Morgunblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976
39
Kristín Pétursdótt-
ir—Minningarorð
Kristin Pétursdóttir frá
Berserkjahrauni i Helgafellssveit
lést á Borgarspitalanum hinn 6.
desember s.l. og fer minningarat-
höfn um hana fram í Fossvogs-
kirkju í dag en jarðsett verður að
Helgafelli n.k. föstudag.
Með Kristínu er gengin mikil-
hæf og merk kona, sem var stór-
brotin til orðs og æðis eins og hún
átta kyn til.
Kristín var fædd í Svefneyjum
á Breiðafirði 24. ágúst 1887 og
hefði orðið níræð næsta sumar ef
hún hefði lifað.
Kristin var af svonefndri Svefn-
eyjaætt en faðir hennar Pétur
Hafliðason, Eyjólfssonar eyja-
jarls i Svefneujum. Móðir Kristin-
ar var Sveinsina Sveinsdóttir úr
Flatey á Breiðafirða
Kristin ólst upp í Svefneyjum
með foreldrum sinum og tvíbura-
systur Ölinu, sem býr nú í Reykja-
vik. Þær systur urðu snemma
efnilegar til starfa, sem til féllu á
stóru eyjaheimili, og gengu að öll-
um störfum inni en þó meir útivið
er þær komust á legg. Þessar syst-
ur urðu brátt eftirsóttar til sjó-
róðra og heyflutninga en-það er
merkileg saga og óvenjuleg. Saga
þessi er rakin skilmerkilega er
Matthías ritstjóri Jóhannessen
hafði viðtal við þær systur, sem
birtist í Morgunblaðinu fyrir
nokkrum árum.
FRÁ LEHBEIHINGASTÖfl HÚSMÆflRA
Leikföng
Fyrir jólin er mikið keypt af leik-
föngum en eru öll leikföng þannig
úr garði gerð að þau geti ekki
valdið slysum? Vesturevrópsk
stöðlunarsamtök, CEN (Comité,
Européen de Normalisation), hefur
samið tillögur um öryggiskröfur í
leikfangagerð og frágangi á leik-
föngum. Fyrir nokkru var sagt frá
þeim kröfum i grein sem birtist í
„Rád og Resultater", málgagni
Statens Husholdningsrád í Dan-
mörku. og verður hér sagt frá helst-
um atriðum.
Efnisval og
frágangur
Leikföngin mega ekki vera með
hvössum brúnum eða oddum sem
barnið getur skorið sig á. Leikföng
úr tré mega ekki vera með rifum,
lausum kvistum eða flísum og yfir-
borðið má ekki vera hrjúft.
Á leikföngum úr pjátri verður að
brjóta inn af öllum brúnum eða
ganga frá þeim á annan hátt svo að
börnin geta ekki skorið sig á þeim.
Fylling í tauleikföngum má ekki
vera með gler- eða málmbrotum
eða með örðum oddhvössum hlut-
um. Ef fyllingin er gerð úr plastkúl-
um (t.d. polystyren) sem eru minni
en 3 mm í þvermáli verður hylkið
að vera tvöfalt, ella er hætt við að
börnin geti kroppað gat á leikfangið
og þá geta kúlurnar hæglega sog-
ast upp i nefið á barninu og niður í
lungu
Oddurinn á nöglum, skrúfum
o.þ.h. verður að vera alveg hulinn
og hvergi mega vera nagla- eða
skrúfuhausar sem geta meitt barn-
ið Þótt leikfangið detti í gólfið má
það ekki detta í sundur svo að
naglaoddar o.þ.h standi út úr
þeim.
Ef leikfangið er þanið með stál-
þræði má hann ekki brotna þótt
leikfanginu sé vöðlað saman
Leikfangavopn eins og t d hníf-
ar, sverð og axir mega ekki vera
oddhvöss og örvar ekki úr málmi. Á
örvarendum verður að vera a m.k
20 mm þykk doppa úr mjúku efni
(t d. úr plasti eða gúmmíi).
Lamir á hurðum og lokum á t.d
brúðuhúsgögnum verða að vera
festar þannig að rifan á milli brún-
anna verði annaðhvort mjórri en 5
mm eða breiðari en 12 mm (hvort
sem hurðin er opin eða lokuð). svo
að engin hætta sé á að börnin geta
klemmt fingurna þar á milli.
Á leikföngum sem eru dregin
upp þarf „mótorinn" að vera svo vel
varinn, að fingurnar komist ekki í
klemmu. Það þarf að ganga svo vel
frá þeim að þau þoli harkale^a
meðferð án þess að fara í sundur
og „mótorinn" verði þar með óvar-
inn.
Á flautum, lúðrum o.þ.h. mega
ekki vera lausir smáhlutir sem geta
sogast upp í munninn.
Leikföng handa
litlum börnum
Börn innan við þriggja ára setja
gjarnan leikföngin sin upp í munn-
inn og hætt er við að þau gleypi
smáa hluti. Áfastir smáhlutir verða
þvi að veia minni en 1 7 mm eða
stæry en 32 mm. Sama máli gegn-
ir um púsluspil, kubba o.þ.h. Hlutir
sem eru minni en 1 7 mm geta
varla festst i hálsi barnsins. Ef
hluturinn er stærri en 32 mm getur
barnið ekki gleypt hann. Að sjálf-
sögðu verða augun i bangsa og í
brúðunni að vera svo vel fest, að
barnið geti ekki togað þau úr.
