Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
Tollskrárfrumvarpið miðar
að jöfnun samkeppnisaðstöðu
innlends iðnaðar við erlendan
FRUMVARP það til laga um tollskrá
o fl , sem hér er til 1 umræðu markar
að mörgu leyti timamót í íslenskri tolla-
sögu Ber þar fyrst og fremst til, að
með frumvarpinu er stigið siðasta stóra
skrefið i þeirri aðlögun að breyttri
verslunar- og viðskiptastefnu, sem
mörkuð var þegar ísland gekk til frf-
verslunarsamstarfs við Vestur-Evrópu í
ársbyrjun 1970, og sem ætlað var að
ryðja braut fyrir fjölbreyttara atvinnu-
og efnahagslífi á íslandi.
Frumvarp þetta er samið af
embættismönnum í tolladeild fjármála-
ráðuneytisins Drögin að þeim breyt-
ingum, sem frumvarpið felur í sér eiga
sér tvær rætur í fyrsta lagi skuldbind-
ingar íslands, sem gengið var i, þegar
aðildin að EFTA var ráðin I öðru lagi
óskir og kröfur talsmanna iðnaðarins,
sem EFTA-aðildin snertir mest Frum-
varpið hefur síðan verið rætt siðustu
daga og vikur við þá fulltrúa atvinnu-
lífsins, sem helst hafa hagsmuna að
gæta í þessu sambandi
Frumvarpið er þannig fram sett, að
það sýnir í fyrsta lagi núgildandi tolla
og í öðru lagi tolla og tollbreytingar frá
1 jan 1977 til 1 jan 1 980
AÐFLUTNINGSGJÖLD FYRST
LÖGO ÁÁFENGA
DRYKKI1871
Ekki er úr vegi, þar sem hér er um
meiri háttar tollabreytingar að ræða, að
rifja upp stuttlega helstu áfanga í þró-
un íslenskrar tollalöggjafar frá upphafi
Þær vörur, sem aðflutningsgjöld
voru fyrst lögð á, voru alls konar vín,
brennivín og ..þessháttar” tilbúið úr
áfengum drykkjum Frumvarp til til-
skipunar um þetta efni var samþykkt á
Alþingi 1871
Áfengistollurinn var síðan hækkaður
nokkrum sinnum og tollar lagðir á
nokkrar aðrar vörur en afar varlega var
farið í sakirnar allt fram yfir fyrri heim-
styrjöldina
Með tollalögum fyrir island frá árinu
1 901 voru fyrstu heildartollalögin sett.
Áiagning tolla var þó enn takmörkuð
við örfáar vörutegundir
Með lögum frá 1912 um vörutoll, er
í fyrsta sinn lagður á almennur vöru-
magnstollur Þessi fyrsti almenni tollur
var síðan hækkaður nokkrum sinnum
og stóð svo til ársins 1926, en þá var
með lögum nr 47/ 1 926 um verðtoll í
fyrsta sinn lagðurá verðtollur.
Vörutollar almennir og sérstakir voru
siðan innheimtir hlið við hlið eftir ýms-
um lögum. þar til sett voru lög um
tollskrá nr 62 30 des 1939. Tollskrá
þessi var samin eftir alþjóðlegu frum-
varpi, er Þjóðabandalagið hafði lagt
fram 1 928, en frumvarp þetta varð til í
framhaldi af alþjóðlegri ráðstefnu um
fjármál og viðskipti, sem haldin var í
Genf í maímánuði 1 927.
Tollskráin frá 1 939 var mikil framför
frá tollalögum sem áður giltu Með
lögum þessum var sérstök tollskrá í lög
tekin og dregin saman í eina heild, öll
hin dreifðu ákvæði tollalöggjafarinnar
um aðflutningsgjöld, sem í gildi voru.
Báru flestar vörur samkvæmt henni
bæði vörumagns- og verðtoll
En brátt knúði fjárþörf ríkissjóðs á að
nýju Voru því aðflutningsgjöld á
árunum 1947 til 1960 innheimt með
álagi og tekin upp ýmis ný innflutn-
ingsgjöld af innfluttum vörum Af ráð-
stöfunum þessum leiddi. að aðflutn-
ingsgjöld í heild af ýmsum vörum voru
orðin geigvænlega há og buðu heim
ólöglegum innflutningi, og samræmi
það f tollaálagningu. sem náðist með
tollskrárlögunum frá 1939, var ger-
samlega farið út um þúfur og toll-
ákvæðin voru orðin alltof margbrotin
og erfið f framkvæmd
í árslok 1 959 var skipuð nefnd til að
endurskoða öll gildandi lög um að-
flutningsgjöld og semja frumvarp að
nýrri tollskrá eftir hinni alþjóðlegu toll-
skrárfyrirmynd, Brússelskránni svo-
nefndu. en frumvarp þetta varð að
lögum nr 7/ 1 963 um tollskrá o.fl.
