Morgunblaðið - 11.12.1976, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.12.1976, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 viö Lækjartorg Simi 11595 Aðalstræti 4 Simi 15005 < SÖGUSAFN HEIMILANNA Fyrir 10 árum, 12. desember 1966, var stofnuó sérstök Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, sem grein af deildinni í Reykjavík með eigin stjórn og reglur. Hefur kvennadeildin síðan starfað mikið og hávaðalaust, og sjúkravinirnir, eins og konurnar eru kallaðar, unnið drjúgt sjálfboðaliðsstarf, sem fer vaxandi. Nú nýlega opnuðu þær t.d. nýja búð í Landspítalanum. Þær hafa endurskipulagt heimsóknaþjónustu sína til sjúkra og aldraðra. Og á þessu hausti eru þær að leggja á þriðju milljón til þarfra verkefna fyrir sjúka. Mbl. leitaði frétta af starfsemi Kvennadeildarinnar í tilefni af afmælinu hjá formanni henn- ar, Katrínu ölafsdóttur Hjaltested. Um tilganginn meó stofnun þessarar sérdeildar sagði hún, að komið hefði fram i rseðu Ragnheiðar Guðmundsdóttur, núverandi formanns Reykjavíkurdeildarinnar, sem hafði þá veg og vanda af stofn- un kvennadeildar, að konurnar skyldu taka að sér að reka sölu- búðir í spitölunum og annast heimsóknir til aldraðra og einstæðra. En síðan hefðu fleiri verkefni bætzt við. — Nú störf- um við í bókasöfnum sjúkling- anna í sjúkrahúsunum í Reykjavík, i þremur búðum: í Landspítala, á Landakoti og Grensásdeild Borgarspítalans, sagði Katrín. — Einnig í sjúkra- hóteli Rauða krossins, eftir að það var stofnað, og þá bæði við útián á bókum og við að sinna fólkinu sem þar dvelst. Einnig í hjálpartækjabanka Rauða krossins. Og hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar við þá þjónustu fyrir aldraða, sem borgin rekur. Einnig höfum við heinsóknaþjónustuna og dálitla akstursþjónustu fyrir blinda. — Og allt í sjálfboðavinnu? — Já, allt i sjálfboðavinnu. Starfandi sjúkravinir eru rúm- lega 200 talsins. Miðað við að þeir leggi fram a.m.k. 50 stundir á ári hver, en flestar gefa miklu meira. T.d. mæðir mikið á þeim, sem hafa umsjón með sölubúðunum á sjúkra- húsunum. Varla líður sá dagur að þær þurfi ekki að mæta þar, svo eitthvað sé nefnt. En þessar búðir í anddyrum spítalanna hafa reynst mjög vinsælar og gagnlegar, bæði fyrir sjúkling og starfsfólk, og einnig gesti sem koma i heimsóknartímum. — Jú, það er rétt, við erum nýbúnar að endurskipuleggja heimsóknaþjónustuna, sagði Katrin. Hver kona hefur ákveð- inn skjólstæðing, sem hún . rHORVALDSENSFÉLAGSINS \Q Jólamerki Thor- valdsensfélagsins EINN óbrigðulasti fyrirboði jólanna er jafnan útgáfa jóla- merkja Thorvaldsensfélagsins. — Þau eru gjarnan sett á bréf og jólakort, sem menn senda vinum sfnum fyrir jólin og má með sanni segja, að þau gefi bréfinu jóla- legri svip en venjuleg bréf og kort hafa. Margir safna þessum merkjum, ekki síður en frimerkjum, enda eru sum hver þeirra komin i allhátt verð meðal safnara. — Thorvaldsensfélagið sem nú er orðið rúmlega 100 ára gamalt, hóf útgáfu jólamerkjanna árið 1913. — Geta má þess, að þetta fyrsta merki er fáanlegt ennþá hjá félaginu og er verð þess nú kr. eitt þúsund, en árið 1913 kostaði það aðeins 2 aura. — Þá má einnig geta þess að þessi merki fást ekki aðeins fyrir jólin, heldur allan ársins hring f verzlun félagsins Thorvaldsens- basarnum í Reykjavfk. — Fyrst framan af voru merkin prentuð í Danmörku, en sfðan hér heima um skeið, en á árunum 1951 — 1960 voru þau prentuð í Englandi og nú síðast, eða síðan 1960 hafa þau verið prentuð hér heima t.d. hjá „Litmyndum" í Hafnarfirði. — Ágóðinn af sölu jólamerkjanna hefur runnið f barnauppeldissjóð félagsins, en sá sjóður hefur m.a. staðið straum af byggingu myndarlegrar vöggustofu við Dyngjuveg f Reykjavík. Var hún afhent Reykjavfkurborg 19. júní 1963. Þetta jólamerki, sem nú er nýlega útkomið mun vera hið 62. í röðinni, ætti að réttu lagi að vera hið 63. en vegna heamsstyrjaldar- innar fyrri kom það ekki út eitt Ekta skinnfrakki Gædavara á adeins 33.950.- Kvennadeild R.K. í Rvík 10 ára: SOGUSAFN HEIMILANNA I bókaflokknum SIGILDAR SKEMMTISOGUR eru komnar þessar skáldsögur: Ættareinkennið eftir Grant Allen. Sérkennileg og spennandi saga, sem oft hefur verið spurt um og óskað eftir að yrði gefin út aftur. A vængjum morgunroðans eftir Louis Tracy, viðburðarík og spennandi saga, sem notið hefur mikilla vinsælda. Rödd hjartans eftir Charles Garvice, ein afþessum gömlu vinsælu ástarsögum. ITTAREINKENNIÐ|r CHMtLtt. i.ARvr,r RÖDD H3ARTANS SÖOUSAFN HCIMILANNA SÖGUSAFN HEIMILANNA Þá hefur SÖGUSAFNIÐ gefíð út tvær skáldsögur í bókaflokknum GRÆNU SKÁLDSÖGURNAR, en sá flokkur hófst með hinum frægu skáldsögum A hverfanda hveli eftir Margaret Mitchell og Jane Eyre eftir Charlotte Bronte. í ár koma út: Þetta allt og himinninn líka eftir Rachel Field. Óviðjafnanleg saga byggð á sannsögulegu efni. Heitar ástir eftir Joy Packer. Þessi saga hefur orðið geysivinsæl erlendis og er ósvikin ástarsaga eins og nafnið bendir til. iAUNDOTTIRIN Heitor ó/tir Joy Pockor MDRTEN KDRCH SÖGUSATN Ht :Vt[yVVAA Fáir rithöfundar hafa orðið vinsælli í heimalandi sínu en danski rithöfundurinn Morten Korch. Fyrir jólin í fyrra gaf Sögusafnið út fyrstu skáldsöguna eftir hann á íslensku og heitir hún Tvíburabræðurnir. Henni var mjög vel tekið og er upplag hennar á þrotum. Nú er komin út ný skáldsaga eftir sama höfund, Laundóttirin, en það er bæði hugþekk og spennandi saga, auk þess sem hún er saga mikilla átaka og rómantískrar ástar. BÓK FRÁ SÖGUSAFNIHEIMILANNA ER VINSÆL OG GÓÐ JÓLAGJÖF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.