Leikföng til að festa við barna-
vagn eða rúm mega ekki vera með
lausum snúruendum sem eru lengri
en 30 cm. Ef leikfangið er fest við
báðar hliðar rúmsins eða barna-
vagnsins má ekki vera unnt að
þenja teygjuna meira en 75 cm,
svo að öruggt sé. að ungbarnið geti
ekki snúið því um hálsinn á sér.
Hringlur þurfa að vera svo sterk-
ar að þær brotni ekki, jafnvel þótt
þeim sé lamið í gólfið eða stigið sé
ofan á þær.
Smáhlutir innan í hringlunni
verða að vera sléttir. Þurrkaðar
baunir o.þ.h. inn i hringlunni mega
ekki geta bólgnað upp í vatni ef
barnið skyldi gleypa þær.
Aðrar hættur
Það ætti að banna að nota efni i
leikföng sem brenna með skærum
loga ef kviknar i þvi.
i leikföngum ætti ekki heldur að
vera efni sem eru skaðleg fyrir
heilsu barna Það ætti að vera tak-
mörk fyrir þvi hve mikið blý,
cadmium og önnur efni með eitur-
verkunum mætti vera i þeim litum
sem börn nota (krít. málning
oþ.h).
I leikföngum úr plasti og í
máluðum leikföngum sem hætt er
við að börn setji upp í munninn
mega ekki heldur vera slik efni.
Að sjálfsögðu ætti að fylgja
hverju leikfangi upplýsingar um
framleiðanda eða innflytjanda,
einnig ætti að merkja þau leikföng
sem geta verið hættuleg fyrir litil
börn með eftirfarandi viðvörunar-
orðum: „Ekki handa börnum innan
við þriggja ára aldur"
Þegar þessir staðlar verða sam-
þykktir er von til þess að hættuleg
leikföng verði ekki lengur á boðstól-
um en þangað til verða neytendur
að skoða vel þau leikföng sem þeir
kaupa, og hafa til hliðsjónar þær
reglur sem hér hafa verið settar
fram
S.H.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Kristin giftist Guðmundi Sig-
urðssyni frá Berserkjahrauni
1912 og bjuggu þau fyrst i
Hraunsfirði eitt ár, en siðan að
Hrauni allan sinn búskap. Þau
eignuðust 11 börn sem öll eru á
lífi og búa flest I Reykjavik en
tvær systur búa með mönnum sín-
um í sveit en ein er búsett í
Ameríku.
Börn þeirra eru Halldór
verslunarmaður, Sigurður hús-
vörður, Ingvi starfar á Ölafsfirði,
Guðrún húsmóðir í Ameríku, Sig-
rfður, Marfa og Andrea giftar í
Reykjavik, Pétur skipstjóri, Jón
verkstjóri í Kópavogi, Sveinsina
og Guðlaug búsettar i Gaulverja-
bæjarhreppi og Grundarfirði.
Bcrnin eru öll mesta dugnaðar og
myndarfólk og eftirsótt til hvers-
konar starfa.
Það er talið landgott að Bers-
erkjahrauni og var bú þeirra Guð-
mundar og Kristinar ekki stórt en
afurðagott og vel farið með allar
skepnur. Mikið þurfti til að metta
alla munnana en allir fengu nóg
enda vel á öllu haldið og ráðdeild
og sparsemi I fyrirrúmi. Guð-
mundur lést 1946 og bjó Kristin
þá i nokkur ár áfram með yngstu
börnum sínum.
Síðan hefir Kristin dvalið með
börnum sínum á góðu atlæti og
ávallt verið heilsuhraust, þar til
nú að hún var flutt á sjúkrahús 4
dögum fyrir andlát sitt. Mun það
vera eina dvölin sem hún átti sem
sjúklingur á spitala í lifinu.
Kristín er nú öll og hinn stóri
hópur afkomenda minnist hennar
með þakklæti, eftir langt og gæfu-
samt æfistarf. Við frændfólkið
vottum samúð og henni þökkum
við allt gamalt og gott ena var
þessi kona öllum minnisstæð sem
kynntust henni. Hún var barn
síns tíma, ólst upp við kjarngott
viðurværi en ströng kjör og mót-
aðist af þeim. Hún skilaði þjóð
sinni dýrum arfi og fer nú á vit
almættisins með hreinan skjöld.
Minningin lifir.
J.M.G.
12861 13008 13303
laugavegi 37 laugavegi 89 hafnarstr. 17
DÖMUR
Buxnapils, samfestingar
og kjólar úr fínflauel.
Glæsilegt úrval af peysum.
Blússur einlitar, mislitar.
Stutterma hermannaskyrtur.
HERRAR
Terelyneföt með vgsti.
Rifluð flauelsföt.
Loðfóðraðar mittiskuldajakkar.
Stakar terelynebuxur
Peysur, skyrtur og bindi.
Ný sending kúrekastígvél.