Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
85 ára í dag:
Louise úr
Arnarbæli
Sunnlensk frændkona mín á af-
mæli í dag. I sumar er leið leit ég
inn til hennar til þess að minnast
við hana vegna móður minnar sál-
ugu, en þær voru þremenningar
að frændsemi gegnum Þorvalds-
ætt, sem raunar er upprunnin að
norðan, en mótuð af sunnlenskum
hefðum gegnum kynslóðir.
Þennan dag sl. sumar var sól i
Hveragerði. Frændi hennar
ungur var að störfum við útivinnu
í görðum og rétt stund til örlítils
votts af ræktarsemi við upprun-
ann. Hún býr við aðra konu í góðu
húsi þarna i vermireit austan-
fjalls, þar sem orka jarðar er enn
óbeisluð að mestu, en er ekki of
undanlágssöm, þegar mest ljggur
við.
Louise Ólafsdóttir — dóttir
Ólafs heitins Magnússonar, prests
i Arnarbæli í Ölfusi, áður þjón-
andi í Skaftafellsþingum — hefur
verið búsett í Hveragerði sem
einn af frumbyggjum staðarins í
hartnær fjörutíu ár og séð tímana
breytast frá þvi hún og frænka
hennar áðurnefnd bjuggu i
Nielsenshúsi á Eyrarbakka rétt
um tvítugt báðar. Þær urðu sam-
ferða á lífsleiðinni á fyrstu tveim
tugum aldarinnar og voru um
margt líkar að lund og öðru. Fyrir
Louise átti að liggja í lífinu svið,
sem var um flest ólíkt lífsleið
frænku hennar. Hún þræddi
sjálfstæðari slóðir en frænka
hennar — hún batt tryggð við
sunnlenskt umhverfi, þjónaði þó
köllun sinni, tónlist og hesta-
mennsku, vann fyrir sjálfri sér
hörðum höndum, án stuðnings,
treystandi hvorki á menn né mál-
efni né yfarborðsleg metorð. Hún
var lengi eins konar heimasæta I
föðurgarði.
Séra Ólafur, faðir hennar, dó
1947, vel metinn kennimaður til
margra áratuga hér fyrir sunnan.
Systur Louise gengu fyrir
ætternisstapann fyrir allmörgum
árum, um ýmislegt líkar systur
sinni, en bróðir hennar, skaprik-
ur hæfileikamaður með áhuga á
landsmálum, en mótaður af vilja í
alvöru og stjórnmálum, lést fyrir
tveim árum — Þorvaldur frá
Arnarbæli, löngum kenndur við
Öxnalæk í ölfusi. Vmsar sögur
fara af bróður prestdætranna í
Arnarbæli sakir þess að hann var
ekki við alþýðuskap. Hann er
faðir Ásdísar og Þuríðar Kvarans
og Ólafs, rafverktaka á Selfossi,
og bróðir minn, Stefan Ólafsson
frá Kálfholti, voru um margt líkir
en misvel—lagðar hendur. Þor-
valdur var uppreisnarmaður f
— Meðferð
á geðsjúkum
Framhald af bls. 3
Vandamál geðsýkinnar
almennt gagnvart
börnum
Það kemur einnig svo oft upp
að geðsjúkt fólk á ekki i nein
hús að venda. Margt getur hald-
izt i hendur, börn á heimilum,
sjúkdómar annars eðlis, ör-
birgð og fleira. Því er brýn
nauðsyn að göngudeild og
sjúkradeild komi samtímis og
þörfin er mjög mikil fyrir úr-
bætur. Eins og málin standa í
dag kemur það oft fyrir að þessi
vandamál lenda á röngum aðil-
um, t.d. lögreglunni, sem oft er
kölluð til, en auðvitað á það að
vera heilsugæzlunnar að fást
við þessi mál, en ekki lögreglu-
yfirvalda.
