Morgunblaðið - 26.11.1976, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1976
Skozka úrvalsdeildin:
Celtic sigraði Rangers
og Aberdeen tók forystuna
CELTIC vann mikilvægan sigur I
skozku úrvalsdeildinni í fyrra-
kvöld er liðið bar sigurorð af
höfuðandstæðing slnum gegnum
árin, Glasgow Rangers, og það á
heimavelli Rangers, Ibrox Park.
Eina markið sem skorað var I
þessum leik gerði Joe Craig seint
í fyrri hálfleiknum, en allan fyrri
hálfleikinn átti Celtic meira í
Mislitir bad-
mintonbúningar
HINGAÐ til hafa alhvítir búning-
ar verið allsráðandi i badminton-
íþróttinni, en svo kann að fara að
breyting verði á þvi áður en langt
um liður. A Norðurlandaþingi
badmintonleiðtoga sem haldið var
hérlendis í tengslum við Norður-
landamótið um helgina, kom
þetta mál til umræðu og fékk sú
uppástunga að taka upp notkun
mislitra búninga á badminton-
mótum góðar undirtektir hjá
þingfulltrúum. Var ákveðið að
Svíar kæmu þessu máli á fram-
færi á næsta alþjóðaþingi, sem
haidið verður í Malmö á næsta
ári.
Á þinginu var einnig rætt all-
mikið um niðurröðun opinna
móta á Norðurlöndunum í hinum
ýmsu aldursflokkum, svo og um
ódýrustu ferðamöguleika innan
Norðurlandanna í þeim tilgangi
að-geta aukið iþróttaleg samskipti
landanna á þessu sviði.
leiknum og lék betri knattspyrnu.
t seinni hálfleik snerist dæmið
svo við, Rangers sótti meira, en
vörn Celtic var vel á verði og
tókst að halda hreinu.
Jóhannes Eðvaldsson lék ekki
með Celtic-liðinu að þessu sinni,
en svo virðist sem hann sé að
færast nær því takmarki að kom-
ast í aðalliðið, þar sem hann var á
varamannabekknum.
Tveir aðrir leikir í skozku úr-
valsdeildinni fóru fram í fyrra-
kvöld. Aberdeen sigraði Ayr Utd.
á heimavelli sínum 1—0, en
Hibernian tapaði fyrir Mother-
well 0—2.
Eftir leikina í fyrrakvöld hefur
Aberdeen náð forystu í skozku
úrvalsdeildinni, er með 17 stig
eftir 12 leiki. Dundee United hef-
ur einnig hlotið 17 stig eftir 12
leiki, en er með óhagstæðara
markahlutfali en Aberdeen.
Celtic er nú í þriðja sæti með 15
stig eftir 11 leiki, og á þvi mögu-
leika á að ná Dundee United og
Aberdeen að stigum, vinni liðið
leikinn sem það á inni. Rangers
og Motherwell hafa hlotið 13 stig,
Hearts, Hibernian og Partick eru
með 9 stig og á botninum eru svo
Ayr United með 7 stig og
Kilmarnock með 5 stig.
I 1. deildinni skozku er svo
mikil barátta mílli Clydebank
sem er með 27 stig og St. Mirren
sem er með 26 stig. Þykja þessi
tvö lið skera sig nokkuð úr í deild-
inni og likleg til þess að vinna sig
upp í úrvalsdeildina.
Hörður Sigmarsson — markakóngurinn f 1. deild leikur með pressuliðinu gegn landsliðinu á laugardag-
inn.
Fjórir „nýliðar" í pressuliðinu
IÞRÓTTAFRÉTTAMENN hafa
nú valið iið það, pressuliðið, sem
mun mæta íslenzka handknatt-
leikslandsliðinu f leik I Laugar-
dalshöllinni n.k. laugardag. Er
liðið að mestu skipað gamalkunn-
um köppum, en þó eru í því fjórir
leikmenn, sem þarna munu leika
sinn fyrsta úrvalsleik. Eru það
þeir örn Guðmundsson, ÍR, Jón
Pétur Jónsson, Val, Ingi Steinn
Björgvinsson, KR, og Sfmon Unn-
dórsson, KR.
Pressuliðið
þannig skipað:
verður annars
BÆÐI VESTUR-ÞYZKU LIÐIN
TÖPUÐU I UEFA-KEPPNINNI
Dr. Ingimar Jónsson
QUEENS Park Rangers tókst í fyrra-
kvöld að bera sigurorð af hinu sterka
þýzka liði FC Köln í UEFA-
bikarkeppninni I knattspyrnu, er lið
in mættustá heimavelli Q.P.R. Úrslit
leiksins urðu 3:0, og má mikið vera
ef Þjóðverjunum tekst að vinna upp
þann markamun er liðin mætast
öðru sinni og þá í Köln.
