Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
FLÓTTAMAÐUR DULBYR SIG: Sir Laurence i hlutverki striðsglæpamanns-
ins. Þessi nýja kvikmynd heitir Maraþonmaðurinn.
tvíefldur
til leiks
EFTIR að hafa þrívegis nær verið talinn af, er
Laurence Olivier nú enn tekinn til óspilltra
málanna á leiklistarsviðinu og hefur sjaldan
verið afkastameiri. Hans er að vænta bráðlega í
nýrri kvikmynd þar sem hann leikur þýskan
stríðsglæpamann á flótta undan örlögum sínum
(og er myndasafnið hér á síðunni úr þeirri
kvikmynd). Þá er hann að koma á sjóvarps-
skerminn sem „stóri pabbj" í leikriti Tennessee
Williams: Cat on a Hot Tin Roof. Loks er hann að
reyna sig í fyrsta skipti sem leikstjóri sjónvarps-
mynda. Og hvað er hinn nafntogaði brezki leikari
orðinn gamall, og hefur allt þetta á prjónunum?
Jú, hann vantar eitt ár í sjötugt!
Sir Laurence Olivier býr hátt uppi í
nýtízkulegri blokk nærri Victoriastöð-
inni. Inni hjá honum er líkast leiksviði.
Litirnir eru alldjarflegir. En það er svo
sem engin furða, þótt hann búí þannig
um sig, maður, sem hefur verið miðsviðs
í leikhúsinu í 40 ár. Dimmgræn glugga-
tjöld ber við bleikar geraníur úti á svöl-
um. Franskur gluggi veit út að Big Ben.
Tveír bláír sófar standa hvor gegnt öðr-
um í stofunni. Á öðrum þeirra er lit-
skrúðugt úrval púða — sumir grænir,
sumir blágrænir, aðrir fleirlitir.
Á öðrum sófanum sat Sir Laurence
fyrir svörum. Hann gegnir því nafni enn
meðal gamalla kunningja. Sir Laurence
hafði uppi gleraugu í silfurumgjörð;
hann var íhvítri skyrtu, með silfurgrátt
bindi laushnýtt og í röndóttum buxum
með axlabönd, en jakkalaus. Hann er
heldur stór maður vexti. Hann er orðinn
69 ára gamall.
Samt er litaraftið furðu
unglegt. Það er erfitt núna að trúa orð-
um Peter Hall, þjóðleikhússtjóra, sem
lýsti honum svo fyrir tveimur árum, að
(
hann „gæti eiginlega hvorki talað né
gengið eða hreyft sig yfirleitt".
Um nokkurra mánaða skeið hefur
hann risið úr rekkju klukkan fimm tvo
morgna í viku hverri og haldið að
heiman, flogið frá Gatwick til Manchest-
er og heim aftur að kvöldi, annað hvort
til London eða Brighton. í Brighton á
hann tvö gömul samliggjandi hús, byggð
rétt upp úr aldamótunum 1800. Hann er
að vinna að nýja leikritaflokknum, sem
byrjaði í Granadasjónvarpinu á sunnu-
daginn var. Þá lék Sir Laurence Harry
Kane í „The Collection", leikriti Harold
Pinter. Síðar í þessum flokki kemur leik-
rit, sem hann stýrir; það er fyrsta sjón-
varpsverkið sem hann leikstýrir. En nú
sem stendur er hann önnum kafinn að
kynna sér handritið að „Hindle Wakes“,
enskum gamanleik frá 1912. Hann gerði
þó hlé á því til þess að ræða við mig
smástund.
Hann er maður umhyggjusamur.
Þegar þau hjón, Natalie Wood og Robert
Wagner komu til Lundúna að vinna með
honum að „Cat on a Hot Tin Roof“ beið
hann þeirra á flugvellinum — tuttugu
mínútum fyrir sjö um morguninn. Hann
hefur verið tillitssamur alla tíð. Það vill
svo til, að móðir mín minnist þess úr
stríðinu, er hann bauð henni far á
leiðinni til Denhamleikversins. Hún
vann í hljóðtæknideildinni þar. Hann
varð furðu lostinn, er ég sagði honum frá
þessu. Þetta atvik var honum greinilega
gleymt og grafið meðal þúsunda annarra
áþekkra.
Ekki þarf nema einn áhorfanda til
þess, að hann magnist allur og færist í
aukana. Hann spreltur upp og fer að
stika fram og aftur og það er eins og þar
fari þrítugur maður. Hann fór að tala um
heimili sitt. „Þessi stofa er indæi. Hér er
gott að hafa gesti. Joan hefur mikið yndi
af því að bjóða fólki heim Við megum
aldrei vera að þvi i Brighton. Ég má
reyndar segja, að félagslíf mitt sé í lág-
marki. En ég sakna þess ekki. Mér er
bölvanlega við veizlur. Og ég hef engan
tíma fyrir neitt tómstundagaman".
Home lávarður var nágranni þeirra
hjóna í Lundunum til skamms tíma.
Peters Sellers flutti inn í íbúðina fyrir
neðan þau (þeir Sellers og Sir Laurence