Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 33
M0RGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. ÐBSEMBER 1976 33
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Vörubili—Bedford
68.
8.6 tonn, stærri vél, skipti-
drif, mælir. vökvastýri. Góð-
ur Bedford á góðu verði og
óvenju góðum kjörum. T.D.
skuldabréf til 3ja eða 5 ára,
eða skipti.
Aðal Bílasalan, Skúlag. 40,
s. 19181 15014.
Ógangær Mercedes
Benz
319 diesel sendibill til sölu
strax.
Uppl. sima 20350 og
1 7350.
Sælgætisgerðaráhöld
óskast til kaups. Simi
71449.
Brotamálmur
er fluttur að Ármúla 28, simi
37033. Kaupi allan brota-
málm langhæsta verði. Stað-
greiðsla.
Til sölu 3ja herb efri hæð i
tvibýlishúsi. Sér inngangur.
Laus strax. Söluverð 3.8
millj. Útb. 2.2 millj. á árinu.
Fasteignasalan Hafnargötu
27, Keflavik simi 1420.
Pelsar i miklu úrvali. Góðir
greiðsluskilmálar. Hlý og
falleg jólagjöf sem vermir.
Pelsinn Njálsgötu 14, sími
20160.
Ný teppi og mottur
Teppasalan, Hverfisgötu 49.
Kanínupelsar
Loðsjöl (Capes). húfur og
treflar.
Skinnasalan, Laufásvegi 19,
2. hæð til hægri, simi
1 5644.
Buxur
Drengjabuxur úr terelyne.
Framleyðsluverð, Sauma-
stofan Barmahlið 34, simi
14616.
Dieselvél — bílpallur
til sölu er góð dieselvél úr
vörubil Benz 312, með gir-
kassa og öllu tilheyrandi.
Einnig vörubilspallur m'eð
sturtum. sturtugrind og stál-
skjólsborðum. Simar 34349
og 30505.
Skrautsteinahleðsla
Uppl. í sima 84736.
Hurðasköfun
sími 51715.
Sköfum og slipum hurðir,
lökkum eða bæsum, gerum
þær sem nýjar, uppl. i sima
51715.
□ Hamar 597612147 = 2
□ EDDA 597612147 — 1
ATKV
Filadelfia
Almennur bibliulestur i kvöld
kl. 20.30. Guðmundur
Markússon.
Jólakvikmyndasýning Aglia
verður haldin að Aragötu 1
laugardaginn 18. desem-
ber kl. 17 (kl. 5). Sýnd
verður kvikmyndin ..Great
Expectations " eftir skáldsögu
Charles Dickens. John Mills
leikur aðalhlutverkið eftir
kvikmyndasýninguna verður
kaffidrykkja. Angliafélagar
mætið vel og stundvislega og
takið með ykkur gesti.
Stjórn Anglia
K.F.U.K. Reykjavík
Jólafundur i kvöld kl. 20:30.
„Jól á sjúkrahúsi".
Hjúkrunarkonur hafa orðið.
Allar konur velkomnar.
Stjórnin.
íþrótta-
hallarbingó
á Akranesi
Akranesi, 13. des.
ÞAÐ er mikið fjör og kraftur í
íþróttafólki hér á Akranesi um
þessar mundir. Iþróttahöllin vað
Vesturgötu er mikið notuð bæði
til íþróttaiðkana og fjáröflunar.
Handknattleiksmenn munu t.d.
verða með bingó i húsinu n.k.
fimmtudag 16. des. Þar mun
verða margt góðra muna á boð-
stólum, sumir í formi vöruúttekt-
ar í verzlunum hér f bæ. Hug-
myndin er að gefa Akurnesingum
tækifæri til að drýgja jólainn-
kaupin með þessum hætti.
—Július
— Aukin
afurðalán
Framhald af bls. 30
GuSmundur Eyjólfsson, bóndi að
Hvoli, sourðist fyrir um framkvæmd á
greiðslum láglaunabóta, um
verðjöfnun á mjólk og hversu mikið
magn sláturafurða væri selt út á haust-
in, áður en til útborgunar kæmi.
Agreiningur um afurðalán
og sölu I sláturtið
Árni Jónasson svaraði og ræddi
ýmis atriði sem fram höfðu komið.
