Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
17
- Sir Laurence
Framhald af bls. 23
reyna of mjög á leikara til þess, að hann
geti haft ánægju af þeim. Og þegar frá
líður verða menn að fara að taka á
honum stóra sínum. Það getur orðið
gríðarleg áreynsla að halda hlutverki
fersku og dofna ekki í því, láta sér ekki
leiðast í því. En sú áhætta fylgir starfi
leikara, að þeir kunna að verða kvaddir
til þess hvenær sem er að sýna af sér
hvers kyns læti, sem þeim eru hreint
ekki í hug þá stundina.
Þú spurðir, hvort ég hefði einhvern
tíma orðið hissa á vinsældum einhvers
hlutverks míns. Jú, ég held ég megi
segja það. Það vakti furðu mína, hve
„Long Day's Journay into Night" var vel
tekið (fékk Emmyverðlaunin árið 1973).
Nei, ég skammaðist mín ekki fyrir það.
En það olli mér talsverðri undrun, hve
því var vel tekið. Þessu er nú venjulega
öfugt farið. Maður heldur þá, að undir.
tektir verði frábærar — en reynist svo
einn um þá skoðun. Svona getur mönn-
um skjöplazt.
Um Tennessee Williams: „Hann er
miklu skemmtilegri og indælli maður en
menn halda. Ég man, að við vorum einu
sinni saman í veizlu hjá Dickie Burton í
New York. Þetta var gríðarleg veizla;
gestirnir skiptu ábyggilega hundruðum.
Þarna var stór sundlaug og lá rennibraut
niður í hana. Ég sá nú í hendi mér áður
en ég fór, að heiman, að einhverjir
mundu lenda í lauginni. Ég tók því með
mér nokkrar stuttbuxur, leista og peysu.
Og það leið ekki á löngu þar til nokkrir
voru komnir í laugina. Meðal þeifra var
Tennessee. Var hann þá orðinn blautur
bæði innvortis og útvortis. Ég dró hann
upp úr lauginni, þurrkaði hann og færði
í fötin, sem ég hafði haft með mér. Svo
fórum við niður. Þá sagði Tennessee
(með miklum suðurríkjahreimi): „Nú
ætti ég sjálfsagt að segja, að ég hefði
ævinlega reitt mig á góðsemi ókunnugra
— en við þekkjum hvor annan of vel til
þess“.
„Mér þætti bölvað, ef ég væri ekki
leikari. En það er i mér einhver veila að
því leyti, að ég get aldrei horfið aftur til
hiuta, sem mér finnst ég hafa lokið
þegar. Ég skal taka Chichesterleikhúsið
til dæmis. Þar á ég ýmsa ágæta vini. En
ég get ekki hugsað mér að fara þangað
aftur. Eins er um þjóðleikhúsið. A frum-
sýningunni þar fannst mér ég vera
draugur. Það er eitthvað, sem heldur í
mig, ég get aldrei snúið aftur, verð að
halda áfram ferðinni. Ég veit ekki,
hvernig á þessu stendúr. Ekki getur það
verið leikhúsunum að kenna; þau eru
hvert öðru betra...
Um þjóðleikhúsið nýja: „1 fyrstu viss-
um við ekkert, hvern við ættum að fá til
að teikna húsið. Við vissum ekki einu
sinni, hvernig við ættum að hafa uppi á
manni til þess. Ef við hefðum efnt til
samkeppni hefðum við orðið að lúta vilja
sigurvegarans í einu og öllu úr því. Við
þinguðum um málið og ræddum það frá
öllum hliðum. Þá kom mér nokkuð
snjallt í hug. Ég stakk upp á því, aó við
bæðum Konunglegu brezku arkitektúr-
stofnunina að velja. 20 beztu menn úr
hópi 150 eða 200 — en við yfirheyrðum
síðan hina 20. Við vissum nokkurn veg-
inn hverjir það yrði. En við vorum búnir
að tala við þó nokkra, þegar röðin kom
að Denis Lasdun, sem var ráðinn á
endanum. Flestir hinna höfðu komið
með félögum sínum einhverjum ellegar
aðstoðarmönnum. En Lasdun kom einn
og reyndist ekki þurfa á neinni aðstoð að
halda.
Hann settist umsvifalaust upp á skrif-
borð og fór að tala. Hann var greinilega
frábær ræðumaður. Og hann tók okkur
með trompi, ef ég má komast svo að orði.
Okkur varð ljóst, að hann var bæði vel
gefinn og listfengur, og mjög góður arkí-
tekt. Hann bjó lika að mikilli þekkingu.
Og það fór aldrei hjá því, að hann hitti
naglann á höfuðið. Eftir, að við höfðum
hlýtt á hann þurftum við ekki að ræða
málið frekar — við vorum á einu-máli".
Það var komið undir kvöld og farið að
bregða birtu. Skýin, sem höfðu liðið
fyrir gluggann við og við, sáust ekki
lengur. Ég var meira að segja hætt að sjá
skrifblokkina sína. Það var bersýnilega
ekki orðum aukið, að Sir Laurence væri
naumur á rafmagn. Allt í einu hrópaði
hann upp yfir sig: „Guð sé oss næstur!
