Morgunblaðið - 14.12.1976, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Sýning
Ólafs M.
Jóhannessonar
Á LOFTINU hjá honum Helga
Einarsyni við Skólavörðustíg
sýnir ungur maður teikningar.
Hann heitir Ölafur M.
Jóhannesson og hefur átt verk
á samsýningum áður, en ef ég
veit rétt, hefur hann ekki efnt
til einkasýningar á verkum sín-
um fyrr en nú. Ólafur hefur
gert nokkuð af því að lýsa
kvæði, og á þessari sýningu eru
nokkur slík verk og fylgir þá
textinn. Þetta er skemmtilegt
og þægilegt fyrir þá; ér ekki
eru sérlega vel að sér í nútíma-
ljóðum. Höfundar textanna
eru: Hannes Pétursson,
Matthías Johannessen, Þor-
steinn frá Hamri og Sigurður
A. Magnússon. Ég fæ ekki ann-
að séð en að skáldin megi vel
við una. Myndir þessar eru
nokkuð súrrealistiskar og gefa
góða hugmynd um teiknarann
og þann hugmyndaheim er
virðist honum nærtækur.
Þetta er snotur sýning, og ég
held, að þessi ungi maður hafi
hæfileika. Hann virðist ein-
göngu beita fyrir sig vissri
tækni, sem að vísu er nokkuð
þröng enn sem komið er, en það
getur án efa breyst við meiri
skólun og betri kynni af mynd-
Iist. Það er áberandi í þessum
verkum, að Ólafur hefur næma
tilfinningu fyrir svart-hvltu
átaki, sem er mjög gott vega-
nesti fyrir þann, er við teikn-
ingu vill fást. En ég held, að
hann hefði mjög gott af að kom-
ast i náin kynni við frumteikn-
ingu sumra meistara frá fyrri
tið, en það er ekki mögulegt
hérlendis af þeirri einföldu
ástæðu, að slíkt er ekki til hér-
lendis.
Það er ýmislegt gott um þessa
fyrstu sýningu Ólafs að segja.
Hann vinnur verk sín af natni
og vandar til, eins og hann hef-
ur tækni og þroska til. Ólafur
hefur fjörugt ímyndunarafl og
sér hlutina á myndrænan hátt.
Þessir þættir eiga án efa eftir
að verða Ólafi notadrjúgir, ef
hann heldur settu striki og nær
sér í meiri þekkingu og æfingu.
Það er alltaf erfitt að spá fyrir
ungu fólki, er fæst við mynd-
list. Þar eru þúsund ljón á veg-
inum og stundum er þessi leið
ekki sérlega greiðfær. En með
góðum vilja og vinnu og aftur
vinnu geta menn náð slíkum
árangri að um munar. Ég óska
Ólafi til hamingju með þessa
fyrstu sýningu. Hún er mjög
þokkaleg og vel þess virði, að
hún sé skoðuð.
VÍKURÚTGÁFAN
KAMALA, saga frá Indlandi eftir Gunnar Dal. Þetta er
tvímælalaust mjög athyglisverð skáldsaga, auk þess að vera
skemmtileg aflestrar. Sigvaldi Hjálmarsson skrifar formála
fyrir henni og kemst m.a. svo að orði: Sagan er sannferðug
lýsing á indversku sveitalífi. Gunnar færist mikið í fang og
kemst ágæta vel frá miklum vanda. Hann opnar okkur nýjan
heim.
MEÐ HÖRKUNNI HAFA ÞEIR ÞAÐ eftir Ragnar Þor-
steinsson. I bók þessari eru níu eftirminnilegir æviþættir
og nokkrar smásögur. Guðmundur G. Hagalín segir í formála
m.a.: í bók þessari gætir mjög þess, sem ríkast er í fari
höfundarins, einlægrar samúðar í garð lítilmagnans, enn-
fremur aðdáunar á þreki og sönnum manndómi. Þáerað finna
þar kímni og glettni, en þær frásagnir bera af, þar sem
höfundur lýsir fangbrögðum slyngra sjómanna við Ægi í
æstu skapi.
ÞEGAR LANDIÐ FÆR MÁL eftir Þorstein Matthíasson.
í bók þessari er að finna 21 frásöguþátt, en höfundur er kunnur
af fyrri bókum sínum, sem hafa orðið mjög vinsælar. I fyrra
kom út eftir hann í DAGSINS ÖNN og er hún algjörlega
uppseld.
ÉG TRÚI Á KRAFTAVERK frásagnir af lækningaundrum
vegna fyrirbæna, færð í letur af Kathryn Kuhlman. Hér er á
ferðinni sérstæð bók, byggð á frásögnum fjölda fólks, sem
hefur læknast af banvænum sjúkdómum fyrir mátt bænar-
innar. Þetta er bók, sem mun vekja óskipta athygli og verða
mikið lesin.
