Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 7 HUG VEKJA EFTIR SÉRA JÓN AUÐUNS Allir frömuðir nýrra hug- sjóna eiga fyrirrennara. menn sem greiddu þeim veg og boðuðu sannindi, sem bentu til þess, er síðar kom fram í fyllingu tímans. Jafn- vel meistarinn mesti stóð með boðskap sinn að miklu leyti á herðum horfinna stór- menna. Hefði Davið konung- ur ekki slegið hörpu sína og hinir stórmiklu spámenn Gyðinga ekki starfað hefði fylling tímans ekki verið kom- in fyrir fagnaðarerindi Krists. Þessir menn voru fyrirennar- ar hans. Þó hefur einn verið öðrum fremur nefndur ..fyrirrennar- inn". Sá var Jóhannes gkír- ari, og mynd hans dregur kirkjan fram þegar naer dreg- ur jólum, og helgar honum þriðja sunnudag í aðventu. Guðspjöll segja ekki margt um Jóhannes skírara, og þó er mynd hans af þeim fáu ummælum skýr. Svo merki- legur sérstæður maður var þessi frændi Jesú. Auk guð- spjallanna minnist hinn frægi sagnaritari Gyðinga Jósefus — ekki kristinn — Skirarans og getur hans lofsamlega. Allar heimildir um hann sýna svipsterkan mann, sterkan og heilsteyptan sann- leikspostula, vægðarlausan mann, sem þekkir ekki hik eða hálfvelgju. Þaðleikur naumast um hann Ijúfur blær eða angan úr blómabrekkum Galíleu. Þar sem hann stend- ur á bökkum Jórdanár og flytur sitt sterka, hljómríka mál leikur um hann eyði- merkurstormur og fjallaloft. Við eigum þess ekki annan kost að kynnast honum en hann, að taka trúanlegt það, sem guðspjöll herma. Hann var prestssonur, og prestsembættin voru arfgeng frá föður til sonar í kirkju Gyðinga og nutu mikillar virðingar. Þvi segir það eitt nokkuð mikið um Jóhannes, að hann gengur ekki sama veg og faðir hans, sinnir ekki prestsþjónustu í musterinu, sem hann hafði þó ætt og sjálfsagt uppeldi til. Þetta bendir óðara á einn ríkasta þáttinn i skapgerð Skirarans: Sjálfræði hans og algert Fyrir- rennar- inn skeytingarleysi um það, hvað aðrir kynnu um orð hans og athafnir að segja Ungurleit- ar hann einveru. Um hefð- bundna siði hirðir hann ekki en lifir árum saman í ein- semd óbyggðanna. Um prestssoninn hefir sjálfsagt mörgum þótt þessar tiltektir furðulegar, en um það skeytir hann engu. Hann gerist vægðarlaus meinlæta- maður um klæðnað og fæðu, og hann leggur leið sina frá þeirri kirkju, sem hann var þó fæddur til að þjóna. Hann hafði enga trú á þvi, að fórnarþjónustan i musterinu væri þess umkomin að greiða þeim sannleika veg, sem hann vissi þjóðinni nauðsyn- legasta að heyra. Hann virð- ist enga trú hafa haft á stein- runnu helgisiðakerfi kirkju sinnar að bænaáköllum hennar. Sá klæðnaður, sem hann velur sér, er eins og hrópandi andmæli-gegn tildursskrúða prestanna. Hann klæðist grófum kufli úr úlfaldahári einum saman og girðir sig leðuról. Þannig stendur hann, stormanna og óbyggðanna sterki sonur, í uppreisn gegn hræsninni, helgislepju og hefðbundnu formi kirkjunnar: Hreinskiln- innar, hreystinnar heilaga mynd. Frændi hansfrá Nasaret var honum ólíkur á ýmsa lund, en dáði hann mjög og ferðaðist sjálfur til Jórdanár og lét skírast. Ljósustu máli um álit hans á Jóhannesi mæla þessi orð Jesú til mannfjölda, sem á hann hlýðir: „Hvað fóruð þér út I óbyggðina að sjá? Reyr af vindi skekinn? Eða hvaðfór- uð þér út að sjá? Mann mjúk- klæddan? Sjá, þeir sem bera mjúk klæði, eru í höllum kon- unganna. Eða til hversfóruð þér út? Til að sjá spámann? Já, ég segi yður, jafnvel meira en spámann. . . Eigi hefur komið fram meðal þeirra, eraf konum eru fæddir meiri maður en Jóhannes skírari". Þessi ummæli hefur guð- spjallið eftir Jesú um Jóhannes. Þausýna, hve mjög hann hefur dáð þennan mann, eins ólikir og þeir frændur tveir voru á ýmsa lund. Jóhannes brýnir raust sina úti í óbyggðinni, og hann hirðir um það sizt, hvern gagnóm þau kunni að vekja, þegar þau berast til Jerúsa- lem, og hann vandar ekki siðspilltum valdhaga kveðj- urnar. Orð hans eru eins og maðurinn var sjálfur: Vægðarlaus eins og hann, sterk eins og hann, brenn- andi særing til iðrunar og yfirbótar, svipa reidd á loft til að húðstrýkja samvizku sof- andi manna. Timinn liður, Heródes kon- ungur er sárreiður ýmsum orðum Skirarans, sem til hans berast, en þorirekki fólksins vegna að láta taka hann fastan. En þá loks, þeg- ar Jóhannes þrumar gegn siðleysi konungs, er honum varpað í fangelsi. í dimmum, fúlum fangaklefa undir Makkeruskastalanum hafði fjöldi fanga áður þjáðzt og látið lífið. Þar vann blakkur böðull Heródesar á Jóhann- esi síðasta niðingsverkið, að höggva höfuð hans frá boln- um. Næsta sunnudag skulum við verða samferða inn í fúl- an fangaklefa Jóhannesar. Þar er lærdómsríka sögu að lesa. HEFUR ÞO LESIÖ FÍLUPOKANA ---Inn á hveil kAÍmilil Gunnar Gunnarsson hefur um langt ske»ð verið eirm virtasti höfund- af A Norðortöndum Ritsafn Gunnars Gunnarssonar _ Áður útkomnar >S Ný útkomnar Saga Borgarættarinnar Vargur í véum Svartfugl Sælir eru einfaldir Fjallkirkjan 1, Jón Arason Fjallkirkjan II Sálumessa Fjallkirkjan III rlm_ r»i>-iicnniir rimm J í CfcTM llOvzy v- . Vikivaki Dimmufjöll Heiðaharmur J Fjandvinir JL AlmenriS SÓHatélagið, f /i/ Austurstræti 18. Bolhotti 6. V / sfmi 19707 st'mi 32620 [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.