Morgunblaðið - 11.12.1976, Síða 22

Morgunblaðið - 11.12.1976, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976 borað næsta borananna í Krafla: Aftur 1 ljosi ÁFORMAÐ er að hefja boranir á Kröflu að nýju næsta vor og ákvarða þá staðsetningar þeirra hola samkvæmt niðurstöðum sem fengizt hafa i borunum á virkjunarsvæðinu 1 sumar, að þvf er Jakob Björnsson, orkumála- stjðri, skýrði Morgunblaðinu frá i gær. Orkumálastjóri var spurður að því hvað nú tæki við varðandi virkjunarframkvæmdir eftir að borunum er hætt að sinni. Hann svaraði til, að næst lægi fyrir að hleypa úr þeim holum sem enn ættu eftir að koma upp og mæla þær og vinna síðan úr þeim mæl- ingum. Þá yrði áfram unnið við gufu- veituna á svæðinu, en þar er um að ræða lagningu pipa, að'koma upp gufuskiljum, frárennslislögn- um fyrir vatnið og kælilagnir. Að sögn Jakobs liggja enn ekki fyrir neinar tölur um þá orku sem — Engin skuld- binding . . . Framhald af bls. 40 fréttastofunni, þess efnis að Gundelach hefði sagt að hann teldi að miklar líkur væru á að bráðabirgðasamkomulag næðist við Islendinga um veiðar þjóða EBE innan landhelgi íslendinga fyrir áramót. Þá hefði verið talað um að 12 skip frá þjóðum EBE fengju að veiða í landhelgínni og íslendingum stæði til boða 30 þús- und tonna afli á miðum EBE- landanna. Sagði Lúðvfk að þessar upplýsingar stönguðust á við orð islenskra ráðherra um gang samn- ingaviðræðnanna og yfirlýsingu Gundelachs bæri að mótmæla, ef hún ætti ekki við rök að styðjast. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði að sér væri algjörlega um megn að gefa skýringar á um- mælum Gundelachs, þvi hann eða íslenska ri"kisstjórnin bæri ekki ábyrgð á ummælum hans. Um aðrar skýringar af hálfu ríkis- stjórnarinnar væri ekki að ræða en þær, sem komið hefðu fram í ummælum ráðherra í umræðum um þessi mál á Alþingi fyrir skömmu. Forsætisráðherra sagðist hafa haft símasamband við utanríkis- ráðherra, og hefði komið fram hjá utanríkisráðherra að hann ætlaði að hitta Finn Olav Gundelach i kvöldverðarboði og þar myndi hann ganga úr skugga um hvort þessi ummæli væru rétt eftir höfð og í öðru lagi mótmæla þeim ef svo væri. Minnti forsætisráðherra á að slík ummæli sem þessi hefðu áður verið afbökuð af fjölmiðlum. Það skipti þvi ekki höfuðmáli hvað þessi maður segði érlendis, heldur hver yrði niðurstaðan I þeim viðræðum, sem boðaðar voru í fré; fiikynningu eftir könnunarvið; iurnar hér ' i Reykjavfk. Geir Hallgrlmsson sagði að það sem kæmi fram í ummælum Gundelachs væri al- gjör nýlunda fyrir sér. Þá sagði forsætisráðherra að búist væri við að léð yrði máls á, að þær viðræður, sem boðaðar voru I lok könnunai viðræðnanna i Reykjavík, færu fra'm i Brlissel 16.—17. desembcr n.k. undir for- sæti eða undir forystu sendiherra tslands þar, Tómasar Tómas- sonar. Ekki hefði að öðru leyti verið ákveðið hverjir tækju þátt 1 þeim viðræðum af íslands hálfu. Forsætisráðherra vitnaði síðan til fréttar í Mbl. í gær þar sem haft var eftir Einari Ágústssyni utan- ríkisráðherra að engin tilboð hefðu komið fram i þeim viðræð- um, sem farið hefðu fram við EBE, um hugsanlegt aflamagn Islendinga á míðum EBE. Ekki sagðist forsætisráðherra því skilja hvernig þessi tala