Samþykkti hann með Jóni H. Bergs.
að afurðarlán út á gærur væru
vanreiknaðar af hálfu Seðlabankans,
hins vegar bæri honum ekki saman
með reikninga sína við Jón um út-
borgunargetu Sláturfélagsins og taldi
að það ætti að geta greitt frá 74% til
76,25% af grundvallarverði að hausti.
Jafnframt bæri að taka inn í reikning-
inn að slátrun hæfist um miðjan
september og selt væri 20 til 25% af
framleiðslunni á fullu einingarverði
fram að fyrsta útborgunardegi.
Ræddi Árni síðan gjaldaliði
vísitölubúsins og svaraði fyrirspurnum
Guðmundar Eyjólfssonar
Jón H. Bergs svaraði spurningunni
um hvað mikið væri búið að selja af
sláturafurðum fyrir fyrstu útborgun I
haust hefði t.d. verið mjög dræm sala í
nýju kjöti vegna eldri kjötbirgða Allt
fram undir þetta væri verið að auglýsa
kjöt á gamla verðinu og Sláturfélagið
hefði t.d. orðið að kaupa eldra kjöt af
öðrum sláturleyfishöfum til að geta
verið samkeppnisfært á neytendamark-
aðnum. Svo væri einnig hins að gæta,
að sala væri ekki greidd fyrr en eftir
mánuð eða jafnvel 45 daga, þannig að
þessi tala Árna Jónssonar um 20 til
25% væri allt of há.
Jón Helgason alþingismaður vék að
gagnsemi svona bændafunda, sem
sýndu að bændur gætu fylkt liði og
staðið á rétti sínum. Þetta væri
tvímælalaus styrkur fyrir þá sem ynnu
að málefnum bænda og þrýstu á þá
sem sækja þyrfti til. Einnig væri það
sem fram kæmi á þessum fundum rök
fyrir fulltrúa bænda í sexmannanefnd
og væri það vel. Ýms atriði væru þó
íhugunar verð, eins og t d. hvort ætti
að semja beint við ríkið um verðlags-
grundvallarverðið eða ekki Þá kemur
inn spurningin um hvernig ríkið ætti
að ábyrgjast að bændur fái fullt grund-
vallarverð? Með slíkri ábyrgð mætti
ætla að ríkið yrði að taka á sig ábyrgð-
ina á rekstri sölufyrirtækjanna og ekki
væri víst að bændur yrðu sammála um
það Hér yrði fremur að koma til
ábyrgð bænda og sölufyrirtækja þeirra,
aukin hagkvæmni í rekstri og aukin
lánafyrirgreiðsla, bæði afurðarlána og
lána úr Stofnlánadeild landbúnaðarins
Vék Jón síðan að málefnum þess sjóðs
og hversu bágborin fjárgeta hans væri.
Sagði hann stuttlega frá samþykktum
Stéttarsambandsins í sumar um
málefni Stofnlánadeildarinnar.
Júlíu Jónsson, bóndi í Norður-
Hjáleigu í Álftaveri, sagðist hafa beðið
spenntur eftir fréttum af bændafund-
um á suðurlandi, eins hvort skaft-
fellingar myndu fylgja stéttarbræðrum
sínum í Rangárvalla- og Árnessýslum
um boðun almenns bændafundar, og
sýndu með því að þeir væru ekki
ánægðir með sín verðlagsmál. Sér
virtist af ræðum gesta fundarins að þó
nokkuð hefði þokað í rétta átt og væri
allt gott um það að segja Þessir fundir
hefðu aldrei verið að sinni hyggju
kröfufundir, eins og tíðkuðust hjá öðr-
um stéttum og ýmsum þrýstihópum,
verkfalli hefði aldrei verið hótað, en
hins vegar væri verið að biðja um það
með hófsömum rökum, að bændur
fengju það sem þeim bæri eftir
úrskurði sexmannanefndar, og ef ekki
næðist samkomulag þar, þá eftir yfir-
nefndinni, sem í sínum huga væri
nokkurs konar gerðardómur.
Um erfiðleika sölufyrirtækja bænda
á greiðslugetu þeirra, væri ekki við
stjórnir fyrirtækjanna að sakast heldur
fremur við þá aðila sem fjármagninu
stjórna, eins og fyrr hefði komið fram.