Leikurinn í Lundúnum i fyrrakvöld
þótti hinn skemmtilegasti. en athygli
vakti að áhorfendur voru ekki nema 25
þúsund talsins, eða litið fleiri en á
venjulegum fyrstu deildar leik hjá
QPR Mörk enska liðsins í leiknum
skoruðu þeir Don Givens, David Webb
og Stan Bowles Gangur leiksins var í
stuttu máli sá, að Q P R hafði góð tök
á leiknum í fyrri hálfleik og skoraði þá
tvö marka sinna, en í seinni hálfleikn-
um sótti þýzka liðið mun meira, en án
árangurs. Q.P.R. átti hins vegar af og
til góðar sóknarlotur og tókst að skora
úr einni þeirra
Stærsta sigurinn i keppninni í fyrra-
kvöld vann austur þýzka liðið Magde-
burg sem hreinlega burstaði mótherja
sina, Videoton frá Ungverjalandi. enda
léku tveir beztu leikmenn ungverska
liðsins af einhverjum ástæðum ekki
með því. Úrslit leiksins urðu 5:0 fyrir
Magdeburg og skoruðu þeir Streich,
Mawes, Pommerenke og Tyll (2) mörk
liðsins Áhorfendur voru um 1 5 000
Barcelona vann Öster
Spánska liðið Barcelona fór í heim-
Uppsláttarrít um íþróttir
- tvö ný bindi í Alfræði Menningarsjóðs
MENNINGASJÖÐUR kynnti í
gær tvær nýjar bækur f bóka-
flokki sínum „Alfræði Menn-
ingarsjóðs“. Fjalla þessar bækur
um fþróttir, en áður hafa komið
út f bókaflokki þessum bækur um
hagfræði, skáldatal, lslandssaga
og fl. Hinar nýju bækur eru sam-
tals rösklega 300 blaðsfður að
stærð, og eru fyrst og fremst upp-
sláttarrit um hinar ýmsu greinar
fþrótta, sögu þeirra og um íþrótta-
menn.
Dr. Ingimar Jónsson tók bækur
þessar saman og kom fram á
blaðamannafundi er Menningar-
sjóður efndi til í gær, að hann
hefði unnið að bókunum þrjú
undanfarin ár, en hann sagði
jafnframt að þegar hann tók
verkið að sér hefði hann gert sér
vonir um að ljúka því á tiltölulega
stuttum tima. Verkið hefði hins
vegar verið mun viðameira en
hann átti von á, enda Var svo að
ætlunin var I fyrstu að þarna yrði
aðeins um eina bók að ræða.
1 formála sínum að bókunum
segirdr. Ingimar Jónsson m.a.:
í ritinu er nær allra íþrótta-
greina getið, sem iðkaðar eru í
heiminum að nokkru ráði. Aðeins
fáeinar þeirra urðu útundan (t.d.
biljarð, keiluspil, fjallganga) af
ýmsum ástæðum, þó einkum
þeirri, að of mikið rúm hefði
þurft til þess að gera þeim nægi-
leg skil vegna þess að þær eru lftt
þekktar hérlendis. Vitaskuld
lagði ég talsvert kapp á að gera
sem ítarlegast grein fyrir helztu
og vinsælustu íþróttagreinunum,
þótt ég yrði að sjálfsögðu að stikla
á stóru. Einnig eru í ritinu all-
mörg orð og hugtök úr íþrótta-
fræðum. Þótti mér rétt að taka
þau upp vegna þess að hér á landi
eru skilgreiningar á fræðiheitum
í íþróttum mjög á reiki. Margar
skilgreininganna í ritinu eru
frumsmíði, og geri ég mér vel
ljóst, að margar þeirra muni tæp-
ast standast tfmans tönn fyrir.
'Þetta á lika við um þau mörgu
nýyrði sem vfða koma.
