Morgunblaðið - 11.12.1976, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldur Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100
Aðalstræti 6, sími 22480
Alþýðubandalagið
vildi afnema kaup-
hækkun með lögum
Eins of fram hefur
komið í Morgunblað-
inu að undanförnu gerðu
kommúnistar tilraun til
þess á nýafstöðnu ASÍ-
þingi að stimpla bæði sjálf-
stæðismenn og fram-
sóknarmenn i verkalýðs-
hreyfingunni annars
flokks aðila að verkalýðs-
samtökunnum með því að
halda því fram, að þeir
stjórnmálaflokkar, sem
þessar aðilar styðja, séu
fjandsamlegir verkalýðs-
hreyfingunni og bess
vegna geti forystumenn
verkalýðsfélagaga, sem
styðja þessa stjórnmála-
flokka ekki unnið af fullum
heilindum í þágu umbjóð-
enda sinna. Af þessu tilefni
er fróðlegt að rifja upp
verk Alþýðubandalags-
manna í vinstri stjórninni
gagnvert verkalýsðsamtök-
unum og launþegum.
I viðtali, sem Morgun-
blaðið birti í gær við
Magnús L. Sveinsson, vara-
formann og framkvæmda-
stjóra Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur, gerir
hann að umtalsefni efna-
hgasaðgerðir, sem ráð-
herrar Alþýðubandalags-
ins voru búnir að sam-
þykkja vorið 1974, þegar
vinstri stjórnin var að
falla. Magnús L. Sveinsson
rifjaði upp, að þetta vor
höfðu ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins, þeir Magnús
Kjartansson og Lúðvík
Jósepsson, svo og að sjálf-
sögðu þingflokkur Alþýðu-
bandalagsins, lýst sig
reiðubúna til þess að
standa að aðgerðum í efna-
hagsmálum, sem voru í þvi
fólgnar, að afnema kaup-
hækkanir, sem samið hafði
verið um í kjarasamning-
um í febrúar 1974, sem
væru umfram 20% hækk-
un grunnlauna. Þá voru
þessir sömu aðilar reiðu-
búnir til þess að taka kaup-
gjaldsvísitöluna úr sam-
bandi og skerða samnings-
rétt launþegasamtakanna.
Björn Jónsson, forseti
ASÍ, sem á þessum tíma
átti sæti í vinstri stjórninni
gat ekki fellt sig við þetta
frumvarp og leiddi það til
þess að hann sagði af sér
ráðherraembætti. Ráðherr-
ar Alþýðubandalagsins
sátu hins vagar sem fastast
og nokkrum vikum seinna
stóðu þeir að útgáfu bráða-
birgðalaga, sem m.a. fólu í
sér afnám vísitölubind-
ingar launa. Hún hefur
ekki verið tekin upp siðan í
því formi, sem þá var.
Engin ríkisstjórn, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur staðið að , hefur gert sig
líklega til að afnema með
lögum kauphækkanir, sem
verkalýsðfélögin voru búin
að semja um, enda er vart
hægt að ímynda sér frek-
legri skerðingu á
samningsrétti verkalýðs-
samtakanna en einmitt
þann að afnema umsamda
launahækkun. Enda var
það svo, að forseti ASl gat
með engu móti hugsað sér
að samþykkja slíkar að-
gerðir. En mennirnir, sem
nú hreykja sér og berja sér
á brjóst og telja sig vara
sérstaka málsvara verka-
lýðssamtakanna voru til-
búnir til þess að samþykkja
hvað, sem var, til þess að
halda völdum, til þess að
missa ekki ráðherrastól-
ana.
Skammt er um liðið síðan
þessir atburðir gerðust, en
samt sem áður er það þarft
verk að þeir hafa verið
rifjaðir upp nú.
Þeir sýna þá hræsni og
yfirdrepsskap, sem ein-
kennir alla afstöðu Alþýðu-
bandalagsmanna til laun-
þega og hagsmuna þeirra.
Enda er það svo að fáir
menn eru erfirðari viður-
eignar, þegar til þess kem-
ur að gera sérstakar- ráð-
stafanir til að bæta kjör
láglaunafólks en einmitt
forystumenn kommúnista í
verkalýsðhreyfingunni.
Frægt er dæmið um það
frá febrúarsamningunum
1974. Þegar upp var staðið
og menn fóru að gera sér
grein fyrir samningunum
ogefni þeirra kom í ljós, að
halaunamenn innan verka-
lýsðsamtakanna höfðu náð
miklu meiri kauphækkun
en láglaunafólkið en flest
þau félög innan ASÍ, sam
hafa hálaunamenn innar
sinna vébanda, eru einmitt
undir forystu kommúnista.
