Morgunblaðið - 26.11.1976, Page 25
25
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
f atvinna
Sveit
Maður eða kona óskast i sveit
sem fyrst. Uppl. í 37031. síma
Barngóð kona óskast til að gæta heimilis og 2ja
skóladrengja tvo daga
vikunnar. Uppl. í 12502 f.h. síma
Í til sölu
I .. n/V
Til sölu
2ja herb. íbúð við Freyjugötu
á Sauðárkróki. Uppl gefur
Steinn Ástvaldsson sími
heima 95-5513 á vinnustað
5257.
Kjólar
stuttir og síðir. Gott verð.
Opið laugardaga 10—12
Dragtin Klappastig 37.
Viðskiptavinir
Vinsamlegast vitjið viðgerða
sem allra fyrst. Afsláttur af
vörum til áramóta.
Magnús Benjamínsson og
c/o, Veltusundi 3.
Drengjabuxur
Drengjabuxur og dömu-
terylene buxur. Framleiðslu-
verð. Opið allan laugardag-
inn. Saumastofan. Barmahlíð
34, sími 14616.
óskast keypt. Sími 36521.
' ' '11 ...............
húsnæöi ;
/ boöi í
' I
Keflavík
Til leigu um 90 fm verzlunar-
húsnæði. Laust strax. Nánari
upplýsingar veittar á skrif-
stofunni. Fasteignasala
Vilhjálms og Guðfinns,
Vatnsnesvegi 20, Keflavík,
símar 1 263 og 2890.
I.O.O.F. 1 = 1581 1268V2
= SK.
n HELGAFELL 59761 1267
IV/V —2
I.O.O.F. 12 =
1581 1268V2 = Sp.kv.
Aðventu
helgistund
verður í Neskirkju sunnudag-
inn 28. nóvember kl. 5.
síðdegis. Efnisskrá: Ávarp:
Baldur Jónsson formaður
bræðrafélagsins. Orgel: Gry
EK. Ræða. Ólafur B. Thors
forseti borgarstjórnar. Ein-
söngur: Halldór Vilhelmsson.
Orgel: Reynir Jónasson.
Upplestur. Anna Guðmunds-
dóttir leikkona. Blásarakvint-
ett: (Oddur Björnsson og
félagar). Allir velkomnir.
Bræðrafélagið
Stúkan Freyja nr. 218
Fundur i kvöld kl. 20:30.
Venjuleg fundarstörf.
Hagnefndaratriði, Ólafur
Jónsson fyrrverandi um-
dæmistemplar, annast. Kaffi
eftir fund. Félagar fjöl-
mennið. . Æt.
Fél. Snæfellinga
og Hnappdæla
í Reykjavik
Spila- .og skemmtikvöld
félagsins verður nk. laugar-
dag í Dómus Medica kl.
20,30 Mætið stundvíslega.
Skemmtinefndin.
3n
Frá Guðspekifélaginu
Guðmundur Björgvinsson
flytur erindi í kvöld kl.
20.45. ..Carlos Castaneta”
kenningar Don Juan.
Stúkan Mörk
Konur Seltjarnarnesi
sem styðjið fjáröflunardag
sóknarnefndar, með þvi að
gefa kökur eða muni á bazar-
inn, sunnudaginn 28. nóv.
Vinsamlegast skilið þeim í
Félagsheimilið, sama dag.
milli kl. 12 — 14.
Sóknarnefndin.
— Danmörk
Framhald af bls. 1.
oiíubirgðastöóvar í Kaupmanna-
höfn milli lögreglu og verkfalls-
manna, sem urðu undan að láta í
bæði skiptin. Einir 18 olíuflutn-
ingabílar voru fylltir, og var það I
samræmi við samkomulag um að
gamalmenni og fjölskyldur með
hvitvoðunga fengju oiíu til húsa-
hitunar. 3öskun hefur nú orðið á
póstþjónustu, þar sem póst-
flutningabílar I höfuðborginni fá
ekki eldsneyti. Má búast við því
að póstkerfið á Sjáiandi öllu verði
komið úr skorðum á morgun.
— Bretland
Framhald af bls. 1.
ríkjanna fari ekki út fyrir 12 míl-
ur.
Forystumenn í brezkum sjávar-
útvegi hafa vaxandi áhyggjur af
þvi að brezka stjórnin sé að heykj-
ast á stefnu sinni í fiskveiðimál-
um gagnvart EBE, og hefur verið
látið að þvi liggja að hrun og
atvinnuleysi sé fyrirsjáanlegt i
sjávarútvegi á næstunni, og kunni
jafnvel svo að fara, að gripið verði
til róttækra aðgerða á öðrum svið-
um atvinnulífsins til að koma í
veg fyrir slikar afleiðingar af
stefnu rikisstjórnarinnar í málum
sjómanna og útvegsins yfirleitt.