Með þessari tollskrá voru enn á ný
dregin saman í eina heild hin ýmsu
dreifðu ákvæði löggjafarinnar, tollar á
mjög mörgum vörum lækkaðir stórlega
og miklu meira samræmi en áður var
komið á tolla af skyldum vörum og
vörum til sams konar eða svipaðrar
notkunar
Með lögfestingu hinnar nýju toll-
skrár var emnig að öðru leyti stigið
stórt framfaraspor
Eftir síðari heimsstyrjöldina hófst á
ný alþjóðleg samvinna í mörgum
greinum, þar á meðal um tollamál
Árangur þeirrar samvinnu varð m a
sá, að 15 des 1950 var í Brussel
undirrituð samþykkt um vöruflokkun í
tollskrá Með þeirri samþykkt var stefnt
að því, að tollskrár hinna ýmsu landa,
skyldu samræmdar að formi til, og
samin var tollskrárfyrirmynd. sem
nefnd var Brússel-skráin Var talið, að
yfir 50 þjóðir hafi komið þessari toll-
skrá á hjá sér 1963, þar á meðal öll
lönd Vestur-Evrópu, en nú munu um
1 30 þjóðir byggja tollalöggjöf sína á
Brússel-skránni.
Á tímabilinu 1963—1970 var toll-
skránni breytt á hverju ári og ávallt til
lækkunar á aðflutningsgjöldum
Með lögum nr 3 15 febrúar 1968
voru tollar m a lækkaðir á ýmsum
vörum í samræmi við skuldbindingar,
sem leiddi af niðurstöðum hinna svo-
nefndu Kennedy-viðræðna á vegum
GATT. þ.e hinu almenna samkomu-
lagi um tolla og viðskipti Nefna má og
breytingu á tollskrárlögum, sem gerð
var með lögum nr 80 31 desember
1968, þegar leiðréttingar voru gerðar
á gildandi lögum vegna breytinga, sem
orðið höfðu á Brússeltollskránni og
lögfest voru ákvæði um eðlisverðsskýr-
greiningu verðmætis vara skv alþjóð-
legu samkomulagi. sem ísland fylgir í
reynd
ÍSLENSKAR VÖRUR NJÓTA
TOLLFRELSIS í LÖNDUM EBE
FRÁ 1. JÚLÝ 1977
Eins og fyrr er að vikið verða straum-
hvörf í þróun íslenskrar tollalöggjafar
frá og með ársbyrjun 19 70 vegna
aðildar íslands að EFTA og síðar frí-
verslunarsamnings íslands og Efna-
hagsbandalags Evrópu, sem kom í
kjölfar þess að Danmörk og Bretland
gengu úr EFTA og gerðust aðilar að
Efnahagsbandalagi Evrópu
Þótt skammt sé liðið er ekki úr vegi
að rifja upp helstu ákvæði EFTA-
samningsins án þess þó að farið sé
nánar út í forsendur aðildarinnar eða
rædd þau markmið, sem að var stefnt
með aðildinni enda er háttvirtum
alþingismönnum fullkunnugt um þá
hlið málsins.
Svo var um samið, að aðildarlönd
EFTA, þe Danmörk, Svíþjóð, Finn-
land, Noregur, Bretland, Sviss, Austur-
ríki og Portugal skyldu þegar frá
byrjun, eða 1 mars 19 70 fella að fullu
niður tolla við innflutning til viðkom-
andi landa á íslenskum iðnvarningi og
nokkrum þýðmgarmiklum sjávar-
afurðum, sem EFTA-samkomulagið tók
til Jafnframt var í sambandi við aðild-
ina samið um við frændþjóðir okkar á
Norðurlöndum, að þær veittu sérstakar
viðskiptaívilnanir til handa islending-
um hvað snerti útflutning á dilkakjöti.
