Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JANUAR 1977 29 w w VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI hæli nr. 38/1973) voru sameinuð lög um ríkisfangelsi og vinnuhæli (nr. 18/1961) og lög um héraðs- fangelsi (nr. 21/1961), og var megintilgangur þeirra að fella niður þátttöku sveitarfélaga í stofnkostnaði og rekstri svo- nefndra héraðsfangelsa. Að þvíer varðar ákvæði hinna nýju laga um framlög úr ríkissjóði til bygg- ingu fangelsa og vinnuhæla segir svo í 15. gr. þeirra: „Veita skal úr ríkissjóði 15 milljónir króna á ári hverju hið minnsta til byggingar fangelsa og vinnuhæla, þar til lok- ið er við að koma upp og fullgera þær stofnanir, sem falla undir 1.— 3. tölulið 2. greinar.", (þ.e. ríkisfangelsi, vinnuhæli og ung- lingavinnuhæli). Samkvæmt 7. gr. eldri laganna (nr. 18/1961) skyldi verja 1 millj. króna árlega hið minnsta til samsvarandi bygg- inga. A fjárlögum fyrir árið 1976 var variö kr. 14.250.000,- til byggingar ríkisfangelsa og vinnuhæla, og á sömu fjárlögum var jafnhárri upphæð varið til byggingar prest- setra! Vissulega væri æskilegra að geta varið peningunum í eitt- hvað annað en falgelsisbyggingar, en við verðum að horfast í augu við það sem dóms- og kirkjumála- ráðherra sagði í grein sinni: „Af- brotaalda hefur flætt yfir landið". séu álíka margir og þeir, sem lenda (eða ættu að lenda) í fang- elsum „reglulega". Og með tilliti til þess hve misjöfn nýting þess- ara tvenns konar húsa er, má telja tímabært að stöðva frekari kirkjubyggingar, a.m.k. um sinn, en leggja ríkari áherzlu á hygg- ingu fangelsa. 0 Fangelsin frekar Ég tel ekki fjarri lagi að þeir sem sækja guðshús reglulega Ég vil ljúka þessu með því að gera orð ráðherrans að mínum: „Við þurfum að horfast í augu við þá staðreynd, að í brotamálum og misferli margs konar er miklum vanda að mæta. Við þeim vanda ber að snúast af einbeitni og með viðeigandi úrræðum, þ.á.m. með aukinni löggæzlu og refsingum“. M. Jónsson" Þessir hringdu . . . 0 Enginn afsláttur Símnotandi: — Að undanförnu hefur síminn hjá mér legið inni til geymslu vegna sérstakra ástæðna og lá hann inni í heilt ár. Þegar ég síðan tek hann úr geymslu í ágúst s.l. er greitt sérstakt gjald fyrir geymsluna. Síðan er ég hef notað simann um tíma fæ ég reikning upp á sextán þúsund krónur, sem sagt reikning fyrir því sem sím- inn var notaður þennan tíma. Það var sem sagt ekki dregin króna frá þó svo að síminn hefði ekki verið notaður og það finnst manni nú nokkuð hart.— Hvert stefnir í þessu þjóðfélagi? Kona sem misst hefur atvinnuna: — Ég vil byrja á því að til- færa hér ljóðlínur okkar ágæta þjóðskálds, Einars Benediktsson- ar: Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjartað ei með sem undir slær.“ Ég get ekki orða bundizt með þennan klíkuskap og það stjórn- leysi sem ríkir orðið í þessu þjóð- félagi okkar. Þegar ég kom heim SKAK Umsjón: Margeir Pétursson ÞÓ AÐ Smyslov, fyrrverandi heimsmeistari í skák, sé orðinn 55 ára og snerpan örlitið farin :ð dofna, sýnir hann þó oft glæsileg tilþrif er hann tekur þátt i skák- mótum. Staðan hér að neðan kom upp i skák Smyslovs við Grigorjan á nýafstöðnu skákþingi Sovétríkj- anna. % ■ m m, m mfa. m w i i m m Wfw KP i jgj gp m A % m A gfitt m- A u HP H ggg iii jj B w wm, Æík A u pnj ■ jjl 2 ■Ll. frá vinnu einn daginn beið mín bréf, sem er ekki í frásögur fær- andi nema vegna þess að það var uppsagnarbréf frá atvinnuveit- anda mínum. Vegna breyttra að- stæðna, samdráttar og erfiðleika þurfti að stokka upp spilin og breyta. Ég ræddi við vinnuveit- andann og spurði hvort nokkuð hefði verið við mín störf að at- huga og reyndist svo ekki vera. En um