— íþróttir
Framhald af bls. 38
um valdi ekki misskilningi, og
leyfi mér að fullvissa lesendur
um, aö ástæða hefði verið að geta
margra mætra manna annarra og
alls ekki siður en sumra þeirra,
sem I ritinu eru. Ég hygg, að
flestir geri sér ljóst, að útilokað
var að gera þessum þætti þau skil,
að allir gætu vel við unað.
— Þátttaka
Framhald af bls. 31
fyrir fólk, sem býr í hverfi sem
enn er í uppbyggingu að koma
ábendingum sínum á framfæri
við þá, sem ráða málum borgar-
innar, sagðr Gunnar og hélt
áfram: En hversu góð, sem
stjórn i einu félagi er þá er það
forsenda árangursríks starfs að
fólk taki þátt i starfi félagsins.
Eftir þvi sem fleiri taka þátt I
starfi félagsins, þvi sterkara
verður félagið og meiri árang-
urs að vænta af starfi þess.
— Framselur
Framhald af bls. 1.
erlendir flóttamenn séu í Thai-
landi, þar af 10 þúsund frá
Kambódiu, og hefur stjórnin fram
að þessu látið flóttamennina að
mestu afskiptalausa. Nú hefur
herforingjastjórnin hins vegar
gefið til kynna, að Thailendingar
geti ekki aiið önn fyrir þessum
fjölda, og verði flóttamennirnir
að hverfa aftur til sins heima.
Flóttamennirnir 26 voru fluttir
að landamærum s.l. þriðjudag.
Sögusagnir eru komnar á kreik
um að Rauðu Khemerarnir hafi
hálshöggvið þá alla þegar í stað.
Töluverðar erjur hafa verið á
landamærum Thailands og
Kambódiu að undanförnu, og hef-
ur verið barizt harkalega á nokkr-
um stöðum.
— Hass
Framhald af bls. 40
lýsa innflutning á milli 20—30
kg af hassi, 400 grömmum af
amfetamíndufti, 200 skömmt-
um af ofskynjunarlyfinu LSD,
nokkrum kg af marihuana og
nokkru magni af hassolíu, en
að svo stöddu er ekki hægt að
segja ákveðið um magn
tveggja síðast töldu efnanna.
Jafnaðarverð á hassi er um
1500 krónur grammið, þannig
að söluverðmæti fyrrnefnds
magns er liklega um 35
milljónir króna. Hvert gramm
af amfetamíndufti er selt á um
15.000 krónur, þannig að heild-
arsöluverð þess magns, sem
gert hefur verið upptækt, er
um 6 milljónir. Hver skammt-
ur af LSD er seldur á 1500
krónur að jafnaði. Kilóið af
marihuana er selt á 800 þús-
und krónur að jafnaði og hvert
gramm af hassolíu á tæplega
10 þúsund krónur.
Hluti af fíkniefnunum hefur
verið gerður upptækur og
einnig eitthvað af söiugróðan-
um, eins og komið hefur fram í
Mbl. áður.
— Heilsufars-
rannsóknir
Framhald af bis. 13.
ég sá alveg nýlega grein frá
læknaskóla í Chicago-borg eftir
prófessor þar í borg, sem ég þekki
vel, um blóðþrýstingsmælingar á
einni milljón BandaríKjamanna.
Langar mig að tilfæra síðustu
setningu greinarinnar: „Óefað er
vel undirbúin skipulagning til
meðferðar og eftirlits á háþrýst-
ingi eitt þýðingarmesta vopn til
þess að bæta heilsufar amerisku
þjóðarinnar.“ Þessi orð vil ég svo
sannarlega gera að mínum.
— ágás.
— Lögbann
Framhald af bls. 40
samsvaraði þá um 36 milljónum
króna, og var þannig gengið frá
hnútum að Landsbankinn gekkst
í ábyrgð fyrir þessari fjárhæð, en
gegn vissum skilyrðum sem vitn-
að var til I verksamningnum. Þeg-
ar hafa verið greidd um 33%
kostnaðarins við þetta verk en
það sem eftir stendur skiptist í 10
ábyrgðir á jafnmörgum vixlum.
