Morgunblaðið - 11.12.1976, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
31
Sigurbjörn Guðnason
Keflavík — Minning
Hinn fyrsta desember lést Sig-
urbjörn Líndal Guðnason Faxa-
braut 9 Keflavík. Hann hafði far-
ið til vinnu sinnar þá um morgun-
inn, en fannst örendur í vörubif-
reið sinni skammt fyrir utan bæ-
inn. Banamein hans var hjarta-
slag.
Sigurbjörn var fæddur í Kefla-
vik 6. október 1913 og ól þar allan
sinn aldur. Foreldrar hans voru
Sigurbjörg Jónsdóttir, sem ættuð
var úr Húnavatnssýslu og Guðni
Jónsson úr Landeyjum. Sigur-
björn var yngstur sex systkina, en
af þeim eru nú tvö á lífi, Ólafía og
Ragnar Jón.
Suður með sjó tengjast flestir
útvegi með einum eða öðrum
hætti. Sigurbjörn vann og við
báta sem landmaður árum saman.
Þá var hann eitt ár lögregluþjónn,
enda vel að manni, hann hafði
reyndar verið í því liði vaskra
Keflvíkinga sem unnu sjálft höf-
uðborgarliðið í þeirri þjóðlegu
aflraun, reiptogi. En lengst af
stafsævinnar eða síðastliðin þrjá-
tiu ár ók Sigurbjörn vörubifreið.
Sigurbjörn Guðnason kvæntist
árið 1935 Svövu Árnadóttur frá
Veghúsum. Þau áttu tvö börn.
Sigríður hét dóttir þeirra sem var
vanheil alla ævi. Naut hún fá-
gætrar umhyggju foreldra sinna
þar til hún lézt tuttugu og fjög-
urra ára að aldri. Sonur þeirra er
Guðni, rafvirki að iðn. Mikil ein-
drægni hefur jafnan ríkt í þeirri
fjölskyldu og þeir feðgar einstak-
lega samrýndir, mér er nær að
halda að þar við Faxabraut hafi
aldrei verið fitjað upp á þvi bili
milli kynslóða sem svo margt er
um skrafað á siðari árum.
Miðaldaskáld eitt taldi, að þeim
yrði vistin daufleg í öðrum heimi,
sem hefðu i þessum veriö daprir
og hnuggnir, einnig þegar sólin
blið við þeim brosti. Sé þetta rétt,
þá mundi Bjössi Guðna engu hafa
að kvíða. Hvort sem með blés eða
í móti var hann hress og glað-
sinna, góður og hjálpsamur
granni. Hann hafði jafnan gott
hljóð i hópi vina og ættingja, þvi
hann bar gott skyn á það frá-
sagnarverða og um leið kímilega á
atvikum hversdagsleikans og
kunni vel með það að fara.
Við kveðjum góðan dreng, sem
láuk sínu verki heima og að heim-
an með þeirri prýði að ekki verð-
ur um bætt, og sendum innileg-
ustu samúðarkveðjur Svövu og
Guðna í þeim harmi sem kvaddi
dyra með skjótum og óvæntum
hætti.
Árni Bergmann.
Þorleifur Sigurðs-
son — Minningarorð
Fæddur 20. maf 1903
Dáinn 4. desember 1976
Hann var fæddur að Einholtum
i Hraunhreppi i Mýrasýslu, ólst
upp hjá foreldrum sinum:
Sesselju Davíðsdóttur og Sigriði
Jósefssyni fram undir fermingu,
en 1915 fór hann að Dalsmynni í
Eyjahreppi til hinna ágætu
heiðurshjóna Kristjáns Eggerts-
sonar og Guðnýjar Guðnadóttur
og var þar til 17 ára aldurs. Það
kom snemma í ljós að Þorleifur
var mjög lagtækur til allra verka.
Snemma árs 1920 fór hann í
Borgarnes að læra söðlasmíði hjá
Magnúsi Þorbjarnarsyni þar.
