Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 9. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Peking og Belgrað 12. janúar AP. KlNVERSKIR leiðtogar hafa frestað lokaákvörðuninni um framtíð Teng Hsiao-pings, fyrrum varaforsætisráð- herra landsins, til þess að þeir geti kynnt sér umdeilda skýrslu, sem Teng skrifaði 1975 um menningarbylting- una. Tanjugfréttastofan i Júgóslavíu sagði að skýrsla þessi gagnrýndi einkum ákveðnar áætlanir um kennslu- og þjóðfélagsmál, sem hin róttæku öfl kommúnista- flokksins á bak við menningarbyltingu studdu. Frétta- stofan segist hafa þetta eftir heimildum í Peking. Lokaákvörðun um framtíð Tengs frestað Tanjug sagði að róttæku flokks- öflin hefðu siðar notað skýrsluna gegn Teng, til að koma honum frá völdum, en talið hafði verið víst, að hann myndi taka við forsætis- ráðherraembættinu af Chou En- lai, fyrrum forsætisráðherra, en Teng gegndi störfum hans meðan Chou lá banaleguna, jafnframt því sem hann var einn af varafor- mönnum flokksins. Fréttastofan segir, að Hua Kuo-feng formaður hafi rætt skýrsluna við mið- stjórnarmenn flokksins eftir að almenningur í Peking hafði kraf- izt þess á veggspjöldum að Teng yrði kallaður til starfa á ný og endurreistur. Tanjug segir að Teng hafi samið skýrslu sína sumarið 1975 að beiðni Maos heit- ins formanns til þess að vega og meta hinar jákvæðu og neikvæðu hliðar menningarbyltingarinnar. Skýrslunni var dreift meðal mið- stjórnarmanna sem yfirleitt fannst skýrslan jákvæð en þó voru ýmis atriði í sambandi við neikvæða afstöðu Tengs til endur- hæfingarskóla og áætlunar um að senda menn með háskólapróf til starfa i afskektum sveitum. Um- ræðum um skýrsluna var hins vegar frestað þar sem Mao og Chou veiktust og þá notuðu Chi- ang Ching, ekkja Maos, og róttæk- ir bandamenn hennar skýrsluna til að koma Teng frá. Ekkjur og börn fsraelsku fþróttamannanna f mótmælastöðu fyrir utan franska sendiráðið f Tel-aviv með myndir og nöfn manna sinna og feðra á spjöldunum. sæt- Mál skæruliðaforingjans Abu Daoud: Franska stjórnin ir víða harðri gagnrýni Tilkynnti um sölu á 200 herþotum til Egyptalands í dag Tel-aviv, Parfs Kafró og New York. 12. janúar Reuter — AP FRAKKAR hafa sætt harðri gagnrýni vfða um heim og ofsa- reiði rfkir f Israel yfir ákvörðun frönsku stjórnarinnar um að sleppa úr haldi Palestfnuskæru- liðaforingjanum Abu Daoud, sem handtekinn var f Parfs fyrir fjór- um dögum með falsað vegahréf. Viðræður Gundelachs og Evensens jákvæðar Brussel 12. janúar NTB. JENS Evensen, hafréttarmálaráð- herra Noregs, og Finn Olav Gundelach, yfirmaður fiskveiði- og landbúnaðarmála Efnahags- bandalags Evrópu. ræddust við f dag og sögðu að fundinum lokn- um, að engin hætta væri á, að EBE tæki ákvarðanir f fiskiveiði- málum án þess að ráðgast við Norðmenn. Fyrir jól höfðu Norð- menn látið f Ijós áhyggjur yfir þvf, að EBE myndi einhliða ákveða aflakvóta f Norðursjó. Evensen sagði við fréttamenn f dag, að viðræðunum loknum, að hann væri mjög ánægður með árangurinn og enginn ágreining- ur eða óljós atriði væru f sam- skiptum Noregs og EBE. Báðir aðilar væru sammála um að vinna sameiginlega að skipan og fram- kvæmd fiskveiðimála, en þó væri þvf ekki að neita, að hugsanlegt væri að ágreiningur kæmi upp um kvótaskiptingar. Evensen sagði, að Gundelach hefði staðfest við sig, að ráð- herrar bandalagsins myndu ekki fjalla um málefni Noregs á fundi sfnum 19. þessa mánaðar heldur yrði þar aðeins rætt um fiskvernd og stærð veiðikvótanna, ekki skiptingu þeirra. Gundelach sagði á fundinum, að það hefði alitaf verið sín skoðun að gera yrði sam- komulag við Norðmenn