Morgunblaðið - 14.12.1976, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 14.12.1976, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 Ljósmynd Ol.K.M. MIKII.L mannfjöldi fylsdist mcð athöfninni á Austurvelli s.l. sunnudag er kveikt var á norska jólatrénu og jólasveinunum sem riðu á húsþökum með söng og f jöri. 800 íslendingar á Kanaríeyjum um jólin LIÐLEGA 800 Islendingar verða um jólin á Kana- rieyjum á vegum íslenzkra ferðaskrifstofa. Á 4. hundrað manns fara með ferðaskrifstofunni Sunnu og á 6. hundrað með öðrum ferðaskrifstofum, (Jrvali, Landsýn, (Jtsýn og Flug- leiðum. Samkvæmt upplýsingum Steins Lárussonar hjá Úrvali hafa aldrei fleiri íslendingar verið á Kana- ríeyjum um jólin. Kjöt og kartöflur hækka Sá fljúgandi disk við Örfirisey Var í 20 mín. á flugi yfir Engeyjarsundi NVTT verð á kindakjöti, nauta- kjöti og kartöflum tök gildi ( gær. Samkvæmt þessu nýja verði hækkar kindakjöt um 5,4% til 6,1%, nautakjöt hækkar um rúm- lega 8% og kartöflur um 10 af hundraði. Að sögn Sveins Tryggvasonar, framkvæmda- stjöra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er ástæða þess- arar hækkunar 6,61% hækkun á verðlagsgrundvelli landbúnaðar- vara og kemur þar helzt til rúmlega 9% hækkun á launalið og kjarnföður hækkar um 13%. Um kartöflurnar er það að segja, að hlutfallsleg hækkun þeirra verður meiri en annarra búvara vegna geymslugjalds, sem leggst á þær og var það ákveðið 75 aurar á hvert kllö á mánuði. Eftir hækkunína kostar súpu- kjöt, frampartar og síður 720 krónur kg en kostaði áður 679. Læri kosta nú hvert kíló 810 krónur en var áður á 766 og kótelettur hækka úr 854 krónum í 900 krónur. t heilum skrokkum sundurteknum kostar hvert kiló eftir hækkunina 696 en kostaði áður 656. Annar verðflokkur flokkur, sem algengastur er, kostar eftir hækkunina i heilum og hálfum skrokkum 567 krónur en kostaði áður 532. Hvert kíló af kartöflum í 5 kíló pokum kostar eftir hækkunina 109,80 en kostaði fyrir hækkunina 99,80. Engar breytingar voru gerðar á niður- greiðslum að þessu sinni en þess rhá geta að hækkun nautakjöts er nú meiri hlutfallslega en kinda- kjöts vegna áhrifa niðurgreiðslna. Siglfirðing- ar aftur í samband SiglufirAi 13. des. Við erum nú loks búin að fá vega- samband aftur við umheiminn, en það hefur verið af og frá síðan s.l. miðvikudag. Þegar til kom voru vegagerðarmenn ekki lengi að ryðja brautina. I dag landaði Sigluvik 50 IIÚSMÓÐIR í Reykjavík, Hall- dóra Sumarliðadóttir, sá furðu- hlut á lofti skammt norðan við Örfirisey s.l. sunnudagskvöld laust eftir kl. 23. I samtali við Morgunblaðið f gær sagðist henni svo frá: „Ég kom út f Örfirisey um kl. 23 á sunnudagskvöld og lagði bfl mínum nyrzt á sjávar- kambinum þar sem fjöldi trillu- báta stendur uppi. Þaðan ætlaði ég að fylgjast með er bátur sá, er maðurinn minn er á, kæmi að landi, en von var á honum á hverri stundu. Engin umferð var um Sundin og ég horfði því í rólegheitum út yfir sjóinn. Allt í einu sá ég Ijósbjarma langt í fjarska og nálgaðist hann furðu fljótt. í fjarska var þetta eins og rauður hnöttur, en þegar hann nálgaðist varð hann Ijósrauður og r Islensk þróunaraðstoð: „Þátttaka í norrænum verkefnum í Afríku 99 „UM 12—13 islendingar hafa unnið að þeim norrænu verk- efnum, sem unnin eru í Kenya og Tansaníu“, sagði Ólafur Björns- son prófessor í samtali við Mbl. í gærkvöldi þegar við spurðumst fyrir um aðstoð Islands við van- þróuðu rikin. „Nú eru hins vegar II stöður á þessum vettvangi lausar til umsóknar, en auglýst er alls staðar á Norðurlöndunum svo ég veit ekki hve margir tslendingar kunna að ráðast þarna til starfa í viðbót við þá 10 Kennslubækur brjóta í bága við jafnréttislög Á fundi sem Jafnréttisráð Nes- kaupstaðar hélt með kennurum grunnskólans þar fyrir skömmu, kom fram að fundarmenn voru sammála um að efni kennslubóka bryti almennt í bága við jafn- réttislögin. í fréttatilkynningu frá Jafnréttisráðinu segir að í bókunum séu meira og minna óraunhæfar lýsingar á þjóðfélag- inu svo og mannlegum samskipt- um, alið sé á misrétti og undir- lægjuhætti kvenna. Ekki sé tekið tillit til þess að helmingur kvenna vinni utan heimilis nú. Lesefni móti börn ekki sfður en annað sem fyrir þeim sé haft. sem ennþá eru úti. Meginaðstoðin við þessi lönd af íslands hálfu er fólgin í því að taka