Gagnvart börnum kemur
vandamál geðsýkinnar almennt
upp. Það kemur t.d. þó nokkuð
oft fyrir í þessu þjóðfélagi á
Reykjavíkursvæðinu að botn-
inn dettur úr öllu hjá foreldr-
um og þá fer maður að hafa
áhyggjur af því hvernig börnin
geti orðið eðlilegir þjóðfélags-
þegnar."
orðsins fyllstu merkingu. Hann
heimtaði frjálst framtak einstakl-
ingsins og óbundna skoðun en þó
bundna hollustueðli og innræti
þeirra, sem aldir eru upp við það,
sem íslendingum var löngum
kennt fyrr á öldum — að þjóna
guði og menningu landsins. Fræg
er sagan af íhaldssemi Þorvalds,
þegar hann ungur og örlítið
ófyrirleitinn beitti sér fyrir því að
skera sundur símalínur sem lagð-
ar voru um sveitir austanfjalls
snemma á þessari öld. Það var
Hvalfjarðarganga bláfánamanna
þeirra tima, sem endurspeglast í
athæfinu. Enginn landsfaðir vog-
aði sér að kveða upp dóm yfir
sérlund þessa manns, — sérlund,
sem sprottin var af andlegum
heiðarleik og djörfung.
Það fer ekki hjá því, að bregða
verði Ijósi á ýmsar staðreyndir,
þegar manneskja eins og Louise,
er á til fólks að telja, á afmæli,
sem yert er að minnast i fátækleg-
um orðum. Ef til vill er orgel-
leikur hennar gegnum árin, fyrst
í kirkju föður hennar, frá því hún
var milli tektar og fullorðinsára
og síðar allar götur til næstu
presta, sem tóku við af föður
hennar, ótækastur vitnisburður
um andlega hollustu við gömul
islensk gæði eins og þau voru
boðuð áður en sálfræðin fór að
breytast.
Hún Louise, afmælisbarnið í
dag, er enn ern og með þótta i fasi
eða „þóttasvip góðan“ eins og sagt
er á sunnlensku. Þegar ég sagði
henni frá dóttur minni, Halldóru,
í sumar, spurði hún mig: ,,Er hún
ekki ennþá svolítið þóttafull?" Ég
kvaðst svo vona.
Ég heimsótti hana á annan
sunnudag í aðventu að Asum, þar
sem hún býr nú. Hún hafði eign-
ast nýjan sambýlisfélaga, konu
ættaða að norðan, sem hafði verið
gift langtimum saman vestur á
Isafirði. Þegar ég tróð inn í húsið,
blasti orgelið hennar Louise við,
með töluvert fúna fóthemla eða
svo sagði hún sjálf og neitaði að
spila nokkurt lag fyrir mig eða
aðra að sinni ......,Heyrðu mig,
strákur minn, ég spila ekki
núna.“
Svo sá ég allt í einu mynd af
hesthöfði á orgelinu og spurði
hana um hestana hennar. „Hver
var þitt eftirlæti?“
„Moldi hét hann. Ég keypti
hann af Sigurði, manninum
Sf-
☆
☆*
*☆ ®
☆
☆
© ©
Jólaplöturnar
fást allar hjá
okkur
, HtL
ÁSTÞÓRf
Bankastræti 8, sími 17650
hennar Valgerðar á Kolviðar-
hóli.“
„Af hvaða kyni?“ „Ég veit það
ekki Eg fór á klárinn og reið án
afláts og skírði hann Molda, upp
úr koníaki í miðri Varmá hérna
uppi við fjallið — vegna litarins:
,,Af moldu eru kominn, og að
moldu skaltu aftur verða.“
„Hvernig líkaði þér hestur-
inn?“
„Hann var viljugur og hljóp
alla aðra hesta af sér.“ Svo sagði
hún mér frá Eyrarbakkaárunum,
þegar hún var ung með mömmu.
Móðir mín var einu ári yngri en
Louise. „Ég var svo óþæg við
hana, að hún réð ekkert við mig."
Þetta var í Húsinu á Bakkanum.
„Én hún kenndi mér að búa til
graut.“
Lengst af bjó Louise á Hauka-
felli, sem er við aðalgötuna í
Hveragerði og liggur frá
bakaríinu Michelsen beint upp að
fjallinu. Þar var hún Birna, vin-
kona hennar og dóttir Birnu,
Auður, sonur Auðar, Sigurður
Dagbjartsson nú orðinn sautján
ára. „Hann er mitt eftirlæti."
í dag á hún Louise þetta stóraf-
mæli og kippir sér ekki upp við
það. Eina, sem henni leiðist, er, að
hún er lent við lón að Ásum, með
fullri virðingu fyrir slíkum
stofnunum.
Frænka, guð blessi þig
stgr.
RowenfA
Hraðgrill
Steikir
fryst kjöt á
2 — 3 mínútum
ROWENTA-