um 30 þúsund tonnafla væri til komin. Fram kom í ræðu forsætisráð- herra að væru þessi 30 þúsund tonn tilboð FRF bá væri eftir að hola 10 kannað gefa, en hún lætur enn ekkert á sjá og lofar þannig enn mjög góðu. Jakob sagði að búast mætti þó við að holan dalaði eitthvað frá því sem nú væri, enda væri slíkt venja. Bæði hola 8 og 11 eru komnar upp. Hinn fyrr- nefnda reynist vera í samræmi við álit sérfræðinga, sem ekki reiknuðu með að hún gæfi veru- lega orku en mælingar á holu 11 eru skemmra á veg komnar. Hola 9 er enn algjörlega óþekkt stærð, enda ekki fullfrágengin enda þótt borun hennar sé lokið. Sagðist Jakob ekki eiga von á því að mæl- ingar á þeirri holu lægju fyrir fyrr en eftir jól. Jakob var að því spurður hvort ekki yrði hafin raforkufram- leiðsla í vetur ef I ljós kæmi að úr holumþeim sem fyrir væru fengjust sem samsvaraði 15—20 MW orku. Svaraði orkumálastjóri því til, að hann hefði alltaf reikn- sjá á hvaða svæðum veiðiheimild- ir þessar mundu verða og það væri ekki fyrr én íslenska ríkis- stjórnin hefði séð sllkt tilboð, sem hægt væri að vega og meta, hvort það væri þess virði að því yrði sinnt eða ekki. Alls stóðu umræðurnar utan dagskrá í tvær klukkustundir og tóku 10 þingmenn til máls. Gylfi Þ. Gfslason (A) gagnrýndi einnig hversu seint ýmis mikilvæg mál hefðu verið lögð fyrir Alþingi, s.s. tollskrárfrumvarp, fjárveitingar- nefnd hefði ekki enn tilbúnar til- lögur sinar vegna 2. umræðu fjárlaga og boðuð hefðu verið frumvörp um skattamál og fl., sem lögð væri áhersla á að af- greidd yrðu fyrir jól. I tilefni af þessum orðum Gylfa sagði Geir Hallgrímsson forsætisráðherra vera sammála Gylfa um það að æskilegt væri að hafa fyrra fallið á afgreiðslu mála, en þrátt fyrir góðan vilja hefðu hlutirnir gjarnan æxlast þanig að síðustu dagarnir fyrir jól yrðu alltof miklir annríkisdagar, og þar væri reynslan eins, hvaða rlkisstjórn sem hefði farið með völd. Varð- andi fjárlagafrumvarpiö sagðist forsætisráðherra eiga von á því að önnur umræða um það gæti farið fram fljótga eftir helgina. — Varðskip Framhald af bls. 40 þess benda að klæðning hennar væri ekki með þeim hætti sem kveðið væri á um. Þar sem bilun hafði einnig orðað I ratsjá belg- Iska togarans var ákveðið að færa togarann til Reykjavikur til við- gerðar á ratsjáinni og notað þá tækifærið til að láta sérfræðinga Landhelgisgæzlunnar kanna klæðninguna nánar. Benedikt Guðmundsson, starfs- maður Landhelgisgæzlunnár, kvað síðan upp þann úrskurð eftir að komið hafði verið með togar- ann tal Reykjavíkur að klæðning vörpunnar væri ólögleg og málið síðan sent saksóknara og það tek- ið fyrir I sakadómi Reykjavikur I gær. Þar féllst skipstjóri togarans á dómssátt I málinu I gærdag, enda hafði áður komið I ljós að honum var ókunnugt um að klæðning vörpunnar var ekki með þeim hætti sem reglur gerðu ráð fyrir. Eins og fyrr segir hafa nokkur brögð verið að þvi að aðrir belg- ískir togarar væru með sams kon- ar útbúnað veiðarfæra, sem virð- ist benda til þess að belgisk yfir- völd hafi trassað að koma á fram- færi við útgerðir togaranna eða togaraskipstjórana hvernig geng- ið skuli frá klæðningum I vörp- um, sem þeir nota hér við land. Verði ekki ráðin bót á þessu