þátt í þeim norrænu verkefnum, sem þarna eru unnin,“ sagði prófessor Ólafur, „en það er samvinnu- verkefni í Kenya og Tansaniu og landbúnaðarverkefni í Tansaníu. Þá höfum við í litlum mæli veitt námsstyrki og ferðastyrki fyrir fólk frá þessum löndum. Einnig er verið að undirbúa land- búnaðarverkefni fyrir Mosambik." ég sá greinilega að Ijós var inni í þessum furðuhlut sem var ná- kvæmlega eins og þær myndir sem maður hefur séð af fljúgandi diskum. Diskurinn flaug í um það bil 50 m hæð að ég tel og mér virtist hann vera stytzt frá mér í um það bil 100—200 m fjárlægð. Það var yfir sundinu á milli Örfiriseyjar og Engeyjar. Þar rásaði hann fram og til baka í 20 mínútur og þegar hann var næst sá ég að ljósið kom út um marga litla glugga á skrokk disksins, en ég gæti trúað að þvermál disksins hafi verið um 10 metrar. Mér þótti þetta fyrirbæri að sjálfsögðu furðulegt og ég skil ekki í að nokkur trúi mér, en svona var það nú samt. Ég hélt fyrst að ég væri sjá ofsjónir, en þótti ég lokaðí augunum um tíma og horfði einn- ig í aðrar áttir, þá sá ég svo greini- lega þetta fyrirbæri þegar ég leit Framhald á bls. 29 nautakjöts, en það er sá verð- tonnum hér. — m.j. Þórhallur Filippusar- son sýnir á Mokka „ÞAÐ má segja, að áhrifin séu komin frá sviffluginu, þvf eins og sjá má þá eru margar myndirnar einmitt frá umhverfi Sandskeiðs- ins. Þau fjöll og það landslag sem þar er er mér nokkuð kært enda hef ég dvalizt mikið f nálægð þeirra, annaðhvort á jörðu niðri eða f lofti," sagði Þorhallur Filippusarson, sem nú heldur málverkasýningu á Mokka. Þórhallur sýnir þarna alls 13 Framhald á bls. 47 Tugmilljónatjón í eldsvoða á Djúpavogi: Stefnt að skjótri upp- byggingu rafstöðvar RAFVEITUBYGGING Austurlandsveitu á Djúpavogi brann til kaldra kola s.l. sunnudagsmorgun og er um mikið tjón að ræða. Þrjár dfselvélar með orkumöguleika upp á 830 kw voru f hinni nýju tveggja ára gömlu rafveitubyggingu. Tvær dfselvélanna eyðilögðust algjörlega en vonir standa til að unnt verði að gera við stærstu vélina, sem getur framleitt 500 kw. Rafstöðin á Djúpavogi hefur framleitt rafmagn fyrir Austurlandsveitu. A!lt rafmagn fór af Djúpavogi þegar stöðin brann og var raf- magnslaust þar f 14 klukkustund- ir, eða þar til tókst að tengja línu frá Austurlandsveitu við Djúpa- vog. Aðspurður sagði Ragnar Kristjánsson rafveitustjóri á Djúpavogi að hann teldi bráð- nauðsynlegt að gera ráðstafanir mjög snarlega í rafmagnsrnálun- um þarna m.a. vegna væntanlegr- ar loðnuvertíðar.'Ragnar sagði að þeir væru byrjaðir að undirbúa bað að reisa nýtt rafstöðvarhús, stálgrindarhús eins og það fyrra. „Við eigum nú von á tveimur díselvélum, einni upp á 200 kw og annarri 500 kw,“ sagði Ragnar. „Á morgun munum við ganga frá þeirri minni í gömlu húsnæði og koma henni í gagnið. Siðan tökum við til við rafstöðvarbygginguna og það á að vera onnt að koma henni upp á nokkrum vikum ef vel er að verki staðið. Þetta ætti - því að geta orðið klárt aftur allt saman í janúar og sérstaklega er- um við bjartsýnir á það vegna þess að stjórnendur rafmagns- mála hafa fullan hug á að svo verði.“ Erfitt var um vik við slökkvi- störf m.a. vegna þess að ekki var unnt að hefjast handa fyrr en búið var að rjúfa háspennu- straum frá Austurlandsveitu. Nýja sjálfvirka sfmakerfið brást illa í þessu sambandi því síma- sambandslaust varð sagði Ragnar og það liðu 45 minútur eftir að eldsins varð vart þar til unnt var að hefja slökkviliðsstörf vegna sambandsleysis. „Sem stendur er allt í lagi með rafmagnið hjá okkur, en spennan er fremur iág og má því litið út af bera, til þess að allt fari ekki úr skorðum,“ sagði Óli Björgvinsson oddviti á Djúpavogi er Mbl. ræddi við hann. Að sögn Óla er Djúpivogur nú tengdur inn á samveitukerfi Austurlands, en erfitt væri að stóla á það, þar sem linan væri mjög veikbyggð, og mætti ekkert vera að veðri svo að rafmagn héldist. Oli kvað ekki endanlega afráðið hvort díselstöðin, sem uppruna- lega átti að fara á Eskifjörð, yrði sett niður á Djúpavogi. Stjórnendur Rafmagnsveitna ríkisins væru enn að velta því fyrir sér. „Eitt er ljóst, að ef ekki verða gerðar hér úrbætur fyrir áramót, kemst loðnubræðslan ekki í gang strax og loðunuveiðar hefjast og það má ekki koma fyrir,“ sagði 'Óli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.