Það þyrfti ekki að minna vestur-
skaftfellinga á ýmsa erfiðleika, sem að
bændum steðjuðu, síst á væntanlegt
gos Kötlu, sem væri blásið út í fjöl-
miðlum Bændur hefðu lært að treysta
á Guð og lukkuna og gerðu það enn og
þannig hefðu allir erfiðleikar verið
yfirstignir að lokum. Sagðist Júlíus
trúa að svo yrði einnig nú.
Allir fá sinar sneiðar
af kökunni nema bændur
Sr. Halldór Gunnarsson i Holti
sagði að ,,bóndi væri bústópi og bú
landsstólpi' . svo hefði verið og væri
enn íslenzk menning væri bænda-
menning og á þeim grunni stæði
íslenzk þjóð, — eða félli, ef svo héldi
fram sem horfði, að íslenzkar sveitir
legðust i eyði Lengi hefðu annarleg öfl
í þjóðfélaginu hamrað á fækkun
bænda og beitt rökhyggju talna, þar
sem aðeins þær tölur koma inn i
dæmið, sem snerta bændur beint.
Gleymdust, — ef til vill viljandi, þá
þær tölur sem snerta vinnu við
framleiðslu bænda og farsæla
uppbyggingu þorpa i landbún-
aðarhéruðum, sem lifa á landbúnaðar-
afurðum nær eingöngu. Þetta dæmi
virtist ekki vera enn reiknað af hag-
fræðingum Stór-Reykjavikur. en sér
væri nær að halda, að ef það dæmi
væri reiknað, kæmi landbúnaðurinn út
sem sterkasta og traustasta at-
vinnugrein landsins.
Vék sr. Halldór siðan að greiðslu-
fyrirkomulagi af landbúnaðarafurðum.
Mætti likja því við köku sem af væri
sneitt. Allir aðilar skæru sinn rétta bita
og ætu á mánaðarfresti. nema
bóndinn, sem síðastur kæmist að, —
hann vissi ekki hvenær og ekki heldur
hversu mikið væri þá eftir, þ.e.a.s. allir
tækju sina fullu greiðslu og krefðust að
fá sem næst staðgreiðslu fyrir sitt
framlag Það væri ætíð spurning um
hver hlutur bóndans yrði Varpaði sr.
Halldór fram þeirri hugmynd, að ef
ekki næðist grundvallarverð á fram-
leiðslu bóndans, hvort ekki væri rétt að
skipta hallanum niður á alla þá aðila,
sem að framleiðslunni vinna, einnig
sölufyrirtæki bænda og benti á fyrning-
ar fyrirtækjanna sem hugsanlegan
greiðsluþola í erfiðu ári
Eggert Ólafsson átaldi sr. Halldór
fyrir að þekkja ekki útborgunarreglur
Mjólkurbúsins. Þetta hefði hann ut-
skýrt áður fyrir honum og myndi gera
enn.
Sr. Halldór svaraði og taldi Eggert
og sig vera að tala um sitt hvað,
framkvæmd á lögum og reglum annars
vegar og hins vegar hvað mætti stefna
að til að gera, án tillits til laga og
reglna, — þeim yrði þá að breyta ef
þau rækjust á við hagsmuni bænda
Gunnar Stefónsson taldi að
bændur ættu að standa með laun-
þegum í þeirra launamálum, það þyrfti
mun meira en að fá fullt grundvallar-
verð í dag fyrir afurðirnar, ef bændum
á ekki að fækka enn meir en orðið er
og að bændastéttinni blæði út. Það
væri alrangt af sölufyrirtækjum bænda
að skipa sér á bekk með vinnuveit-
endum. Það hlytu allir að sjá hversu
öfugsnúið það væri. Láglaunastéttir
yrðu að standa saman í baráttu sinni
fyrir bættum kjörum og bændur yrðu
að vinna með Alþýðusambandi íslands
og kynna málefni sín og lífsbarattu
fyrir þeim.
Eggert Ólafsson sagðist ekki skilja
hvernig t.d. Sláturfélag Suðurlands
ætti að ganga í Alþýðusambandið og
rökstuddi síðan mál sitt hversu örðugt
það væri
Urðu slðan kröftugar umræður um
þetta tiltekna mál þar sem sitt sýndist
hverjum.
