Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 1
80 SIÐUR 274. tbl. 63. árg. SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Spánn: Forsetaríkis- ráðsins rænt Madrid, 11. desember Reuter. FJORIR menn vopnaðir vélbyss- um rændu í dag forseta spænska ráðgefandi ríkisráðsins, Antonion Maria de Oriol y Urquijo, að sögn lögreglunnar. Oriol, sem fyrrum var dómsmálaráðherra, er af einni ríkustu fjölskyldu baska- héraðanna, þar sem þjóðernis- sinnaðir skæruliðar hafa háð bar- áttu fyrir heimastjórn. Ríkisráðið, sem er skipað af þjóðhöfðingjanum, er ríkisstjórn- inni ráðgefandi um lagasetningar. Álitið er að ræningjarnir séu skæruliðar úr aðskilnaðarhreyf- ingu Baska, ETA. Mennirnir fóru inn í skrifstofu Oriols og sögðu að þeir væru send- ir af sóknarpresti og óskuðu eftir að fá að tala við hann. Þegar þeir voru komnir inn til Oriols drógu þeir fram vélbyssur og skipuðu syni hans, einkaritara og skrif- stofufólki að leggjast á gólfið. Samkvæmt frásögn lögreglunnar hefur Oriol margsinnis verið hót- að af ETA. I október síðast liðnum myrti ETA Juan Maria de Araluce, sem átti sæti.í annarri opinberri ráð- gjafarnefnd í San Sebastian. Eftir það morð var lögreglunni gefið sérstakt vald til að leita og hand- taka fólk í baskahéruðunum. Morðingjarnir hafa enn ekki fundist. Oriol er æðsti maður, sem rænt hefur verið síðan í borgara- stríðinu 1936. Símamynd AP Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, kveður fréttamenn í sfðasta skipti á blaðamannafundi f aðalstöðvum NATO í Brússel að loknum ráðherrafundi bandalagsins. Sveitarstjórnarkosningar í Portúgal: Prófraun fyrir minni- hlutastiórn Soares Lissabon, 11. desember.— Reuter. Á MORGUN verður gengið til sveitarstjórnakosninga f Portúgal og eru þær mikil prófraun fyrir stjórn sósíalista. Er litið á kosn- ingarnar sem þjóðaratkvæða- greiðslu um frammistöðu minni- hluta stjórnar Mario Soarcs, sem farið hefur með völd f fimm mán- uði. Kosnir verða 45.000 borgar- og sveitarstjórnafulltrúar. Sósíalistar, sem hafa 107 af 263 sætum þingsins, hafa verið gagn- rýndir af hægriflokkunum fyrir vangetu í stjórn og af vinstri flokkunum fyrir óvinsælar sparn- aðarráðstafanir. Kosningarnar á sunnudaginn eru fyrstu frjálsu sveitarstjórna- kosningarnar í Portúgal, og þriðju meiriháttar kosningarnar í landinu í ár. Búizt er við að kosn- ingaþátttaka verði minni nú en áður þar sem lítils áhuga virðist gæta hjá kjósendum. Þá má búast við að alda sprenginga hermdar- verkamanna, sem gengið hefur yfir, haldi fólki frá kjörstöðum, en þær hafa sett óhug i fólk, þótt ekki hafi þær enn valdið mann- tjóni. Aðalvatnsveita Lissabon var eyðilögð í sprengingu á fimmtu- dag og í dag voru flestir íbúar borgarinnar enn vatnslausir. Yfirvöld segja að eitthvert lag verði komið á vatnsveituna í dag en að skortur verði á vatni fram á þriðjudag. Framhald á bls. 27 Mannfjöldi f Highfield nálægt Salisbury f Ródesíu fagnar Elliot Gabellah, varaforseta frelsis- hreyfingar Muzoreve, þegar hann flutti ræðu og skýrði frá gangi ráðstefnunnar um framtíð Ródesíu f Genf. Brezka þing- ið samþykkir 200 milurnar London, 11. desember. Reuter. BREZKA þingið samþykkti í gær formlega útfærslu fiskveiðilög- sögu landsins í 200 milur I sam- ræmi við stefnu EBE i fiskveaði- málum. Tekur útfærslan gildi strax eftir nk. áramót. Þá til- kynnti brezka sjávarútvegsráðu- neytið einnig í dag bann við síld- veiðum til bræðslu á miðunum undan vesturströnd Skotlands og þeim hluta