Skemmtileg
ferdabók
MISJAFN er sauður í mörgu fé
má víst með sanni segja uru þær
fjölmörgu erlendu ferðabækur
um tsland, sem út hafa komið.
Flestar hafa þessar bækur það þó
sameiginlegt, að vera skrifaðar I
fremur alvarlegum tón. Land og
þjóð orkar einhvernveginn þann-
ig á höfundana, en þó eru undan-
tekningar. Ein slik er sú bók, Teh
land of Thor, sem nú er komin á
markaðinn með heitinu tslands-
ferð J. Ross Browne, 1862, í þýð-
ingu Helga Magnússonar. Ég hefi
lesið ansi margar ferðabækur um
tsland. Þessa hafði ég þó ekki
lesið áður, en hefi nú átt með
henni ánægjulegar kvöldstundir.
Höfundur hennar, víðreistur og
fjölreyndur Kaliforníubúi, kemur
hingað 1862 og dvelur hér eina
nóttlausa viku seint I júni. Hann
lýsir því, sem fyrir augu hans ber,
skýrt og stundum skarplega og
alltaf í ljósi góðlátslegs
skopskyns. Þær eru ekki fáar
lýsingarnar í ferðabókum af ferð
til Þingvalla og Geysis, en ég man
ekki eftir neinum, sem lýst hefur
því ferðalagi eins skemmtilega og
Ross Browne, nema ef vera skyldi
Albert Engström. Dufferin
lávarður kemur þar líklega næst.
Og maður fræðist glettilega mikið
um tslendinga og ástandið í land-
inu af frásögn Brownes. Þýðingin
er á lipru máli og skýringar þýð-
andans í bókarlok góð bókarbót. I
bókinni eru margar myndir
teiknaðar af höfundinum, sumar
þeirra ærið skoplegar, en ekki
sérlega listrænar, og inn á milli
ágætar heimildarmyndir.
Ég ætla, að margir muni hafa
ánægju af að lesa þessa ferðabók.
Sigurður Þðrarinsson
Leiðrétting
málefni og skrifa vingjarnlega
kveðju á, persónulega kveðju.
En ef við höfum tima, þá er
honum vel varið við jólakorta-
gerð. Setjumst sem flest saman úr
fjölskyldunni og raynum að hafa
við höndina: Dagblöð, til að hlifa
borðinu, jólapappír, glanspappír,
efnisafganga, filt, mislitan papp-
ir, skæri og lím ásamt jólakorta-
spjöldum eða karton. Og reynum
svo að vera í kátu skapi og kalla
fram hugmyndir sjálf. En fyrir
þá, sem gengur illa að fá hug-
myndir, eru hér nokkrar:
1. Gerið hjartalaga kort, limið
þunnt, rautt efni eða filt yfir (eða
pappir) og skrifið kveðjuna hin-
um megin á.
Viðtakandinn getur notað hjart-
að til að hengja á WC-hurðina, ef
vill.
2. Klippið kort sem er eins og
snjókarl, engill, fiskur, köttur eða
jólasveinn og gerið lykkju efst á
miðju, kortið má þá hengja á jóla-
tréð.
3. Bómullarefni klippt i ferhyrn-
ing (einlitt efni eða köflótt), rak-
ið úr og myndað kögur á jöðrum,
þetta síðan límt á kartonspjald, og
ofan á mynd af t.d. svíni,
engli.jólasveini o.s.frv. Notið hug-
myndaflugið.
4. Mynd af börnunum í fjölskyld-
unni, eða fjölskyldunni allri limd
á jólakortið er einkar vel þegið af
vinum og ættingjum, sem eru
langt undan.
5. Þrihyrningar úr ýmislega litum
og mynstruðum jólapappir klippt-
ir og limdir á kort, svo að þeir
myndi jólatré, sjá mynd.
Þessar hugmyndir má líka nota
til að gera merkimiða á jólapakka.
Þar sem myndatexti við þessar
teikningar I sunnudagsblaði
Morgunblaðsins féllu niður eru
teikningarnar ásamt texta birt
hér aftur.
ÖLLUM finnst skemmtilegra að
fá jólakort, sem eru persónuleg,
en að fá kort, þar sem sendandinn
hefur aðeins skrifað nafnið sitt
undir prentaðan texta. Og ef við
höfum ekki tíma til þess að gera
jólakortin okkar að öllu leyti
sjálf, þá ættum við að kaupa kort,
sem seld eru til styrktar góðu
CASIO FX — 102
heimsins fyrsta tölva með
almennum brotum. brotabrotum
og skekkjureikningi
CABIO
l.i BHSS'18 r33
i mm
LJ LJ LJ LJjLJ '""Vri't—cwi— LJ LJ
LJ LJ :í LJ LJ
L.J
LlI
LULJ
LJ
Verðkr: 11.995.-
STÁLTÆKI
Vesturveri, sími 2 7510