1 verksamningnum var kveðið
svo á, um aó hinn nýi búnaður
skyldi reyndur út í Hollandi áður
en skipið færi þaðan og siðan i
sandnámi skipsins i Hvalfirði, en
þegar til kom var búnaðurinn
aldrei reyndur ytra og við tilraun-
ir hér heima reyndist dælan ekki
með þeim hætti sem til stóð. I
ljósi þessa neituðu forráðamenn
Námunnar að samþykkja framan-
greinda víxla en áður hafði staðið
i árangurslausu stappi við
hollenzka fyrirtækið um að fá
búnaðinn lagfæróan og forráða-
menn Námunnar voru þannig til-
neyddir að láta gera það á eigin
kostnað.
Nú hefur það hins vegar gerzt,
að hollenzka fyrirtækið krefst
þess að Landsbankinn greiði fyrr-
greinda víxla eða sem svarar um
512 þúsund flórinum af þeim 515
þúsund flórinum sem ábyrgðin
hljóðaði upp á, en forráðamenn
Námunnar hafa hins vegar svarað
þessari kröfu með því að leggja
lögbann á að þessar greiðslur fari
fram. 1 samningnum eru raunar
kveðið á um að atriði hans skuli
falla undir alþjóðlegan dóm um
verzlun og viðskipti, sem starfar i
Hollandi, en forráðamenn
Námunnar telja þessi ákvæði
óljós og þar sé t.d. hvergi getið
um varnarþing.
— 7,3 milljarðar
Framhald af bls. 40
þessu stigi málsins væri ekki
hægt að segja hvenær lánið yrði
endaniega veitt. Málið væri á við-
ræðustigi og verið væri að athuga
með skilmála á láninu frá bankan-
um. Rætt hefði verið um 2,00
milljónir norskra króna, en ekki
tekin til þess endanleg afstaða.
—Framkvæmdir, lánamál og
fleiri atriði eru samhangandi í
þessu máli og þvi ekki hægt að
ræða þessi mál opinberlega enn-
þá, sagði Gunnar Sigurðsson. Þess
má geta að bankaráð Norræna
fjárfestingabankans ræddi láns-
umsóknina til framkvæmdanna
við Grundartanga á fundi sínum í
síðustu viku, ásamt fleiri umsókn-
um um lán, sem send hafa verið
bankanum.
1 frétt í danska blaðinu
Berlingske Tidende fyrir nokkru
segir meðal annars að 10 umsókn-
ir hafi borizt um lán frá bankan-
um. Allar komi þessar lánaum-
sóknir frá fyrirtækjum utan Dan-
merkur og upphæðin, sem farið
sé fram á, nálgist einn milljarð
danskra króna, eða 32.2 milljarða
ísl. króna. Haft er eftir Bert Lind-
ström, aðalbankastjóra Fjár-
festingabankans, að þeir sem sótt
hafa um lán sæki um vegna ólíkra
framkvæmda. Nefnir hann orku-
miðlun, flutninga, matvælaiðnað,
efnaiðnað, vefnað og fleira.
1 Berlingske Tidenda segir:
„Ennþá er ekki endanlega ákveð-
ið með nokkur lán frá Norræna
fjárfestingabankanum. Búizt er
við því að fyrsta lánið verði undir-
skrifað innan viku og það næsta
ekki löngu seinna. Bara þessi tvö
lán hljóða upp á 350 milljónir
króna“ (11.3 milljarða íslenzkra
króna).
— Kaffi hækkar
Framhald af bls. 40
hækkar kaffipakkinn i smásölu
úr 275 krónum i 293 krónur, en
hvert kiló i smásölu úr 1100 krón-
um i 1172 krónur. Smjörlíki
hækkar úr 312 krónum kg i 326
krónur í smásölu, þannig að hvert
500 gramma smjörlíkisstykki
kostar framvegis 163 krónur.
Heildós af fiskbollum hækkar úr
253 krónum I 272 krónur í smá-
sölu og heildós af fiskbúðingi
hækkar úr 356 krónum i 389 krón-
ur.
Siðasttalda hækkunin er vegna
hækkunar á fiskverði en hinar
vegna erlendra hækkana.
— Gundelach
Framhald af bls. 40
er ráðgert að Gundelach hitti Geir
Hallgrimsson forsætisráðherra á
skrifstofu hans i stjórnarráðinu.
Er það I annað sinn, sem þessi
aðalsamningamaður Efnahags-
bandalagsins ræðir við forsætis-
ráðherra, en fyrra skiptið var i
fyrri viku, er samninganefnd
EBE var hér á viðræðufundum.
Litið er á heimsókn Gundelachs
i forsætisráðuneytið sem eins
konar kurteisisheimsókn, en það
myndi ekki koma á óvart, þótt
hann viðraði málefni brezkra
togaraeigenda og sjómanna við
forsætisráðherra og vandamál,
sem brezkur fiskiðnaður á við að
stríða.
