Morgunblaðið - 11.12.1976, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
3
Þjóðhátíðarsjóður stofnaður af hagnaði myntsláttu:
Sjóðuriim stuðli að varðveizlu
og vemd lands og menningar
BANKARÁÐ Seðlabanka tslands hefur að tillögu bankastjórnar-
innar ákveðið að stofna sérstakan sjóð af ágóða af útgáfu þjóð-
hátíðarmyntar. Nefnist hann Þjóðhátíðarsjóður og er stofnfé
hans 300 milljónir króna. Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til
stofnana og annarra aðila, sem hafa það verkefni að vinna að
varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem
núverandi kynslóð hefur tekið f arf. Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri afhenti Geir Hallgrfmssyni forsætisráðherra f gær tillögur
að stofnskrá sjóðsins. Forsætisráðherra þakkaði Seðlabankanum
og kvað vel við eigandi, að þessu framlagi yrði varið til varðveizlu
og verndar þeirra menningarverðmæta, sem kynslóð okkar hefði
fengið í arf frá forfeðrunum.
Viðstaddir athöfnina í Seðla-
bankanum, sem fram fór í gær,
voru forseti Islands, herra
Kristján Eldjárn og flestir ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar,
æðstu embættismenn Alþingis
og annarra stofnana, auk
þjóðhátíðarnefdar 1974 og
Þrastar Magnússonar, sem
teiknaði myntina. Jóhannes
Nordal, sem hafði orð fyrir yfir-
stjórn Seðlabankans, skýrði frá
þvf að hreinn hagnaður af sölu
þjóðhátíðarmyntarinnar hefði
verið 337 milljónir króna miðað
við uppgjörsdag, 31. desember
1975. Með tilliti til þess að ein-
hver frekari kostnaður getur
orðið vegna innlausnar á mynt
og fleiru, og bankinn hefur fall-
izt á að taka þátt í ýmsum óupp-
gerðum kostnaði vegna
þjóðhátíðarinnar eftir nánara
samkomulagi við ríkisstjórnina,
var stofnfjárhæð sjóðsins
ákveðin 300 milljónir króna.
Sjóðurinn verður í vörzlu
Seðlabanka íslands og til frek-
ari ráðstöfunar samkvæmt
nánari ákvörðun ríkisstjórnar-
innar.
Seðlabankinn mun leitast við
að ávaxta sjóðinn með sem hag-
kvæmustum kjörum og heimilt
er að ráðstafa öllum árlegum
tekjum sjóðsins til styrkveit-
inga í samræmi við hlutverk
hans eins og það verður ákvarð-
að i stofnskrá. Einnig skal
heimilt ef stjórn sjóðsins telur
það æskilegt, að ganga á höfuð-
stól sjóðsins, en þó aldrei meira
en nemur einum tíunda árlega
af upphaflegu stofnfé.
Jóhannes Nordal kvað seðla-
bankastjórnina óska eftir þvi
við rikisstjórnina, að hún setti
sjóðnum stofnskrá, þar sem
kveðið verði á um hlutverk
hans og stjórn. Seðlabanka-
stjórnin gerir þó ákveðnar til-
lögur, þær er forsætisráðherra
voru afhentar, þar sem m.a. er
sagt að i stofnskrá eigi að kveða
á um að ákveðinn hluti af ár-
legu ráðstöfunarfé sjóðsins
gangi til Friðlýsingarsjóðs til
náttúruverndar á vegum
Náttúruverndarráðs, en annar
fastur hluti til varðveizlu forn-
minja, gamalla bygginga og
annarra menningarverðmæta á
vegum Þjóðminjasafns. Að
öðru leyti ráðstafi stjórn sjóðs-
ins fjármunum hans til styrk-
veitinga i samræma við megin-
tilgang sjóðsins og komi þar
einnig til greina viðbótar-
styrkir til áðurnefndra þarfá.
Lagt er til að stjórn sjóðsins
skipi þrir menn. Einn verði til-
nefndur af ríkisstjórn tslands.
einn af Háskóla Islands, en
hinn þriðji af Seðlabankanum.
Forsætisráðherra skipi for-
mann sjóðsstjórnar. Hlutverk
sjóðsstjórnar á að verða sam-
kvæmt tillögum Seðlabankans
að ákveða hversu miklu fé skuli
verja til styrkveitinga á ára
hverju innan þeirra marka,
sem áður greinir. Einnig
ráðstafi hún fé sjóðsins til
styrkveitinga, en ákvarðanir
sjóðsstjórnarinnar um það efni
taki þó ekki gildi nema að feng-
inni staðfestingu menntamála-
ráðherra. Þá segir í tillögum
Seðlabankans að leitazt verði
við að tryggja, að styrkir úr
Þjóðhátíðarsjóði verði viðbótar-
framlög til þeirra verkefna,
sem styrkt eru, en verði ekki til
þess að lækka önnur opinber
framlög til þeirra eða draga úr
stuðningi annarra við þau.
Jóhannes Nordal sagði f ræðu
sinni að vissulega hefði verið
unnt að verja fjármununum til
margra hluta, en hér væri þó
ekki um svo mikið fé að ræða,
að það gæti komið að gagni,
nema notkun þess sé tak-
mörkuð við tiltölulega þröngt
svið. Þar sem þessar tekjur
hefðu orðið til f beinu tilefni
þjóðhátiðar til minningar um
1100 ára búsetu forfeðra okkar
í landinu, hátíðar, sem fyrst og
fremst var til þess að minna
núlifandi kynslóð á þann arf,
sem hún hefði hlotið, kvað
hann ekki úr vegi að nota þær
til þess að hvetja til ræktarsemi
við þann menningararf, sem
væri undirstaða sjálfstæðis
Islendinga f dag. Það hafi ein-
mitt verið slík ræktarsemi, sem
Alþingi sýndi með samþykkt
Framhald á bls. 28
Geir HALLGRlMSSON forsætisráðherra tekur við tillögum
Seðlabanka tslands að stofnskrá Þjóðhátfðarsjóðs úr hendi
Jóhannesar Nordal seðlahankast jóra í Seðlabanka íslands í gær.