvel horfur á að hann haldi heimleiðis til að ráðfæra sig við leiðtoga ýmissa skæruliðahreyfinga. Þeir, sem fylgjast með störfum ráðstefnunnar, segja, að nú sé komið I ljós, að sífellt meiri mun- ur sé að verða á afstöðu Nkomos og Mugabe. Samstarfsmenn beggja vísa þó á bug ágizkunum um að skoðanamunurinn sé svo mikill að upp úr samvinnunni kunni að slitna fyrir fullt og allt. Vaxandi óþolinmæði gætir nú í ráðstefnusölunum 1 Genf, en Málflutningur 1 morðmáli í dag Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Kristmundi Sig- urðssyni og Albert Ragnarssyni fyrir að hafa myrt Guðjón Atla Árnason í júlí s.l. Munnlegur mál- flutningur fer fram i sakadómi Reykjavikur í dag. Dómsformað- ur er Halldór Þorbjörnsson yfir- sakadómari en meðdómendur sakadómararnir Gunnlaugur Briení og Ármann Kristinsson. Dóms er að vænta eftir nokkrar vikur. Okumaður gefi sig fram FÖSTUDAGINN 5. nóvember klukkan rúmlega 13 varð árekst- ur milli bifreiðarinnar R-537 og vélhjóls á mótum Furumels og Reynimels. Á meðan bifreiða- stjórinn brá sér tii að ná tali af lögreglunni fór vélhjólamaðurinn af staðnum. Er hann beðinn að hafa strax samband við lögregl- una, slysarannsóknardeild. Bretar leggja áherzlu á að störf- um verði lokið upp úr miðjum desember. Bretar hætti ýsuveiðum í Norðursjó London 24. nóv. Reuter. BREZKIR fiskimenn hafa fengið fyrirmæli um að hætta að landa ýsu sem veidd er f Norðursjónum vegna þess að þeir eru f þann veginn að fara fram úr leyfðu aflamagni þessa árs. Bannið mun ganga f gildi frá og með 4. desem- ber og gilda til ársloka. Það var Hugh Brown, ráðuneytisstjóri f Skotlandsmálaráðuneytinu, sem sagði frá þessari ákvörðun á fundi með fulltrúum fiskiðnaðar- ins f dag. Eftir það mun ýsuveiði f Norð- ursjó verða leyfð aðeins sem 10% af veiði annarra nytjafiska þar. Bretar hafa nú veitt yfir 90 þús. tonn af ýsu á þessu ári, samanbor- ið við 76 þús. tonn á sl. ári. Há- marksafli sá sem Norðausturatl- antshafsfiskveiðinefndin hefur leyft af ýsu á árinu er 95.400 tonn. Innbrot hjá Pósti og síma BROTIZT var inn i húsakynni Pósts & síma í Kópavogi í fyrra- kvöld og farið inn á bögglapóst- stofuna. Ekki er fyllilega ljóst hvað hefur horfið, en nokkrir pakkar hafa verið bpnaðir og eins hefur sá, sem þarna var að verki, reynt að opna skjalaskáp á skrif- stofunni en ekki tekizt. Opið hús í Tónabæ ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur ræddi á fundi sinum í gær það ástand, sem skapazt hefur á Hallærisplaninu undanfarin föstudagskvöld og samþykkti í framhaldi af þeim umræðum að opið hús yrði í Tónabæ í kvöld, föstudagskvöld. Miðaverði verður stillt mjög svo í hóf en aðgangur er heimill unglingum fæddum 1961 og fyrr. Húsið verður opiJ frá kl. 8.30—1.00 og diskótek verður á staðnum. Kommúnistaleiðtog- ar þinga í Búkarest Búkarest — 25. nóvember — Reuter LEIÐTOGAR Varsjárbandalags- rfkjanna komu saman til fundar 1 Búkarest 1 dag til að samræma stefnu sfna gagnvart Vesturlönd- um með tilliti til „détente“ og samninga til fækkunar f herliði f Evrópu. Fundurinn stendur f tvo daga, og sitja hann forsætisráð- herrar, flokksleiðtogar og utan- rfkisráðherrar rfkjanna f Austur- Evrópu. Leonid Brezhnev og Ceausescu Rúmeníuforseti voru fyrir í borg- inni þegar ráðstefnugesti dreif að í dag, en hinn fyrrnefndi hefur lagt mjög að Ceausescu að taka virkari þátt í samstarfi Varsjár- bandalagsríkjanna á fundum þeirra undanfarna daga. Hann mun þó ekki hafa haft erindi sem erfiði að því er kunnugir telja. Búizt er við því að leiðtoga- fundurinn samþykki áskorun á vestræn ríki um að