Þeir menn, sem eiga sér
slíkan feril í málefnum
launþega, ættu sannarlega
ekki að hreykja sér og saka
aðra um fjandskap við
launþegasamtökin. Enda
er það svo, þegar farið er
að skoða málin ofan í kjöl-
inn, að þær ríkisstjórnir,
sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verað í forsvari fyrir
hafa öðrum ríkisstjórnum
fremur lagt áherzlu á að
bæta kjör láglaunafólks, en
það hefur því miður alltof
oft strandað á andstöðu
hálaunamanna innan
verkalýðssamtakanna.
Vinur Eichmanns
tekinn í Argentínu
Buenos Aires, 10. desember. AP.
SEXTUGUR Þjóðverji, Enirique
Jacabo Miirk, sem er sagður fyrr-
verandi samstarfsmaður Adolfs
Eichmanns, hefur verið handtek-
inn fyrir morð á fimm ára
gömlum dreng og fékk taugaáfall
þegar hann var fluttur frá
lögreglustöð I nálægt dómshús I
Buenos Aires i dag.
Lögreglan segir að hann sé fyrr-
verandi flugmaður fæddur í
Bæjaralandi 1915 og hafi komið
til Argentínu 1956 ásamt Eich-
mann sem stjórnaði útrýmingu
milljóna Gyðinga og Israelsmenn
rændu 1960 og dæmdu til dauða
fyrir stríðsglæpi.
„Miirk var greinilega hægri
hönd Eichmanns," er haft eftir
heimildarmanni í lögreglunni.
Stofnun sem rannsakar glæpi
nasista í Ludwigsburg í Vestur-
Þýzkalandi hefur hins vegar enga
skrá um Enrique Jacobo Miirk og
kannast ekki við mann með
svipuðu nafni. Talsmaður stofn-
unarinnar kvaðst gerða ráð fyrir
að Miirsk hefði kynnzt Eichmann
eftir stríð eða að hann hefði fals-.
að nafn sitt.
Miirk bjó i Tigre, um 45 km
norður af Buenos Aires, og var
handtekinn á miðvikudag. 1
morgun var hann fluttur frá lög-
reglustöðinni þar undir strangri
vernd til byggingar glæpadóm-
stólsins í San Insidre, annarri út-
borg Buenos Aires.
Lögreglan sagði að hnifur með
hakakrossi hefði fundizt á Miirk
þegar hann var handtekinn.
Lögreglulæknir staðfesti að hann
hefði gengizt undir tvo uppskurði
vegna sára sem hann fékk á höfða
þegar flugvél hans hrapaði í
Atlantshaf i stríðinu.
Drengurinn sem Miirk er
ákærður fyrir að hafa myrt sást í
fylgd með miðaldra manni í
síðustu viku og lík hans fannst í
skógi norðan við höfuðborgina.
Kanada:
Sovézkum dipló-
mati vísað brott
Ottawa, 10. des. Reuter.
Aðstoðarflugmálafulltrúi við
Sovézka sendiráðið i Ottawa hef-
ur fengið fyrirmæli um að hverfa
frá Kanada að þvf er skýrt var frá
af opinberum aðilum 1 Ottawa f
dag. Maðurinn sem heitir Vladi-
mir Vassiliev major hefur verið
lýstur „persona non grata" f
Kanada og sagt að iðja hans sam-
ræmist ekki diplómatfskri stöðu
hans. Er búizt við að fiugmála-
fulltrúinn haldi frá Kanada nú
um helgina að þvf er tekið var
fram í tilkynningunni.
Fyrir röskum tfu árum var
tveimur sovézkum sendiráðs-
starfsmönnum vísað frá Kanada
fyrir njósnir. Sagði kanadíska
stjórnin þá að mennirnir tveir
hefðu boðið háar fjárhæðir fyrir
ákveðnar upplýsingar.
A sl. ári var kínverskum skip-
lómat vísað frá Kanada sakir
öryggisráðstafana eins eins og þá
var að orði komist.
Dubceksínnum
sleppt úr haldi
Prag, 10. desember. Reuter.
FJÓRIR fyrrverandi stuðnings-
menn Alexanders Dubceks f
Tékkóslóvakfu voru látnir lausir
til reynslu f dag þótt þeir hafi
ekki afplánað að fullu dóma fyrir
starfsemi f jandsamlega rfkinu.
Þeir eru: Dr. Milan Hiibl, fyrr-
verandi skólastjóri fiokksskóla
kommúnistaflokksins og fyrrver-
andi miðstjórnarfulltrúi, Jiri
Muller fyrrverandi stúdentaleið-
togi, Jaroslav Sabata fyrrverandi
hugsjónafræðingur og Antonin
Rusek fyrrverandi flokksstarfs-
maður f Brno.
Dr. HUbl var dæmdur f sex og
hálfs árs fangelsi 1972 fyrir
undirróður og dreifingu rita
fjandsamlegra ríkinu. Muller var
dæmdur f fimm og hálfs árs fang-
elsi.
Dr. Hubl er kominn heim til sfn
en vill ekkatala við blaðamenn að
svo stöddu. Hann hefur ekki verið
náðaður en fær að ganga laus ef
hann brýtur ekkert af sér. Félag-
ar hans eru látnir lausir með svip-
uðu skilyrði.