Auk þess var stofnaður svokallaður
norrænn iðnþróunarsjóður. sem
Norðurlöndin fjármögnuðu, til eflingar
íslenskum útflutningsiðnaði
Þannig hefur útflutningur íslenskra
vara notið fulls tollfrelsis í EFTA-
löndum frá ársbyrjun 1970 og sam-
kvæmt ákvæðum fríverslunarsamnings
íslands við EBE munu íslenskar vörur
njóta tollfrelsis í aðildarríkjum banda-
lagsins frá og með 1. júlí 197 7, líkt og
útflutningur annarra EFTA-landa til
EBE, en EFTA-löndin gerðu hliðstæða
fríverslunarsamninga við Efnahags-
bandalagið í kjölfar úrsagnar Breta og
Dana úr EFTA og íslendingar gerðu og
tóku allir þessir samningar gildi hinn
1. apríl 1973. Frá og með miðju
næsta ári verður því komin á full
fríverslun með iðnaðarvörur milli 16
ríkja Vestur-Evrópu og einnig að því er
okkur snertir tollfrjáls aðgangur fyrir
flestar þýðingarmestu sjávarafurðir
okkar á þessum mörkuðum.
Á móti þessum tollaívilnunum
íslenskum útflutningi til handa skuld
bundu íslendingar sig til að fella á
ákveðnu árabili, þe á árunum
1970—1980 að fullu niður tolla á
innflutningi iðnaðarvara frá löndum
EFTA og EBE, sem jafnframt eru fram-
leiddar hér á landi. Svo dæmi sé tekið
falla þannig niður tollar á fatnaði ýmiss
konar við innflutning frá EFTA eða
EBE-löndum en hins vegar ekki á bif-
reiðum, þar sem þær eru ekki fram-
leiddar hér á landi.
Á það skal þó bent að gefnu tilefni,
að vörusvið fríverslunarsamninganna
eins og það snýr að innflutningi til
íslands er í stórum dráttum takmarkað
við iðnaðarvörur í tollskrárköflum
25—99, en tekur svo dæmi sé tekið,
ekki til landbúnaðarvara Því er þetta
ftrekað hér, að við mat á nauðsynleg-
um lagfæringum á tollakjörum
fslenskra atvinnuvega í kjölfar EFTA-
samkomulagsins, hefur reynst nauð-
synlegt til að firra ríkissjóð sem mestu
tolltekjutapi að gera skýran greinar-
mun á þeim atvinnu- og framleiðslu-
greinum annars vegar, sem EFTA-
samkomulagið og síðar EBE-
samningurinn hafa bein samkeppnis-
áhrif á vegna minnkandi tollverndar
innlendrar framleiðslu og hins vegar
þeirra þar sem engin breyting af þessu
tagi hefur orðið svo sem í mjólkur-
iðnaði og fiskiðnaði
Hafa orðin samkeppnisiðnaður eða
verndarvöruiðnaður verið notuð um
þær iðngreinar. sem orðið hafa fyrir
aukinni samkeppni enda þótt þau séu
engan veginn nógu nákvæm til að ná
fram fyrrgreindum aðgreiningi
Svo nánar sé vikið að lækkunum
tolla við innflutning frá EFTA og EBE
var svo um samið, að tollar á verndar-
vörum yrðu lækkaðir um 30% í árs-
byrjun 19 70 en yrðu síðan óbreyttir
fram til ársins 1974 er þeir voru
lækkaðir um 10% af þeim grunntolli,
er f gildi var í ársbyrjun 1 970 og síðan
áframhaldandi um 10% árlega fram til
ársins 1980, er tollvernd fslenskra
verndarvöruiðnaðar verður afnumin.
HLUTUR TOLLTEKNA RÍKISSJÓÐS
LÆKKI ÚR 31,9% 1969
í 11,2% 1980
Af samningsákvæðum þeim, sem
hér hefur verið lýst, leiddi að nauðsyn-
legt reyndist að gera verulegar breyt-
ingar á tollum á aðföngum íslensks
verndarvöruiðnaðar Hafa þær breyt-
ingar verið gerðar í áföngum, fyrst
með breytingum f tollskrárlögum
1970. þá 1974 og með þessu frum-
varpi eru enn frekari breytingar ráð-
gerðar
Þannig voru árið 1970 tollar á hrá-
efni til iðnaðar almennt lækkaðir um
50%, og tollar á vélum lækkaðir í 7%.
Árið 1 974 voru tollar á vélum að fullu
felldir niður, tollar á hráefnum lækkað-
ir um helming frá því sem þeir höfðu
verið í árslok 1973 en þeir síðan að
fullu felldir niður f byrjun þessa árs.
