Morgunblaðið - 11.12.1976, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1976
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100KL 10— 11
FRÁ MANUDEGI
hef haft í huga, en lítið hefur
verið getið um þessa kynningu
þeirra i fréttum. Það er kannski
hugsanlegt að arkitektar geti
staðið að svona málþingi í sam-
vinnu við aðra.
% Of margir
milliliðir?
En af hverju stafar allur
þessi mikli byggingarkostnaður?
Er það vegna þess að milliliðir
eru of margir? Það er varla hægt
að tala um að neinn einn aðili
græði, það taka bara allir sinn
skammt og kannski vel það. Fyrir
vinnu iðnaðarmanna þarf að
greiða svo og svo mikið og svo og
svo mikið til viðbótar til sam-
banda þeirra og félaga, meistara-
álag og sambandsgjald og hvað
þau heita nú öll. Er þetta ekki of
langt gengið að það þurfi að halda
uppi gífurlega stórum félögum og
skrifstofum fyrir samtök iðnaðar-
manna. Maur hefði haldið að
félagsgjöld mannanna sjálfra
ættu að nægja til að standa undir
öllum kostnaði við félagsrekstur-
inn. Ef þetta er misskilningur þá
vona ég að einhver sjái sér fært
að leiðrétta hann.
Sú leiðinlega deila mun hafa
komið upp i nokkrum fjöl-
býlishúsum að byggingaraðilar
hafa talið sig eiga húsnæði í sam-
eignarhluta húsanna, sem
væntanlegir íbúðareigendur hafa
reknað sér sem húsnæði. Þetta
mun þó fátítt en í sumum tilvik-
um verður mönnum á að hugsa
hvort ekki sé verið að ræna
húseigendur hluta af þeí sem þeir
hafa samið um.
% Iðnaðarmenn
láti í sér heyra
Þetta hefur kannski verið
of mikið í neikvæðum tón og það
er rétt að minnast örlítið á það
sem vel er gert. Það eru t.d. þær
nýju íbúðir sem verið er að af-
henda nú í fjölbýlishúsi við Haga-
melinn og eru mjög ódýrar og ég
veit ekki betur en að slik
byggingarsamvinnufélög hafi
oftast nær komizt að beztum
samningum og því getað selt sínar
íbúðir til félagsmanna við mjög
hagstæðu verði. En þetta átti ekki
að vera nöldur heldur aðeins að
hugleiða ýmis atriði í sambandi
við húsbyggingar. Það er vissu-
lega margt sem aðeins hefur verið
tæpt á og mætti fjalla meira um
og ég vona að fleiri taki það upp.
Mér finnst líka oft að iðnaðar-
menn láti of lítið heyra í sér þegar
verið er að tala um þeirra atvinnu
og kannski bera á þá ýmislegt,
sem þeir eiga ekki- skilið, Það
getur svo sem verið að þeir eigi
ýmislegt af þvi skilið.
Tilboð
Egg 390.— kg.
Sykur 89.— kg.
Smjörlíki 135.— stk.
Kókósmjöl 100 gr. 69.— pk.
Suðusúkkulaði 100 gr.
125.— pk.
HLÍÐAKJÖR,
Eskihlíð 10, sími 11780.
0 Jarðskjálfta-
tryggingar?
Húseigandi:
— Mig fýsir að fá ein-
hverjar upplýsingar um trygg-
ingar við jarðskjálftum. Var ekki
verið að ræða þetta á Alþingi
mjög nýlega. Ef svo hefur ekki
verið þyrfti að koma á einhverri
tryggingu fyrir húseigendur og
ekki sízt nú ef verið er að tala um
að búast megi við stórskjálfta hér
á Suðurlandsundirlendinu.
Ég veit annars ekki hver hlutur
tryggingafélaganna er í svona
tilvikum, þau hafa urmul af
smáletursgreinum, sem fólk
hirðir oft ekkí um að kynna sér og
fela í sér alls kyns undan-
tekningar frá bótum fyrir tjón.
Þessi mál þyrfti að athuga vel og
það áður en kemur til einhverra
stórviðburða, það er of seint að
byrgja brunninn þegar barnið er
dottið ofan í. Við getum minnzt
hörmunganna á Kópaskeri, það
hefur í það minnsta tekið tölu-
verðan tíma að fá bætur fyrir allt
það tjón sem jarðskjálftar ollu.
SKÁK
ÍUMSJÁ MAR-
GE/RS PÉTURSSONAR
Á alþjóðlega skákmótinu í
Arandsjelovazs í Ungverjalandi,
fyrr á árinu, kom þessi staða upp i
viðureign stórmeistaranna
Adorjans, Ungverjalandi, og
Velimirovic, Júgóslaviu. Adorjan
sem hafði hvítt og átti leik var
ekki seinn á sér að finna mát.
29. Bg8 + ! Kxg8 30. Re7+ Kh8 (Ef
31 .. . .Kh7 32. Df5 og mátar) 31.
Df8 + ! og svartur gafst upp, því
eftir 30 . . . .Kh8 31. Df5+ verður
hann mát.
þar og ég er ekki viss um að allir
hafi fengið allt bætt sem þeir
þurftu, innanstokksmuni og
fleira sem erfitt er að meta. Það
væri fróðlegt að heyra einhverja
umfjöllum um þetta mál á ein-
hverjum opinberum vettvangi,
blöðum, útvarpi eða sjónvarpi.
Segiö mér, maður minn. Hún átti bókstaflega að
þola allt þessi?
DRÁTTHAGI BLÝANTURINN
OPIÐ TIL 6
Ný sending
af loftljósum
i böð og eldhús
Ennfremur
hentug i ganga,
svef nherbergi, stofur
og utan dyra
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL. SENDUM í PÓSTKRÖFU.