Þar með hafa allir fyrrverandi
stuðningsmenn Dubceks á „þíðu-
tímanum“ 1968—69 sem voru
handteknir um svipað leyti og
HUbl verið látnir lausir.
I réttarhöldunum 1972 var pró-
fessor Sabata dæmdur í sex og
Kínverjar í
Rúmeníuferð
Vfnarborg, 9. des. Reuter
KÍNVERSK sendinefnd undir
forystu Chi Peng-fei, sem er
fulltrúi í miðstjórn kínverska
kommúnistaflokksins kom til
Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu,
í gærkvöldi. Chi Peng-fei er fyrr-
verandi utanríkisráðherra.
Rúmenía er eina ríkið í Austur-
F.vrópu sem hefur bæði tengsl við
Sovétríkin og Kfna.
hálfs árs fangelsi fyrir sömu sakir
og dr. HUbl. Rusek var dæmdur f
fimm ára fangelsi fyrir sömu sak-
ir.
JohnKennedy
Fjárveiting
til nýrrar
rannsóknar
Kennedy-
morðsins
Washington, 10. des. NTB. Reuter.
FULLTRtJADEILDIN sam-
þykkti 1 dag að veita 6.5
milljónir dollara til nýrrar
rannsóknar á morðunum á
John F. Kennedy bandarfkja-
forseta og blökkumannaleið-
toganum dr. Martin Luther
King.
Samþykktu fulltrúadeildar-
menn tillöguna í einu hljóði.
Verður ráðið 170 manna lið
sérfræðinga til að annast rann-
sóknina og mun það meðal
annars kynna sér nánar full-
yrðingar um að CIA og FBI
hafi haldið leyndum mikilvæg-
um upplýsingum frá Warren-
nenfdinni, sem hafði yfri-
umsjón með rannsókninni á
Kennedy árið 1963. Martin
Luther King var myrtur fimm
árum sfðar.
Martin Luther King
Fiskimálaráðherra Breta
um bráðabirgðasamkomulag:
Tillögur EBE
óaðgengilegar
Hull 10. des. Reuter.
JOHN SILKIN, fiskimálaráð-
herra Bretlands, sagði f dag, að
tillögur um bráðabirgðasamning
um fiskveiðimál sem Efnahags-
bandalagið væri að leggja tii,
væru fullkomlega óaðgengilegar f
veigamiklum atriðum. Hann
sagði á fundi I Neðri málstofunni,
að Bretar myndu halda áfram að
þrýsta á Efnahagsbandalagið um
að það viðurkenndi hagsmuni
Breta þegar um væri að ræða
framtfðarmótun fiskveiðistefnu
bandalagsins.
Fulltrúar brezka fiskiðnaðarins
hafa einnig látið f ljós áhyggjur.
Mike Burton, formaður Lands-
sambands brezkra útvegsmanna,
sagði að fréttir frá Brlissel gæfu
til kynna að Efnahagsbandalagið
hneigðist til aðgerða sem flokka
mætti undir endanleg svik við
brezkan sjávarútveg. Burton
sagði að þær upplýsingar sem
samtökum sfnum hefðu borizt
fælu í sér að veita ætti Islending-
um, Norðmönnum og Færeying-
um jafnan rétt til veiða sam-
kvæmt væntanlegu bráðabirgða-
samkomulagi innan efnahagslög-
sögu rfkja EBE, en aftur á móti
fengju brezkir togarar engan að-
gang að miðunum við Island.
Aðrir forystumenn togaraút-
gerðarinnar töldu að færi svo að
slfkt bráðabirgðasamkomulag
yrði gert væri út f bláinn fyrir
Breta að lýsa yfir 200 mílna efna-
hagslögsögu eins og ætlunin væri.
Einn togaraskipstjóri sagði að það
væri meiriháttar diplómatisk
uppgjöf.
Fréttir í Hull og Grimsby
herma að EBE hafi stungið upp á
þvf að tslendingar, Norðmenn og
Færeyingar fái jafnan rétt til
veiða innan lögsögu Efnahags-
bandalagsins og ríki EBE eftir 1.
janúar og myndi það hafa í för
með sér að Norðmenn hédlu
áfram fiskaustri sfnum við Bret-
landsstrendur og tslendingar
myndu halda áfram að veiða f
Norðursjó. Þá myndi einnig verða
gefið leyfi til veiða til handa
Sovétrfkjunum, Spáni, Póllandi,
Portúgal, Svfþjóð, Austur-
Þýzkalandi og Finnlandi innan
lögsögu EBE-rfkjanna en veiði-
magnið byggt á meðalafla þessara
þjóða árin 1964—1974.
Brezka stjórnin vill breytingar
á fiskimálastefnu EBE eins og
margsinnis hefur komið fram.
Krefjast Bretar þess að fá allt að
50 mílna einkalögsögu fyrir sig og
sfna.