Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
27
armál eru enn taldar meðal
þess bezta sem skrifað hefur
verið um slík mál fyrr og síðar.
Alls birti hann 85 ritgerðir sem
ganga undir heitinu The
Federalist veturinn 1787—88
með aðstoð James Madison og
John Jay.
Árið 1795 sneri Hamilton sér
aftur að lögfræðistörfum i New
York en þegar hætta varð á
styrjöld við frakka 1798 varð
hann yfirmaður hers sem þá
var komið á laggirnar. Hann
bakaði sér óvild Aaaron Burrs
sem hefði getað orðið forseti
með hans hjálp og Burr skoraði
hann áhólm 1804. Hamilton tók
áskoruninni og særðist til ólifis.
— Gallerí
Framhald af bls. 16
tekst honum þar verulega
upp bæði í listameðferð og
myndbyggingu. Steingrímur
Eyfjörð á þarna lifleg og
snyrtileg verk, sem ég hafði
ánægju af. Þorbjörg Þórðar-
dóttir sýnir góð litatilþrif i
vefnaði sinum, en mynd-
bygging mætti vera meira
spennandi. Örn Þorsteinsson
er i örum vexti, sem málari
og vinnur af d.ugnaði og
festu. Þegar litið er á heildina
kemur í Ijós, að þessi hópur
ungra listamanna tekur list-
ina allt öðrum tökum en
margir af þeirra kynslóð. Hér
eru kunnáttumenn, sem
byggja á þróun og verk-
mennt. Ég óska þessu fólki
alls hins besta og vonast til,
að þessi hópur megi sanna
okkur, að myndlist sé ekki
orðin einn stór fíflaskapur á
okkar landi.
Valtýr Pétursson.
Portúgal
Framhald af bls. 1.
Fjórar sprengjur skemmdu
tvær aðaljárnbrautalínurnar til
úthverfa á mánudag með þeim
afleiðingum að lest fór út af spor-
inu og 100.000 manns urðu að
ganga til vinnu.
Manuel da Costa Bras innan-
ríkisráðherra hvatti fólk i sjón-
varpi í gærkvöldi til að láta
sprengjutilræðin ekki aftra sér
frá þvi að fara á kjörstað og sagði
hann ríkisstjórnina hafa gert
miklar varúðarráðstafanir.
Ellefu flokkar eða kosninga-
bandalög bjóða fram fulltrúa til
3.262 sóknarnefnda og 274 bæjar-
og borgarstjórna. Ólíklegt er að
fleiri en fjórir flokkar nái ein-
hverjum árangri í kosningunum.
Sósíalistar, sem unnu 35% at-
kvæða í þingkosningunum í apríl
eru taldir munu tapa fylgi. Talið
er að helztu keppinautar þeirra
jafnaðarmenn og miðdemókratar
muni auka fylgi sitt, en þeir
fengu 24 og 16% í kosningunum i
apríl.
Jólafundur
einstæðra
foreldra
JÓLAFUNDUR Félags einstæðra
foreldra verður haldinn í Átt-
hagasal Hótel Sögu í dag kl. 3. Þar
verður flutt jólahugvekja,
skemmtiþættir fluttir jólasveinn
kemur á vettvang og mun gefa
börnum gjafir. Börn og gestir
félagsmanna eru hvattir til að
koma, segir í fréttatilkynningu
FEF.
Fallegu samsettu
gervijólatrén
komin í
ö/ium stærdum.
K. Einarsson &
Björnsson hf.r
Laugaveg 25
Sími 13515
— Launamál
Framhald af bls. 38
yfirvinnu ef allt að 40—50% af
laununum fara í skatt.
Þá á að sjá barnafóli fyrir
ódýrari gæzlu barna þess á dag-
vistunarheimilum, þar sem
ómögulegt er fyrir fjölskyldur
að komast af nema bæði hjónin
vinni úti, eins og kaupmáttur-
inn er og hefur verið.
Breyta þarf álagningarregl-
um þeim, sem gilda fyrir kaup-
menn þannig að þeir hagnist
ekki á því að kaupa sem dýrasta
vöru inn til landsins. Gefa á
verðlagninguna frjálsa. Það
myndi, að mínum dómi hvetja
kaupmenn til hagkvæmari inn-
kaupa þar sem þá yrði að sjáf-
sögðu verzlað mest við þá, sem
lægtt vöruverð byðu. Þetta
kæmf okkur til góða í lækkuðu
vöruverði.
Til þess að ná öllu fram þyrfti
að skipta um menn í stjórn
A.S.t. að miklu leyti. Til
starfans ættu að veljast menn,
sem hafa raunverulegan áhuga
á að bæta kjör hinna lægst
launuðu, en ekki menn, sem
hafa það að aðaláhugamáli að
taka þátt í pólitísku þrasi, t.d.
hvort herinn eigi að fara eða
ekki og hvort við eigum að vera
í NATO eður ei.
3 Mikilvægast er að hætta að
eyða meira en við öflum. Nú,
þegar verðmæti útfluttra
sjávarafurða hefur hækkað
jafn mikið og raun ber vitni, á
að nota það svigrúm, sem gefst,
til þess að draga úr viðskipta-
hallanum við útlönd, en bíða
með að fara út í auknar fram-
kvæmdir. Núverandi rikis-
stjórn hefur það á stefnuská
sinni að draga úr verðbólgunni
og að koma sem flestum lands-
mönnum í eigið húsnæði. Við
ríkjandi aðstæður fer þetta
engan veginn saman, þar sem
auknar framkvæmdir þýða
meiri verðbólga. Það ætti því að
fresta öllum áformum um „eitt
hús á mann“ þangað til víð höf-
um í raun og veru efni á að
byggja.
