Morgunblaðið - 14.12.1976, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 14.12.1976, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976 3 Það hefur verið nðg að gera við að merkja og senda út viðurkenningarborðana f jólasundmðtinu undanfarna daga. Myndina tðk Friðþjðfur i skrifstofu ISl i gær. Jólasundmóti öryrkja lokið: Enn berast þátttöku- seðlar og endanlegur fjöldi því óþekktur StÐASTI dagurinn I jðiasund- mðti öryrkja var i gær og þá um ieið hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Enn er ekki hægt að segja um það með vissu hve margir þátttakendurnir voru f mðtinu, en þeir verða trúiega á bilinu frá 500—1000. Þátttökutilkynningar streyma til skrifstofu ISÍ og hafa skrifstofustúlkur sambandsins ærinn starfa við að fylla út nöfn þátttakenda á viður- kenningarborðana. Morgunblaðið ræddi i gær við Sigurð Magnússon útbreiðslu- stjóra ISl og sagði Sigurður að við framkvæmd þessa móts hefðu komið upp ýmsir erfið- leikar og vankantar, sem yrði að bæta úr áður en næsta móti yrði hleypt af stokkunum. Til að mynda gekk ekki nógu vel að Framhald á bls. 29 Friðarverðlaunahafi hér í boði Amnesty IRSKI friðarverðlaunahafinn Seán MacBride mun I kvöld ávarpa og sitja fyrir svörum á almennum fundi lslandsdeiidar Amnesty International f Norræna húsinu. Fimmtudaginn 16. þ.m. klukkan 11 fyrir hádegi heldur hann sfðan fyrirlestur f Lögbergi, húsi lagadeildar Háskðla tslands. Fyrirlestur þennan kallar hann „Kúgun leiðir til ofbeldis“ og er öllum opinn, en fyrirlesturinn er á vegum Amnesty International og lagadeildarinnar. Meðan Seán Seán MacBride, sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels 1974. Þrjú skip seldu í V-Þýzkalandi ÞRJtJ íslenzk fiskiskip seldu afia í V-Þýzkalandi í gær. Voru það Narfi RE, sem seldi 105.8 lestir fyrir 161.100 mörk, Karlsefni RE, sem seldi 77.9 lestir fyrir 135.100 mörk, og Flosi IS, 'sem seldi 67.2 lestir fyrir 85.200 mörk.. MacBride dvelur hér á landi mun hann ganga á fund forseta Islands og sitja boð bæði utanrfkisráð- herra og lagadeildar Háskðlans. Héðan fer hann til Luxemburgar að morgni 17. desember. Amnesty International hefur ákveðið að helga eitt ár sem ár samvizkufangans (Prisioner of conscience year). SamtÖkin hyggjast efna til undirskrafta- söfnunar þar sem skorað verður á Sameinuðu þjóðirnar að samþykkja ályktun þar sem þvi verði beint til allra þjóða veraldar að halda ákvæði mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og að öllum þeim sem fangelsaðir hafa verið vegna skoðana sinna verði sleppt. Hér er átt við þá sem sviptir hafa verið frelsi vegna skoðana sinna en hafa hvorki beitt ofbeldi, né hvatt til ofbeldis. Islandsdeild Amnesty International tekur þátt i þessari baráttu. Til að marka upphaf árs samvizkufangans hér á landi er að frumkvæði samtakanna von á Seán MacBride hingað til lands í dag. Hér á landi dvelst MacBride á vegum utanríkisráðuneytisins og Amnesty International. Seán MacBride er Iri, fæddur í Paris 26. janúar 1904. Hann tók virkan þátt i frelsishreyfingu Ira og var þá fangelsaður oftar en einu sinni. Hann hefur átt sæti á írska þinginu og verið utan- rikisráðherra lands síns. Hann hefur verið virkur félagi fjöl- margra alþjóðlegra félaga og stofnana um frið og mannréttindi og er einn stofnenda Amnesty International. Hann hlaut friðar- verðlaun Nóbels 1974. MacBride er nú umboðsmaður Sameinuðu þjóðanna fyrir Namibíu og kemur sem slikur fram sem aðstoðaraðal- ritari Sameinuðu þjóðanna. Austurstræti 22, 2. hæð, sími 28155 L

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.