Morgunblaðið - 11.12.1976, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
MORöJN
KAFFINÚ
GRANI göslari
Hann skrapp f kaffi!
llér um daginn kom eigin-
maðurinn heim, eftir að hafa
drukkið heldur mörg staup.
Hann bað konu sfna fvrirgefn-
ingar.
„Ef þetta væri f fyrsta skipti,
sem þú kemur drukkinn heim,“
svaraði kona hans, „mundi ég
fyrirgefa þér, en það kom
einnig fvrir eitt sinn í
nóvember 1951.“
„Er hann góður bíistjóri?„“
„Jæja, þegar bugða er á göt-
unni, þar sem hann beygir,
gengur allt slysalaust.“
Maður lenti f bílslysi og
lögregluþjónn spurði hann:
„Eruð þér giftur?"
— Nei þetta eru sú versta
meðferð, sem ég hef nokkru
sinni hlotið.
gleraugum að halda, fröken,
nema þegar ég þarf að leita f
sfmaskránni.
Eg er hrædd um að súpan þfn
verði köld?
„Mér þykir það leitt,“ sagði
hóteleigandinn. „en við eigum
ekkert kaffi iengur."
„Það kemur mér ekki á
óvart,“ svaraði gesturinn, „það
hefur orðið þynnra og þ.vnnra
með hverjum deginum."
Græðir einhver
á húsbyggingum?
EINN þeirra fjölmörgu sem hafa
staðið í byggingarframkvæmdum
að undanförnu, kom að máli við
Velvakanda og ræddi ýmislegt í
sambandi við byggingar-
framkvæmdir.
— Það er mikið verið að ræða
það að margir milliliðir séu í hús-
byggingaiðnaðinum og það sé
fjöldi manna, sem hagnist veru-
lega á því að byggja hús og selja,
hvort sem það eru smiðir og aðrir
iðnaðarmenn eða einstaklingar.
Skoðanaskipti hafa að undan-
förnu átt sér stað miili nokkurra
byggingaraðila og segjast allir
byggja ódýrast og fólki er að
nokkur furða hvernig ailir geta
sagt að þeir seu ódýrastir.
— En það er margt að skoða í
þeim málum og ekki er hægt að
segja að þessi eða hinn byggi
ódýrara eða dýrara, án þess að
taka ótal mörg atriði með í
dæmið. Hvenær fékkst lóðin út-
hlutuð, hvenær hófust innkaup og
teikning, og 011 skipulagning
framkt'æmdanna, hvenær hófust
framkvæmdirnar sjálfar og svo
framvegis. Hvaða verk þarf að
kaupa á fullu verði og hvað hefur
fengizt með afslætti — eða ætti
kannski heldur að nefna það
skattsvik? Tekjum er stungið
undan og sumir iðnaðarmenn fást
ekki til verks nema með alls kyns
skilyrðum.
0 Ráðstefna um
byggingar-
kostnað
— Ég held að það ætti að
spara stórar yfirlýsingar og reyna
heldur að halda einhverja ráð-
stefnu um þessi mál, þar sem
væru samankomnir aðilar
iðnaðarmanna, borgarembættis-
menn eða ráðamenn og fulltrúar
almennings. Þá er kannski bara
spurningin hver ætti að standa að
slíkri ráðstefnu? Hér þurfti eins
og fyrr segir að stefna saman
mörgum aðilum og þá er það
enginn einn þeirra sem getur eða
vill standa fyrir þessu. Ekki má
gleyma arkitektunum. Þeir
þyrftu að eiga sinn fulltrúa á
slíkri ráðstefnu. Og þá kemur það
í hugann að þeir voru nýlega með
kynningu á ýmsum málum fyrir
húsbyggjendur og þar var fjallað
um ýmis mál sem snerta hús-
byggjendur og kannski var það að
nokkru leyti sú hugmynd sem ég
BRIDGE
I UMSJÁ PÁLS
BERGSSONAR
ÞEGAR sagt er djarflega a sptlan,
þarf að spila vel úr þeim. í dag
reynum við smáþraut, sem von-
andi er ekki alltof létt.
Norður gefur,
ekki máli.
Norður
S. D92
H. K97
T. ÁDG103
L. K6
hættur skipta
Suður
S. G4
H. AD3
T. 8
L. ÁDG10532
Eftir, að félagi okkar í norður
opnar á 1 tigli, halda okkur engin
bönd. Við éndum í 6 laufum.
Austur og vestur sögðu alltaf
pass. Við erum heppin með útspil
vesturs, en það er lauf. Hvaða leið
er vænlegust til árangurs?
Það liggur beint við að nýta
verður tígullit blinds til að losna
við spaðana á hendinni. Á hvaða
hátt eigum við að meðhöndla lit-
inn? Er rétt að taka trompin og
svína tiguldrottingunni? Þá för-
um við tvo niður ef austur á kóng-
inn. Einnig er hugsanlegt að taka
á tigulás, spila drottningunni og
láta spaða heima, láti austur lágt.
Þannig förum við einum minna
niður ef við höfum staðsett kóng-
inn vitlaust. Er hægt að gera bet-
ur?