þau sýni sam- starfsvilja á sviði afvopnunar. Mikil leynd hvílir yfir fundin- um, en frétzt hefur að hann sé haldinn i Sigurhöllinni í borginni. Ríki Varsjárbandalagsins eru Sovétrfkin, Búlgaría, Tékkó- slóvakía, Austur-Þýzkaland, Ung- verjaland, Pólland og Rúmenía. Bandalagið var formlega stofnað árið 1955. Því var ætlað að vega upp á móti Atlantshafsbandalag- inu. Tass-fréttastofan sagði í dag, að þjóðir heims gerðu sér grein fyrir því að hin samræmda utanríkis- stefna hins sósíalíska samfélags væri miðuð við öryggishagsmuni þjóðanna, „détente", og gagn- kvæma og alhliða hagsmuni ríkja, sem byggju við mismunandi sósíaliskt þjóðskipulag. Frétta- skýrendur benda á, að þrátt fyrir þetta orðalag hafi Rúmenar jafn- an visað á bug hvers konar tillög- um um að aðildarrfki Varsjár- bandalagsins beindu stefnu sinni inn á eina braut. Guðbjörg ÍS strandaði en náðist út ísafirði —25. nóvember TOGARINN Guðbjörg IS-46 strandaði í Öshlíðinni rétt utan til við Seljadal á niunda timanum í kvöld. Togarinn náðist þó út litlu síðar með eigin vélarafli. Fyrir einhverjum skemmdum hefur þó skipið orðið, því að olia lekur úr því f sjóinn en verið var að vinna að þvi I kvöld að tæma tanka skipsins. Ekki er Ijóst með hvaða hætti strandið átti sér stað en sjópróf verða hér á morgun vegna þessa atviks. — Ólafur. Bankaræn- ingjarnir fundnir Fuida, V-Þýzkaiandi, 24. nóvember. AP — Reuter. EKKI skjóta, við gefumst upp!“ hrópuðu bankaræningjarnir sem sluppu í gær með yfir tvær milljónir marka þegar lögreglan fann þá í gistihúsi f Fulda i V- Þýzkalandi snemma 1 morgun. Þeir gengu sfðan á vit lögreglunn- ar á nærklæðunum einum. Lögreglan hefur skýrt frá þvi að mennirnir hafi báðir afplánað dóma fyrir fyrri afbrot. Þeir eru 31 og 26 ára að aldri. Lögreglan elti bankaræningj- ana 300 kílómetra leið I gær, en missti af þeim eftir að myrkur skall á. Vegamálastjóri: Snæbjörn og Sverrir sóttu um stöðuna Umsóknarfrestur um embætti vegamálastjóra rann út fyrir nokkru. Að sögn Brynjólfs Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, sóttu tveir um embættið, þeir Snæbjörn Jónasson, forstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar og settur vega- málastjóri eftir fráfall Sigurðar Jóhannssonar, og Sverrir Run- ólfsson. 1 umsókn sinni tók Sverr- ir Runólfsson hins vegar fram að hann vildi ekki keppa um stöðuna ef Snæbjörn sækti einnig um hana. — Krafla Framhald af bls. 40 son, orkumálastjóri, tjáði Morg- unblaðinu. Likur eru taldar á að einhver þau efnasambönd séu í holunum á þessu svæði, er valdi tæringu i fóðringum hol- anna. Komið hefur gat á fóðringar í holu 3, sem að líkindum má rekja til framangreindrar ástæðu, en hola þessi var kæfð í fyrradag og er nú verið að kanna hvað gera megi til að gera við hana. Mun Dofri, gufu- borinn, fá það verkefni ef af verður. Þegar hola 3 var kæfð hvarf „Hræðsluviti" eða leirhverinn, og sagði Guðmundur Pálmason, að allt benti til þess að hann hefði orðið til fyrir rennsli frá holu 3 út í jarðlögin, en verið væri að athuga það betur. Guð- mundur sagði hins vegar, að menn hefðu strax getið sér þess til og leirhver þessi myndaðist að hann hefði myndazt af völd- um hola sem væru þarna i grenndinni. Jötunn mun senn taka til við boranir í holu 9, sem yfirgefin var þegar leirhverinn myndað- ist en það hafði verið borað þar niður á um 300 metra dýpi. Verður þetta síðasta holan sem boruð verður til fulls i þessari lotu en naumast verður lokið við hana fyrir jól, að því er orkumálastjóri tjáði Morgun- blaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.