Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976 liLuJÍ i:||y| Standlampar med stillanlegum ljóshjálmum Breytileg hæðar- og hliðarstilling gefur einmitt þá lýsingu sem óskað er eftir. Oskalampi fyrir nútímaheimili. RAFBÚÐIN Auðbrekku 49, Kópavogi. Simi: 42120 HREIN SKILIN ÁDEILA NýjaBíó: CONRACK if if if Amerlsk frá 1975. 20th Cenyury — Fox Hinar óvæntu feykivinsældir myndarinnar SOUNDER (N. Bíó 1975) urðu til þess að leik- stjóri hennar, Martin Ritt, og framleiðslufyrirtæki tóku á ný saman höndum og ákváðu að gera aðra mynd um hliðstætt eða ekki ósvipað efni (Reyndar fóru þeir á stað í þriðja sinn, og eru nú nýloknir við myndina SOUNDER PART II). Fyrir valinu urðu næsta lygilegar endurminningar kennara nokk- urs sem ráðinn var við barna- skóla þeldökkra á afskekktri eyju útaf strönd Suður- Karólínufylkis. Þar mætir kennaranum þvílik fáfræði að ætla m^etti að sagan gerðist á miðöldum, en reyndar áttu þessir atburðir sér stað á því herrans ári 1968. Bókin vakti allmikla athygli og var þvi, frá flestum sjónar- hornum, hið æskilegasta efni í kvikmynd. Þá var og hinn vin- sæli leikari Jon Voight (MID- NIGHT COWBOY, DELIVER- ANCE) ráðinn I aðalhlutverkið, en stjarnan úr SOUNDER, Paul Vinfield, fékk einnig stórt hlut- verk. En öfugt við allar skyn- samlegar áætlanir, þá varð vel- gengni CONRACK harla litil og komst myndin ekki nærri vin- sældum SOUNDER. En slikt er ekki óþekkt fyrirbæri í kvik- myndaheiminum. Flestir þeirra, sem séð hafa CONRACK, eru örugglega for- vaða á þeim dræmu móttökum sem myndin hlaut í heimalandi sínu. Þvi hér er á ferðinni óvenjulega vandvirknislega gerð og vönduð mynd um hið eilífa, viðkvæma vandamál — kynþáttamisréttið. Sýndir eru fordómarnir frá hliðum beggja, en umhverfið er smáeyja sem næstum eingöngu er byggð lit- uðu fólki. Það er ekki afsakanlegt að rekja söguþráðinn nánar, en hann fjallar þó fyrst og fremst um samskipti kennarans við nemendur slna svo og yfirboð- ara. Leikurinn i þessari vel skrif- uðu mynd er yfirleitt með mest- um ágætum, og þá einkanlega hjá Voight I aðalhlutverkinu, eins er Hume gamli Cronyen réttur maður I hlutverki baðm- ullarekrueigandans. Skólabörn- in eru einkar geðslegur hópur sem virkar eðlilega á áhorfend- ur. Blueskennd tónlist John Williams, sem I dag er I lang- fremstu röð þeirra tónskálda sem fást við tónsmiðar fyrir kvikmyndir, eykur verulega við gildi CONRACK, og sama máli gegnir um kvikmyndunina jafnt sem örugga leikstjórn Ritts. Þetta er því sannkölluð fjölskyldumynd, sem nú gerast ærið sjaldgæfar. Varið ykknr kyn- bombnr - hér kem- nr Lanra Antonelli hvikm mijnd /íðom SÆBJÖRN VALDIMARSSON AUSTURBÆJARBIO: SYNDIN ER LÆVÍS OG ★ ★ (PECCATO VENIALE) ítölsk frá 1965. Kvikmyndin ALLIR ELSKA ANGELU (Austurb.b. 1975), kom þægilega á óvart. Þá höfðu felstir kvikmyndaunn- endur orðið illan bifur á evrópskum meginlands- myndum, með hálfberum, líttþekktum „störnum", í aðalhlutverkum. Ekki var það til að bæta úr skák ef þær svo voru flokkaðar undir „djarfar gamanmyndir. Slíkar skemmtanir", voru oftast innantómar gerviklámmynd- ir. En ANGELA, ásamt LES VALSEUSES ofl góðum, hafa tvímælalaust aukið hróður evrópskra sex- gamanmynda. Að sjá framhald ANGELU var mér því tilhlökkunarefni, og hú olli alls engum von- brigðum. Myndin og oft drepfyndin, líkt og forveri hennar, erótíska spennan ekki síður rafmögnuð og lostafull. Aldrei ódýr, jafnan skynsamlega og fagurlega uppbyggð. Sjálfsagt geta einhverjir hneykslast á glettnum söguþræðinum, ég votta þeim hér með vorkunn mína. En aðalkraftaierk myndar- innar er sem fyrr ítalski álfa- kroppurinn Laura Antonielli, sem auk ómælanlegs kyn- þokkaog fegurðar, er miklum leikhæfileikum gædd, bæði fyndin og dramatísk Nú fyrir skömmu hlaut Antonelli mjög góða dóma fyrir leik sinn í nýjustu satíru Dino Risi, en þar leikur hún á móti Giancarlo þeim sem löngum hefur farið með aðalhlutverk- in í myndum Linu Wert- múller (SWEPT AWAY . . ., SEVEN BEUTIES). Hér er því leikkona sem er á uppleið, og hún endar á toppnum, verið viss. Hinar gamalgrónu kyn- bombur eins og B.B., Sophia Loren Raquel Welch, Ursula Andress, mega því vissulega gæta sin, því hér hafa þær eignast keppinaut sem á eftir að skyggja á frama þeirra. Það ætti þvi örugglega engum karlmanni (með eðli- legar kynhvatir) að leiðast í Austurbæjarbíói næstu dag- ana, og kvenpeningurinn ætti eínnig að skemmta sér hið besta, því Syndin er lævís . . ., er oftast bráð- skemmtileg og sjarmerandi. Þér verður hlýtt til hans Þurrkarinn frá ENGLISH ELECTRIC I er ómissandi í íslenskri veðráttu. Tvær hitastillingar. 5 kg. afköst. Einfaldur öryggisbúnaður. Útblástursbarki einnig fáanlegur. Yfir 20 ára reynsla hérlendis. Varahluta- og viðgerðarþjónusta frá eigin verkstæði. SMí&Œa Laugavegi 178 Sími 38000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.