Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
Sviðsmenn að störfum við leikmyndir á sviðinu — myndin er
frá því er Silfurtungl Laxness var til sýninga
í Þjóðleikhúsinu f fyrra. ,
*ó\ttvetÍ ^ V)á ***
Y\\eVíu - v\u s\ttnr’ \e\V^uS v.aö
a _ Va° .. c\o U°\v.Txdttt
\dttt
aö
vettt
vv
öia'
játtt * v\ð
settt \eT
»ftsc”"we»
Að störfum
í saumastofunni.
.
Fjölþættara starf
„Það sem hefur gerzt undanfarin
þrjú ár er að hér hefur átt sér stað
umfangsmeiri starfsemi en áður,“
sagði Sveinn, „hún er orðin fjölþættari
og liggja til þess ýmsar ástæður.
Leikhúsið hefur leitað samneytis við
áhorfendur á breiðari grundvelli, og þá
ekki aðeins á stóra sviðinu heldur
einnig á litla sviðinu í kjallaranum,
auk þess sem til hafa komið sýningar,
sem unnar hafa verið í hópvinnu og
sendar eru út úr húsinu. Á þessu tíma-
bili hefur einnig Islenzki dansflokkur-
inn tekið til starfa, og enda þótt hann
teljist sjálfstæð stofnun, hvílir rekstur
hans á Þjóðleikhúsinu. Þá höfum við
byrjað aftur óperustarfsemi og höfum
sett okkur það mark að reyna að flytja
eitt slíkt verk á hverju leikári. Við
þetta bætist síðan að leikhúsið hefur í
auknum mæli efnt til leikfara hér
innan lands á sjálfu leikárinu en ekki
einungis yfir sumartímann, eins og
venja hefur verið. Það sem stendur
hins vegar í vegi fyrir að við getum
farið inn á þessa braut í ríkari mæli er
aðaliega sú staðreynd, að við höfum
ekki yfir nægilega stórum leikarahópi
að ráða og reyndin er yfirleitt sú að
allir okkar helztu leikarar eru í 2 til 3
hlutverkum samtimis.
Á faralds fæti
Loks verður að geta eins þáttar í
starfseminni, sem nú gætir mun meira
en áður — leikferðir erlendis. Inúk
hefur til að mynda verið leikinn í 18
löndum það sem af er og sömuleiðis fór
stór hópur leikara og söngvara í leikför
til Kanada og Bandaríkjanna. Stöðugt
berast boð um meira af slíku, bæði
óskir um að fá Inúkhópinn til sýninga-
halds, enda þykir sýning þeirra henta
mjög vel til slíkra leikferða, þar sem
hún er fámenn og skilst vel, og eins
hefur leikhúsinu sjálfu verið boðið að
senda stærri sýningu, bæði til Norður-
landa og Ameríku. Þykir mér trúlegt
að við tökum þessum boðum í þeim
mæli sem hægt er að koma þvi við og ef
fjárhagslegur grundvöllur er fyrir
hendi.“
Sveinn sagði, að i þessu fælist að sú
einangrun sem islenzkt leikhúsfólk
hefði lengst af búið við og fundið tölu-
vert fyrir, væri nú að nokkru leyti
rofin. Áhuginn erlendis fyrir því að fá
islenzkar sýningar sýndi, svo ekki yrði
um villzt, að íslenzkt leikhús væri orðið
hlutgengt á erlendum vettvangi, og
sama væri að segja um erlenda leikhús-
menn sem hingað kæmu, — þeir hefðu
borið okkur vel söguna og einatt látið
stór orð falla um íslenzkt leikhúslíf.