áður en nokkuð yrði ákveðið af hálfu EBE og ráðherrarnir hefðu samsinnt þeirri skoðun. Gundelach sagði, Framhald á bls. 18 Daoud, sem er kominn til Alsfr, er grunaður um að hafa staðið að baki hryðjuverkum Palestfnu- manna á Ólympfuleikunum f Miinchen, er 11 fsraelskir fþrótta- menn voru myrtir. Þá jók það mjög reiði manna f tsrael er tilkynnt var, að Frakkar hefðu gert samning við Egypta um að selja þeim 200 hljóðfráar orrustu- þotur af gerðinni Mirage F-1 og eru margir Frakkar og menn f öðrum löndum sannfærðir um að þessi sölusamningur hafi átt sinn þátt f þvf að Daoud var sleppt. Israelar kölluðu sendiherra sinn I Frakklandi heim í dag til skrafs og ráðagerða að því er segir í tilkynningu og Yigal Allon, utanrfkisráðherra ísraels, kallaði sendiherra Frakka i israel Jean Herly á sinn fund og mótmælti harðlega ákvörðun frönsku stjórnarinnar. Ákvörðuninni hefur verið fagnað í Ara- baríkjunum og Sovétrfkjunum, en talsmenn Bandarfkjastjórnar og v-þýzku stjórnarinnar hafa látið f ljós undrun sína á gerðum frönsku stjórnarinnar. Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Frakka f israel i dag til mótmælaaðgerða og voru þar á meðal ættingjar ísraelsku fþróttamannanna 11. Kröfðust þeir að sendiherrann yrði rekinn heim, kölluðu Giscard D’Estaing Frakklandsforseta hug- Framhald á bls. 18 Jákvæðar viðræð- ur milli stjórnar- andstöðu og Suarez Madrid 12. janúar Reuter—AP SPÁNSKA stjórnin virðist nú mióa hægt og sfgandi aó náðun til handa öllum pólitfskum föngum f landinu og að leyfa kommúnist- 99 Mannréttindi 77”: Harkaleg árás á mennina í Rude Vln 12. Janúar Reuler — AP — NTB. ÖRYGGISLÖGREGLAN f Tékkóslóvakfu hélt f dag áfram yfirheyrslum yfir andófsmönn- um, sem standa að samtökunum „Mannréttindi 77“ og Rude Pravo, málgagn stjórnarinnar f Tékkóslóvakfu, réðst harkalega að samtökunum f forsfðuleiðara. Talsmenn samtakanna tóku þessu með ró og sögðust efast um að yfirvöld f landinu myndu draga þá fyrir rétt þó svo að Rude Pravo kallaði þá útsendara heims- valdasinna. Stjórnmálafréttarit- Pavel Kohout andófs- Pravo arar telja, að f leiðara blaðsins sé látið að þvf liggja að til málshöfð- unar muni koma, þar sem sagt er að forystumenn andófsmannanna hafi gert áætlanir, sem miði að þvf einu að undirbúa nýja gagn- byltingu. Leikritaskáldið Vaclav Havel, sem er einn af forystumönnun- um, sagði f simtali i dag, að árásin bæri vott um skynsemiskort og ekki þess virði að svara henni. Havel, sem handtekinn var ásamt 5 öðrum á mánudag, en sleppt að loknum löngum yfirheyrslum, sagði að hann hefði verið kvaddur Framhald á bls. 18 um þátttöku f þingkosningunum, sem fram fara í landinu f vor. I sameiginlegri yfirlýsingu, sem gefin var út að loknum fyrstu formlegu viðræðum stjórnarinn- ar og stjórnarandstöðuflokka f gærkvöldi, segir að rfkisstjórnin fhugi þessi mál nú alvarlega. Áreiðanlegar heimildir f Madrid hermdu f dag, að Suarez forsætis- ráðherra hefði f huga að vfkka út hina konunglegu náðunartilskip- un frá þvf f júlf sl. þannig að hún nái til flestra þeirra 200 pólitfskra fanga, sem nú eru tald- ir vera I haldi I landinu. Heimildirnar sögðu, að Suarez teldi enn of snemmt að viður- kenna kommúnistaflokkinn, en að hugsanlegt væri að þeir fengju að bjóða sig fram sem óháðir eða frambjóðendur vinstrikosninga- bandalags. Svo virðist sem for- sætisráðherranum ætli að takast að koma í veg fyrir pólitiska spennu þrátt fyrir skæruliða- aðgerðir öðru hverju f Baskahér- uðunum á N-Spáni og mótmæla- aðgerðir í Madrid. Talsmenn viðræðunefndar stjórnarandstöðuflokkanna, úr Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.