Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 Fyrir réttri viku leitaði Morgunblaðið svara hjá fólki við ýmsum spurningum um launamál. Svörin voru á marga laund og nú hefur blaðið enn leitað svara við sömu spurningum hjá fólki í ýmsum störfum. Spurningarnar voru þessar: 1 • Hvernig telur þú að hægt sé að bæta kjör hinna lægst launuðu? 2« Hvað er að þínu mati kjarabætur annað en beinar kauphækkanir? 3* Hvernig á að ráða bót á verðbólgunni? Gestur Einarsson VINNUR I SÆLGÆTISGERÐINNI OPAL. 1. Lágmark aó fólk geti lifaó af dagvinnulaunum. 2. Að leggja ekki skatta á lægstu laun. 3. Þessu get ég ekki svarað frekaren ríkisstjórnin okkar. og er sá fyrsti Asgeir Höskulds- son: 1) P’yrst og fremst að þeir lægst launuðu fái mannsæm- andi kjör, þá er fyrst um kjara- bætur að ræða. 2) Það er tvímælalaust kjarabót fyrir láglaunafólk ef skattarnir lækka og það er öruggt mál að ef það tekst að draga úr verðbólgunni eða stöðva hana þá eru það beztu kjarabætur sem hægt er að fá. 3) I fyrsta lagi er það að verðlag haldist stöðugt og að gengi íslenzku krónunnar verði stöðugt líka, en annars þarf hagfræðinga til að svara þess- um spurningum. Reynir Armannsson svaraði á þessa leið: 1 ) Bæði fyrrverandi og núverandi vinstristjórnir höfðu það á stefnuskrá sinni að bæta kjör hinna lægst launuðu en það hefur að mínu mati ekki tekizt. Til að bæta kjör hinna lægst launuðu þarf í samning- um að hafa láglaunafólkið i huga og láta þá sem eru hærra launaðir bíða á meðan. Ríkis- stjórnin verður að hafa lægst launaða fólkið meira í huga. Spurningar 2 og 3 hanga að verulegu leyti saman og það er ljóst að meira verðlagseftirlit þarf og sterkari neytendasam- tök. Jón Helgason sagði: 1) Það þarf að hækka veru- lega laun hinna lægst launuðu án þess að það sé tekið aftur í hækkuðu verðlagi. 2) Samræma þarf verð- Iagseftirlit og skattabreytingar eru sjálfsagt kjarabætur fyrir marga. 3) Við þessari spurningu er ekki hægt að gefa neina lausn, það hefur víða gengið illa og ég get ekki lagt þar til neina leið, það verða hagfræð- ingar að gera. Páll Hreinsson að ákveðnum aldri, t.d. 28 ára. Létt þannig átakið við að koma þaki yfir höfuðið samhliða hjú- skaparstofnun. Einnig mætti fella niður gjöld dagvistunarstofnana fyrir þá for- eldra, sem vinna úti og hafa ekki í önnur hús að venda með börn sín. 3. Gera krónuna aftur að krónu með sínum 100 aurum og endurvekja trú fólks á öllu ís- lenzku. Varast erlendar lántökur og fjármagn án vinnu, sem fer beint í eyðslu og er spennuvald- andi. Treysta stoðir framleiðslu- atvinnuveganna og framleiða eig- in neyzluvörur. Siðast en ekki sízt, auka kaupmáttinn, þannig að ekki skapist togstreita kaupgjalds og verðlags. Ragnheiður Grétarsdóttir STARFARI PRENTSMIÐJUNNI ODDA. 1. Skikka ráðherrana til að lifa á verkamannalaunum í eitt ár. 2. Lækkað vöruverð, lækkun skatta, hærri persónufrádrátt. 3. Með sparnaði — og með því að koma í veg fyrir allt svínarí og fjármálabrask. Halla Thorlacius STARFAR VIÐ AFGREIÐSLU HJÁ TOLLSTJORA- EMBÆTTINU 1. Hækka launin hjá þeim, sem lægst eru launaðir, en ekki hjá þeim, sem eru betur launaðir. 2. Lægri skatta eða meiri skattafrádrátt. 