Það varð úr að geta aðeins stutt-
lega nokkurra einstaklinga, bæði
innlendra og erlendra, sem hlotið
hafa frægð fyrir iþróttaafrek eða
eru kunnir fyrir störf að fþrótta-
málum eða innan íþróttahreyfing-
arinnar á Islandi. Það skai skýrt
tekið fram, að þessir einstakling-
ar eru ekki valdir samkvæmt
einhverju óskeikulu mati, heldur
þess gætt, að sem flestar íþrótta-
greinar og sem flest svið líkams-
menningar og íþrótta ættu full-
trúa f ritinu og að nefna þá sem
geta státað af löngum og sigursæl-
um íþróttaferli eða afrekum á
alþjóðavettvangi. Jafnframt þótti
mér meiri ástæða til þess að geta
þeirra íþróttamanna og iþrótta-
frömuða, sem gengnir eru eða
hættir þátttöku í íþróttum. Ég
vona, að „val“ mitt á einstakling-
Framhald á bls. 25
sókn til sænska liðsins Öster og urðu
úrslit í þeim leik þau að Barcelona
sigraði 3:0 Neeskens og Clares gerðu
mörk spánska liðsins Áhorfendur voru
tæplega 1 5 þúsund
Junventus— Donetzk
Sovézka liðið Schahtor Donetzk sótti
ítalska liðið Juventus heim og var þar
aldrei spurníng um hvort liðið myndi
sigra, heldur aðeins um hve stór sigur
Juventus yrði. ítalska liðið sýndí mjög
góða knattspyrnu. og átti fjölmörg góð
marktækifæri sem ekki nýttust utttutan
þriigja Mörkin skoruðu Bettega, Tard-
elli og Boninsegna Má ætla að ftalska
liðið sé nokkuð öruggt áfram i keppn-
inni
Espanol — Feyenoord
Spánska liðið Espanol varð að bita i
það súra epli að tapa á heimavelli
sinum fyrir hollenzka liðinu Feyenoord
0:1 Spánska liðið var meira I sókn i
þessum leik, en Hollendingarnir vörð
ust vel og gáfu sjaldan færi á marki
sinu. Undir lok leiksins náðu þeir svo
að skora með aðstoð eins varnarleik
manna Espanol. og verður þvi að telj-
ast sennilegt að Hollendingarnir kom-
ist áfram í keppninni
Molenbeek — Schalke 04
Ein tvisýnasta viðureign þessarar
umferðar var milli belgiska liðsins
Molenbeek og vestur-þýzka liðsins
Schalke 04 Fóru leikar svo að Belgiu-
menn sigruðu 1 — 0 með marki Lafont
Schalke er þekkt fyrir að vera erfitt lið á
heimavelli og hefur t d i vetur burstað
Bayern Múnchen þannig að von
Belgiumannanna um að þetta eina
mark nægi þeim til að komast áfram i
keppninni er ekki mikil
AEK — Rauða stjarnan
í Aþenu bar griska liðið AEK sigur-
orð af Rauðu-stjörnunni frá Júgóslaviu
með tveimur mörkum gegn engu
Bæði mörkin voru skoruð i fyrri hálf-
leik.
Atletico Bilbao— AC Milan
í Bilbao á Spáni sigraði heimaliðið
ítalska liðið AC Milan í mjög skemmit-
legum leik með fjórum mörkum gegn
tveimur eftir að staðan hafði verið
1-— 1 í hálfleik Þrátt fyrir að sex mörk
væru skoruð í þessum leik fóru bæði
liðin illa með góð marktækifæri sem
gáfust.
Markverðir:
örn Guðmundsson, IR
Kristján Sigmundsson, Þrótti
Aðrir leikmenn:
Steindór Gunnarsson, Val
Jóhannes Stefánsson, Val
Árni Indriðason, Gróttu
Hörður Sigmarsson, Haukum
Stefán Jónsson, Haukum
Jón Pétur Jónsson, Val
Brynjólfur Markússon, IR
Elías Jónasson, Þór
Ingi Steinn Björgvinss., KR
Simon Unndórsson, KR
Eins og sjá má af upptalning-
unni er lið þetta skipað mjög
sterkum handknattleiksmönnum,
og ættu þeir að geta veitt landslið-
inu harða og skemmtilega keppni.
Þrir leikmanna pressuliðsins, er
höfðu verið valdir í landsliðshóp-
inn, en tveir þeirra, Hörður Sig-
marsson og Árni Indriðason, gáfu
ekki kost á sér til æfinga lands-
liðsins. Þriðji leikmaðurinn sem
er í landsliðshópnum er annar
markvörðurinn, Kristján Sig-
mundsson, Þrótti.
FREDERICA
TAPAÐI í
UNGVERJALANDI
DANSKA liðið Fredericia KFUM
og ungverska liðið Dozsa
Debrechen iéku fyrri leik sinn I
annarri umferð Evrópubikar-
keppni meistaraliða I handknatt-
leik f Debrechen I Ungverjalandi
nýlega. Urðu úrslit f leiknum
þau, að ungverska liðið sigraði
með 28 mörkum gegn 23, eftir að
hafa haft eins marks forystu,
12—11, f hálfleik. Var leikurinn
mjög jafn f fyrri hálfleik en f
byrjun seinni hálfleiksins náðu
Ungverjarnir undirtökunum og
komust um tfma f 8 marka for-
ystu er staðan var 23—15.
Sá leikmaður, sem vakti mesta
athygli í þessum leik, var Daninn
Flemming. Hansen, sem skoraði
11 mörk í 17 skottilraunum sinum
I leiknum. Var hann vitanlega
markhæstur í liði sínu, en aðrir
sem skoruðu fyrir það voru:
Anders-Dahl Nielsen 7, Jesper
Petersen 2, Sören Andersen,
Heine Sörensen og Rene
Jungland 1.
I ungverska liðinu var hinn 33
ára Istvan Varga langmarkhæstur
en hann skoraði 12 mörk. Aðrir
sem skoruðu fyrir liðið voru
Laszio Lukas 6, Ferenc Molnar 4,
Laszlo Serkösi 3, Mihaly Suvoltos
2, Janus Kormos 1.