Já, það getum við. Tökum lauf-
útspilið heima og spilum strax
tígli á ásinn. Siðan tiguldrottning
og láti austur lágt látum við
hjartaþrist af hendinni. Ef vestur
á kónginn ,og ekki spaðaás er
næstum öruggt, að hann spilar
hjarta. Hann býst eðlilega við að
þar sé okkar veikleiki. Við tökum
þá á ásinn, tökum trompin af and-
stæðingunum og förum siðan inn
á hjartakóng til að taka tíglana.
Það er nú ekki víst, að þessi
aðferð dugi gegn reyndum and-
stæðingum, en við höfum þó auk-
ið möguleika okkar.
Glöggir lesendur hafa sjálfsagt
komið auga á þann möguleika að
sami spilari getur átt spaðaás og
kóng ásamt tígulkóng. Hann, trú-
lega austur, lendir í óþægilegri
stöðu taki sagnhafi öll trompin og
hjörtun. Blindur á þá tígulás,
drottningu og gosa. Spilarinn á þá
ekki öruggt afkast.
Maigret og þrjðzka stúlkan
Framhaldssaga afftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
31
Og það er öldungis rétt.
Þarna situr númer þrettán, enn
litlausari í gráum slopp sem
hann er I við vinnu sína. Hann
hrekkur við þegar hann sér
Maigret stíga inn til sin.
— Hvað viljið ...?
— Maigret lögregluforingi
hér. ... Þér þurfið ekkert að
óttast. ... Ég þarf aöeins að fá
smáupplýsingar.
— Ég skil ekki....
— O, jú, herra Gharles. Þér
skiljið það aldeiiis prýðilega.
Viljið þér gera mér þann
greiða að sýna mér miðann sem
þjónninn lét yður fá áðan....
— Ég sver....
— Góði verið þér ekki að
sverja, þá neyðist ég til að
handtaka yður á stundinni fyr-
ir meðsekt á morði.
Maðurinn snýtir sér með
miklum hávaða og það er ekki
aðeins til að vinna tíma, því að
hann virðist þjást af miklu
kvefi. Þar er kannski skýringin
á þykka frakkanum og treflin-
um.
— Þér komiö mér f vanda....
— Ekki ef þér svarið mér
hreinskilnislega ... ef þér neit-
ið þvf gætuð þér óneitanlega
lent f töluverðum vanda.
Maigret talar digurbarkalega
og er nú í hlutverki hins harð-
svfraða lögreglumanns. Kon-
unni hans er alltaf skemmtf
þegar hanr. bregður sér f þetta
gervi, enda þekkir hún hann
öðrum betur.
— Sjáið þér til lögreglufor-
ingi... ég vissi ekki....
— Sýnið mér blaðið.
Maðurinn dregur það ekki
upp úr vasanum. Hann verður
að fara upp i stiga og efst uppi f
hillunum bak við bækur og
blöð hefur hann falið miðann.
Hann kemur niður með miðann
og með skammbyssu sem hann
hcidur ofur varlega á eins og
maður sem er hræddur við
skotvopn.
— I guðanna bænum, segið
ekkert. Áldrei undir neinum
kringumstæðum. Kastið þessu
þér vitið í Signu. HÉR ÉK UM
LlF EÐA DAUÐA AD
TEFLA.“
Maigret brosir þegar hann
les sfðustu orðin. Sagði hún
ekki svipað við I.ouvet þegar
hún smeygði sér upp í bflinn
hans og fór með til Parfsar.
Þetta er alveg í réttum Felicie-
stíl.
— Þegar ég uppgötvaði ...
— Þegar þér uppgötvuðuð að
einhver hafði stungiö byssu í
vasa yðar f strætisvagninum.
— Þér vitið....?
— Og þá urðuö þér hræddir.
— Ég hef aldrei nálægt skot-
vopnum komið. ... Ég víssi
ekki hvort hún var hlaðin . .. og
ég hef ekki þoraö að fikta við
hana....
Maigret tekur við byssunni
og hann kannar hana og sér að
eitt skot vantar f hana.
— Fyrsl var ég að hugsa um
að fara með byssuna til lögregl-
unnar. ...
— En svo þekktuð þér stúlk-
una f sorgarklæðunum.
Númer þrettán veit ekki sitt
rjúkandi ráð.
— Þér eruð viðkvæm sál
herra Charles. Konur hafa
slerk áiirif á yður, ekki salt? Ég
býst ekki við þér hafið oft á
lífsleiðinni orðið þess aðnjót-
andi að vera með konum.
Klukka hringir. Gamli mað-
urinn lítur kvfðinn á töflu sem
er á veggnum f skrifstofunni.
— Það er yfirmaður minn að
kalla á mig.... Er eitthvað....
— Farið þér bara! ... Nú veit
ég það sem ég þurfti að vita....
— En unga stúlkan? Segið
mér. ... hefur hún virkilega.
.?
Skuggi líður yfir andlit Mai-
grets.
— það mun koma f Ijós, herra
Charles. En flýtið yður nú....
Yfirmaður yðar verður óþol-
inmóður að bfða.
— Til Gastinne Kenette,
vopnasalans! segir lögreglu-
foringinn við leigubílstjórann
þegar út kemur.
í þrjá daga hefur Felicie,
sém vissi að hún var undir eft-
irliti og vissi að leitað yrði með
logandi Ijósi f húsinu, haft á
sér hyssuna! Hann sér hana íyr-
ir sér í vörubflnum við hliðina
á Laouvet. Kannski bflnum
væri veitt eftirför. Ekki þor-
andi að afhafast neitt i málinu.