Morgunblaðið - 11.12.1976, Side 2

Morgunblaðið - 11.12.1976, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 — ÞAÐ er brýn nauðsyn að geðdeild verði byggð við Landspftal- ann og það sem allra fyrst, það má ekki dragast, sagði Guðrún Guðnadóttir aðstoðarforstöðukona á Kleppspítala í viðtali við Morgunblaðið í gær. Guðrún er gjörkunnug málum geðsjúkra sem hjúkrunarkona á Kleppsspítala og hún átti sæti í byggingar- nefnd fyrir geðdeiid við Landspítalann. — I fyrsta lagi fáum við fleiri sjúkrarúm með byggingu deild- arinnar, en ráðgert er að 60 rúm verði í fyrsta áfanga hennar. Þá aukast möguleikar á göngudeildarþjónustu, en á henni er brýn nauðsyn. í þriðja lagi þá yrði nýja geðdeildin í beinum tengslum við aðra heil- brigðisþjónustu og það er ekki minnsta atriðið í þessu sam- bandi, segir Guðrún. — Við hjúkrunarkonurnar lendum oft í þeim vanda að þurfa að ræða við fólk, sem koma til okkar og er skamm- degið verst í þessum efnum. Um þetta leyti árs verðum við því að vísa fleiri frá en ella og því miður skilur fólk ekki við hversu þröngan kost við búum. Við rekum okkur meira að segja á það hvað eftir annað að t.d. lögregla og slysavarðstofa, sem við verðum að hafa mikil samskipti við, telja það óliðlegt ef við segjum, því miður, við höfum ekkert rými. — Það leiðir af sjálfu sér að þeir sjúklingar, sem eru alvar- Guðrún Guðnadóttir „Við skulum athuga málið, er alltof algengt svar, en þó ekkert svar” — segir Guðrún Guðnadóttir aðstoðarforstöðukona á Kleppsspítala leitar til okkar um vandamál þess, og alltof oft er það svar okkar að við skulum athuga málið. Auðvitað er það ekkert svar f sjálfu sér, en vegna þrengsla getum við ekkert gert og því verður fólkið að fara frá okkur án þess að hafa fengið lausn sinna vandamála. — Það er breytilegt eftir árs- tíðum hversu margir sjúklingar lega sjúkir ganga fyrir, hinum er vísað frá. Þeir koma svo ef til vill til okkar siðar og þá er sjúkdómur þeirra oft á tíðum orðinn miklu alvarlegri en þeg- ar þeir komu fyrst til okkar. — Því miður eru fjölmargir sjúklingar á Kleppi með þrá- láta sjúkdóma, sem ekki er hægt að lækna. Þegar þeir komu hingað fyrir mörgum ár- um, var í mörgum tilfellum ekki hægt að veita þeim nauð- synlega þjónustu. Við höfum þessi dæmi fyrir augunum og vitum að því fyrr sem við fáum sjúklinginn til meðhöndlunar, þeim mun betra, en samt er aðstaða til geðhjúkrunar eins bágborin og raun ber vitni. Sjúklingurinn kemur á miklu Framhald á bls. 22 Norðmenn: Vilja kaupa ísl. gæruskinnskápur Kyrrt á Kötlusvæðinu í gærdag: Veginum lokað eftir 2 jarð- skjálftahrinur í fyrrakvöld ALLT var meó kyrrum kjörum á Kötlusvæðinu I gærdag en I fyrra- kvöld og aðfararnótt gærdagsins komu tvær snarpar jarðskjálfta- hrinur með nokkrum stórum skjálftum. Mældist hinn stærsti þeirra 4,2 stig á Richterskvarða. Þótt af þessum sökum ástæða til að loka þjóðveginum yfir Mýr- dalssand, Sóheimasand og Skóga- sand frá þvf um kl. 1 I fyrrinótt til kl. 7.30 (gærmorgun. Fyrri jarðskálftahrinan kom rétt um tfu leytið í fyrrakvöld og mældust tveir stórir kippir um kl. Tveir úr viðræðu- nefndinni;__________ Ekkert til- efni til yfir- lýsingar Gundelachs ÞINGMENNIRNIR Guðmúnd- ur H. Garðarsson og Þórarinn Þórarinsson, sem báðir áttu sæti f viðræðunefnd Islend- inga við EBE á fundi aðilanna í Reykjavfk i sfðasta mánuði, sögðu í gær í umræðum utan dagskrár á Alþingi, vegna um- mæla, sem Gundelach, samn- ingamaður EBE, hafði látið falla um að hann teldi miklar líkur