Morgunblaðið - 11.12.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
19
Val ’76 — sýning á vegum
myndlistargagnrýnenda
Atli Heimir Sveinsson tekur við minnispeningunum frá Thor Vil-
hjálmssyni. Olafur Jóhann Sigurðsson gat ekki verið viðstaddur af-
hendinguna.
Samfagna verðlaunahöf-
um Norðurlandaráðs 1975
„BANDALAG íslenzkra
listamanna lét gera þessa
minnispeninga til að sam-
fagna þeim Ólafi Jóhanni
og Atla Heimi og til að
sýna, hversu mikill fengur
það er fyrir íslenzka menn-
ingu, að þeim skuli hafa
hlotnazt þessi heiður.“ Svo
fórust formanni BÍL, Thor
Vilhjálmssyni, orð á blaða-
mannafundi, sem haldinn
var vegna afhendingar
minnispeninganna að Kjar-
valsstöðum í dag. Ólafur
Jóhann Sigurðsson og Atli
Heimir Sveinsson hlutu
bókmennta- og tónlistar-
verðlaun Norðurlandaráðs
1975 og er þetta í fyrsta
skipti sem Islendingur
hlýtur listverðlaun ráðsins.
Verðlaunaljóð Ölafs Jóhanns
hafa nýlega verið endurútgefin i
einu bindi af Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs og þá kom fram á
blaðamannafundinum, að flautu-
konsertinn, sem Atli Heimir hlaut
sin verðlaun fyrir, er nú væntan-
legur á hljómplötu.
Minnispeningarnir, sem BÍL lét
gera þeim til heiðurs eru úr gulli,
silfri og bronsi og voru slegnir 40
gullpeningar, 330 silfur- og 400
bronspeningar. Á annarri hlið
þeirra eru táknmyndir fyrir tón-
list og bókmenntir. Á hinni hlið-
inni eru nöfn listamannanna I eig-
an hönd. Snorri Sveinn Friðriks-
son listmálari hannaði myntina,
sem er til sölu. Allur ágóði af
sölunni rennur til styrktar starf-
semi Bandalags islenzkra lista-
manna — eða eins og formaður
bandalagsins orðaði það „til þjóð-
arinnar allrar". En efst á stefnu-
skrá bandalagsins er húsnæði og
/ TÓNUST
BÓKMENNTIR
&
AUGLÝSINGASÍMINN F.R:
22480
listdreifingarmiðstöð og verður sá
f járhagslegi ávinningur, sem fæst
með sölu myntarinnar, nýttur til
að ná þeim takmörkum.
í DAG verður opnuð sýning á Kjar-
valsstöðum á vegum gagnrýnenda. Á
sýningunni sem er hin fyrsta sinnar
tegundar á íslandi eru listaverk eftir
þá islenzka listamenn. er þykja
mesta athygli hafa vakið ’ þessu ári.
Eru það allt listamenn, sem haldið
hafa einkasýningar eða tekið þátt i
samsýningum á árinu.
Að sögn Valtýs Péturssonar, eins
gagnrýnendanna. var öllum þeim lista-
mönnum boðin þátttaka, en siðan
skáru atkvæði þeirra fimm gagn-
rýnenda, sem að sýningunni standa. úr
um. hverjir endanlega tækju þátt i
henni Þurftu listamennirnir að fá
fjögur atkvæði af fimm. Listaverkin
voru siðan valin I samráði við lista-
mennina af hálfu gagnrýnenda.
Eftirtaldir gagnrýnendur standa að
þessari sýningu: Frá Morgunblaðinu,
Valtýr Pétursson og Bragi Ásgeirsson,
Aðalsteinn Ingólfsson frá Dagblaðinu.
Jónas Guðmundsson frá Timanum og
og Ólafur Kvaran frá Þjóðviljanum.
Listaráð Kjarvalsstaða lánaði sýningar-
salinn og mun allur afgangur af því fé
er inn kemur á sýningunni, ganga upp
í húsaleigu
Valtýr Pétursson sagði i samtali við
Morgunblaðið i gær — að þessi
sýning væri svipuð og tiðkast hefði
víða erlendis. t.d. i P.rís, en þar er
árlega haldin gagnrýnendasýning af
þessu tagi — Prix de la critique.
Sagðist hann vona að héðan í frá, yrði
þetta árviss viðburður i islenzku
menninga rlifi.
Á sýningunni eru oliumálverk, vatns-
lita- og pastelmyndir, grafik, skúlptúr
og svokallaðar klippimyndir Sýningin
er opin á venjulegum sýningartíma
Kjarvalsstaða og stendur til 21
desember
Ljósm. FriSþjófur.
Valtýr Pétursson, einn gagnrýnendanna fimm, á KjarvalsstöSum f gær.
bakaóá
hseöum
Juno eldavél meö hverfiloftsofni gerir þér kleift
aó baka á 4 hœóum - sem sagt - þú getur bakaó á
4 plötum í einu - athyglisvert, ekki satt?
Aó sjálfsögðu er Juno meö grilli og klukkurofa
-já klukkurofa, sem ekki baraertengdurofni-hann
er líkatengdur 2 hellum - þetta erdagsatt, hann er
tengdur tveim hellum - þaó œtti aö geta komió
sér vel.
JunO hverfiloftsofninn er sjálfhreynsandi-hvað
annaó?
þessa frábæru vél ætlum viö aó sýna þér í notkun - á
milii klukkan 2 og 5 í dag.
Já,vió œtlum aó baka fyrir þig á milli klukkan 2 og 5- þar fyrir utan,sýnum vió þér rafmagns-heimilis-
tœki frá KRUPS - maóur sleppir ekki svona tœkifœri-er þaó?-auóvitaóekki-þá sjáumst vió í
sýningarsalnum aó Skúlagötu 30 í dag
PS.
þaó ferekki ámilli mála aó
okkar lausnerbetri lausn
PJ
J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.F
Skúlagötu30 -Sími 11280
JUNOog KRUPS
Einkaumboö á íslandi
JÓN JÓHANNESSON & Co