Má því segja, að frá þessum tíma
hafi íslenskur verndarvöruiðnaður f
stórum dráttum búið við tollfrelsi á
beinum hráefnum og vélum til fram-
leiðslu sinnar. Þessi almenna regla
hefur þó ekki verið án undantekninga
og er með þessu frumvarpi stefnt að
lausn þeirra vandamála, sem eftir voru
skil á því tollalækkunartímabili, sem
hér hefur verið lýst
Áður en vikið er að helstu breyt-
ingum, sem frumvarp þetta felur f sér,
þykir mér rétt að fara nokkrum orðum
um hlut tolltekna hins opinbera sem
hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs, en
þá er ekki tekið tillit til markaðra skatta
á innflutning til sérþar'a.
Hlutur tolltekna frá árinu 1969 til
ársins 1976 hefur lækkað úr 31,9% í
18.3% á þessu tfmabili, og skv
áætlunartölum fjárlagafrumvarpsins
1 977 og fyrirhuguðum lækkunum
skv þessu frumvarpi, mun þetta hlut-
fall lækka í 15,5% á árinu 1977,
13,9% 1978, 12,6% 1979 og
1 1.2% 1980.
Þegar litið er nánar á tölur um hlut
tolltekna í heildarríkissjóðstekjum er
það athugunarefni, að þrátt fyrir þessa
hlutfallslegu lækkun hefur fslenska
tollakerfið enn sérstöðu f samanburði
við önnur lönd f V-Evrópu. þar sem
tolltekjur eru yfirleitt ekki hærri en
1 — 3% af rfkissjóðstekjum viðkom-
andi landa Er þá enn athugunarefni,
hvort og að hvaða leyti þessi sérstaða
valdi því, að fslenskum verndarvöru-
iðnaði séu búin önnur og verri skilyrði
hvað snertir gjöld á ýmiss konar
aðföngum en keppinautum innan
þeirra fríverslunarsvæða, sem ísland
tengist.
GJÖLD
FJÁRFESTINGARVÖRUM
SEM HLUTI AF
SAMKEPPNISAÐSTÖÐUNNI
Fyrst verður fyrir að tollar á öðrum
fjárfestingarvörum en vélum og tækj-
um hafa yfirleitt ekki lækkað og eru
alménnt á bilinu 18—35% Auk þess-
ara háu gjalda er lagður 20% sölu-
skattur á flestar vörur. en sambærileg-
an skatt fá erlendir samkeppnisaðilar
endurgreiddan í virðisaukaskattkerfi
viðkomandi landa Þá greiðist þessi
misseri 18% vörugjald af ýmsum fjár-
festingarvörum, sem ekki er lagt á í
nágrannalöndum. Meðal annars með
hliðsjón af þessum þætti í samanburði
á gjöldum innlends verndarvöru-
iðnaðar annars vegar og erlendra sam-
keppnisaðila hins vegar gerir frum-
varpið ráð fyrir þvf, að tollar á helstu
fjárfestingarvörum verði lækkaðir i
áföngum frá og með ársbyrjun 1978
til ársbyrjunar 1 980
En önnur sjónarmið hafa jafnframt
ýtt undir þá stefnubreytingu um tolla á
fjárfestingarvörum sem frumvarpið fel-
ur í sér. Má nefna, að Alþingi hefur oft
á undanförnum árum látið í Ijósi vilja
til lækkunar byggingarkostnaðar Þessi
breyting gengur eins langt og við
verður komið á þessu stigi til móts við
þær óskir. Hún mun að öðru jöfnu
jafnt koma húsbyggjendum sem at-
vinnurekstrinum til góða í lægra efnis-
verði til húsbygginga. Það er viðbótar-
röksemd fyrir þessari lækkun tolla á
fjárfestingarvörum, að á undanförnum
árum hefuraukist veiulega innflutning-
ur á einingahúsum alls konar svo og
stálgrindahúsum. Smíði innlendra
húsa úr strengjasteypu og smíði inn-
lendra einingahúsa á í samkeppni við
þennan innflutning, sem er á leiðinni
að verða tollfrjáls skv. EFTA-reglunum.
Eins og ég hef hér lýst í stórum
dráttum er meginstefna þessa frum-
varps. að í lok þess tollalækkunartíma-
bils, sem frumvarpið spannar yfir, þ.e.
fram til 1 980, verði álögur á aðföng
íslensks samkeppnisiðnaðar að mestu
horfnar Að því er varðar verksmiðju-
iðnað hverfa þessar álögur nær alveg
frá og með 1977 að öðru leyti en tekur
til bygginga, en ýmsar aðrar veigamikl-
ar álögur er ráðgert að hverfi smám
saman á tlmabilinu.