3. Flytja minna inn af er- lendum vörum og selja meira af íslenzkum — eða verðstöðvun. Skarphéðinn Magnússon VINNUR A BlLAÞVOTTASTÖÐINNI BLIKA 1. Þetta er nú þessi sígilda spurning, sem oft er búið að svara — og á mismunandi vegu. Það er hægt á margan hátt að bæta kjör þeirra lægst launuðu: T.d. með því að gera mönnum kleift að koma yfir sig þaki á leigukjörum, þvi ekki eru þau svo lítil nú. 2. Meðan skattamál þjóðar- innar eru í því horfi, að mönnum er refsað fyrir að vinna mikið (og þar af leiðandi afla gjaldeyris) er ekki von á góðú. Það þyrfti að verðlauna það fólk, sem ynni mik- ið. Það þarf að gera gangskör að því að lagfæra lífeyrissjóðakerfið svo þeir séu kjarabót, en ekki refsiskattur. 3. Það gefur auga leið, að það má ekki lifa um efni fram. Ekki fjárfesta með lánum, sem eru borguð með öðrum lánum. Það kostar peninga að taka lán, en mér finnast ráðamenn þjóðar- innar ekki hafa verið til eftir- breytni í þessu efni. Sandra Róberts VINNUR t KEXVERKSMIÐJUNNI FRÓN 1. Hækka kaupið í krónu- tölu, en ekki í prósentuvís, því þá vilja þeir, sem eru hærra launaðir, fá sómu prósentutölu (Lágmarkslaun verði 100 þús- und fyrir 40 stunda vinnu á viku). 2. Engan tekjuskatt á lægstu laun og engan söluskatt á neyzluvörur. Heimavinnandi húsmæður fái sama skattafrá- drátt og þær, sem vinna úti. Gera á fólki, sem er að eignast sitt fyrsta húsnæði, kleift að borga enga skatta i tvö ár, eða á meðan á húsbyggingu stendur. Menn, sem eiga fyrirtæki, borgi ekki minni skatta en hæst laun- uðu starfsmenn í sama fyrir- tæki. 3. Draga úr ríkishákninu. Takmarka á lántökur erlendis og fara ekki út í allt of miklar framkvæmdir fyrr en peningar eru til fyrir þeim í landinu. Skattleggja verðbólgugróða og halda öllu verði sem mest niðri. Innflytjendum verði gert skylt. að gera hagstæð innkaup. Birgir ÞormóÖsson, STARFAR HJA VÖRUFLUTNINGA MIÐSTÖÐINNI. 1. og2. Kjör hinna lægst launuðu má bæta með ýmsum hætti. Fyrst vil ég nefna að hækka ætti öll laun upp í hundrað þúsund á mánuði, en þó með þeim fyrir vara, að þeir kauphækkun fylgdi ekki hækk- un á verðlagi. Þá finnst mér að fólk, sem býr i leiguhúsnæði, ætti að fá þá peninga, sem það borgar í húsaleigu frádregna skatti. Það á að fella niður söluskatt af nauðsynjavörum, eins og mjólk o.fl. þess háttar. Ríkið gæti bætt sér tekjumissinn af því með því að hætta að borga útlendingum fyrir að borða ís- lenzkt kjöt, þ.e.a.s. hætta öllum útflutningsuppbótum á íslenzk- ar landbúnaðarvörur. Ég hef heyrt að upphæð, sem nemi öll- um hagnaði okkar á síldveiðun- um í ár, hafi farið í útflutings- bætur á kjöti. Lækkun beinna skatta er að mínum dómi kjarabót, sem gæti komið að verulegu leyti í stað beinna kauphækkana. T.d tel ég að lækka ætti skatta af yfir- vinnu, þannig að fólk sé ekki beinlinis fælt frá því að vinna eins mikið og það þarf, t.d. ef það er að kaupa sér hús eða byggja. Ég held að það væri heppilegra ef fólk gæti unnið að verulegu leyti fyrir húsa- kaupum sjálft, í stað þess að vera að taka stór lán hjá riki og lífeyrissjóðum. En fólk er að sjáflsögðu ekki æst í að vinna Framhald á bls. 27 Reynir Ármannsson og Jón Helgason. Þvi miður náðist ekki að mynda Asgeir Höskuldsson. Beztu kjara- bætur ef tekst að draga úr verðbólgu — SEGJA PÖSTMENN Á Pósthúsinu urðu þrír menn fyrir svörum, hver i sinni deild AFGREIÐSLUMAÐUR HJA S.S. 1. Með þvi að auka kaupmátt launa, en fjölga ekki launakrón- um og rýra verðgildi þeirra. Þessu marki má ná með niður- færsluleið, en til þess að byrja með þarf að auka kaupmáttínn um 25% með afnámi skatta og útsvars á tekjur undir 900 þúsund á ári. 2. Aðstoð í byggingamálum ungs fólks, þannig að nálgist meira fyrirkomulag hjá frænd- þjóðum okkar, þ.e. leigukaupa- samninga. Lækkun vaxta á lánum til húsnæðis fyrir láglaunahópa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.