Norðursjávar, sem fellur undir brezk yfirráð. Gildir bann þetta frá 1. janúar, en allar síldveiðar á þessum svæðum eru bannaðar til 31. desember n.k. Þorsk- og rækjukvótar ákveðnir við Grænland Julianhaab, Grænlandi, 11. desember. Frá Henrik Lund fréttar. Mbl. FUNDI NV-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar lauk á Kan- ari eyjum I gær og eru lauk á Kanaríeyjum I gær og eru Eiturský 1 Louisiana Baton Rouge, Louisiana, 11. desember. Reuter. ÞÚSUNDIR manna voru í gær og dag fluttir á brott frá Missisippi- fljóti, undan baneitruðu klórskýi, sem seig hægt niður eftir fljótinu eftir sprengingu í efnaverk- smiðju í Baton Rouge og allar siglingar um fljótið voru bannað- ar. tbúar lítilla þorpa á bökkum þess voru fluttir á brott og í Baton Rouge voru allir reknir úr veit- ingastöðum borgarinnar og næturklúbbahverfinu svo og stúdentar Southern University. Þá voru yfirvöld farin að undir- búa brottflutning 3000 fanga frá fylkisfangelsinu í Angóla, skammt frá Baton Rouge. Ekki hefur enn verið hægt að komast að hvað olli sprengingunni í verk- smiðju stórfyrirtækisins Allied Chemicals. danskir og grænlenzkir embættis- menn sagðir ánægðir með ákvarð- anir, sem teknar voru um rækju- og þorkveiðikvóta innan hinna nýju 200 mílna marka frá grunn- línum að miðlinu á Davissundi. Þorskkvótinn var ákveðinn 31 þúsund lestir, þar af skiptast 29000 lestir milli Færeyinga og Grænlendinga, en 2000 lestum verður skipt með samningum milli annarra þjóða. Þá var rækju- kvótinn ákveðinn 36000 lestir og fá Grænlendingar og Færeyingar 29000 lestir, en 7000 lestum verð- ur skipt milli annarra. Rússar lofa að hætta truflunum Stokk'hólmi, 11. desember. Reuter. NTB. SOVÉZK yfirvöld hafa tilkynnt sænsku stjórninni, að öflugar stuttbylgjusendingar, sem truflað hafa útvarpssendingar víðsvegar um Evrópu kunni að hafa orsak- ast af tilraunum í sambandi við uppsetningar á sovézkum út- varpsstöðvum. 1 bréfi, sem kunn- gert var í Stokkhólmi í gær frá sovézku póst- og símamálastofn- uninni, segir, að Sovétmenn muni gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari truflanir. Bergmansmálið: Ríkissaksóknari telur máls- höfðunma embættisleg afglöp Stokkhólmi, 11. des. NTB. SÆNSKI ríkissaksóknarinn telur að Kurt Dreifaldt sak- sóknari, sem ábyrgð bar á mála- rekstrinum gegn leikst jóranum Ingmar Bergman og leiddi af sér brottflutning hans úr landi, hafi orðið alvarlega á I mess- unni og gert sig sekan um alvarleg embættisafglöp. Holger Romander ríkissak- sóknari mun þvf krefjast þess að Dreifaldt verði dreginn til ábyrgðar. Romander gagnrýnir fyrst og fremst að Dreifaldt hafi borið fram ákæru á hendur Bergman án þess að hafa gengist fyrir nokkurri eiginlegri rannsókn. Ber saksóknari brigður á að rétt hafi verið að málinu staðið. Hinn 30. janúar sl. ákvað Dreifaldt að láta sækja Ingióar Bergman til Dramatenleikhúss- ins til yfirheyrslu án þess að honum hefði verið send kvaðn- ing þar að lútandi áður. Sam- tímis var gerð húsrannsókn á heimili hans og á skrifstofu lög- fræðings hans. Síðan var úr- skurður upp kveðinn á grund- velli skýrslu sem þótti renna stoðum undir skattamisferli sem Bergman hefði gerzt sekur um og þann 3. febrúar var höfð- að mál á hendur Bergman. Ríkissajcsóknarinn lýsti furðu sinni yfir því að svo reyndur embættismaður sem Dreifeldt hefði gerzt sekur um svo mikla fljótfærni og svo alvarleg afglöp og væru vinnu- brögð hans hin vítaverðustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.