Ég vil nú í framhaldi af þessum
almenna inngangi fara nokkrum orðum
um helstu ákvæði frumvarps þess, sem
hér er til umræðu Má skipta helstu
breytingum frumvarpsins frá gildandi
lögum I 9 flokka, sem ég mun nú gera
grein fyrir lið fyrir lið
SAMNINGSBUNDNAR TOLLA
LÆKKANIR VERNDARVARA
í fyrsta lagi felur frumvarpið I sér
samningsbundnar tollalækkanir á
verndarvörum frá löndum EFTA og
EBE, en skv. innflutningstölum frá
miðju ári 1 975 til miðs árs 1976 nam
innflutningur verndarvara alls 17,1
milljarði króna, af heildarinnflutningi
um 73,4 milljarða króna eða 23,2%.
Þar af nam innflutningur frá EFTA og
EBE löndum 14,9 milljörðum en 2,2
milljörðum frá löndum utan EFTA og
EBE. Tolltekjur ríkissjóðs af þessum
sama innflutningi nam á sama tímabili
um 2,5 milljörðum króna og þaraf 2,0
milljörðum króna frá EFTA og EBE
Ríkissjóður verður af þessum tekjum
á næstu árum og sýnir frumvarpið
hvernig tollar af innflutningi frá lönd-
um EFTA og EBE munu fara lækkandi
stig af stigi á þessu tímabili, sbr. fskj.
1 með frumvarpinu.
Séu fyrrgreindar tölur um tekjutap
ríkissjóðs af þessum innflutningi
færðar yfir á tekjugrunn fjárlagafrum-
varps 1977 má ætla, að það nemi
samtals um 2,3 milljörðum króna á
næstu fjórum árum.
Nokkur frávik er að finna í frumvarp-
inu frá þeim tollalækkunarferli, sem
um var samið við inngönguna í EFTA
og ber það helst til að samningsbundn-
um tollalækkunum á nokkrum verndar-
vörum er hraða vegna eindreginna til-
mæla samtaka iðnaðarins. Vörur þær,
sem hér um ræðir, fengu á sfnum tíma
sérstakan E-toll, en þar sem þær eru
islenskum iðnaði mun mikilvægari sem
hráefni en sem verndarvara og innlend
framleiðsla þeirra er mjög takmörkuð,
eru tollar á vörum þessum felldir niður
að fullu frá löndum EFTA og EBE frá 1.
jarí. 19 77.
TOLLUR Á VERNDARVÖRUM
FRÁ LÖNDUM UTAN
EFTA OG EBE
Annar þáttur endurskoðunar gild-
andi tollskrárlaga sem frumiarp þetta
nær til er lækkun tolla á verndarvörum
innfluttum frá löndum utan EFTA og
EBE. Til að koma i veg fyrir óeðlilegan
tollamun á innflutningi frá þessum
löndum annars vegar og EFTA og EBE
löndin hins vegar er gert ráð fyrir að
tollar verði einnig lækkaðir á vörum frá
þessum löndum og er nánari útlistun á
tollalækkunum þessum að finna í
greinargerð með frumvarpinu. Rétt
þykir þó að taka fram í þessu sambandi
til að forðast misskilning sem nokkurs
hefur gætt, að samningarnir við EFTA
og EBE byggjast á því, að samnings-
aðilar veiti hver öðrum gagnkvæm toll-
friðindi. Getur þvi ekki orðið um það
að ræða að innflutningur frá löndum
utan Vestur-Evrópu njóti almennt
sömu tollakjara við innflutning til ís-
lands og innflutningur frá EFTA eða
EBE, nema samið væri um gagnkvæm
tollfríðindi við viðkomandi aðila á
grundvelli GATT-samkomulagsins um
fríverslunarsvæði
Áætlað er að tekjutap rikissjóðs skv.
þessum þætti muni nema um 90 m
kr. á ári fram til 1 980.
TOLLAR Á VÉLUM,
HRÁEFNUM OG REKSTRARVÖRUM
Þriðji þðttur endurskoðunar gild-
andi tollskrárlaga beinist að lækkun
tolla á þeim vélum, hráefnum og
rekstrarvörum til iðnaðar, sem gjöld
höfðu enn ekki verið lækkuð af. Má
segja, að af þessum þremur tegundum
aðfanga sé rekstrarvöruþátturinn hvað
mikilvægastur þvi að i langflestum til-
vikum höfðu gjöld þegar verið felld
niður að fullu af vélum og hráefnum
Má gera ráð fyrir að lækkun tolla á
Ræða Matthíasar A. Mathiesen fjármálaráðherra er
hann mælti fyrir frumvarpi til laga um tollskrá o.fl.
Tollvernd íslenzks iðnaðar
lýkur í ársbyrjun 1980