Aukin aðsókn
„Af öllu þessu má ljóst vera,“ sagði
Sveinn, „að öll starfsemi leikhússins er
miklu margþættari en áður var, og
barist hér á fleiri vígstöðum. Nú, sumt
tekst vel, en annað miður, eins og
gengur, og maður verður ætíð að vera
við því búinn að ekki gangi allt í hag-
inn. Samt verður ekki annað sagt,
þegar á heildina er litið, en að við
höfum haft góðan meðbyr. Það sést
bezt þegar litið er á fjölda sýninga og
áhorfenda. Fyrir fáeinum árum náði
Þjóðleikhúsið um 200 til 220 sýningum
á leikári en á síðasta ári urðu þær
tæplega 400. Einnig var algengt að
áhorfendafjöldinn væri um 80 þúsund
manns á ári en undanfarin þrjú ár
hefur hann farið yfir 100 þúsund og á
síðasta leikári sóttu 134 þúsund manns
sýningar í leikhúsinu. 1 haust hefur
nýtingin verið afar góð allt- fram til
þessa og verður um áramótin næstu
trúlega betri en var í fyrra.“
„Einhver var hér í blaði um daginn
að hafa áhygjjur af verkstjórn hér
Rætt við Svein
Einarsson þjóð-
leikhússtjóra
um aukin umsvif
leikhússins,
aðbúnað, tízku-
stefnur og
sitthvað fleira
innanhúss vegna þess að eitt einstakt
verkefni féll honum ekki i geð,“ hélt
Sveinn áfram. „Hin auknu umsvif leik-
hússins hljóta þó að gefa til kynna að
einhver verkstjórn hafi komið þar til,
úr því að þetta hefur reynzt unnt með
nákvæmlega sama fjölda starfsfólks.
Þetta hefur byggst á sameiginlegu
átaki og ég get borið um að mannskap-
urinn hefur lagt á sig mikla vinnu,
jafnt leikarar sem annað starfsfólk
Þjóðleikhússins.
Skyldur
Þjóðleikhússins
Þessi auknu umsvif innan leik-
hússins hafa vissulega opnað mögu-
Ieika á fjölbreyttari viðfangsefnum,
enda er eðlilegt að á leiksviðinu komi
til tals margar raddir og margvíslegar,
og síðan er jafn eðlilegt, að verkefnin
falli áhorfendum mismunandi vel í
geð. Leikhús á í sjálfu sér ævinlega að
tefla á einhverja hættu, því að annars
er stöðnun þess vís. Það er ekki þar
með sagt, að leikhúsin eigi að halda
uppi stöðugri tilraunastarfsemi — það
er ekkert markmið í sjálfu sér, allra
sízt fyrir Þjóðleikhús, sem verður að
vera sem víðfeðmast i vali verkefna.
Um leið hefur slíkt leikhús sérstakar
skyldur við innlenda höfunda, bæði
látna og núlifandi, og miðað við
samsvarandi leikhús erlendis þykist ég
geta fullyrt, að óvenju stór hluti okkar
verkefna sé af innlendu bergi brotinn.
Eins höfum við þær skyldur að koma
hér á framfæri helztu afreksverkum
leikbókmenntanna, svo sem unnt er, en
það hefur þó jafnan verið háð þeim
takmörkunum, að við eigum í mörgum
tilvikum ekki þýðingar á þeim, hefur
ekki tekizt að örva til þýðinga vanda-
samari verka, einkum í bundnu máli
eða við höfum ekki treyst okkur til að
ráðast í þau af ýmsum öðrum ástæðum.
Leikrit verða ekki sígild af sjálfu sér
heldur því aðeins að hver ný kynslóð
finni i þeim eitthvað það sem höfðar tll
hennar.“
Sveinn segir ennfremur, að með til-
komu litla leiksviðsins í Þjóðleikhús-
kjallaranum hafi opnast auknir mögu-
leikar til tilraunastarfsemi, sem sumir
myndu kalla svo, enda sé bæði holt og
nauðsynlegt fyrir leikhúsið og starfslið
þess að glíma á stundum við umdeild
verkefni. Nýjar vinnuaðferðir hafi
ekki aðeins komið fullorðnum
áhorfendum til góða heldur einnig
börnum, þvi að starfsemi leikhússins á
því sviði hafi aukizt mjög, og megi þar
nefna nýstárleg viðfangsefni, eins og
Furðuverkið og Milli himins og jarðar,
sem sýnt var á litla sviðinu og Litla
prinsinn, þar sem var á ferðinni
nokkuð óvenjuleg samvinna milli hefð-
bundins Ieikhúss og brúðuleikhúss.