á að samkomulag næðist við Islendanga fyrir áramót um fiskveiðimál, að ekkert hefði komið fram á viðræðufundun- um, sem gefið hefði tilefni til þessarar yfirlýsingar Gunde-> Iachs. Þórarinn Þórarinsson sagði í umræðunum að hann teldi engar líkur á að samkomulag næðist milli EBE og tslend- inga um fiskveiðimál í þessum eða-næsta mánuði. Niðurstaða sfðasta fundar aðila hefði verið að fyrst urðu þeir að koma sér saman um stefnu f fisk- verndunarmálum en sú stefna væri enn ekki fyrir hendi. Framhald á bls. 22 21.59 — 4,1 stig og 4 stig á Richter hvor á eftir öðrum en sfðan fylgdu nokkrir smærri kippir í kjölfarið. Upptök þessara skjálfta voru rétt sunnan við miðjan Mýr- dalsjökul. Sfðari hrinan upphófst kl. 00.38 f fyrrinótt en þá kom kippur kl. 00.43 sem mældist 4 stig og skömmu síðar annar sem mældist 4,2 stig á Richter. Siðan dró smám saman úr þessari hrinu þegar að eftir kl. 3 mældist lítið sem ekkert af skjálftanum. Upptök þessarar Framhald á bls. 22 NORSKIR fatakaupmenn hafa gert pöntun á 1500 kápum fyrir næsta haust úr íslenzku gæru- skinni frá Steinari Júlfussyni feldskera í Reykjavík. Er hér um lágmarksfjölda að ræða hjá Norð- mönnunum, því þeir vilja fá mun meira magn af kápum og jökkum. Er þetta fyrsta stóra pöntunin sem Steinar fær eftir viðamikla sýningu á framleiðslu sinni á nor- rænu fatavikunni í Bella center í Danmörku s.l. vor, en Steinar hef- ur afgreitt ýmsar smærri pantan- ir sem hafa fengið mjög góðar viðtökur, sagði hann i samtali við Morgunblaðið í gær. Alls sagðist hann hafa afgreitt prufupantanir fyrir u.þ.b. 10—12 millj. kr. og þeir sem hafa fengið slikar pant- anir hafa allir pantað meira af íslenzku framleiðslunni. Steinar kvaðst hafa iagt miWa áherzlu á það á þessu ári að kynna vöru sína, skinnkápur og jakka og nú væri árangurinn að koma í ljós í Noregi, en þar leggja fatakaup- menn áherzlu á vandaða og góða vöru. Þá sagði Steinar að talsverð- ur áhugi væri fyrir -íslenzkum skinnkápunum viðar í Vestur- Evrópu og einnig í Bandarikjun- um. Hráefnið i framleiðslu sína fær Steinar frá Skinnaverksmiðjunni Iðunni á Akureyri og kvað hann samstarfið við hana hafa gengið mjög vel. Á þessu ári hefur verk- stæði Steinars saumað um 2400 Baldursmenn selja jólaper- urnar í dag LIONSKLOBBURINN Baldur verður með sína árlegu jólaperu- sölu I dag, laugardag 11. desem- ber. Félagar I Baldri verða á ferli um bæinn og munu fyrst og fremst halda sig i miðbænum og á Laugaveginum. Ágóðinn af jóla- perusölunni mun renna til mál- efna aldraðra, en Baldursmenn hafa einbeitt sér að því á þessu ári, og fyrr á árinu afhentu þeir Dvalarheimili aldraða sjómanna 1200 þús krónur í því skyni. skinnkápur og jakka, en verk- stæðið hefur notað alls um 12 þús. gæruskinn. 10 fastir starfsmenn eru á Feldskurðarverkstæði Steinars, en varðandi norsku pöntunina kvaðst hann hafa bæði mannskap og vélar til framleiðsl- unnar, en hins vegar væri hann ennþá i vandræðum vegna of lítils húsnæðis fyrir starfsemina. Útflutningsverðmæti á 1500 gæruskinnkápum til Noregs kvað Steinar vera um 70 — 80 millj. Isl. kr. Kristall og kleinujárn á uppboði Klausturhóla KLAUSTURHÓLAR, Listmuna- uppboð Guðmundar Axelssonar, efna til listmunauppboðs I Tjarnarbúð 12. þ. mán. og hefst uppboðið klukkan 15.00. Listmun- irnir verða til sýnis I verzlun Klausturhóla laugardaginn 11. frá 14—18. Margra grasa kennir á þessu uppboði: Þar verða seldar vínkart öflur, japanskar skálar, allar teg- undir vínglasa úr kristal og öðr- um dýrum efnum, indverskar sveðjur og rýtingar, postulfns- styttur, vindlaskerar, ensk köku- föt, gamlir oliulampar, kökudisk- ar úr kristal og matar- og kaffi- stell. Nokkuð er um muni úr postullni, þ.