af hálfu Belga má við því búast að Landhelgisgæzlan muni í auknum mælí færa belgíska togara til hafnar hér og færa skipstjóra þeirra fyrir rétt. vor sumar að með því að hefja raforkufram- leiðslu, ef þarna fengist nægileg gufa til að geta komið að gagni, enda væri 30 MW afköst vélasam- stæðunnar fjarlægara markmið, þar sem engin þörf væri fyrir alla þá orku norðanlands enn sem komið væri. — íþróttir Framhald af bls. 38 Svavarsson. Þeir voru sannkallaðir klettar I vörninni og mikil barðtta i þeim.-Hins vegar var Ágúst alltof ragur i sóknarleiknum — reyndi ekki eitt einasta markskot I leiknum. Þá er ógetið um frammistöðu Geirs Hallsteinssonar. Hann var með öllu óþekkjanlegur frá leiknum i fyrrakvöld og var lykilmaður i öllu spili islenzka liðsins og skoraði nokk- ur stórglæsileg mörk. — Elkem . . . Framhald af bls. 40 viðræður nú á lokastigi og kvaðst hann vonast tal að gengið yrði frá samningum milli þessara aðila i næstu viku. Þá sagði Gunnar að einnig væri búið að ganga frá flestum þáttum varðandi væntan- lega lántöku stóriðjufyrirtækis þessa hjá Norræna fjárfestinga- bankanum, og mætti segja að þar væru aðeins formsatriði eftir, enda það mál sumpart samhang- andi viðræðunum við Elkem. — 275 þús. tonn . . . Framhald af bls. 40 allra þjóða, er málið varðar. Þvi næst segir: I aðalályktun fundarins er m.a. fagnað útfærslu fiskveiðiland- helginnar í 200 milur og þeiv mikla sigri, sem unnir hefur með raunverulegri viðurkenningu allra þjóða, er málið varðar. Þvi næst segir: „Fundurinn lýsir áhyggjum sin- um yfir því, að flestar greinar útgerðarinnar eru nú reknar með miklum halla þrátt fyrir hæsta verðlag á flestöllum sjávarafurð- um okkar, sem við höfum nokk- urn tima búið við. Fundurinn tel- ur það mikið ábyrgðarleysi af þjóðarheildinni, að krefjast svo mikils af fiskveiðum og fisk- vinnslu, að þessar atvinnugreinar skuli ekki búa við góða afkomu við þessar aðstæður. Léleg af- koma sjávarútvegsins dregur úr afköstum og framleiðni atvinnu- greinarinnar og við það verða heildarkjör þjóðarinnar lakari en ella. Svo illa er nú komið að helzta grein fiskiðnaðarins, hraðfrysti- iðnaðurinn, er nú rekinn á ábyrgð rákissjóðs á greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði, þar sem hækkanir á afurðaverði hafa komið að takmörkuðu gagni, vegna sifelldra kostnaðar- hækkana innanlands. Vegna minnkandi afla og aukins tilkostnaðar, verður nú að hækka allt fiskverð til útgerðar verulega, svo hugsanlegt sé að útgerðin verði rekin hallalaust. I þessu sambandi má einnig nefna, að erfitt virðist að fá sanngjörn skipti milli útgerðar og fisk- vinnslu og fer útgerðin ávallt með skarðan hlut frá borði. I sam- bandi við fiskverðsákvarðanirnar á útgerðin samleið með sjómönn- um um leiðréttingu sinna mála. Það er næsta torskilið, hvernig það má vera, að útgerðin skuli ávallt vera sú hornreka, sem raun ber vitni. Þá leggur fundurinn áherzlu á, að auka þurfi fjármagn til sjávarútvegsins." Þá segir í ályktuninni, að fundurinn lýsi ánægju sinni með þær tilraunaveiðar, sem sjávarút- vegsráðherra hafi beitt sér fyrir nú í ár. Tilraunir þessar hafi sumar gefið góða raun og megi ætla að loðnuveiðar að sumarlagi eigi eftir að verða snar