Prófskírteini Þorleifs er dagsett i
Borgarnesi þann 29. apríl 1922.
Vorið 1925 fluttist hann frá
Borgarnesi til Reykjavikur og
vann þar við iðn sína hjá Þorkeli
Ólafssyni söðlasmiði á Vesturgötu
26B unz hann í febrúarmánuði
1927 gerðist sjómaður, fyrst á
fiskiskipum, siðar á varðskipinu
Óðni g siðast hjá Ríkisskip, á Esju
og Súðinni, hann var sjómaður í
alls 27 ár. Árið 1937 hætti hann
sjómennsku að sinni og vann það
ár við skipasmíði ofl. hjá Slipp-
félaginu í Reykjavík. Því næst
hóf hann vinnu við steinslipun
hjá Magnúsi Guðnasyni stein-
smiði, slipaði m.a. steinplöturnar
sem notaðar voru I Háskóla-
bygginguna f Reykjsvík. Árið
1940 fór hann aftur á sjóinn, var
þá á Esju, Kötlu, Lagarfossi og
síðast á m/s Skeljungi. Hann
hætti sjómennsku 2. október 1947
og hóf þá störf hjá Mjólkursam-
sölunni f Reykjavík og vann þar
til ársloka 1974, að hann hætti
störfum vegna aldurs.
Þorleifur var ágætur verk-
maður vann öll sfn störf framúr-
skarandi vel, enda með fádæmum
lagtækur, allar smiðar og
viðgerðir voru sem leikur í
höndum hans, handbragð fagurt,
hafði og fallega rithönd. Hann var
mikið prúðmenni f framkomu, en
Iét þó ekki hlut sinn. Dulur í
skapi, en viðmótsþýður og
skemmtilegur í viðræðum.
Traustur og tryggur, ágætur
heimilis- og fjölskyldufaðir.
Þegar hann kom til Reykjavíkur
gekk hann í Alþýðuflokkinn og
var flokksbundinn þar til dánar-
dags. Hann var vel greindur og
las mikið góðar bækur.
Hann kvæntist 6. júní 1931
eftirlifandi konu sinni, Sigríði
Guðrúnu Benjaminsdóttur, F. 21.
maí 1911 á tsafirði. Börn þeirra:
Hjördís kennari, býr f Kópavogi;
Þráinn gjaldkeri, kvæntur
Hrefnu Pétursdóttur frá Hellis-
sandi, búa i Kópavogi; Trausti
bifreiðasm.m., kvæntur Fríði
Guðmundsdóttur frá Höfða i
Dýrafirði, búa í Hafnarfirði.
Ég undirritaður og kona mín,
Steinunn, vorum nágrannar Þor-
leifs um 15 ára skeið, við þökkum
honum samveruna og góð kynni,
um leið og við sendum konu hans,
afkomendum, frændum og vinum
samúðarkveðjur okkar.
Aðalsteinn Halldórsson
Rafland s.f. heitir ný verzl-
un sem opnuð hefur verið (
Miðbæ, Háaleitisbraut
58—60. Eigendur verzlunar-
innar eru tveir rafvirkja-
meistarar, Böðvar Valtýsson
og Tryggvi Þ. Jónsson.
Munu þeir annast allar raf-
lagnir, viðgerðir og selja f
verzluninni allar rafmagns-
vörur, lampa, smá heimilis-
tæki. Myndin er úr hinni
nýju verzlun.
12861 13008 13303
laugavegi 37 laugavegi 89 hafnarstr. 17
DÖMUR
Buxnapils, samfestingar
og kjólar úr fínflauel.
Glæsilegt úrval af peysum.
Blússur einlitar, mislitar.
Stutterma hermannaskyrtur.
HERRAR
Terelyneföt með vesti.
Rifluð flauelsföt.
Loðfóðraðar mittiskuldajakkar.
Stakar terelynebuxur
Peysur, skyrtur og bindi.
Ný sending kúrekastígvél.