kvöldið, þetta sama kvöld, fékk ég upphringingu og það var kona sem tjáði mér að búið væri að ráða í það starf, sem ég hafði gegnt. % Hverjir þurfa á vinnu að halda? Ég hef stundum átt leið á einn spítalann hér í borg og þar hefur maður séð forstjórafrú, skrifstofustjórafrú og atvinnu- rekendafrú vinna við símavörzlu, það starf sem hver og ein gagn- fræðaskólastúlka getur unnið. Ríki og bær ættu að ganga fram fyrir aðra með góðu fordæmi og reyna að ráða í störf fólk, sem þarf þeirra nauðsynlega með, en ekki endilega fólk, sem tekur þessi störf af þvi að það hefur ekkert annað að gera. Ég er ekkja og hef engað að leita til nú þegar ég hef ekki lengur atvinnu, en börn mín eru í námi sem þau vilja náttúrlega halda áfram og ég þarf að styðja við bakið á þeim. Þetta er ekki eina dæmið, það má taka dæmi úr bankakerfinu, að duglegt og heiðariegt fólk fer og biður um lán, tekur sér frí úr vinnu og gengur milli bankanna. En hver er útkoman? Því miður, ekkert til. Á sama tíma er búið að lána þeim sterku og stóru. Er það furða þó að einstaklingar staldri við og spyrji spurninga. Ef maður á föður og tengdaföður, sem ein- hvers mega sín þá er allt opið og ég hef reynt það líka. En hvað tekur við? Ég hef átt andvökunótt og stéttarfélag er ráðþrot gagnvart svona aðgerðum við starfsfólk einkafyrirtækja? Það er engin furða þó að launþeg- ar spyrji hvað sé framundan í málefnum atvinnulífs hérlendis. Ég vona að framtíð lands okkar leiði okkur á nýjar brautir, studd af arfi þeim sem feður og mæður létu okkur í té. Og hugsa sér hvað forfeður okkar hafa skilað merku fólki án þess að það hefði mennt- un, eins og flestir hafa í dag. HÖGNI HREKKVISI /í-'t ©1976 McNaught Synd., In< Þarna er þá lffstykkið mitt! DRATTHAGI BLYANTUREMN Þakkir Vel sé ykkur öllum sem glöddu mig með heimsóknum, blómum skeytum og gjöfum þann 1. janúar s.l. Hlýr hugur er gullinu betri. i Hu/da A. Stefánsdóitiri Bifreiðaeigendur Látið okkur um að almála eða bletta bifreiðina. Erum á góðum stað í bænum. Sjáum einnig um réttingar. Bílamálarinn h. f., Ármúla 23. sími 85353. litsala Terylenebuxur, nærföto.fl. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Skipulagssýningin að Kjarvalsstöðum Á sýningunni í kvöld fimmtudaginn 13. jan. mun Haukur Viktorsson arkitekt frá Teiknistofunni Arkir kynna skipulag Nýs Miðbæjar við Kringlumýrarbraut. Kynningin hefst kl. 20.30 með sýningu skuggamynda. Kynning verkefnis og almennar umræður. Þróunarstofnun Reykjavíkurborgar. Stjórnunarfélag Islands SKATTSKIL EINSTAKLINGA með sjálfstæðan atvinnurekstur Stjórnunarfélagið gengst fyrir námskeiði í skattskilum fyrir einstaklinga með sjálfstæðan atvinnurekstur þriðjudaginn 18. jan. og fimmtudaginn 20. jan. kl. 15:00—18:00 eða í samtals 6 klst. Skattframtöl hafa löngum valdið framteljendum erfið- leikum. Einkum á þetta við um einstaklinga, sem hafa sjálfstæðan atvinnurekstur með höndum. Námskeiðinu er ætlað að auka skilning á skattamálum, auðvelda þátt- takendum gerð framtala og gera þeim léttar um við að átta sig á því, hvenær sér- fræðiþjónustu er þörf. Fyrri dag námskeiðsins verður farið yfir helstu ákvæði laga og reglugerða, sem efnið varða. Stðari daginn verður farið nánar í einstök atriði í samræmi við óskir þátttakenda. Þátttakendagjald kr. 5.000 - (Félagar fá 20% afslátt.) Leiðbeinandi er Atli Hauksson löggiltur endurskoðandi. Tilkynnið þátttöku í síma 82930. 21. Hxf6 + !! (Frábær leikur. Nú gengur hvorki 21.. . Bxf6, 22. De6 mát né 21. . . Kg8, 22. Hafl — Bxf6, 23. De6+. Næsti leikur svarts er þvf þvingaður) — Kxf6, 22. Dg4! — Dc5+, 23. Khl — Ke7, 24. Bg5+! Svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.