Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
Hérleiðir Vfkingureitt barnanna
á spftalanum, hann Gumma litla,
sem er að verða 2ja ára.
fíætt við
við að etja. Þetta eru nú ekki
nema ómótaðar hugmyndir ennþá
og enn ekki komið á neinn rek-
spöl, en mér finnst áberandi hvað
þessi aldurshópur er vanræktur
hvað vérðar heilsugæzlu.“
Áhugi á að opna
spítalana meira
— Nú hefur læknisþjónusta
spitalans verið aukin og má að
mestu leyti rekja það til aukning-
Öðruvísi hús-
næði æskiiegt
„Barnadeildin hefur aðstöðu
hér á tveim hæðum og auk þess er
nýburadeild í húsakynnum fæð-
ingardeildarinnar, þar sem veiiei,
nýfædd börn eru til húsa,“ hélt
Víkingur áfram. Það var i sjálfu
sér geysileg bót að flytja hingað
og öll aðstaða batnaði mjög. Að
mínu mati væri hins vegar æski-
legt að barnaspitalinn væri í öðru
vísi húsakynnum. Það þarf að
ýmsu leyti aðra aðstöðu í sjúkra-
húsi fyrir börn en fullorðna, t.d.
þarf nægilegt rými fyrir leik og
föndurstarfsemi, svo og kennslu.
Þá væri ákjósanlegt að nokkrar
stofur væru þannig útbúnar, að
annað hvort foreldra gæti dvalið í
vissum tilvikum hjá barni sínu
yfir nóttina, t.d. ef um mikið veik
eða dauðvona börn er að ræða og
fólk sem kemur utan að landi.
Mér finnst líka galli að nýbura-
dgildin, sem ég minntist áður á,
skuli vera í annarri byggingu,
jafnvel þó stutt sé á milli og einn-
ig sakna ég þess að Geðdeild
Barnaspftala Hringsins, sem er í
Laugardal, skuli ekki vera í nán-
ari tengslum við spítalann hér.
Æskilegast teldi ég að hafa barna-
spftalann í sérstakri byggingu og
þar væri hægt að útbúa útivistar-
svæði fyrir börnin sem hægt væri
að ganga beint út í af jarðhæð, en
það er mjög nauðsynlegt að hafa
þannig aðstöðu fyrir þau börn,
sem eru rólfær. Að vísu var út-
búinn leikvöllur hér á lóðinni fyr-
ir deildina, en það skapar alltaf
vissa erfiðleika að þurfa að fara
marga stiga og ganga í stað þess
að geta hleypt börnunum beint
út. En það er kannski ekki nema
eðlilegt að ýmislegt megi bæta
þar sem staðsetning deildarinnar
hér var í sjálfu sér þrautalending
vegna fjárskorts til byggingar
sjálfstæðrar stofnunar, og það ber
að þakka allt, sem hér hefur verið
vel gert."
Heilsugæzla
unglinga vanrækt
„En það er einn hópur manna,
sem mér finnst hafa dottið dálítið
upp fyrir í heilsugæzlumálum
okkar lslendinga, og það eru
unglingarnir," sagði Víkingur
ennfremur. Mér fyndist mjög
æskilegt að hér yrði komið upp
sérstakrí unglingadeild og væri
eðlilegt að hún væri í tengslum
við barnadeildina, en á barna-
spítalann er miðað við 15 ára há-
marksaldur. Það væri mjög heppi-
legt að slík deild væri í formi
göngudeildar, því algengast er að
unglingar eigi við þannig vanda-
mál að glima, að ekki sé ástæða til
að þeir leggist inn á spítala. Þetta
er þróunin erlendis, t.d. í
Ameríku og á Norðurlöndunum,
enda hafa unglingar ýmis vanda-
mál þó flestir gangi út frá því sem
vísu að unglingar séu heilbrigt og
hraust fólk. Má þar t.d. nefna
eiturlyfjaneyzlu, kynsjúkdóma,
sem hafa aukizt víða erlendis
vegna hinna nánu samskipta
unglinganna nú á tímum, svo og
ýmiss konar andlega og félagslega
erfiðleika, sem unglingar geta átt
Þessi ungi herramaður var að búa sér til jólabjöllu úr papplr.
Það er mikilvægt ao börnín séu í sem eðlilegustu umhverfi svo daglegt Iff þeirra raskist sem minnst þó að
þau þurfi að fara á spftala. Á spftalanum starfa bæði fóstrur og kennari og hér eru fóstrurnar að kenna
krökkunum að gera jólaföndur.
ar heilahimnubólgutilfella hjá
börnum undanfarið. Við spurðum
Víking um þessa starfsemi.
„Markmiðið með þessu var
fyrst og fremst að létta undir með
læknisþjónustunni," sagði hann.
„Meiningin var að þessi starfsemi
yrði aðallega i gegnum heimilis-
og vaktlækna, þannig að þeir
gætu sent til okkar sjúklinga til
skoðunar, án þess að endilega
þurfi að leggja þá inn því það er
ekki alltaf ástæða til þess. Það
geta t.d. komið upp þær aðstæður
að læknir sé fastur á stofu og
komist ekki tafarlaust i sjúkra-
vitnun. Þá getur fólk náttúrulega
snúið sér til neyðarvaktarinnar
en það hefur.hins vegar reynzt
erfitt að fá lækna til starfa þar,
því flestir læknar eru svo störfum
hlaðnir. Þeir eiga því stundum
erfitt með að fara á stundinni.
Auk þess eru svo þúsundir
manna, sem ekki hafa heimilis-
lækni og hingað til hafa þeir orðið
að snúa sér til slysavarðstofunn-
ar, oft með veikindatilfelli sem
alls ekki eiga heima þar. Við álít-
um því að með þessu skapist
méira öryggi. Og þó hugmyndin
sé, að starfsemin fari i gegnum
heimilislæknana erum við að
sjáifsögðu alltaf reiðubúnir til að
taka við börnum, ef þau verða
skyndilega mikið veik, þó læknir
„STOFNUN Barnadeildarinnar má rekja
til þeirrar ætlunar að stofna og koma á fót
sérstökum barnaspítala og voru það upp-
hafiega Hringskonur, sem stóðu að fjáröfl-
un til þeirra framkvæmda. Síóar, þegar
byggt var við Landspítalann, varð það aö
samkomulagi að þetta fé rynni til barna-
deildar við spítalann. Árið 1957 komst
deildin í gagnið og var hún þá til húsa í
gamla spítalanum, en 1965 var deildin flutt
hingað í nýbygginguna og eftir það var
deildin kennd við Hringinn vegna fjár-
framlags kvennanna.“
Þannig fórust Víkingi H. Arnórssyni, yf-
irlækni Barnaspítala Hringsins, orð, þegar
Mbl. menn heimsóttu spítalann í vikunni.
Víking H.
Arnórsson,
yfiriækni
Barnaspíta/a
Hringsins
„Æskilegt að fólk geti
komið til skyndiskoð-
unar án þess að þurfa
að leggjast á sjúkrahús"