Morgunblaðið - 12.12.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1976
33
SJÚKDÓMAR
Plágan sem
er jafngömul
Egyptum
NU er bráðum búið að flengja
smástráka f Egyptalandi f 6000 ár
samfleytt. En enn hefur ekki tek-
izt að fá þá til að hætta að svamla f
áveituskurðum, sem eru óteljandi
í Egyptalandi og mora af kvikind-
um, sem bera lífshættulega smit-
sjúkdóma.
Schistosomiasis eða bilharzia,
hættulegur sjúkdómur, sem
leggst á lifur og nýru manna,
verður æ útbreiddari f
Egyptalandi og horfir þegar til
stórvandræða. Hefur mönnum
orðið ráða vant gegn þessum
ófögnuði en yfirvöldin sjá það ráð
helzt að reyna að halda fólki frá
áveituskurðum og dfkjum, þar
sem smitberarnir þrffast frekast.
Og eitthvað verður til bragðs að
taka. Bilharzian er Egyptum dýr.
70% allra karlmanna í sveitum
eru meira eða minna veikir f lifur
eða nýrum. Og meðallffaldur i
Egyptalandi er ekki nema 52 ár;
það er bilharziunni að kenna m.a.
Auk þess tapa Egyptar 400 millj-
ónum dollara (74.800 millj. kr)
árlega af völdum sjúkdómsins.
Bilharzia hefur verið viðloðandi
i Egyptalandi frá ómunatíð. Hún
leggst mjög á fólk í hitabeltislönd-
um yfirleitt; eru það taldar 300
milljónir manna nú. Veikin tekur
nafn af þýzkum vísindamanni,
Theodore Bilharz, sem kom til
Egyptalands á síðustu öld í því
skyni að rannsaka hana. Bilharz
lést reyndar í Egyptalandi, en
ekki af bilharziu heldur tauga-
veiki. Árið 1856 fann hann fyrstu
mánna örsmáan orm, sem fer úr
mönnum f vatnasnigla og þaðan
aftur í menn. Það hefur komið i
ljós, að þessi smákvikindi, svo
sem senimetri á lengd og líkust
tvinnastubbum að sjá, geta lifað
saman 500—1000 talsins i manni
allt að 20 árum. Ormar þessir
verpa eggjum sfnum í þvagrás
manna, lifur eða miltu og þau
valda innvortis blæðingum og
heiftarlegum niðurgangi er i
verra falli hrörna menn fyrir ald-
ur fram, fá jafnvel blöðrukrabba,
heilaskemmdir eða deyja (börn,
sem smitast illa deyja oft fljót-
lega).
Helztu einkenni sjúkdómsins
eru blóð f þvagi (Napóleon kallaði
Egyptaland landið ,,þar, sem karl-
menn hafa tíðir“). Sýkin hefur
verið viðvarandi í landinu til
forna; Það má sjá af 5000 ára
gömlum grafhúsarústum. Og egg
orma hafa fundizt í nýrum 3500
ára gamalla smurlinga.
Enn hefur ekki fundizt við bil-
harziu öruggt meðal, sem dreifa
má i töfluformi svo, að það verði
tiltækt allri alþýðu. Það er mikið
mein þvf, að bilharzian liggur
helzt á fátæklingum: hinir hafa
efni á þvi að leita sér dýrra lækn-
inga. Og það fé, sem varið er til
rannsókna í læknisfræði, fer mest
til rannsókna á miklum mun
SKIPASKURÐUR — Ur mönnum
1 vatnasnigla og þaðan aftur f
menn
sjaldgæfari sjúkdómum en bil-
harziu. Til rannsókna á fátíðum
vöðvasjúkdómi nokkrum er varið
30 dollurum (5600 kr.) á hvern
sjúkling, — en ekki nema þremur
sentum (tæpum sex krónum) á
hvern bilharziusjúkling!
Brezkum vísindamönnum hefur
lánazt að sprauta bavfana við
veikinni, en enga aðra mannapa.
Þjóðverjar eru að rannsaka lifs-
feril ormanna f sniglum, hömstr-
um, músum og fleiri smákvikind-
um, en bandarískir vfsindamenn
fást við þá ráðgátu, að menn í
þorpunum umhverfis Loxor verða
að nokkru leyti ónæmir fyrir
bilharziu eftir 18 ára aldur.
Það er auðvitað eitt ráð að
reyna að útrýma ormunum, sem
orsaka alla ógæfuna. Og þetta
hafa Egyptar hugleitt. Telja þeir
líklegast til árangurs að reyna að
breiðaf út jurt nokkra,
dodecandra, sem eþíópskar konur
nota til þvotta. Þar, sem þær eru
að þvottum, hverfa allir ormar
eins og dögg fyrir sólu.
Fram að þessu hefur engum
tekizt að uppræta bilharziu nema
þearri dularfullu þjóð Kínverjum.