Björn Þorláksson, bóndi I Eyjar-
hólum, taldi t.d. að bændur ættu enga
samleið með alþýðusambands-
mönnum, sérstaklega ekki kommúnist-
um, sem þar réðu ferð
Árni Jónasson svaraði fyrirspurn
um væntanleg málaferli Alþýðusam-
bands íslands á sex manna nefnd út af
hækkunum á landbúnaðarafurðum,
þar sem ágreiningur ríkir um túlkun
lagabókstafar, — en söm er þó gjörð
alþýðusambandsmanna, þegar lægst
launaða stétt þjóðfélagsins fær
kauphækkun i samræmi við aðrar
stéttir
Að siðustu svaraði Jón H. Bergs
fyrirspurn frá Birgi Þorlákssyni um
Stofnsjóðsgjald Sláturfélags Suður-
lands
ttt__________ H.G.
— Hornrekur
þjóðfélagsins
Framhald af bls. 33
hvert mannslíf sé ómetanlegt og
verði ekki mælt i peningum? En
hvað skyldu þeir vera margir sem
svipta sig lífi á ári hverju af þvi
þeir hafa ekki lengur getað þolað
þá innri andlegu baráttu sem þeir
hafa orðið að þreyja? Eru kannski
mannslif er hafa verið á geðspítöl-
um eða eru sýkt af geðsjúkdóm-
um einhver óæðri mannslif en
önnur? Það er ekki horft i pen-
inga til að koma í veg fyrir
slys. En það er ekki hægt að vekja
dauða til lifsins. En eins og hægt
er að koma i veg fyrir líkamlega
sjúkdóma og líkamlegan dauða er
hægt að koma I veg fyrir andleg
örkuml sem ekki eru bærilegri en
líkamleg örkuml sem flestum
þykir þó hörmulegt að verða fyr-
ir.
Handan
mannlegs
skilnings
Ástandið í geðsjúkramálum er
svo slæmt að það liggur næstum
handan við mannlegan skilning
að ekki skuli vera gert stórt og
virkilega raunhæft átak til að
bæta úr því. Þetta er eitthvert
brýnasta mannúðarvandamál
þjóðarinnar. Það er of seint að
byrgja brunninn þegar barnið er
dottið ofan i hann. Slikt gerist
reyndar stundum af slysni eða
gáleysi i mannlegu lifi. En það
er visvitandi andlegur glæpur að
vita um stóran pytt i næsta ná-
hægt er til að forða fólki frá
að sökkva honum. Málefnum geð-
sjúkra má líkja við slíkan pytt.
Og allir geta drukknað i
þessu hyldýpi. Sjúkdómai
spyrja ekki um stétt, mennt-
un, kyn, trú, stjórnmálaskoð-
anir né neitt það sem öðru
fremur greinir persónur þjóðfé-
lagsins á meira og minna ósam-
stæðar einingar sem oft eiga í
illdeilum. Þeir eru eins og dauð-
inn sem slær allt hvað fyrir er.
Það er þvi ekki aðeins þeir, sem
orðnir eru veikir, sem þetta mál
varðar, heldur einnig hinir sem
eiga hugsanlega eftir að veikjast
og það má ganga út frá þvi sem
fullkomlega visu að ætið verða
einhverjir sem munu veikjast á
hverjum tima. Eins og nú er mál-
um komið og ekki siður ef þróun-
inni verður ekki breytt frá þvi
sem likur benda til að hún gæti
orðið ef ekki er að gert, stefnir
allt í þá átt að sjúklingar, sem
hægt er að lækna í tíma berjist
við vandamál sin án nauðsyn-
legrar hjálpar þar til þeir
verða umhverfi sinu þvilik
byrði að þeir eru fluttir á
geðveikrahæli. Og þaðan eiga
þeir kannski ekki afturkvæmt.
Að visu eru þeir undir
læknishendi og á lífi og jafnvel
við ágæta likamlega heilsu. En
þvílíkt virðingarleysi fyrir lífinu!
Líf mannlegra vera er eins og
allir gera sér ljóst ekki það að
draga andann heldur að starfa
i hugsun og verki.
Geðveikrastofnanir eiga ekki,
mega ekki og þurfa ekki að vera
lítt virkar lokaðar stofnanir fyrir
króniska geðsjúklinega heldur al-
hliða endurhæfingar og lækn-
ingastofnanir eins og önnur
sjúkrahús.
