Morgunblaðið - 11.12.1976, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
29
Brúðkaup Fígarós
í Nýja bíói í dag
KVIKMYNDASVNING á vegum
félagsin Germanfu og Tónleika-
nefndar háskólans verður 1 Nýja
bíói í dag og hefst kl. 13.30. Þar
verður sýnd fyrsta óperukvik-
myndin á vegum þessara aðila 1
vetur. Er það Brúðkaup Ffgarós
eftir Mozart.
Eftir áramót verða sýndar
Töfraskyttan eftir Carl Maria von
Weber, og Meistarasöngvararnir
frá Nurnberg, en sú ópera verður
sýnd I tveimur hlutum. Allar eru
myndirnar gerðar 1 Hamborgar-
óperunni undir stjórn Rolf
Liebermanns. Mjög er til mynd-
anna vandað og hefur vestur-
þýzka sendiráðið haft milligöngu
um að fá þær hingað til sýninga.
Brúðkaup Figarós hefur jafnan
verið ein vinsælasta ópera Moz-
arts. I myndinni fer Tom Krause
með hlutverk greifans, greifynjan
er Arlene Aunders, en aðrir
söngvarar 1 aðalhlutverkum eru
Heinz Blankenburg, Edith Mathis
og Elizabeth Steiner.
Eins og fyrr segir hefst sýning-
in kl. 13.30 og er aðgangur
ókeypis
J ólasvemar nir
birtast vid Aust-
urvöll á
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi fréttatil-
kynnirrg frá Æskulýðsráði
Reykjavíkur um komu jóla-
sveina, sem birtast við
Austurvöll á morgun að lok-
inni athöfninni við jólatréð
frá Óslóarborg. Tilkynningin
er svohljóðandi:
„Oss hefur tjáð Ketill Larsen, sér-
legur umboðsmaður jólasveina hér I
borg. að hann hafi nú umboð til
morgun
þess að upplýsa komu jólasvein-
anna. Þeir birtast við Austurvöll. á
þökum ísafoldarhúsanna við hornið
á Landsímahúsinu, strax þegar lokið
er athöfn við jólatré frá Óslóarborg
sunnudaginn 12: desember
Leiðtogi þeirra, Askasleikir. mun
stjórna þar á þakinu athöfnum þeirra
kumpána Sunnudaginn 19 desem-
ber koma þeir fram á sama stað kl.
16 00
Sem áður er umboðsmanninum
þökkuð árvekni og umhyggja vegna
komu þessara desembergesta ”
Ballett-
flokkurinn
1 Njardvík
BALLETTFLOKKUR
Þjóðleikhússins heimsækir
Njarðvík laugardag 11.
desember nk. með sýningu
í félagsheimilinu Stapa kl.
3 eftir hádegi. Stjórnandi
flokksins er Natalja Konj-
us frá Sovétríkjunum.
Allir eru velkomnir á sýning-
una. Njarðvíkingar eru sérstak-
lega hvattir til að fjölmenna og
sýna með því hug sinn til þessara
sérstæðu heimsóknar. Foreldrar
hvetjið börn ykkar til að mæta.
Frumkvæðið að þessari heimsókn
hafa foreldrar og kennarafélag
grunnskóla Njarðvfkur ásamt
félagsheimilinu Stapa.
Seljum út:
Franskar kartöflur og okkar
vinsæla hrásalat og sósur,
Ennfremur okkar vinsæli
gamaldags rjómaís.
ásamt fjölda smárétta.
Sendum heim.
Suöurveri Stigahlíð 45 sími 38890
Prentvillu-
púkinn og „al-
þýdukvöldin”
f VIÐTALI við Magnús L. Sveins-
son, sem birtist I Morgunblaðinu f
gær, féll niður hluti setningar
framarlega 1 viðtalinu. Þvf verður
hér endurtekinn Iftill hluti sam-
talsins, en feitletrað er það, sem
féll niður:
„En þeir, sem sátu Alþýðusam-
bandsþing upplifðu sannarlega að
sjá og heyra, að hér er hópur
manna, sem telur það fyrstu
skyldu slna að ná undir sig verka-
lýðshreyfingunni og nota hana
sem valdatæki fyrir pólitiskum
sjónarmiðum kommúnista eins og
allir þekkja meðal einræðisrikja,
þar sem kommúnistar hafa náð
undirtökunum. Það eru þau
„alþýðuvöld", sem kommúnistar
hér berjast nú fyrir á Islandi,"
sagði Magnús L. Sveinsson...“.
Leidrétting
SKÚLI Jón Sigurðsson, fulltrúi hjá
Loftferðaeftirlitinu. hafði samband við
Morgunblaðið í gær og bað um að
eftirfarandi leiðréttingu yrði komið
áleiðis: Flugneminn, sem slasaðist í
flugslysinu þann 3. desember og Mbl.
átti samtal við á föstudag, heitir Sig-
urður Ingvarsson en ekki Sigurður
Ingibjartsson. Það mun vera annar
nemandi hjá Flugtaki hf. með því
nafni. Eru hlutaðeigandi aðilar beðnir
velvirðingar á þessum mistökum.
PIFFLRO
FLRUEL
buxur
°9.
ve/ti
PANTANIR
Í SÍMA 17650