— Óska eftir
bensínhækkun
Framhald af bls. 40
ingar í gær, að skuld innkaupa-
jöfnunarreikningsins við oiiufé-
lögin hefði numið 644 milljónum í
ársbyrjun. Siðan hefði skuld
reikningsins heldur minnkað
vegna verðhækkana á oliuvörum
hér innanlands. Var skuldin kom-
in niður i 528 milljónir i ágúst-
byrjun og 431 milljón i október-
byrjun, „en þetta er 431 milljón
of mikið,“ sagði Ragnar.
Að sögn Ragnars er fyrirsjáan-
legt að skuldin aukist á næstu
vikum og mánuðum ef ekki koma
til hækkanir á olíuvörum, því
oliuvörur hafa hækkað erlendis
og einnig hefur gengissig ís-
lenzku krónunnar éagnvart doll-
aranum áhrif á verðið. Sagði
Ragnar að verðlagsyfirvöld hefðu
ekki fengizt til að hækka olíuvör-
urnar nægilega mikið til að jöfn-
uður kæmist á innkaupajöfnunar-
reikninginn. Á meðan svo væri
þyrftu olíufélögin að leita á náðir
bankanna með rekstrarfé og
borga háa vexti af yfirdrætti.
Nefndi hann sem dæmi, að
Skeljungur hefði á siðasta ári
greitt að jafnaði 22% vexti af
sinum lánum og þetta ástand stór-
yki reksturskostnað olíufélag-
anna.
Ragnar var að lokum spurður
að þvi hve hækkunin þyrfti að
vera mikil til að jafna reikning-
inn. Tók hann þá benzínið sem
dæmi og sagði að skuld reiknings-
ins við oliufélögin vegna þess
væri um 180 milljónir króna. Ben-
zinsalan hefur verið 100 milljón
lítrar á ári og nægði því 150 aura
hækkun til að jafna benzínskuld-
ina á rúmu ári ef þeir peningar
gengju einungis til þess.
— Séra Jón
Framhald af bls. 2
frá 1907 sem mörgum prestum
finnast æði gömul og úr sér
gengin og ég vil taka undir
kröfur undanfarinna kirkju-
þinga og prestastefna að þessu
fyrirkomulagi verði breytt. En
hinn er annað, að það er
óhemju gagnlegt og fróðlegt að
hitta svona margt fólk í sókn-
inni, á göngu minni um hverfið
hef ég heimsótt nærri öll hús i
sókninni þó ég hafi ekki hitt
alla heima við. Ég vil gjarnan
fá að koma á framfæri þakklæti
til fólksins fyrir hlýjar móttök-
ur. Nú, fyrir þann prest sem
kemst að er það að sjálfsögðu
gott að vera búinn að ganga um
prestakallið áþennan hátt.
— Mér er efst i huga þakk-
læti til þeirra sem hafa stutt að
þessari lögmætu kosningu og
ég horfi með gleði fram til
starfs I þessum söfnuði. Það
liggur í augum uppi að það þarf
að starfa fyrir alla aldurs-
flokka, börn jafnt sem gamal-
menni, sagði sr. Jón.
Kona sr. Jóns er Inga Þóra
Geirlaugsdóttir og voru þau
hjónin sammála um aó sá timi
og vinna sem færi í prestskosn-
ingar kæmi mjög niður á heim-
ili og börnum, sögðu að heimil-
islífið færi algerlega úr skorð-
um, og sagði Inga Þóra að þær
prestskonur sem hún hefði tal-
að við væru sammála um það að
fyrirkomulag prestskosninga
væri algert neyðarúrræði og
óskuðu þær eftir öðru fyrir-
komulagi.
Að lokum sagði sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson að hann væri viss
um að Laugarnessöfnuður væri
góður söfnuður, sr. Garðar
Svavarsson hefði unnið mikið
og gott starf og sér væri það
tilhlökkunarefni að taka við
þvi.
Mbl. hafði einnig samband
við Pjetur Þ. Maack og spurði
hann hvað hann vildi segja um
úrslit þessara kosninga.
Pjetur sagði að hann væri
ánægður með að vilji safnaðar-
ins kom í ljós og þessi mikla
kjörsókn hafi sýnt það að mjög
mikill kirkjuáhugi væri í Laug-
arnessókn. Hann sagðist vera
þakklátur fyrir það mikla
traust sem sér hefði verið sýnt
og þrátt fyrir að munurinn
hefði ekki verið mikill væri
þetta vilji safnaðarins sem
þarna hefði komið í ljós.