á.m. handmálað þýskt postulín, enskt og danskt og postulínsstyttur frá Bing og Gröndal. Koparmunir eru nokkr- ir, kleinujárn úr kopar og segulás, gamall teketill og tinmunir ýmsir. Ymsir gamlir islenzkir leirmun- ir verða seldir, m.a. eftir Guð- mund frá Miðdal. Þá verða seld gömul íslenzk reipshögld úr tré og hrútshornum, sum frá þvf fyrir aldamót. Auk þessa verður seldur gullhringur ipeð bláum safír- steini, nokkur stór skrautker og bolluskál, og gömul ensk fiðla. Margt fleira muna verður selt á uppboði þessu. Aðalfundur Stúdentafélags Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Stúdentafélags Hafnarfjarðar verður haldinn á morgun, sunnudag kl. 14.00, í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Stú- dentafélag Hafnarfjarðar var stofnað á sl. ári. Eiga sumir rithöfund- ar að fá starfslaun aðrir „medalíu”? 1 VIÐTALI við Morgunblaðið á miðvikudaginn hvetur Indriði G. Þorsteinsson rithöfunda til að sniðganga spurningu I umsókn um starfslaun þar sem farið er fram á að tíundaðar séu tekjur þeirra. Segir I Morgunblaðinu að starfslaunin séu ekki hugsuð sem fátækrastyrkur, heldur fjármunir til að auðvelda rithöfundum ritstörf sín og bæta þeim upp oft á tíðum léleg ritlaun fyrir verk sln og ennþá minni þóknun fyrir not verka þeirra I bókasöfnum. Indriði átti sæti í nefnd þeirri, sem samdi drög að fyrr- nefndri reglugerð og var megn andstaða gegn þessari persónu- legu spurningu í nefndinni. Var málið látið niður falla úr reglugerðinni, en gengur nú aftur á umsóknareyðublöðum, sem sjóðsstjórn eða mennta- málaráðuneytið hafa sent frá sér. I viðtali við Morgunblaðið í gær sagði Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður og formaður úthlutunarnefn'iarinnar að ráðuneytið hefði óskað eftir að greint yrði frá skattskyldum tekjum á umsóknareyðublað- inu. Knútur Hallsson deildar- stjóri í menntamálaráðuneyt- inu sagði hins vegar að ráðu- neytið væri í raun aðeins af- greiðslustofnQn fyrir sjóðs- stjórnina í þessu tilfelli. Það væri I valdi sjóðsstjórna hvaða upplýsingar hún vildi fá, en það væri ekki reglugerðarbrot þó farið væri fram á að tekna yrði getið. í fyrrnefndu viðtali sagði Indriði að í reglugerðinni væri ekkert sem heimilaði að leitað væri upplýsinga um tekjur um- sækjenda. Segir Indriði þessa spurningu ekki vera í samræmi við niðurstöður reglugerðar- nefndarinnar, né anda eða inn- tak reglugerðarinnar, því hvetti hann rithöfunda til að sniðganga þessa spurningu. Bjarni Vilhjálmsson sagðist aldrei hafa heyrt um að ágrein- ingur hefði verið um þetta atriði í reglugerðarnefndinni, en taldi nauðsynlegt að þessar upplýsingar væru gefnar, því auk ýmissa annarra atriða væri þægilegt að vita hve miklar tekjur viðkomandi umsækjandi hefði haft. — Það verður að taka tillit til margra atriða varðandi úthlutun starfslauna og peningar vega þar ekki minnst, sagði Bjarni. — Ef tekj- ur skipta engu máli, þá skipta peningar kannski ekki máli heldur og því e.t.v. réttast að gefa „medalíu" I stað þess að greiða rithöfundum starfslaun, sagði Bjarni Vilhjálmsson. Að- spurður um það hvort sjóðs- stjórnin myndi fella þessa spurningu niður vegna and- stöðu rithöfunda, sagði Bjarni að sjóðsstjórnin hefði ekki tekið ákvörðun um það. 1 Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.