Feimnismál
Þeir sem dvalizt hafa á geð-
veikrahúsum reyna yfirleitt að
leyna því og aðstendendur þeirra
jafnvel ennfremur. Og úti í þjóð-
félaginu eru þessi mál ennþá ein-
hver leiðinda feimnismál sem
enginn þorir að tala upphátt um.
Það er þögnin sem blivur og þessi
þögn getur af sér óvirkni, sof-
andahátt og kannski hreina og
beina gleymsku. Svo vakna menn
við það einn góðan veðurdag að
samkvæmt opinberum skýrslum
muni allt vera í kaldakoli og þá er
loks er byrjað að ræða málin og
nú hafa þau laumast inn I alþingi.
Þá ber það við að sjálfur ráðherra
heilbrigðismála vænir þann þing-
mann, sem fyrstur opnaði munn-
inn, um einhvern ekki fallegan
tilgang. Þó þetta hafi ekki verið i
beinum orðum sagt var þó það
andinn og alveg sérstaklega þess-
ar hártoganir um „þrýstihópa".
Ef ég skil þetta ljóta orð rétt mun
það merkja að einhver öfl reyni
með áróðri og öðrum aðgerðum að
hafa áhrif á önnur öfl í þeim
tilgangi að vinna með þvi ein-
hvern hagnað. En I daglegu tali er
oft átt við hreina og beina launa-
kjara- og pólitiska hagsmuna-
streitu. Eg man ekki eftir að hafa
heyrt það áður um sjúklinga. Ef-
laust hefur orðið hrokkið ósjálf-
rátt af vörum og jafnvel án með-
vitaðrar neikvæðrar merkingar i
garð geðsjúkra og vandamála
þeirra. En sýnir það ekki einmitt
að ekki er enn fjallað um þessi
mál af sama hugarfari og aðra
tegunda sjúkdóma? Það eru til
samtök berklasjúklinga, krabba-
meinssjúklinga, hjartasjúklinga,
gigtarsjúklinga, sykursjúkra,
bæklaðra og eflaust fleiri. Þessi
samtök hafa rekið áróður fyrir
bættri þjónustu hvað varðar
vandamál þessara sjúklinga. Eng-
um hefur dottið i huga að taka
það illa upp og kalla þá „þrýsti-
hópa“. Þvert á móti hefur al-
menningur verið þeim velviljaður
og einnig stjórnvöld. En þegar
geðsjúkdóma ber á gáma kemur
fram allt í einu ákveðin tor-
tryggni og tregða. Þó hefur
áreiðanlega ekki verið traðkað
eins mikið á rétti neinna sjúk-
linga sem þeirra. En þeir eru
yfirleitt hógværir og ekki
kröfuharðir í veraldlegum bæn-
um. Þess vegna er hægt að snið-
ganga þá meira en ýmsa aðra.
En hitt er annað mál að það
er ekki víst að geðsjúklingar
finni minna til þeirra ann-
marka sem lækningar þeirra eru
merktar en aðrir sjúklingar finna
til annmarka á lækningum sinna
sjúkdóma. En nú finnst mér kom-
inn timi til að allir þeir geðsjúk-
lingar sem heilsu hafa til, komi
framúr felustöðvum sínum og
krefjist þess að þeir séu allavega
ekki hornrekur eða alveg sérstak-
ur „þjóðflokkur" sjúkra manna.
Stundum eru geðsjúkdómar
nefndir sálarsjúkdómar. Það
merkir í það minnsta að þeir sem
verða veikir af þessum sjúkdóm-
um hafi sál en það er meira en
sagt verður um suma sterka og
freka „þrýstihópa" leiðtoga. Nú
ættu þeir að gripa tækifærið og
ekki aðeins fylgjast með allri
meðferð á þeirra málum á þingi
og við afgreiðslu fjárlaga heldur
láta ekki gleymast að veita
strangt aðhald og þrýsta fastar og
óvægilegar að þinginu og fjár-
málavaldinu við hver minnstu
merkjanlegu undanbrögð, tregðu,
þröngsýni, tortryggni, skilnings-
leysi og fordóma. Þingmenn og
stjórnmálamenn almennt ættu
reyndar að hugsa alveg sérstak-
lega náið og af mikilli alvöru út í
þetta mál. Þvi þegar á allt er litið
hafa vist engar pestir og plágur
verið mannkyninu til átakanlegri
bölvunar en einmitt geggjaðir
stjórnmálamenn og er óþarft að
tína fram dæmi um það.