Bilharziusjúklingar í Kina voru
32 milljónir talsins. Kínverjar
senda úr hersveitir skólakrakka
vopnaðar fötum og prikum til
þess að grafa upp ormana og tfna
þá. Sveitamenn gengu einnag að
þessu tugþúsundum saman,
slæddu alla áveituskurði og
hlífðu engum ormi. Það skipta
engum togum, að ormarnir dóu
út. Fór þeim eins og húsflugunni,
sem hvarf úr Kfna fyrir viturlega
stjórn Maós í flugnamálum.
Egyptum gengur öllu verr. Þeir
gátu reist pýramídana, þeir gátu
fóðrað allt rómverska heimsveld-
ið og þeir gátu ráðið öllu Islam á
miðöldum án þess að blása úr nös.
En þeir geta ekki haldið börnun-
um sínum frá áveituskurðunum
— RICHARD CRITCHFIELD.
í skýrslunni kemur fram, að
28% allra kvenna í heimi eru
„fjárhagslega virkar“ svo, sem
það heitir á fínu máli, þ.e. vinna
einhver launuð störf utan
heimilis. Hlutfall þeirra er þó
misjafnt eftir löndum. Á Spáni
vinna 22% kvenna úti, en í
Svíþjóð nærri tvöfalt fleiri, rúm
40%. Þær eru einnig um 40%
allra kvenna f Sviss, 36.3% í
Noregi en 25% í Ilollandi.
I skýrslu ETUC er tíðrætt um
óréttlætið, sem útivinnandi konur
í Evrópu eru beittar vfða. En því
er bætt við, að „mismunun og
ójafnrétti séu í beinu hlutfalli við
viðbrögð kvennanna". Það sé
þannig mest undir þeim komið,
hversu fram haldi. En þeim til
styrktar hefur Efnahagsbanda-
lagið stofnað sérstakan kvenna-
kontór; á sú stofnun að fást við
jafnrétti á vinnumarkaði í banda-
lagslöndunum.
Þá segir enn í skýrslunni, að
„þróun efnahagsk'ís og félags-
legs hlutverks kve. na sé eitt-
hvert mikilisverðasta .nál vorra
daga“. Vinnuhagir kvenna hafi
batnað mjög á undan förnum ár-
um, en þó fari þvf fjærri, að enn
megi vel við una. Alltaf beri tals-
vert á því, að útivinnandi konur
fari halloka fyrir körlum. Þær
eigi kost á mun færri störfum en
þeir; einkum séu konunum
meinuð störf, sem krefjast ein-
hverrar þekkingar og kunnáttu að
ráði.
Framavonir þeirra séu langt-
um minni en karla. Konum sé
sjaldan treyst, til stjórnunar-
starfa og gefist þeim jafnan langt-
um færri tækifæri en körlum,
bæði í vinnu og lifinu yfirleitt. En
þetta sé mestan part af þeirri
einni ástæðu — að þær eru konur.
— DAVID HAWORTH.
Verð kr
Hestamenn
í hinni nýju verzlun okkar að Lóuhól-
um 2—6, Hólagarði bjóðum við nú
fjölbreytt úrval af vörum fyrir hesta-
menn. Meðal annars:
Hnakkar 39.000 - og 51.600 -
HöfuSleSur 5.460 - og 3.120,-
Krossmúlar 1.395 -
ReiSstigvél 3.215 - og 4.984,-
Nasamúl 1.430 -
Volkar 1.430 -
ReiSi m/volka 3.120-
ReiSi 1.470 -
ístaSaólar 3.500 -
Stallmúlar 3.410 - og 2.660 - 2 800
Taumar 1.040 - og 1.395 - 1 >
Gjarðir Húfur undir 1.038 - og 1.680 - 1.820
reiShjálma 1.550 -
Spangamél 4.014-
Hringamél 1.133 - og 2.627 -
ístöð 1.832 - og 4.790 - 4.030
Klórur 418-
Hófbjöllur 1 stk. é 1.390 -
Hnikkingartangir 5.053 -
Hamar 3 stærðir af 2.441-
naglbítum 1.941- og 2.868 - 3.418
Keðjuólar 480-
Keðjuhlíar gúmmí 310-
Ol
Hi Fi - Stereo - Sigurverk ársins
FELAGI HINS VANDLATA
KA - 5500 55+55 RMS 8 ohms 20-20000 HZ
Einstaklega kröftugur „Low Distortion“ magnari, búinn því
allra nýjasta eins og ICL, FET og mælum, sem sýna tónstyrkinn í
wöttum til hvors hátalara fyrir sig. A|lt ryrsta nokks (rá
fKEIMWOOD
tekking
■
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
Reyrtsla _
Fálkinn
póstsendir
allar nánari
upplýsingar,
sé þess óskað.