þáttur i útgerð landsmanna. Ennfremur lýsir aðalfundurinn áhyggjum sinum yfir því, ef ekki verður Unnt að stemma sigu við óhóflegum launahækkunum á næsta ári, þegar kjarasamningar launþega- og atvinnurekenda falla úr gildi. Þegar aðstæður verði til launahækkana leggi fundurinn áherzlu á, að þær eigi fyrst og fremst að ganga tíl sjó- manna og fólks I fiskiðnaðinum. Almennar launahækkanir nú muni aðeins hafa i för með sér eyðileggingu þessa efnahagsbata, sem átt hefur sér stað að undan- förnu. Eins og fyrr segir var Kristján Ragnarsson endurkjörinn for- maður L.I.O., en aðrir í stjórn eru nú: Agúst Flygenring, Hafnar- firði, Andrés Finnbogason, Reykjavík, Sverrir Leósson, Akureyri, Þorsteinn Jóhannes- son, Garði, Björn Guðmundsson, Vestmannaeyjum, Tómas Þor- valdsson, Grindavík, Vilhjálmur Ingvarsson, Reykjavik, Guðmundur Guðmundsson, Isa- firði, Hallgrimur Jónasson, Reyðarfirði, Viglundur Jónsson, Ölafsvík, Marteinn Jónasson, Reykjavik, Guðmundur R. Ingva- son, Hafnarfirði, Vilhelm Þor steinsson, Akureyri, og Valdimar Indriðason, Akranesi. — Gundelach ber fréttina til baka Framhald af bls. 1. En þessi blaðamaður hefur ein- hvern veginn — þetta er hans skýring — ruglað þessu saman og heimfært sovétummælin upp á Island en það hafi honum aldrei dottið í hug að segja því að það mál væri óútkljáð. Hins vegar höfum við komið okkur saman um að hafa fund í BrUssel 16. og 17. desember undir forystu Tómasar Tómas- sonar sendiherra með aðstoð fiskifræðinga að heiman til þess að fara yfir þá möguleika sem kunna að vera á gagn- kvæmum veiðiheimildum, sagði Einar Ágústsson. Hann sagði að þessar viðræð- ur væru í framhaldi af þeim viðræðum sem þegar hefðu farið fram og í samræmi við það sem alltaf hefði verið sagt að það mundu verða einhverjar viðræður i kringum 17. desember. Aðspurður um Reuters-frétt frá BrUssel um að hann hafi rætt við Anthony Crosiand, utanríkisráðherra Breta, i eina klukkustund á fimmtudags- kvöld sagði Einar Ágústsson að samtal þeirra hefði ekki staðið klukkutíma heldur um fimm mínútur og farið fram í kokk- teil-veizlu. Það er rétt að ég ræddi við hann, sagði Einar, og hann ræddi ekki neitt um þrýsting á okkur. Grosland ítrekaði það að það væru Efnahagsbandalagið og Gundelach sem semdu fyrir Breta. Hann sagðist hins vegar náttúrlega vona að viðræðurnar kæmu vel út, það er fyrir Breta. Á því þarf enginn að vera hissa sagði utanríkisráðherra. Samkvæmt Reuters-frétt frá BrUssel eru Bretar sæmilega vongóðir um að EBE og Island komist að bráðabirgðasam- komulagi fyrir áramót. Haft er eftir heimildum í BrUssel að tilkynning Rússa um útfærslu í 200 mílur muni hafa áhrif á stefnu EBE og taka verði hana til athugunar. Sagt er að eftir eigi að koma í ljós hvort Rússar verði fúsari til viðræðna við EBE um gagnkvæm fiskveiði- réttindi. — Ekkert tilefni Framhald af bls. 2 Sagðist Þórarinn ímynda sér að yfirlýsing Gundelachs værí ákveðið „taktik“, sem hann beitti tal að friða Breta, en einmitt 14. desembær færu fram viðræður innan EBE um þær kröfur Ira og Breta að þeir fái sérstaka lögsögu innan sameiginlegrar lögsögu EBE- landanna. Þá minnti Þórarinn á að EBE-löndin hefðu þegar samninga um 66 þúsund tonna veiði innan