HELZTU KOSTIR:
it 850 w mótor
— tryOO'r nœgan sogkraft.
★ Snúruvinda
—- dregur snúruna inn t
hjóliS ó augabragSi
★ Sjálflokandi
pokar — hreinlegt aS
skipta um þá
★ Rykstillir
— lœtur vita þegar
pokinn er fullur.
if Sjálfvirkur
rykhaus
rykhaus — lagar sig a&
fletinum sem ryksuga i.
Guðfinna E.
Jörundsdóttir
STARFSSTtJLKA a
LANDSPÍTALANUM
1. Ef ekki næst betri stjórn
á efnahagsmálum okkar sé ég
ekki annað ráð en að lægstu
laun hækki verulega og fullar
vísitölubætur verði greiddar.
2. Almennar launatekjur
verði tekjuskattslausar og lág-
markslaun undanþegin útsvari.
3. Ekki kann ég ráð gegn
henni, en eina tillögu hef ég
fram að fa'ra, að þeir hátekju-
menn sem stjórna efnahagsmál-
unum og eiga að hamla gegn
verðbólgunni fari á Sóknar-
taxta í nokkra mánuði. Fróðlegt
væri að vita hvort þeir finna
ekki einhver betri ráð en hing-
að til.
Nýtt frá Álafoss
Væröarvoð veiðimannsins
MIKIÐ ÚRVAL
VÆRÐARVOÐA,
M.A. VÆRÐARVOÐ
HESTAMANNSINS.
/flafoss hf
VESTURGÖTU 2.
— Adams-
fjölskyldan
Framhald af bls. 14
manakið fékk mikla útbreiðslu
og setningar úr því urðu spak-
mæli sem lifðu á vörum fólks-
ins. Auk þess stofnaði hann
bókasafn, málfundafélag,
slökkvistöð og götuhreinsun og
menntaskóla sem siðar varð há-
skóli Pennsylvaniu. Hann fann
upp kolaofn og koparplötu-
pressu auk eldingavarans. Af-
skipti hans af landsmálum hóf-
ust þegar hann tók þátt i skipu-
lagningu varna amerisku ný-
lendnanna 1755 er Englending-
ar áttu I stríði við Frakka.
Á árunum fyrir byltinguna
var hann sendiherra nýlend-
anna í London og reyndi að
gera út um ágreiningsmálin við
Breta. Hann átti þátt í afnámi
stimpillaganna, en honum tókst
ekki að sannfæra brezka þingið
um að meiri skattaálögur hefðu
erfiðleika í för með sér. Ræða
sem hann hélt og var kölluð
„réttindayfirlýsingin“ varð
fræg en bar ekki árangur.
Eftir að frelsisstriðið hófst
var Franklin sendur til Frakk-
lands þar sem honum tókst að
tryggja stuðning Frakka gegn
Bretum. Hann vildi upphaflega
að nýlendurnar yrðu áfram í
brezka heimsveldinu en þegar
honum varð ekki að ósk sinni
tók hann virkan þátt i störfum
þingsins, átti sæti í. öllum
helztu nefndum þess og var
einn helzti áhrifamaður þess.
Hann lézt 1790.
Alexander
Hamilton
ALEXANDER Hamilton, hinn
harði keppinautur Thomas
Jeffersons I sjónvarpsþátt-
unum um Adams-fjölskylduna
var einn gáfaðasti forystu-
maður Bandarikjanna á fyrstu
árum lýðveldisins og er talinn
einhver bezti f jármálaráðherra
sem Bandarfkjamenn hafa átt.
Hann var fæddur 1757 á
Nevis-eyju í Vestur-Indíum og
var sonur skozks kaupmanns og
franskrar konu af Húgenotta-
ættum. Fimmtán ára gamall var
hann sendur til náms i Banda-
rikjunum og árið 1774 innrit-
aðist hann I King’s College í
New York er siðar varð
Columbia-háskóli. Þegar
frelsisstríðið hófst samdi hann
tvo merka en ómerkta bæklinga
gat sér siðan gott orð sem
höfuðsmaður í stórkotaliðinu í
bardögum 1776 smakkt frá New
York-borg og varð einkaratari
Georgs Washingtons hers-
höfðingja. Fjórum árum síðar
sagði hann af sér og barðist við
góðan orðstir I orrustunni um
Yorktown.
Hamilton barðist fyrir sterku
rikisvaldi I hinu unga lýðveldi
og hugmyndir hans voru
sniðnar eftir brezkri fyrir-
mynd. Hann vildi að forsetinn
yrði kosinn ævilangt og að
öldungadeildin yrði svipuð
lávarðadeild brezka þingsins og
skipuð auðugum áhrifa-
mönnum og fulltrúadeildin
líktist Neðri málstofunni og
yrði þjóðkjörin. Hugmyndir
hans strönduðu ef til vill fyrst
og fremst á andstöðu Thomas
Jeffersons, sem mótaðist af
frönskum áhrifum.
I starfi sfnu sem fjármálaráð-
herra i stjórn Washingtons kom
Hamilton fjármálum rikisins á
réttan kjöl, aflaði þjóðinni láns-
trausts erlendis, hækkaði
skatta sem mæltist að sjálf-
sögðu illa fyrir, kom á fót mynt-
sláttu og stofnaði landsbanka,
innleiddi gengisskráingu, átti
jafnvel þátt í setingu siglinga-
laga, kom því til leiðar að
stjórnin keypti West Point og
skipulagði póstþjónustu.
Hamilton barðist alla tíð fyrir
sterkri stjórn og miðstýringu og
ritgerðir hans um stjórnskipun-
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLA 1A. Vatvörud S. 86-1 11.
Húsgagnad. S 86-112. VefnaSarvörud. S. 86-11 3.
Heimilistækjad. S. 86-117.