Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
George Washington
John Adams
Abigail Adams
Thomas Jefferson
BANDARÍSKU sjónvarpsþættirnir um
Adamsfjölskylduna, sem sjónvarpið
sýnir um þessar mundir, hafa vakið
verulega athygli og vakið marga til
umhugsunar um fyrstu ár sjálf-
stæðisbaráttunnar og þá menn, sem
þar komu við sögu. Til þess að varpa
aðeins meira Ijósi á þessa menn
birtum við hér á eftir stuttar svip-
myndir af 8 helztu mönnum sem
komið hafa við sögu og munu koma
við sögu í næstu þáttum, en í kvöld
verður sýndur 6. þátturinn af 13,
sem nefnist John Adams forseti.
Búgarður Adams f Quincy Massachusetts er varðveittur sem þjððminjasafn.
ADAMSFJOLSKYLDM
og helztn sðgohetjnrnar
George
Washington
GEORGE Washington, sem
hvarf af sjónarsviðinu f þættin-
um sl. sunnudag, er John
Adams tók við forsetaembætt-
inu, hefur frá upphafi vega ver-
ið kallaður „Faðir Bandarfkj-
anna“. Washington var óskap-
lega dáður af þjóð sinni og eins
og Henry Lee sagði: „Fyrstur f
strfði, fyrstur í friði, fyrstur f
hjörtum landsmanna sinna.“
Hann var orðinn að þjóðsagnar-
persónu i hugum Bandarfkja-
manna löngu áður en hann lézt.
Washington fæddist í Virgi-
niu 1932 og var faðir hans
plantekrueigandi. Á uppvaxtar-
árunum hneigðist hugur hans
einkum að hermennsku og
hann hlaut góða þjálfun til að
undirbúa hann undir það hlut-
verk að taka við yfirhershöfð-
ingjastöðu bandarisku upp-
reisnarherjanna, því að strið
var daglegt brauð á þeim tím-
um. Þegar Washington var 22
ára gamall var hann gerður að
ofursta í Virginíuher og tók
þátt í fyrstu orrustum stríðsins,
sem kallað var strið Frakka og
Indíána. Washington beið mik-
inn ósigur ásamt 300 manna liði
sínu fyrir Frökkum það ár og
1755, er hann var aðstoðarmað-
ur brezka hershöfðingjans
Edwards Braddocks, varð hann
að þola annan ósigur fyrir Bret-
um. Hann slapp ómeiddur þá,
en tveir hestar voru skotnir
undan honum og 4 sinnum fóru
byssukúlur gegnum klæði hans.
Fram til 1759 var hann foringi
300 manna liðs Virginiumanna,
sem höfðu það erfiða verkefni
með höndum að verja 350 mílna
landamæri fyrar árásum Indi-
ána. Eftir það varð lif hans
nokkru rólegra og hann stund-
aði búskap á jörð sinni við
Mount Vernon allt fram til þess
að hann tók við yfirhershöfð-
ingjastöðunni 3. júlí 1775, en þá
hafði hann átt sæti á 2. Megin-
landsþinginu í Fíladelfíu sem
fulltrúi Virginíu. Það var sem
kunnugt er John Adams, sem
lagði til að Washington yrði val-
inn.
Her uppreisnarmanna var
illa þjálfaður og búinn, er
Washington tók við stjórn hans,
og sex erfið ár voru framundan.
Washington gerði sér fljótiega
grein fyrir að þessi barátta yrði
að vera sjálfstæðisstyrjöld, þar
sem Bretar voru algerlega ófá-
anlegir til að gera tilslakanir.
Þetta staðfesti þingið með sjálf-
stæðisyfirlýsingunni 4. júlí
1776. Washington átti engu að
síður við mikla erfiðleika að
etja, hinar nýju fylkisstjórnir
voru ekki nema hálfvolgar í
stuðningi sinum og margir
þingmenn höfðu áhyggjur af
hervaldi hans og létu honum
sjaldnast I té þau vopn og birgð-
ir, sem hann þurfti. Washing-
ton á hinn bóginn var hlýðinn
þinglnu og fór eftir skipunum
þess jafnvei er þær brutu í
bága við hernaðarlega dóm-
greind hans. Hann var góður
stjórnandi þótt hann sé ekki
talinn I flokki fremstu hers-
höfðingja og einkum komu frá-
bærir skipuiagshæfileikar hans
í ljós er á móti blés og það voru
þeir hæfileikar sem komu hon-
um I gegnum erfiðleikavetur-
inn mikla 1777—78 I Valley
Forge. Þegar friður var saminn
1783 sneri hann aftur til bú-
garðs sins. Hann gerði sér fljótt
grein fyrir þvi að sambands-
stjórnin var ekki mjög sterk og
hafði ekki nægilegt vald til að
vernda bandarísk skip á höfum
úti, landamærin gegn ófriðsöm-
um Indíánum og brezkum loð-
skinnakaupmönnum né til að
koma I veg fyrir að fylkin sjálf
beittu efnahagslegum þvingun-
um hvert gegn öðru. Washing-
ton varð því einn af helztu
hvatamönnum stjórnarskrár-
þingsins 1787, þar sem hann
var i forsæti. Hann tók ekki
mikinn þátt í umræðum, en
beitti áhrifum sinum til mála-
miðlunartilrauna og til mynd-
unar sterkrar ríkisstjórnar.
Eins og við hafði verið búizt er
stjórnarskráin hafði verið sam-
þykkt, var Washington einróma
kjörinn forseti og hann tók
kosnangunni þótt hann væri
haldinn þungum efasemdum og
sór embættiseið sinn 30. apríl
1789 I New York ásamt varafor-
setanum John Adams. Hann
var alvarlegur í bragði og talaði
svo lágt að vart heyrðist til hans
er hann flutti ræðuna við eið-
tökuna. Hann hafði lika ástæð-