islenzku fiskveiði- lögsögunnar á næsta ári, það yrði því að koma til meira en 30 þúsund tonna tilboð af þeirra hálfu. Hjá Guðmundi H. Garðars- syni kom m.a. fram að allt efni viðræðufunda EBE og Islend- inga hefði legið frammi í utan- ríkismálanefnd Alþingis og þar hefði ekkert verið dregið undan. Sagði Guðmundur að vel kæmi til álita að engar við- ræður færu fram við EBE ef fulltrúi þess hagaði málflutn- ingi sinum með þeim hætti, sem komið hefði fram i yfirlýs- ingu Gundelachs nú síðast. — Kötlusvæðið Framhald af bls. 2 hrinu voru nokkru austar en hinnar fyrri, að því er Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur hjá Raunvisindastofnun, skýrði Morgunblaðinu frá í gærdag. Að sögn Páls hafa engar breyt- ingar orðið á Kröflusvæðinu nyðra síðustu vikurnar. Engir skjálftar mælast þar enn sem komið er en land heldur áfram að risa með sama hraða og það hefur gert allt frá 18 nóvember, en þá dró nokkuö ur landrisinu frá þvi sem verið hafði timabilið þar á undan. Með sama hraða ætti ris landsins á þessum slóðum að vera komið í hámark upp úr áramótum eða kringum 10. janúar og um það leyti má búast við að jarðskjálfta taki að gæta á svæðinu á nýjan leik. — NATO-fundur Framhald af bls. 1. NATO og Varsjárbandalagið fjölguðu ekki aðildarlöndum sin- um. I lokayfirlýsingu sinna i dag sögðu ráðherrar NATO beinlínis að tillögur Rússa væru óaðgengi- legar. Þeir sögðu að bandalagið yrði „áfram frjáls samtök opin öllum ríkjum sem vildu verja frelsi, sameiginlega arfleifð og siðmenningu þjóða sinna. Heimaldir i Briissel herma að með tillögunum vilji Rússar svipta NATO traustustu vörn sinni, kjarnorkuvopnum. Bandarikjamenn hafa rúmlega 7.000 kjarnorkuvopn i Evrópu, helmingi fleiri en Rússar. „Með því að lofa að verða ekki fyrri til að beita kjarnorkuvopnum yrðu Vesturlönd i raun og veru ofur- seld hinum gifurlega stóra venju- lega herafla Rússa.“ I NATO-yfirlýsingunni sagði að þróun samskipta austurs og vesturs yrði að vera greiðari og ástandið yrði að batna á öllum sviðum. Þeir lýstu ugg sínum vegna ástandsins i Miðaustur- löndum þótt borgarastríðinu I Líbanon væri lokið og lögðu áherzlu á nauðsyn áframhaldandi tilrauna til að tryggja heildar- lausn er stuðli að réttlátum og varanlegum friði. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, sagði á blaðamannafundi að stjórnmála- umbætur á Spáni ættu að flýta fyrir inngöngu landsins i NATO. Aðild landsins mundi ekki breyta hernaðarjafnvægi austurs og vesturs þar sem Spánn og Bandarikin væru þegar tengd traustum böndum vegna varnar- sáttmála landanna. Bandarikin og Frakkland hafa mikinn áhuga á inngöngu Spánar en lönd eins og Holland, Danmörk og Noregur vilja biða uns fullt lýðræði kemst á. Spánverjar ráða yfir 220.000 manna her og geta stjórnað innsiglingunni i Miðjarðarhaf. Dr. Kissinger var maður dags- ins á fundinum og komst við þeg- ar hann kvaddi embættisbræður sina þar sem hann lætur af starfi í næsta mánuði. Á siðasta blaða- mannafundinum sagði hann að heimsfríður væri kominn undir því hvort austur og vestur gætu fundið lausn á sameiginlegum vandamálum. „Annars hröpum við ef til vill út i ólýsanlegar hörmungár,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.