Veiztu hvað klukkan er orðinn?" „Svo
bætti hann við: „Yrði þetta ekki fín
fyrirsögn á viðtalið: Guð sé oss næstur!
Veiztu hvað klukkan er orðin?"...
Það var kontinn tími til að fara. Nýi
sjónvarpsleikstjórinn varð að fá vinnu-
fríð. Vinnan er honum lifsnauðsyn;
honum Iíður því betur þeim mun meira,
sem hann vinnur. Hann reis á fætur,
kveikti ljósin í stofunni og dró tjöldin
fyrir. Þegar ég fór var hann seztur á
annan sófann, og niðursokkinn í hand-
ritið að „Hindle Wakes.“
— Einn naglinn
Framhald af bls. 2
ábyrgu lýðræðissinnuðu
- stjórnmálaflokka, sem nú fara
með völd í landinu. Rétt er að
taka það fram, að þrátt fyrir
framangreindar ýfingar og bar-
áttu um völdin innan Alþýðu-
sambandsins, þá voru á þinginu
afgreidd mörg veigamikil mál.
Umræður mörkuðust að vísu af
viðleitni fulltrúa „órólegu
deildarinnar" til þess að
smeygja inn I ályktanir og sam-
þykktir þingsins úreltum slag-
orðum kommúnista og pólitisk-
um áróðurssetningum.“
Að lokum sagðaSigurður Ösk-
arsson:
„I afstöðunni til kjaramála
voru menn einhuga um að
nauðsynlegt væri að bæta kjör
hinna lægst launuðu og ég vil
taka það fram að síðasti for-
mannafundur Sjálfstæðis-
flokksins áréttar þetta sama
atriði i stefnuyfirlýsingu sinni
sérstaklega. Virðist þetta því
vera samdóma álit allra, að á
þessu sé brýn þörf. Þó efast ég
um stuðning Alþýðubandalags-
manna við þetta atriði, a.m.k.
ber stuðningur eða öllu heldur
stuðningsleysi þeirra við Aðal-
heiði Bjarnfreðsdóttur ekki
þessu vitni. Ummæli kommún-
ista um hana eftir kjörið ber
heldur ekki heilindum um
þessa stefnu verkalýðshreyf-
ingarinnar vitni."
Jólafrí næsta
laugardag?
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur sent út bréf til allra skóla
landsins, þar sem fram kemur að
kennurum við skólana er sett það
í sjálfsvald hvort þeir kjósi að
kenna fremur laugardaginn 18.
desember i stað mánudagsins 20.
desember, sem gert var ráð fyrir
að yrði siðasti kennsludagurinn
fyrir jól, en ýmsir kennarar hafa
óskað eftir því að fá fremur að
kenna á laugardag.
Lögreglan
bjargaði
vegalausum
dönsurum
LÖGREGLAN í Reykjavík átti er-
ilsama nótt I fyrrinótt vegna veð-
ursins, sem gekk yfir. Lögreglu-
stöðin fylltist svo til af fólki, sem
ekki komst leiðar sinnar vegna
óveðursins og vegna þess að þæf-
ingsfærð ver I borginni. Margt af
þessu fólki var að koma af dans-
leikjum i borginni og var varla
búið til þess að fara húsa í milli.
Lögreglan stóð í þvi að aka þessu
fólki heim fram undir morgun.
Varalitir
& naglalökk
Mary Quant naglalokkin
hata þann hentuga eigin-
leika að þorna óvenju
fljótt.
Mary Quant varalitir
eru sérstaklega
mjúkir.
Vinsælasti varalitur-
inn á markaðnum
Rakamjólkin nauðsynlega hvort sem
heldur er notaSur farði eður ei.
Dagleg notkun heldur húðinni mjúkri og
Utsölustaðir í Reykjavik:
Karnabær, Austurstræti 22, Snyrtivöruverzlunin
Laugavegsapótek, Glæsibæ,
Laugaveg 16, Árbæjarapótek v/Hraunbæ
Bonný, Laugaveg 35, Verzl. Efribær, Breiðholti,
Topptízkan, Aðalstræti 9, Snyrtistofa Gróu,
Vesturbæjarapótek v/Melhaga, Vesturgötu 39,
Laugarnesapótek v/Kirkjuteig, Rammagerðin,
Hótel Loftleiðum,
Heildsölubirgðir
Björn Pétursson & Co. hfsími 28155
I daglegu lifi nútímakonunnar
missir húðin meiri raka vegna
minni útiveru og því nauðsynlegt
að bæta rakamissinn upp
með góðu næturkremi
Night Cream er mesti
rakagjafinn frá Mary Ouant
uk
Night cream er nánast
fitulaus rakagjafi
og hentar þvi þurri og
normal húð mjog vel
Qcarjsin
Algjórlega fitulaus,
en mild hreinismjólk
fyrir normal
og feita húð.